Snjallsímar eru tvíeggjuð sverð

Internetið og snjallsímatæknin umlykja líf okkar. Spurningin er hvernig við nýtum okkur þessa nýju tækni.

Auglýsing

Nú hafa grunn og fram­halds­skól­ar lands­ins fyllst af von­andi fróð­leiks­fúsum nem­endum og kennslu­fúsum kenn­ur­um. Kennsla er lif­andi og skemmti­legt starf og þetta tvennt á líka að ein­kenna nám nem­enda, þ.e. að námið á að vera bæði ánægju­legt og áhuga­vert.

Fjöl­margir nem­end­ur, senni­lega yfir­gnæf­andi meiri­hluti nem­enda, eiga far­síma og það sem við köllum snjall­símar er sú teg­und sem er ,,inni“ í dag. Margir af þessum símum eru í raun mjög öfl­ugar tölvur og í nútíma snjall­síma er meiri vinnslu­geta en í tungl­far­inu sem fór með Neil Arm­strong og félaga til tungls­ins árið 1969.

Ísland er net­væddasta sam­fé­lag ver­aldar með inter­net­þéttni upp á 98.2% (eða meira) sam­kvæmt tölum frá Alþjóða­bank­anum fyrir árið 2014. Þetta sést í skólum lands­ins og í kennslu­stof­un­um. Segja má að sím­inn sé orð­inn eins og eins­konar fram­leng­ing eða við­bót á okk­ur.

Auglýsing

Starfs­fólk og kenn­arar í Fjöl­brauta­skól­anum í Garðabæ hafa á und­an­förnum miss­erum verið að velta þessum ,,síma­mál­u­m“  ­fyrir sér og á síð­ustu vor­önn var gerð könnum meðal nem­enda um far­síma­notkun í námi/­skól­an­um. 

Um helm­ingur vill tak­marka síma­notkun

Í henni kom meðal ann­ars fram að um 40% nem­enda töldu að náms­ár­angur hefði orðið betri á vor­önn­inni ef síma­notkun hefði verið minni. Þá kom einnig fram að næstum helm­ingur þeirra sem svör­uðu töldu að rétt væri að tak­marka síma­notkun í tím­um. Einnig voru um 30% svar­enda frekar eða mjög sam­mála því að sím­inn trufl­aði sig í kennslu­stund­um. Svipað hlut­fall sagð­ist missa af því sem kenn­ar­inn væri að segja vegna síma­notk­unar og um 40% sagð­ist taka upp sím­ann í hvert skipti sem að ein­hvers­konar skila­boð kæmu í sím­ann.

Einnig spurðum við um sam­visku­bit vegna síma­notk­unar og um 33% nem­anda sögð­ust frekar eða mjög sam­mála því að fá stundum sam­visku­bit vegna síma­notk­un­ar.

En það voru líka mjög jákvæðir hlutir sem komu fram í þess­ari könn­un: Um 70% sögð­ust mjög eða frekar sam­mála því að sím­inn hjálp­aði þeim við nám­ið. Þá kom einnig fram að margir kenn­arar láta nem­endur sína nota sím­ana með virkum hætti í tím­um. Einnig sýnd­i  könn­unin að yfir­gnæf­andi meiri­hluti nem­enda var sam­mála því að sér liði vel í skól­an­um. 

Taka ber fram að könnun þessi var alls ekki hávís­inda­leg, um var að ræða spurn­inga­lista gerðan í Sur­veyMon­key-­kerf­inu, og voru spurn­ing­arnar alls ell­efu tals­ins, þar sem kyn og aldur voru svo­kall­aðar frum­breyt­ur.

Tæknin notuð á jákvæðan hátt

Fyrir fram­kvæmd könn­un­ar­innar vissum við að síma­notkun meðal nem­enda væri umtals­verð, en það sem má ráða af þess­ari könnun er að síma­notkun meðal ákveð­ins hóps nem­enda truflar þá í námi og virð­ist draga úr náms­ár­angri. En þetta byggir að sjálf­sögðu á mati nem­end­anna sjálfra. Mjög athygl­is­vert væri að rann­saka þetta nán­ar. Könn­unin segir okkur þó líka að hægt er að nota þessa nýju tækni á mjög jákvæðan hátt. Enda hef ég séð mörg dæmi þess í minni kennslu og hreint stór­kost­lega hluti verða til, ein­ungis í far­sím­um.

Til að bregð­ast við því sem kom fram í könn­un­inni ákváðum við í FG að gera til­raun. Hann­aðar var og smíð­aðir voru síma­kass­ar, þar sem nem­endum sem það vilja, er boðið upp á að geyma sím­ana sína í kennslu­stund­um. Kassar sem þessir eru nú í öllum kennslu­stof­um. 

Tölu­verð umræða hefur verið meðal kenn­ara og stjórn­enda um síma­notkun og var þetta nið­ur­stað­an. Það kom einnig skýrt fram að ekki væri hægt að skipa/­skylda nem­endur til þess að setja sím­ana í við­kom­andi kassa. Frum­kvæðið þyrfti að koma frá þeim sjálf­um, en kenn­arar gæt­u hins veg­ar hvatt nem­endur til þess að geyma sím­ana á meðan kennslu­stund stæði. Ef það væri ekki verið að nota sím­ana í námstil­gangi, því það getur verið mjög snjallt.

Mik­il­vægt er að taka fram að þessi til­raun er gerð í sam­vinnu við nem­endur og hún er gerð með hags­muni nem­enda að leið­ar­ljósi, þ.e. að námið verði skil­virkara og skili til­ætl­uðum árangri. 

Tví­eggjað sverð

Þegar ég ræði við nem­endur um þessa nýju (og frá­bæru) tækni, þá segi ég gjarnan að ég líti á hana eins og tví­eggjað sverð. Það er hægt að gera frá­bæra hluti á nútíma snjall­sím­um, en það er líka hægt að nota þá sem full­komna flótta­leið frá námi og notkun þeirra getur truflað veru­lega, bæði eig­and­ann og þá sem eru í kringum hann. Það eru því bæði miklir kostir og gallar við þessa tækni. Og hún er áskor­un; bæði fyrir nem­endur og kenn­ara. Áskorun sem getur bæði leitt af sér góða hluti, en hefur líka nei­kvæðar hlið­ar. 

Þessi snjall­tækni er hins­vegar komin til að vera og við sem sam­fé­lag verðum að læra að lifa með henni. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þess­ari þróun verður ekki snúið við. Og að mínu mati er alger­lega nauð­syn­legt að rann­saka þessa hlið/hliðar á námi nútím­ans enn frek­ar.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og kenn­ari í Fjöl­brauta­skól­anum í Garða­bæ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None