Af hverju ættu lífeyrissjóðirnir að kaupa íslenskan banka?

Hús
Auglýsing

Frétta­skýr­ing Kjarn­ans um að útlán líf­eyr­is­sjóða til heim­ila hafi marg­fald­ast á fyrri hluta árs­ins 2016 vakti athygli um helg­ina, en þeir hafa mark­visst sótt inn á íbúða­lána­mark­að­inn und­an­farið ár. Sjóð­irnir lán­uðu rúm­lega 38 millj­arða króna til íslenskra heim­ila á tíma­bil­inu, en lán­uðu tæp­lega fimm millj­arða króna til þeirra á sama tíma í fyrra. Útlánin hafa því tæp­lega átt­fald­ast. Ástæðan er ein­föld. Sjóð­irnir hófu að bjóða upp á betri vexti en við­skipta­bank­arnir og lægri lán­töku­kostn­að. Þeir hófu líka að lána allt að 75 pró­sent af verði íbúða, á meðan að „stóru“ íbúð­ar­lán bank­anna eru aðeins upp að 70 pró­sent. Við­skipta­vinir þeirra sem þurfa meira lánsfé þurfa þá að taka hatta­lán á mun verri kjörum ofan á „stóra“ lán­ið. Þá hófu líf­eyr­is­sjóð­irnir að lána óverð­tryggð, þótt vin­sældir þeirra lána hafi ekki gefið helstu lýð­skrum­urum afnáms verð­trygg­inga mik­inn byr undir vængi. Þrjár af hverjum fjórum krónum sem líf­eyr­is­sjóð­irnir lána eru verð­tryggð­ar.

Sam­an­dregið þá er líf­eyr­is­sjóð­irnir ein­fald­lega að bjóða mun betri kjör en bank­arn­ir, sem hafa bar­mað sér yfir því að sam­keppn­is­staða þeirra sé gerð skökk með stjórn­valds­að­gerð­um. Þeir þurfi t.d. að eiga mun meira eigið fé en líf­eyr­is­sjóð­ir, sem sé dýrt, og að greiða sér­staka banka­skatta sem þeir þurfi þá að velta yfir á við­skipta­vini sína í formi lak­ari vaxta­kjara. Þá fylgir því vafa­laust mik­ill kostn­aður að vera með um 3.400 starfs­menn (sam­an­lagður fjöldi þeirra sem vinnur í Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­an­um) á háum með­al­launum við að koma inn­lánum við­skipta­vina sinna - sem eru uppi­staðan í fjár­mögnun íslensku við­skipta­bank­anna - í vinnu fyrir sig. Aukin áhersla líf­eyr­is­sjóð­anna á íbúða­lána­markað hefur því klár­lega haft áhrif á útlán við­skipta­bank­anna.

Allir stóru bank­arnir þrír - Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn - eru að minnsta kosti í orði til sölu. Fyrir liggur að fáir inn­lendir aðilar geta keypt þá fyrir eigið fé. Raunar eru bara tveir hópar sem hafa getu til þess, líf­eyr­is­sjóðir lands­ins og for­rík stétt útgerð­ar­manna. Aðrir þyrftu að taka stór lán til að kaupa banka. Sú leið var reynd í síð­ustu einka­væð­ingu og end­aði með ósköp­um. Hún verður því vart farin aft­ur. Erfitt er að sjá að erlendir aðilar myndu vilja kaupa íslensku bank­ana út frá við­skipta­legum for­sendum þótt slíkur áhugi sé oft trommaður upp.

Auglýsing
Því hefur verið horft mjög stíft til líf­eyr­is­sjóð­anna og von­ast til að þeir kaupi að minnsta kosti einn banka, eða hlut í þeim öll­um. Erfitt verður fyrir sjóð­ina að rétt­læta slík kaup þegar fyrir liggur að þeir geta ein­fald­lega hirt hluta af við­skiptum bank­anna með því að bjóða betri kjör á lánum til heim­ila lands­ins án þess að borga neitt kaup­verð fyr­ir. Og án þess að þurfa að fóðra fit­una sem sann­ar­lega er á íslenska banka­kerf­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None