Námsmenn erlendis, LÍN og Framtíðin

Óskar Steinn Ómarsson
Auglýsing

Náms­menn erlendis eru stór­lega van­metn­ir. Erfitt er að gera sér í hug­ar­lund hve dýr­mætt það er fyrir íslenskt sam­fé­lag að fólk fari í nám erlendis og snúi heim með mik­il­væga þekk­ingu og reynslu. Fyrir utan þá fjöl­breyttu fag­þekk­ingu sem nýt­ist fyr­ir­tækjum og stofn­unum hér á landi snúa náms­menn oft heim víð­sýnni og með aðra sýn á lífið og til­ver­una. Fyrir lítið og ein­angrað sam­fé­lag eins og Ísland er það ómet­an­legt.

Íslenskt sam­fé­lag hlýtur að gera sér grein fyrir þessu. Við hljótum að hvetja fólk til að afla sér dýr­mætrar þekk­ingar í öðrum löndum og kynn­ast öðrum sam­fé­lög­um. Eða hvað?

Miklar skerð­ingar

Á þessu kjör­tíma­bili hefur mennta­mála­ráð­herra skorið mikið niður til náms­manna erlend­is. Skerð­ingar á fram­færslu þeirra hafa numið allt að 35%. Þetta hefur valdið miklum óþæg­indum fyrir náms­menn erlend­is, svo ekki sé talað um alla óviss­una sem þessu fylg­ir. Hvernig skipu­leggur þú nokk­urra ára veru í háskóla erlendis þegar yfir­völd eru alltaf að skerða fram­færsl­una þína? Annað afrek mennta­mála­ráð­herra er að taka frá náms­mönnum erlendis mögu­leik­ann á ferða­láni einu sinni á ári. Fyrir marga er flug heim til fjöl­skyld­unnar um jólin því ekki inni í mynd­inni.

Hvers vegna verða náms­menn erlendis fyrir svona miklum skerð­ing­um? Hvers vegna núna? Svo ég vitni í sjálfan mennta­mála­ráð­herra: „Fyrir alla þá sem eru í þeim sporum að taka slíka ákvörðun (að fara í nám erlend­is), þá mæli ég ein­dregið með því að fara út, búa erlend­is, læra erlend­is. Það hjálpar manni á svo margan hátt og eitt af því sem það gefur manni er að þegar maður kemur heim, (...) fær maður svo­lítið öðru­vísi sýn á sam­fé­lagið sitt, maður sér betur bæði kost­ina og gall­ana. Það er þess vegna sem það er svo nauð­syn­legt fyrir okkar sam­fé­lag, sem er jú fámennt og svo­lítið úr alfara leið, að sem flest okk­ar, ef við eigum tæki­færi til, nýti sér slík tæki­færi sem fel­ast í því að fara í nám erlend­is.“

Auglýsing

Fram­tíðin

Ég held að skerð­ing­arnar séu ekki byggðar á neinum skyn­sem­is­rök­um. Ég held að mark­mið skerð­ing­anna sé að skapa markað fyrir einka­rek­inn lána­sjóð. Fram­tíðin er okur­lána­sjóður sem var stofn­aður af fjár­fest­inga­fé­lag­inu GAMMA snemma árs 2015. Á heima­síðu Fram­tíð­ar­innar kemur fram að Lána­sjóður íslenskra náms­manna „dugi ekki alltaf þegar um kostn­að­ar­samt háskóla­nám er að ræða.” Þá segir að Fram­tíðin „brúi bil­ið“. Lán Fram­tíð­ar­innar eru mun dýr­ari en lán LÍN og af umsögnum af heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins að dæma sækja náms­menn í Fram­tíð­ina einmitt vegna þjón­ustu­skerð­ingar hjá LÍN.

Það er þyngra en tárum taki að vegna skerð­inga rík­is­stjórn­ar­innar þurfi náms­menn erlendis að leita aðstoðar okur­lána­fyr­ir­tækja. Þetta er breyt­ing frá þeirri stefnu að allir eigi að hafa jöfn tæki­færi til náms og mun að öllum lík­indum fækka þeim sem fara í nám erlend­is. Viljum við það?

Ég vil búa í sam­fé­lagi þar sem allir hafa jöfn tæki­færi til náms. Þar sem þú þarft ekki að eiga sterkt efna­hags­legt bak­land eða að taka okur­lán til að geta farið í háskóla erlend­is. Mik­il­vægt er að draga skerð­ingar mennta­mála­ráð­herra til baka sem allra fyrst. Þá þarf að hækka frí­tekju­markið sem er skammar­lega lágt og dregur veru­lega úr mögu­leika fólks til að lifa á náms­lán­um. Að lokum þarf útborgun náms­lána að eiga sér stað ­fyrir fram en ekki eftir að til­teknum ein­inga­fjölda er skil­að, eins og nú er. Þessar og fleiri aðgerðir er nauð­syn­legt að ráð­ast í strax til að jafna aftur tæki­færi fólks til náms erlend­is. Til að þetta sé hægt þarf rík­is­stjórn sem hyglir ekki okur­lána­fyr­ir­tækjum á kostnað náms­manna.

Óskar Steinn Ómars­son, nem­andi í Háskóla Íslands og rit­ari Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None