Tækifæri á tímum umbreytinga

Aðsend Grein eftir Þórarinn Má Kristjánsson, framkvæmdastjóra Loka Geothermal.

Þórarinn Már Kristjánsson
Auglýsing

Miklar umbreyt­ingar eru að eiga sér stað í alþjóð­lega orku­iðn­að­inum um þessar mund­ir. Þetta á bæði við um miklar fjár­fest­ingar sem farið hefur verið í á sviði end­ur­nýj­an­legrar orku í Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku sem og opnun nýrra orku­mark­aða í Asíu, Afr­íku og Suð­ur­-Am­er­íku. Sem dæmi má nefna jókst raf­orku­vinnsla frá sól­ar­pan­elum um 34% í heim­inum á síð­asta ári, upp­sett vindafl jókst um 63.000 MW og talið er að um 12.500 MW af jarð­hita­virkj­unum séu á teikni­borð­inu. Það jafn­gildir um 18-19 földu upp­settu afli jarð­hita­virkj­anna á Íslandi (GEA). Þrátt fyrir mikla upp­bygg­ingu eru ein­ungis um 14% frumorku­vinnslu heims­ins frá end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum (IEA) svo enn er mikið svig­rúm til að þróa nýjar aðferðir til að bæta í á því sviði.

Íslend­ingar eru svo sann­ar­lega í athygl­is­verðri stöðu þegar kemur að reynslu og þekk­ingu á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um, bæði hvað varðar rann­sóknir og nýt­ingu. Eft­ir­spurn eftir íslenskri raf­orku hefur einnig auk­ist mikið á und­an­förnum árum og því er enn mik­il­væg­ara en áður að auka nýsköpun í þeim geira. Þannig skap­ast tæki­færi til að bæta nýt­ingu auð­lind­anna og vinna að nýjum hug­myndum tengdum þjón­ustu og fram­leiðslu.

Orku­öflun fyrir stór­iðju og almenna not­endur und­an­farna ára­tugi hefur skapað mik­il­vægan grunn. Öfl­ugt net virkj­ana sem tengdar eru saman með flutn­ings­kerfi hafa skapað tæki­færi fyrir upp­bygg­ingu á minni iðn­aði sem krefst hágæða orku. Jafn­fram er hægt að hámarka orku­nýt­ingu og þróa nýjar orku­af­urðir með sam­spili virkj­ana, orku­gjafa og not­enda, svo sem með upp­setn­ingu á varma­dælum til hús­hit­un­ar, sam­spili raf­orku­vinnslu og ferða­mennsku og jarð­varma­nýt­ingar og þró­unar á verð­mætum líf­tækni­af­urð­um, svo örfá dæmi séu nefnd. Þessi þróun hefur skapað nýja þekk­ingu og reynslu sem getur reynst verð­mæt fyrir þjóð­ar­búið og á alþjóð­legum vett­vangi.

Auglýsing

Í haust verður Startup Energy Reykja­vík (SER) við­skipta­hrað­all­inn hald­inn í þriðja sinn. Hrað­all­inn veitir sprota­fyr­ir­tækjum í orku­tengdum iðn­aði fjár­mögnun og hjálp við áfram­hald­andi þróun við­skipta­hug­mynda sinna. Fyrstu tvö skiptin gengu ákaf­lega vel en þau 14 fyr­ir­tæki sem tóku þátt hafa sam­an­lagt hlotið tæp­lega millj­arð króna í fjár­mögn­un. 


Eitt þeirra er fyr­ir­tækið Loki Geothermal en í fram­hald­inu hlaut það styrk úr Tækni­þró­un­ar­sjóði til þró­unar nýrrar teg­undar höf­uð­loka fyrir háhita­bor­holur og aðferða til að betrumbæta eldri loka. Hrað­all­inn hefur hjálpað félag­inu mikið við að móta við­skipta­hug­mynd sína, koma því í sam­band við aðila innan iðn­að­ar­ins og veita því aðgang að frekara fjár­magni. Ég hvet því alla sem vilja vera hluti af þessu áhuga­verða breyt­inga­skeiði orku­iðn­að­ar­ins til að sækja um í Startup Energy Reykja­vík fyrir 14. ágúst 2016.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Loka Geothermal.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None