Snjallsímar eru tvíeggjuð sverð

Internetið og snjallsímatæknin umlykja líf okkar. Spurningin er hvernig við nýtum okkur þessa nýju tækni.

Auglýsing

Nú hafa grunn og fram­halds­skól­ar lands­ins fyllst af von­andi fróð­leiks­fúsum nem­endum og kennslu­fúsum kenn­ur­um. Kennsla er lif­andi og skemmti­legt starf og þetta tvennt á líka að ein­kenna nám nem­enda, þ.e. að námið á að vera bæði ánægju­legt og áhuga­vert.

Fjöl­margir nem­end­ur, senni­lega yfir­gnæf­andi meiri­hluti nem­enda, eiga far­síma og það sem við köllum snjall­símar er sú teg­und sem er ,,inni“ í dag. Margir af þessum símum eru í raun mjög öfl­ugar tölvur og í nútíma snjall­síma er meiri vinnslu­geta en í tungl­far­inu sem fór með Neil Arm­strong og félaga til tungls­ins árið 1969.

Ísland er net­væddasta sam­fé­lag ver­aldar með inter­net­þéttni upp á 98.2% (eða meira) sam­kvæmt tölum frá Alþjóða­bank­anum fyrir árið 2014. Þetta sést í skólum lands­ins og í kennslu­stof­un­um. Segja má að sím­inn sé orð­inn eins og eins­konar fram­leng­ing eða við­bót á okk­ur.

Auglýsing

Starfs­fólk og kenn­arar í Fjöl­brauta­skól­anum í Garðabæ hafa á und­an­förnum miss­erum verið að velta þessum ,,síma­mál­u­m“  ­fyrir sér og á síð­ustu vor­önn var gerð könnum meðal nem­enda um far­síma­notkun í námi/­skól­an­um. 

Um helm­ingur vill tak­marka síma­notkun

Í henni kom meðal ann­ars fram að um 40% nem­enda töldu að náms­ár­angur hefði orðið betri á vor­önn­inni ef síma­notkun hefði verið minni. Þá kom einnig fram að næstum helm­ingur þeirra sem svör­uðu töldu að rétt væri að tak­marka síma­notkun í tím­um. Einnig voru um 30% svar­enda frekar eða mjög sam­mála því að sím­inn trufl­aði sig í kennslu­stund­um. Svipað hlut­fall sagð­ist missa af því sem kenn­ar­inn væri að segja vegna síma­notk­unar og um 40% sagð­ist taka upp sím­ann í hvert skipti sem að ein­hvers­konar skila­boð kæmu í sím­ann.

Einnig spurðum við um sam­visku­bit vegna síma­notk­unar og um 33% nem­anda sögð­ust frekar eða mjög sam­mála því að fá stundum sam­visku­bit vegna síma­notk­un­ar.

En það voru líka mjög jákvæðir hlutir sem komu fram í þess­ari könn­un: Um 70% sögð­ust mjög eða frekar sam­mála því að sím­inn hjálp­aði þeim við nám­ið. Þá kom einnig fram að margir kenn­arar láta nem­endur sína nota sím­ana með virkum hætti í tím­um. Einnig sýnd­i  könn­unin að yfir­gnæf­andi meiri­hluti nem­enda var sam­mála því að sér liði vel í skól­an­um. 

Taka ber fram að könnun þessi var alls ekki hávís­inda­leg, um var að ræða spurn­inga­lista gerðan í Sur­veyMon­key-­kerf­inu, og voru spurn­ing­arnar alls ell­efu tals­ins, þar sem kyn og aldur voru svo­kall­aðar frum­breyt­ur.

Tæknin notuð á jákvæðan hátt

Fyrir fram­kvæmd könn­un­ar­innar vissum við að síma­notkun meðal nem­enda væri umtals­verð, en það sem má ráða af þess­ari könnun er að síma­notkun meðal ákveð­ins hóps nem­enda truflar þá í námi og virð­ist draga úr náms­ár­angri. En þetta byggir að sjálf­sögðu á mati nem­end­anna sjálfra. Mjög athygl­is­vert væri að rann­saka þetta nán­ar. Könn­unin segir okkur þó líka að hægt er að nota þessa nýju tækni á mjög jákvæðan hátt. Enda hef ég séð mörg dæmi þess í minni kennslu og hreint stór­kost­lega hluti verða til, ein­ungis í far­sím­um.

Til að bregð­ast við því sem kom fram í könn­un­inni ákváðum við í FG að gera til­raun. Hann­aðar var og smíð­aðir voru síma­kass­ar, þar sem nem­endum sem það vilja, er boðið upp á að geyma sím­ana sína í kennslu­stund­um. Kassar sem þessir eru nú í öllum kennslu­stof­um. 

Tölu­verð umræða hefur verið meðal kenn­ara og stjórn­enda um síma­notkun og var þetta nið­ur­stað­an. Það kom einnig skýrt fram að ekki væri hægt að skipa/­skylda nem­endur til þess að setja sím­ana í við­kom­andi kassa. Frum­kvæðið þyrfti að koma frá þeim sjálf­um, en kenn­arar gæt­u hins veg­ar hvatt nem­endur til þess að geyma sím­ana á meðan kennslu­stund stæði. Ef það væri ekki verið að nota sím­ana í námstil­gangi, því það getur verið mjög snjallt.

Mik­il­vægt er að taka fram að þessi til­raun er gerð í sam­vinnu við nem­endur og hún er gerð með hags­muni nem­enda að leið­ar­ljósi, þ.e. að námið verði skil­virkara og skili til­ætl­uðum árangri. 

Tví­eggjað sverð

Þegar ég ræði við nem­endur um þessa nýju (og frá­bæru) tækni, þá segi ég gjarnan að ég líti á hana eins og tví­eggjað sverð. Það er hægt að gera frá­bæra hluti á nútíma snjall­sím­um, en það er líka hægt að nota þá sem full­komna flótta­leið frá námi og notkun þeirra getur truflað veru­lega, bæði eig­and­ann og þá sem eru í kringum hann. Það eru því bæði miklir kostir og gallar við þessa tækni. Og hún er áskor­un; bæði fyrir nem­endur og kenn­ara. Áskorun sem getur bæði leitt af sér góða hluti, en hefur líka nei­kvæðar hlið­ar. 

Þessi snjall­tækni er hins­vegar komin til að vera og við sem sam­fé­lag verðum að læra að lifa með henni. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þess­ari þróun verður ekki snúið við. Og að mínu mati er alger­lega nauð­syn­legt að rann­saka þessa hlið/hliðar á námi nútím­ans enn frek­ar.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og kenn­ari í Fjöl­brauta­skól­anum í Garða­bæ.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None