Um meintar blekkingar í Hörpu

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Íslands.
Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Íslands.
Auglýsing

Ég hef sjaldan séð hina dag­far­sprúðu sam­starfs­menn mína í Stjórn­ar­ráð­inu jafn undr­andi og eftir lestur á leið­ara Þórðar Snæs Júl­í­us­sonar í Kjarn­anum sl. föstu­dag þar sem því er haldið blákalt fram að rík­is­stjórnin hafi blekkt almenn­ing með kynn­ingu á Fyrstu fast­eign. Hafa þeir þó haft ærin til­efni til að undr­ast á kjör­tíma­bil­inu eftir úttektir Þórðar Snæs og félaga þar sem til­gang­ur­inn helgar með­alið og „læk­in“ hrann­ast upp meðal fylgitamra. Aðspurður taldi ég það þjóna tak­mörk­uðum til­gangi að svara rang­færsl­unum því það myndi að lík­indum frekar leiða til áfram­hald­andi skæt­ings en afsök­un­ar­beiðni. En ásak­anir um blekk­ingar gagn­vart almenn­ingi eru svo alvar­legar að ekki er annar kostur en að bregð­ast við. Því skulu tínd til nokkur atriði.

„Blekk­ing“ nr. 1

Þórður Snær nefnir þrjú dæmi því til stuðn­ings að kynn­ing rík­is­stjórn­ar­innar hafi verið blekkj­andi. Í fyrsta lagi að ekki séu réttar for­sendur lagðar til grund­vallar útreikn­ingi á líf­eyri og því beri að gjalda var­hug við nið­ur­stöð­unni. Því er til að svara að kynn­ingin byggir á þeirri stöðu sem ungt fólk stendur frammi fyrir við kaup á fyrstu fast­eign að gefnum þeim samn­ingum um líf­eyr­is­rétt­indi sem samið hefur verið um á vinnu­mark­aði. Eins og fram kemur í kynn­ing­unni er gefin sú for­senda að laun þró­ist yfir starfsæv­ina með svip­uðum hætti og heild­ar­laun ein­stak­linga sam­kvæmt skatt­fram­töl­um. Þetta er almennt dæmi um þá stöðu sem ungt fólk stendur frammi fyrir að gefnum bestu for­sendum en staða og launa­þróun ein­stakra manna yfir ævina getur að sjálf­sögðu reynst önn­ur. Þetta dæmi og for­sendur þess eru fengnar að láni frá Gunn­ari Bald­vins­syni, fram­kvæmda­stjóra Almenna líf­eyr­is­sjóðs­ins og fyrr­ver­andi formanns Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, en hann hefur haldið því fram að hækkun líf­eyr­is­ið­gjalda hafi minnkað þörf­ina fyrir við­bót­ar­sparnað til eft­ir­launa­ár­anna og alveg sér­stak­lega fyrir yngstu ald­urs­hópana. 

„Blekk­ing“ nr. 2 

Þórður Snær heldur því fram að rík­is­stjórnin blekki með því að halda því fram að 14 þús­und manns kunni að nýta sér úrræðið en grein­ingar bendi á þann mögu­leika að færri nýti sér það. Fyrr í vik­unni þurfti ég að setja ofan í við Þórð Snæ út af þessum meinta blekk­ing­ar­leik. Í kynn­ing­unni er greint frá að áætl­anir geri ráð fyrir að um 14 þús­und manns muni nýta úrræðið í fyrstu. Sú áætlun byggir á grunn­til­viki ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Ana­lyt­ica um lík­leg­ustu nið­ur­stöðu að fengnu töl­fræði­mati á nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar eftir tekj­um. Þrjú frá­viks­dæmi frá grunn­dæm­inu er að finna í frum­varpi um Fyrstu fast­eign. Þar sem Fyrsta fast­eign er var­an­legt úrræði mun á hverju ári bæt­ast við fjölda þeirra sem getur nýtt sér úrræð­ið. Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga virð­ist kom­ast að svip­aðri nið­ur­stöðu og Ana­lyt­ica um vænta nýt­ingu úrræð­is­ins í grein­ingu sinni um fram­tíð­ar­tekju­tap sveit­ar­fé­lag­anna en Kjarn­inn hefur sam­visku­sam­lega bent les­endum sínum á mikið tekju­tap sveit­ar­fé­laga af Fyrstu fast­eign. Er hægt að halda því fram að fáir muni taka þátt í úrræð­inu en um leið að það hafi mikil áhrif á fjár­hag hins opin­ber­a? 

Auglýsing

„Blekk­ing“ nr. 3

Þórður segir fram­setn­ingu kynn­ingar stjórn­valda vill­andi því fyr­ir­hugað bann við veit­ingu verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána sé ekk­ert bann því und­an­þágur séu það víð­tækar að 75% lán­taka séu und­an­þegnir bann­inu. Í mati á áhrifum frum­varps um hámarks­lengd verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána er greint frá lík­legum áhrifum und­an­þága á lán­taka. Sam­an­lagt má gera ráð fyrir að 40%-75% lán­taka falli undir und­an­þág­ur. Ekk­ert grunn­dæmi um lík­leg­ustu nið­ur­stöðu er sett fram og því vill­andi fram­setn­ing hjá Þórði að halda því fram að 75% lán­taka séu und­an­þegnir banni. Mark­mið frum­varps­ins er að stemma stigu við þeirri hættu sem felst í verð­tryggðum lang­tíma­fast­eigna­lánum með jafn­greiðslu­fyr­ir­komu­lagi. Greint er frá því í frum­varp­inu að bein áhrif þess, án til­lits til ann­arra aðgerða stjórn­valda, vænt­inga eða ytri aðstæðna, sé að lík­indum tak­mörk­uð. Hins vegar muni áhrif frum­varps­ins fara eftir sam­spili þess við frum­varp um Fyrstu fast­eign. Kynn­ing stjórn­valda í Hörpu fjall­aði aðeins um Fyrstu fast­eign en ekki um hámarks­lengd verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána. Engar blekk­ingar er hér að finna frekar en í fyrri dæmum heldur aðeins gnægð gagn­legra upp­lýs­inga um kosti og galla ein­stakra lána­forma. 

