Námsmenn erlendis, LÍN og Framtíðin

Óskar Steinn Ómarsson
Auglýsing

Náms­menn erlendis eru stór­lega van­metn­ir. Erfitt er að gera sér í hug­ar­lund hve dýr­mætt það er fyrir íslenskt sam­fé­lag að fólk fari í nám erlendis og snúi heim með mik­il­væga þekk­ingu og reynslu. Fyrir utan þá fjöl­breyttu fag­þekk­ingu sem nýt­ist fyr­ir­tækjum og stofn­unum hér á landi snúa náms­menn oft heim víð­sýnni og með aðra sýn á lífið og til­ver­una. Fyrir lítið og ein­angrað sam­fé­lag eins og Ísland er það ómet­an­legt.

Íslenskt sam­fé­lag hlýtur að gera sér grein fyrir þessu. Við hljótum að hvetja fólk til að afla sér dýr­mætrar þekk­ingar í öðrum löndum og kynn­ast öðrum sam­fé­lög­um. Eða hvað?

Miklar skerð­ingar

Á þessu kjör­tíma­bili hefur mennta­mála­ráð­herra skorið mikið niður til náms­manna erlend­is. Skerð­ingar á fram­færslu þeirra hafa numið allt að 35%. Þetta hefur valdið miklum óþæg­indum fyrir náms­menn erlend­is, svo ekki sé talað um alla óviss­una sem þessu fylg­ir. Hvernig skipu­leggur þú nokk­urra ára veru í háskóla erlendis þegar yfir­völd eru alltaf að skerða fram­færsl­una þína? Annað afrek mennta­mála­ráð­herra er að taka frá náms­mönnum erlendis mögu­leik­ann á ferða­láni einu sinni á ári. Fyrir marga er flug heim til fjöl­skyld­unnar um jólin því ekki inni í mynd­inni.

Hvers vegna verða náms­menn erlendis fyrir svona miklum skerð­ing­um? Hvers vegna núna? Svo ég vitni í sjálfan mennta­mála­ráð­herra: „Fyrir alla þá sem eru í þeim sporum að taka slíka ákvörðun (að fara í nám erlend­is), þá mæli ég ein­dregið með því að fara út, búa erlend­is, læra erlend­is. Það hjálpar manni á svo margan hátt og eitt af því sem það gefur manni er að þegar maður kemur heim, (...) fær maður svo­lítið öðru­vísi sýn á sam­fé­lagið sitt, maður sér betur bæði kost­ina og gall­ana. Það er þess vegna sem það er svo nauð­syn­legt fyrir okkar sam­fé­lag, sem er jú fámennt og svo­lítið úr alfara leið, að sem flest okk­ar, ef við eigum tæki­færi til, nýti sér slík tæki­færi sem fel­ast í því að fara í nám erlend­is.“

Auglýsing

Fram­tíðin

Ég held að skerð­ing­arnar séu ekki byggðar á neinum skyn­sem­is­rök­um. Ég held að mark­mið skerð­ing­anna sé að skapa markað fyrir einka­rek­inn lána­sjóð. Fram­tíðin er okur­lána­sjóður sem var stofn­aður af fjár­fest­inga­fé­lag­inu GAMMA snemma árs 2015. Á heima­síðu Fram­tíð­ar­innar kemur fram að Lána­sjóður íslenskra náms­manna „dugi ekki alltaf þegar um kostn­að­ar­samt háskóla­nám er að ræða.” Þá segir að Fram­tíðin „brúi bil­ið“. Lán Fram­tíð­ar­innar eru mun dýr­ari en lán LÍN og af umsögnum af heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins að dæma sækja náms­menn í Fram­tíð­ina einmitt vegna þjón­ustu­skerð­ingar hjá LÍN.

Það er þyngra en tárum taki að vegna skerð­inga rík­is­stjórn­ar­innar þurfi náms­menn erlendis að leita aðstoðar okur­lána­fyr­ir­tækja. Þetta er breyt­ing frá þeirri stefnu að allir eigi að hafa jöfn tæki­færi til náms og mun að öllum lík­indum fækka þeim sem fara í nám erlend­is. Viljum við það?

Ég vil búa í sam­fé­lagi þar sem allir hafa jöfn tæki­færi til náms. Þar sem þú þarft ekki að eiga sterkt efna­hags­legt bak­land eða að taka okur­lán til að geta farið í háskóla erlend­is. Mik­il­vægt er að draga skerð­ingar mennta­mála­ráð­herra til baka sem allra fyrst. Þá þarf að hækka frí­tekju­markið sem er skammar­lega lágt og dregur veru­lega úr mögu­leika fólks til að lifa á náms­lán­um. Að lokum þarf útborgun náms­lána að eiga sér stað ­fyrir fram en ekki eftir að til­teknum ein­inga­fjölda er skil­að, eins og nú er. Þessar og fleiri aðgerðir er nauð­syn­legt að ráð­ast í strax til að jafna aftur tæki­færi fólks til náms erlend­is. Til að þetta sé hægt þarf rík­is­stjórn sem hyglir ekki okur­lána­fyr­ir­tækjum á kostnað náms­manna.

Óskar Steinn Ómars­son, nem­andi í Háskóla Íslands og rit­ari Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None