Snjallsímar eru tvíeggjuð sverð

Internetið og snjallsímatæknin umlykja líf okkar. Spurningin er hvernig við nýtum okkur þessa nýju tækni.

Auglýsing

Nú hafa grunn og fram­halds­skól­ar lands­ins fyllst af von­andi fróð­leiks­fúsum nem­endum og kennslu­fúsum kenn­ur­um. Kennsla er lif­andi og skemmti­legt starf og þetta tvennt á líka að ein­kenna nám nem­enda, þ.e. að námið á að vera bæði ánægju­legt og áhuga­vert.

Fjöl­margir nem­end­ur, senni­lega yfir­gnæf­andi meiri­hluti nem­enda, eiga far­síma og það sem við köllum snjall­símar er sú teg­und sem er ,,inni“ í dag. Margir af þessum símum eru í raun mjög öfl­ugar tölvur og í nútíma snjall­síma er meiri vinnslu­geta en í tungl­far­inu sem fór með Neil Arm­strong og félaga til tungls­ins árið 1969.

Ísland er net­væddasta sam­fé­lag ver­aldar með inter­net­þéttni upp á 98.2% (eða meira) sam­kvæmt tölum frá Alþjóða­bank­anum fyrir árið 2014. Þetta sést í skólum lands­ins og í kennslu­stof­un­um. Segja má að sím­inn sé orð­inn eins og eins­konar fram­leng­ing eða við­bót á okk­ur.

Auglýsing

Starfs­fólk og kenn­arar í Fjöl­brauta­skól­anum í Garðabæ hafa á und­an­förnum miss­erum verið að velta þessum ,,síma­mál­u­m“  ­fyrir sér og á síð­ustu vor­önn var gerð könnum meðal nem­enda um far­síma­notkun í námi/­skól­an­um. 

Um helm­ingur vill tak­marka síma­notkun

Í henni kom meðal ann­ars fram að um 40% nem­enda töldu að náms­ár­angur hefði orðið betri á vor­önn­inni ef síma­notkun hefði verið minni. Þá kom einnig fram að næstum helm­ingur þeirra sem svör­uðu töldu að rétt væri að tak­marka síma­notkun í tím­um. Einnig voru um 30% svar­enda frekar eða mjög sam­mála því að sím­inn trufl­aði sig í kennslu­stund­um. Svipað hlut­fall sagð­ist missa af því sem kenn­ar­inn væri að segja vegna síma­notk­unar og um 40% sagð­ist taka upp sím­ann í hvert skipti sem að ein­hvers­konar skila­boð kæmu í sím­ann.

Einnig spurðum við um sam­visku­bit vegna síma­notk­unar og um 33% nem­anda sögð­ust frekar eða mjög sam­mála því að fá stundum sam­visku­bit vegna síma­notk­un­ar.

En það voru líka mjög jákvæðir hlutir sem komu fram í þess­ari könn­un: Um 70% sögð­ust mjög eða frekar sam­mála því að sím­inn hjálp­aði þeim við nám­ið. Þá kom einnig fram að margir kenn­arar láta nem­endur sína nota sím­ana með virkum hætti í tím­um. Einnig sýnd­i  könn­unin að yfir­gnæf­andi meiri­hluti nem­enda var sam­mála því að sér liði vel í skól­an­um. 

Taka ber fram að könnun þessi var alls ekki hávís­inda­leg, um var að ræða spurn­inga­lista gerðan í Sur­veyMon­key-­kerf­inu, og voru spurn­ing­arnar alls ell­efu tals­ins, þar sem kyn og aldur voru svo­kall­aðar frum­breyt­ur.

Tæknin notuð á jákvæðan hátt

Fyrir fram­kvæmd könn­un­ar­innar vissum við að síma­notkun meðal nem­enda væri umtals­verð, en það sem má ráða af þess­ari könnun er að síma­notkun meðal ákveð­ins hóps nem­enda truflar þá í námi og virð­ist draga úr náms­ár­angri. En þetta byggir að sjálf­sögðu á mati nem­end­anna sjálfra. Mjög athygl­is­vert væri að rann­saka þetta nán­ar. Könn­unin segir okkur þó líka að hægt er að nota þessa nýju tækni á mjög jákvæðan hátt. Enda hef ég séð mörg dæmi þess í minni kennslu og hreint stór­kost­lega hluti verða til, ein­ungis í far­sím­um.

Til að bregð­ast við því sem kom fram í könn­un­inni ákváðum við í FG að gera til­raun. Hann­aðar var og smíð­aðir voru síma­kass­ar, þar sem nem­endum sem það vilja, er boðið upp á að geyma sím­ana sína í kennslu­stund­um. Kassar sem þessir eru nú í öllum kennslu­stof­um. 

Tölu­verð umræða hefur verið meðal kenn­ara og stjórn­enda um síma­notkun og var þetta nið­ur­stað­an. Það kom einnig skýrt fram að ekki væri hægt að skipa/­skylda nem­endur til þess að setja sím­ana í við­kom­andi kassa. Frum­kvæðið þyrfti að koma frá þeim sjálf­um, en kenn­arar gæt­u hins veg­ar hvatt nem­endur til þess að geyma sím­ana á meðan kennslu­stund stæði. Ef það væri ekki verið að nota sím­ana í námstil­gangi, því það getur verið mjög snjallt.

Mik­il­vægt er að taka fram að þessi til­raun er gerð í sam­vinnu við nem­endur og hún er gerð með hags­muni nem­enda að leið­ar­ljósi, þ.e. að námið verði skil­virkara og skili til­ætl­uðum árangri. 

Tví­eggjað sverð

Þegar ég ræði við nem­endur um þessa nýju (og frá­bæru) tækni, þá segi ég gjarnan að ég líti á hana eins og tví­eggjað sverð. Það er hægt að gera frá­bæra hluti á nútíma snjall­sím­um, en það er líka hægt að nota þá sem full­komna flótta­leið frá námi og notkun þeirra getur truflað veru­lega, bæði eig­and­ann og þá sem eru í kringum hann. Það eru því bæði miklir kostir og gallar við þessa tækni. Og hún er áskor­un; bæði fyrir nem­endur og kenn­ara. Áskorun sem getur bæði leitt af sér góða hluti, en hefur líka nei­kvæðar hlið­ar. 

Þessi snjall­tækni er hins­vegar komin til að vera og við sem sam­fé­lag verðum að læra að lifa með henni. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þess­ari þróun verður ekki snúið við. Og að mínu mati er alger­lega nauð­syn­legt að rann­saka þessa hlið/hliðar á námi nútím­ans enn frek­ar.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og kenn­ari í Fjöl­brauta­skól­anum í Garða­bæ.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None