Allar upp­lýs­ingar aðgengi­legar

Það er hvorki sann­gjörn né eðli­leg nálgun hjá Þórði að halda því fram að rík­is­stjórnin hafi blekkt almenn­ing með kynn­ing­unni í Hörpu. Rík­is­stjórnin hefur lagt sig í líma við að kynna stærstu mál sín af mynd­ar­skap og veita sem víð­tæk­astar upp­lýs­ing­ar. Engin sér­stök ástæða er til að kalla vel und­ir­búna upp­lýs­inga­fundi glan­skynn­ingar og því síður skiptir það máli að kynn­ir­inn á upp­lýs­inga­fund­inum hafi verið djúp­radd­að­ur. Það hefði verið nær fyrir Þórð að mæta á fund­inn, hlýða á kynn­ing­una og nýta sér tæki­færi til að spyrja þá sér­fræð­inga um málið sem þar voru til­tækir eins og margir fjöl­miðla­menn gerðu. Hefði það án efa nýst les­endum hans bet­ur. 

Eftir kynn­ing­ar­fund­inn hefur verið lögð mikil áhersla á að kynna málið sem best og gera gögn þess aðgengi­leg. Á sér­stöku vef­svæði um Fyrstu fast­eign er að finna glæru­kynn­ingu stjórn­valda, upp­töku af upp­lýs­inga­fundi, frétta­til­kynn­ingu, ,,spurt og svar­að“ um helstu mál sem brenna á vænt­an­legum not­endum Fyrstu fast­eignar og frum­vörpin tvö sem rík­is­stjórnin lagði fram í vik­unni. Allt eru þetta mik­il­vægar upp­lýs­ingar sem ástæða er til að almenn­ingur hafi greiðan aðgang að. Tugir manna hafa lagt nótt við nýtan sum­ar­dag á síð­ustu vikum til að gera þetta efni sem best úr garði og aðgengi­legt almenn­ingi. 

Fyrstu fast­eign er ætlað að koma til móts við fyrstu íbúða­kaup­end­ur. Ungt fólk stendur frammi fyrir tak­mörk­uðu fram­boði af minni eign­um, hærra verði minna eigna og strang­ara greiðslu­mati. Fyrstu fast­eign er ætla að aðstoða mjög stóran hóp við að taka fyrstu skref­in. Aðgerðin nýt­ist best milli­tekju­fólki. Rík­is­stjórnin hefur einnig gripið til marg­vís­legra ráð­staf­ana á hús­næð­is­mark­aði til að tryggja hag leigj­enda og aðgang tekju­lægra fólks að félags­legu hús­næð­i. 

Þórði er að sjálf­sögðu frjálst að hafa sína skoðun á aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar þó þær séu á skjön við álit flestra hag­fræð­inga sem gefið hafa álit sitt á þeim. Þórður telur til að mynda sjálf­gefið að Fyrsta fast­eign muni hækka hús­næð­is­verð. Ana­lyt­ica  telur að hús­næð­is­þró­unin ráð­ist af mann­fjölda­þróun og fjöl­skyldu­form­um. Til skamms tíma geti nýt­ing sér­eign­ar­sparn­aðar til hús­næð­is­kaupa á grunni skatt­frelsis flýtt fyrir því að fólk eign­ist eigið hús­næði sem ella hefði búið á leigu­mark­aði. Ólík­legt sé að sú þróun valdi upp­námi á fast­eigna­mark­aði en hún gæti þó valdið verð­hækkun til skamms tíma. Það þarf því sér­stak­lega að huga að skamm­tíma­á­hrifum Fyrstu fast­eignar. Verð­bólgu­spár Kjarn­ans hafa ekki reynst vel og er ástæða til að hvetja les­endur til að skoða verð­bólgu­þróun síð­ustu þriggja ára sam­hliða lestri á tugum greina í Kjarn­anum um vænt­an­lega óða­verð­bólgu í kjöl­far leið­rétt­ingar verð­tryggðra fast­eigna­lána. 

Það er sér­stak­lega mik­il­vægt að huga að fram­boði hús­næðis og þá einkum minni og ódýr­ari eigna. Rík­is­stjórnin hefur lagt sitt á vog­ar­skál­arnar til þess með umfangs­mik­illi breyt­ingu á bygg­ing­ar­reglu­gerð og lögum um bygg­ingu félags­legs hús­næð­is. Mikil og góð sam­staða ríkti um breyt­ingar á bygg­ing­ar­reglu­gerð og munu þær vafa­laust leiða til meira fram­boðs minni eigna og ódýr­ari íbúða. Hér þurfa sveit­ar­fé­lögin hins vegar að taka sér taki. Hvernig væri til dæmis að hlaða upp í frétta­skýr­ingu á hús­næð­is­málum og lóða­málum í Reykja­vík?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None