Námsmenn erlendis, LÍN og Framtíðin

Óskar Steinn Ómarsson
Auglýsing

Náms­menn erlendis eru stór­lega van­metn­ir. Erfitt er að gera sér í hug­ar­lund hve dýr­mætt það er fyrir íslenskt sam­fé­lag að fólk fari í nám erlendis og snúi heim með mik­il­væga þekk­ingu og reynslu. Fyrir utan þá fjöl­breyttu fag­þekk­ingu sem nýt­ist fyr­ir­tækjum og stofn­unum hér á landi snúa náms­menn oft heim víð­sýnni og með aðra sýn á lífið og til­ver­una. Fyrir lítið og ein­angrað sam­fé­lag eins og Ísland er það ómet­an­legt.

Íslenskt sam­fé­lag hlýtur að gera sér grein fyrir þessu. Við hljótum að hvetja fólk til að afla sér dýr­mætrar þekk­ingar í öðrum löndum og kynn­ast öðrum sam­fé­lög­um. Eða hvað?

Miklar skerð­ingar

Á þessu kjör­tíma­bili hefur mennta­mála­ráð­herra skorið mikið niður til náms­manna erlend­is. Skerð­ingar á fram­færslu þeirra hafa numið allt að 35%. Þetta hefur valdið miklum óþæg­indum fyrir náms­menn erlend­is, svo ekki sé talað um alla óviss­una sem þessu fylg­ir. Hvernig skipu­leggur þú nokk­urra ára veru í háskóla erlendis þegar yfir­völd eru alltaf að skerða fram­færsl­una þína? Annað afrek mennta­mála­ráð­herra er að taka frá náms­mönnum erlendis mögu­leik­ann á ferða­láni einu sinni á ári. Fyrir marga er flug heim til fjöl­skyld­unnar um jólin því ekki inni í mynd­inni.

Hvers vegna verða náms­menn erlendis fyrir svona miklum skerð­ing­um? Hvers vegna núna? Svo ég vitni í sjálfan mennta­mála­ráð­herra: „Fyrir alla þá sem eru í þeim sporum að taka slíka ákvörðun (að fara í nám erlend­is), þá mæli ég ein­dregið með því að fara út, búa erlend­is, læra erlend­is. Það hjálpar manni á svo margan hátt og eitt af því sem það gefur manni er að þegar maður kemur heim, (...) fær maður svo­lítið öðru­vísi sýn á sam­fé­lagið sitt, maður sér betur bæði kost­ina og gall­ana. Það er þess vegna sem það er svo nauð­syn­legt fyrir okkar sam­fé­lag, sem er jú fámennt og svo­lítið úr alfara leið, að sem flest okk­ar, ef við eigum tæki­færi til, nýti sér slík tæki­færi sem fel­ast í því að fara í nám erlend­is.“

Auglýsing

Fram­tíðin

Ég held að skerð­ing­arnar séu ekki byggðar á neinum skyn­sem­is­rök­um. Ég held að mark­mið skerð­ing­anna sé að skapa markað fyrir einka­rek­inn lána­sjóð. Fram­tíðin er okur­lána­sjóður sem var stofn­aður af fjár­fest­inga­fé­lag­inu GAMMA snemma árs 2015. Á heima­síðu Fram­tíð­ar­innar kemur fram að Lána­sjóður íslenskra náms­manna „dugi ekki alltaf þegar um kostn­að­ar­samt háskóla­nám er að ræða.” Þá segir að Fram­tíðin „brúi bil­ið“. Lán Fram­tíð­ar­innar eru mun dýr­ari en lán LÍN og af umsögnum af heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins að dæma sækja náms­menn í Fram­tíð­ina einmitt vegna þjón­ustu­skerð­ingar hjá LÍN.

Það er þyngra en tárum taki að vegna skerð­inga rík­is­stjórn­ar­innar þurfi náms­menn erlendis að leita aðstoðar okur­lána­fyr­ir­tækja. Þetta er breyt­ing frá þeirri stefnu að allir eigi að hafa jöfn tæki­færi til náms og mun að öllum lík­indum fækka þeim sem fara í nám erlend­is. Viljum við það?

Ég vil búa í sam­fé­lagi þar sem allir hafa jöfn tæki­færi til náms. Þar sem þú þarft ekki að eiga sterkt efna­hags­legt bak­land eða að taka okur­lán til að geta farið í háskóla erlend­is. Mik­il­vægt er að draga skerð­ingar mennta­mála­ráð­herra til baka sem allra fyrst. Þá þarf að hækka frí­tekju­markið sem er skammar­lega lágt og dregur veru­lega úr mögu­leika fólks til að lifa á náms­lán­um. Að lokum þarf útborgun náms­lána að eiga sér stað ­fyrir fram en ekki eftir að til­teknum ein­inga­fjölda er skil­að, eins og nú er. Þessar og fleiri aðgerðir er nauð­syn­legt að ráð­ast í strax til að jafna aftur tæki­færi fólks til náms erlend­is. Til að þetta sé hægt þarf rík­is­stjórn sem hyglir ekki okur­lána­fyr­ir­tækjum á kostnað náms­manna.

Óskar Steinn Ómars­son, nem­andi í Háskóla Íslands og rit­ari Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None