Tækifæri á tímum umbreytinga

Aðsend Grein eftir Þórarinn Má Kristjánsson, framkvæmdastjóra Loka Geothermal.

Þórarinn Már Kristjánsson
Auglýsing

Miklar umbreyt­ingar eru að eiga sér stað í alþjóð­lega orku­iðn­að­inum um þessar mund­ir. Þetta á bæði við um miklar fjár­fest­ingar sem farið hefur verið í á sviði end­ur­nýj­an­legrar orku í Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku sem og opnun nýrra orku­mark­aða í Asíu, Afr­íku og Suð­ur­-Am­er­íku. Sem dæmi má nefna jókst raf­orku­vinnsla frá sól­ar­pan­elum um 34% í heim­inum á síð­asta ári, upp­sett vindafl jókst um 63.000 MW og talið er að um 12.500 MW af jarð­hita­virkj­unum séu á teikni­borð­inu. Það jafn­gildir um 18-19 földu upp­settu afli jarð­hita­virkj­anna á Íslandi (GEA). Þrátt fyrir mikla upp­bygg­ingu eru ein­ungis um 14% frumorku­vinnslu heims­ins frá end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum (IEA) svo enn er mikið svig­rúm til að þróa nýjar aðferðir til að bæta í á því sviði.

Íslend­ingar eru svo sann­ar­lega í athygl­is­verðri stöðu þegar kemur að reynslu og þekk­ingu á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um, bæði hvað varðar rann­sóknir og nýt­ingu. Eft­ir­spurn eftir íslenskri raf­orku hefur einnig auk­ist mikið á und­an­förnum árum og því er enn mik­il­væg­ara en áður að auka nýsköpun í þeim geira. Þannig skap­ast tæki­færi til að bæta nýt­ingu auð­lind­anna og vinna að nýjum hug­myndum tengdum þjón­ustu og fram­leiðslu.

Orku­öflun fyrir stór­iðju og almenna not­endur und­an­farna ára­tugi hefur skapað mik­il­vægan grunn. Öfl­ugt net virkj­ana sem tengdar eru saman með flutn­ings­kerfi hafa skapað tæki­færi fyrir upp­bygg­ingu á minni iðn­aði sem krefst hágæða orku. Jafn­fram er hægt að hámarka orku­nýt­ingu og þróa nýjar orku­af­urðir með sam­spili virkj­ana, orku­gjafa og not­enda, svo sem með upp­setn­ingu á varma­dælum til hús­hit­un­ar, sam­spili raf­orku­vinnslu og ferða­mennsku og jarð­varma­nýt­ingar og þró­unar á verð­mætum líf­tækni­af­urð­um, svo örfá dæmi séu nefnd. Þessi þróun hefur skapað nýja þekk­ingu og reynslu sem getur reynst verð­mæt fyrir þjóð­ar­búið og á alþjóð­legum vett­vangi.

Auglýsing

Í haust verður Startup Energy Reykja­vík (SER) við­skipta­hrað­all­inn hald­inn í þriðja sinn. Hrað­all­inn veitir sprota­fyr­ir­tækjum í orku­tengdum iðn­aði fjár­mögnun og hjálp við áfram­hald­andi þróun við­skipta­hug­mynda sinna. Fyrstu tvö skiptin gengu ákaf­lega vel en þau 14 fyr­ir­tæki sem tóku þátt hafa sam­an­lagt hlotið tæp­lega millj­arð króna í fjár­mögn­un. 


Eitt þeirra er fyr­ir­tækið Loki Geothermal en í fram­hald­inu hlaut það styrk úr Tækni­þró­un­ar­sjóði til þró­unar nýrrar teg­undar höf­uð­loka fyrir háhita­bor­holur og aðferða til að betrumbæta eldri loka. Hrað­all­inn hefur hjálpað félag­inu mikið við að móta við­skipta­hug­mynd sína, koma því í sam­band við aðila innan iðn­að­ar­ins og veita því aðgang að frekara fjár­magni. Ég hvet því alla sem vilja vera hluti af þessu áhuga­verða breyt­inga­skeiði orku­iðn­að­ar­ins til að sækja um í Startup Energy Reykja­vík fyrir 14. ágúst 2016.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Loka Geothermal.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None