Námsmenn erlendis, LÍN og Framtíðin

Óskar Steinn Ómarsson
Auglýsing

Námsmenn erlendis eru stórlega vanmetnir. Erfitt er að gera sér í hugarlund hve dýrmætt það er fyrir íslenskt samfélag að fólk fari í nám erlendis og snúi heim með mikilvæga þekkingu og reynslu. Fyrir utan þá fjölbreyttu fagþekkingu sem nýtist fyrirtækjum og stofnunum hér á landi snúa námsmenn oft heim víðsýnni og með aðra sýn á lífið og tilveruna. Fyrir lítið og einangrað samfélag eins og Ísland er það ómetanlegt.

Íslenskt samfélag hlýtur að gera sér grein fyrir þessu. Við hljótum að hvetja fólk til að afla sér dýrmætrar þekkingar í öðrum löndum og kynnast öðrum samfélögum. Eða hvað?

Miklar skerðingar

Á þessu kjörtímabili hefur menntamálaráðherra skorið mikið niður til námsmanna erlendis. Skerðingar á framfærslu þeirra hafa numið allt að 35%. Þetta hefur valdið miklum óþægindum fyrir námsmenn erlendis, svo ekki sé talað um alla óvissuna sem þessu fylgir. Hvernig skipuleggur þú nokkurra ára veru í háskóla erlendis þegar yfirvöld eru alltaf að skerða framfærsluna þína? Annað afrek menntamálaráðherra er að taka frá námsmönnum erlendis möguleikann á ferðaláni einu sinni á ári. Fyrir marga er flug heim til fjölskyldunnar um jólin því ekki inni í myndinni.

Hvers vegna verða námsmenn erlendis fyrir svona miklum skerðingum? Hvers vegna núna? Svo ég vitni í sjálfan menntamálaráðherra: „Fyrir alla þá sem eru í þeim sporum að taka slíka ákvörðun (að fara í nám erlendis), þá mæli ég eindregið með því að fara út, búa erlendis, læra erlendis. Það hjálpar manni á svo margan hátt og eitt af því sem það gefur manni er að þegar maður kemur heim, (...) fær maður svolítið öðruvísi sýn á samfélagið sitt, maður sér betur bæði kostina og gallana. Það er þess vegna sem það er svo nauðsynlegt fyrir okkar samfélag, sem er jú fámennt og svolítið úr alfara leið, að sem flest okkar, ef við eigum tækifæri til, nýti sér slík tækifæri sem felast í því að fara í nám erlendis.“

Framtíðin

Ég held að skerðingarnar séu ekki byggðar á neinum skynsemisrökum. Ég held að markmið skerðinganna sé að skapa markað fyrir einkarekinn lánasjóð. Framtíðin er okurlánasjóður sem var stofnaður af fjárfestingafélaginu GAMMA snemma árs 2015. Á heimasíðu Framtíðarinnar kemur fram að Lánasjóður íslenskra námsmanna „dugi ekki alltaf þegar um kostnaðarsamt háskólanám er að ræða.” Þá segir að Framtíðin „brúi bilið“. Lán Framtíðarinnar eru mun dýrari en lán LÍN og af umsögnum af heimasíðu fyrirtækisins að dæma sækja námsmenn í Framtíðina einmitt vegna þjónustuskerðingar hjá LÍN.

Auglýsing

Það er þyngra en tárum taki að vegna skerðinga ríkisstjórnarinnar þurfi námsmenn erlendis að leita aðstoðar okurlánafyrirtækja. Þetta er breyting frá þeirri stefnu að allir eigi að hafa jöfn tækifæri til náms og mun að öllum líkindum fækka þeim sem fara í nám erlendis. Viljum við það?

Ég vil búa í samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri til náms. Þar sem þú þarft ekki að eiga sterkt efnahagslegt bakland eða að taka okurlán til að geta farið í háskóla erlendis. Mikilvægt er að draga skerðingar menntamálaráðherra til baka sem allra fyrst. Þá þarf að hækka frítekjumarkið sem er skammarlega lágt og dregur verulega úr möguleika fólks til að lifa á námslánum. Að lokum þarf útborgun námslána að eiga sér stað fyrir fram en ekki eftir að tilteknum einingafjölda er skilað, eins og nú er. Þessar og fleiri aðgerðir er nauðsynlegt að ráðast í strax til að jafna aftur tækifæri fólks til náms erlendis. Til að þetta sé hægt þarf ríkisstjórn sem hyglir ekki okurlánafyrirtækjum á kostnað námsmanna.

Óskar Steinn Ómarsson, nemandi í Háskóla Íslands og ritari Samfylkingarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None