Af hverju ættu lífeyrissjóðirnir að kaupa íslenskan banka?

Hús
Auglýsing

Frétta­skýr­ing Kjarn­ans um að útlán líf­eyr­is­sjóða til heim­ila hafi marg­fald­ast á fyrri hluta árs­ins 2016 vakti athygli um helg­ina, en þeir hafa mark­visst sótt inn á íbúða­lána­mark­að­inn und­an­farið ár. Sjóð­irnir lán­uðu rúm­lega 38 millj­arða króna til íslenskra heim­ila á tíma­bil­inu, en lán­uðu tæp­lega fimm millj­arða króna til þeirra á sama tíma í fyrra. Útlánin hafa því tæp­lega átt­fald­ast. Ástæðan er ein­föld. Sjóð­irnir hófu að bjóða upp á betri vexti en við­skipta­bank­arnir og lægri lán­töku­kostn­að. Þeir hófu líka að lána allt að 75 pró­sent af verði íbúða, á meðan að „stóru“ íbúð­ar­lán bank­anna eru aðeins upp að 70 pró­sent. Við­skipta­vinir þeirra sem þurfa meira lánsfé þurfa þá að taka hatta­lán á mun verri kjörum ofan á „stóra“ lán­ið. Þá hófu líf­eyr­is­sjóð­irnir að lána óverð­tryggð, þótt vin­sældir þeirra lána hafi ekki gefið helstu lýð­skrum­urum afnáms verð­trygg­inga mik­inn byr undir vængi. Þrjár af hverjum fjórum krónum sem líf­eyr­is­sjóð­irnir lána eru verð­tryggð­ar.

Sam­an­dregið þá er líf­eyr­is­sjóð­irnir ein­fald­lega að bjóða mun betri kjör en bank­arn­ir, sem hafa bar­mað sér yfir því að sam­keppn­is­staða þeirra sé gerð skökk með stjórn­valds­að­gerð­um. Þeir þurfi t.d. að eiga mun meira eigið fé en líf­eyr­is­sjóð­ir, sem sé dýrt, og að greiða sér­staka banka­skatta sem þeir þurfi þá að velta yfir á við­skipta­vini sína í formi lak­ari vaxta­kjara. Þá fylgir því vafa­laust mik­ill kostn­aður að vera með um 3.400 starfs­menn (sam­an­lagður fjöldi þeirra sem vinnur í Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­an­um) á háum með­al­launum við að koma inn­lánum við­skipta­vina sinna - sem eru uppi­staðan í fjár­mögnun íslensku við­skipta­bank­anna - í vinnu fyrir sig. Aukin áhersla líf­eyr­is­sjóð­anna á íbúða­lána­markað hefur því klár­lega haft áhrif á útlán við­skipta­bank­anna.

Allir stóru bank­arnir þrír - Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn - eru að minnsta kosti í orði til sölu. Fyrir liggur að fáir inn­lendir aðilar geta keypt þá fyrir eigið fé. Raunar eru bara tveir hópar sem hafa getu til þess, líf­eyr­is­sjóðir lands­ins og for­rík stétt útgerð­ar­manna. Aðrir þyrftu að taka stór lán til að kaupa banka. Sú leið var reynd í síð­ustu einka­væð­ingu og end­aði með ósköp­um. Hún verður því vart farin aft­ur. Erfitt er að sjá að erlendir aðilar myndu vilja kaupa íslensku bank­ana út frá við­skipta­legum for­sendum þótt slíkur áhugi sé oft trommaður upp.

Auglýsing
Því hefur verið horft mjög stíft til líf­eyr­is­sjóð­anna og von­ast til að þeir kaupi að minnsta kosti einn banka, eða hlut í þeim öll­um. Erfitt verður fyrir sjóð­ina að rétt­læta slík kaup þegar fyrir liggur að þeir geta ein­fald­lega hirt hluta af við­skiptum bank­anna með því að bjóða betri kjör á lánum til heim­ila lands­ins án þess að borga neitt kaup­verð fyr­ir. Og án þess að þurfa að fóðra fit­una sem sann­ar­lega er á íslenska banka­kerf­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None