Snjallsímar eru tvíeggjuð sverð

Internetið og snjallsímatæknin umlykja líf okkar. Spurningin er hvernig við nýtum okkur þessa nýju tækni.

Auglýsing

Nú hafa grunn og framhaldsskólar landsins fyllst af vonandi fróðleiksfúsum nemendum og kennslufúsum kennurum. Kennsla er lifandi og skemmtilegt starf og þetta tvennt á líka að einkenna nám nemenda, þ.e. að námið á að vera bæði ánægjulegt og áhugavert.

Fjölmargir nemendur, sennilega yfirgnæfandi meirihluti nemenda, eiga farsíma og það sem við köllum snjallsímar er sú tegund sem er ,,inni“ í dag. Margir af þessum símum eru í raun mjög öflugar tölvur og í nútíma snjallsíma er meiri vinnslugeta en í tunglfarinu sem fór með Neil Armstrong og félaga til tunglsins árið 1969.

Ísland er netvæddasta samfélag veraldar með internetþéttni upp á 98.2% (eða meira) samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum fyrir árið 2014. Þetta sést í skólum landsins og í kennslustofunum. Segja má að síminn sé orðinn eins og einskonar framlenging eða viðbót á okkur.

Auglýsing

Starfsfólk og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hafa á undanförnum misserum verið að velta þessum ,,símamálum“  fyrir sér og á síðustu vorönn var gerð könnum meðal nemenda um farsímanotkun í námi/skólanum. 

Um helmingur vill takmarka símanotkun

Í henni kom meðal annars fram að um 40% nemenda töldu að námsárangur hefði orðið betri á vorönninni ef símanotkun hefði verið minni. Þá kom einnig fram að næstum helmingur þeirra sem svöruðu töldu að rétt væri að takmarka símanotkun í tímum. Einnig voru um 30% svarenda frekar eða mjög sammála því að síminn truflaði sig í kennslustundum. Svipað hlutfall sagðist missa af því sem kennarinn væri að segja vegna símanotkunar og um 40% sagðist taka upp símann í hvert skipti sem að einhverskonar skilaboð kæmu í símann.

Einnig spurðum við um samviskubit vegna símanotkunar og um 33% nemanda sögðust frekar eða mjög sammála því að fá stundum samviskubit vegna símanotkunar.

En það voru líka mjög jákvæðir hlutir sem komu fram í þessari könnun: Um 70% sögðust mjög eða frekar sammála því að síminn hjálpaði þeim við námið. Þá kom einnig fram að margir kennarar láta nemendur sína nota símana með virkum hætti í tímum. Einnig sýndi  könnunin að yfirgnæfandi meirihluti nemenda var sammála því að sér liði vel í skólanum. 

Taka ber fram að könnun þessi var alls ekki hávísindaleg, um var að ræða spurningalista gerðan í SurveyMonkey-kerfinu, og voru spurningarnar alls ellefu talsins, þar sem kyn og aldur voru svokallaðar frumbreytur.

Tæknin notuð á jákvæðan hátt

Fyrir framkvæmd könnunarinnar vissum við að símanotkun meðal nemenda væri umtalsverð, en það sem má ráða af þessari könnun er að símanotkun meðal ákveðins hóps nemenda truflar þá í námi og virðist draga úr námsárangri. En þetta byggir að sjálfsögðu á mati nemendanna sjálfra. Mjög athyglisvert væri að rannsaka þetta nánar. Könnunin segir okkur þó líka að hægt er að nota þessa nýju tækni á mjög jákvæðan hátt. Enda hef ég séð mörg dæmi þess í minni kennslu og hreint stórkostlega hluti verða til, einungis í farsímum.

Til að bregðast við því sem kom fram í könnuninni ákváðum við í FG að gera tilraun. Hannaðar var og smíðaðir voru símakassar, þar sem nemendum sem það vilja, er boðið upp á að geyma símana sína í kennslustundum. Kassar sem þessir eru nú í öllum kennslustofum. 

Töluverð umræða hefur verið meðal kennara og stjórnenda um símanotkun og var þetta niðurstaðan. Það kom einnig skýrt fram að ekki væri hægt að skipa/skylda nemendur til þess að setja símana í viðkomandi kassa. Frumkvæðið þyrfti að koma frá þeim sjálfum, en kennarar gætu hins vegar hvatt nemendur til þess að geyma símana á meðan kennslustund stæði. Ef það væri ekki verið að nota símana í námstilgangi, því það getur verið mjög snjallt.

Mikilvægt er að taka fram að þessi tilraun er gerð í samvinnu við nemendur og hún er gerð með hagsmuni nemenda að leiðarljósi, þ.e. að námið verði skilvirkara og skili tilætluðum árangri. 

Tvíeggjað sverð

Þegar ég ræði við nemendur um þessa nýju (og frábæru) tækni, þá segi ég gjarnan að ég líti á hana eins og tvíeggjað sverð. Það er hægt að gera frábæra hluti á nútíma snjallsímum, en það er líka hægt að nota þá sem fullkomna flóttaleið frá námi og notkun þeirra getur truflað verulega, bæði eigandann og þá sem eru í kringum hann. Það eru því bæði miklir kostir og gallar við þessa tækni. Og hún er áskorun; bæði fyrir nemendur og kennara. Áskorun sem getur bæði leitt af sér góða hluti, en hefur líka neikvæðar hliðar. 

Þessi snjalltækni er hinsvegar komin til að vera og við sem samfélag verðum að læra að lifa með henni. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þessari þróun verður ekki snúið við. Og að mínu mati er algerlega nauðsynlegt að rannsaka þessa hlið/hliðar á námi nútímans enn frekar.

Höfundur er stjórnmálafræðingur og kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None