Innflutningur og upprunamerkingar

Björgvin Jón Bjarnason
Auglýsing

Ólaf­ur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, ákvað að svara grein­ar­korn­i mín­u og for­manns Félags kjúklinga­bænda um upp­runa­merk­ingar sem birt­ist í Kjarn­anum sl. þriðju­dag. Lítið fór fyrir mál­efna­legri umræðu í grein Ólafs, en reynt var að krafsa yfir mál­efna­skort­inn með skæt­ingi og skatt­yrðum í garð grein­ar­höf­unda. Eftir standa efn­is­at­riði greinar okkar óhögguð. Grein­ar­höf­undum var satt að segja hálf­skemmt yfir til­raunum til að gera okkur tor­tryggi­lega með því að upp­nefna okk­ur for­kólfa íslenskrar iðn­að­ar­fram­leiðslu á kjúklinga- og svína­kjöti og full­trúa skemmu­bú­skap­ar­ins. End­ur­spegla þessi ummæli afstöðu Félags atvinnu­rek­enda til búgreina sem standa undir rúm­lega helm­ingi allrar kjöt­fram­leiðslu í land­inu? Ólafur vitnar í ESB-­reglur og umhverfi í grein sinni og hann ætti því að vita að kjúklinga- og svína­rækt er þar flokkuð sem land­bún­að­ur. Auð­vitað er freist­andi að svara skæt­ingi með skæt­ingi, en við erum öll full­orðið fólk, eða hvað?

Þörf á inn­flutn­ingi

Íslenskir svína­bændur gera sér fulla grein fyrir að inn­lend fram­leiðsla annar ekki eft­ir­spurn eftir vissum vöru­liðum. Inn­flutt svína­kjöt er um 20% alls þess svína­kjöts sem við neytum og hefur marg­fald­ast á liðnum árum. Okkar athuga­semdir varð­andi frum­varp til stað­fest­ingar við­skipta­samn­ingi með land­bún­að­ar­af­urðir við ESB hafa fyrst og fremst snúið að hrak­legum vinnu­brögðum við hann, algerum skorti á hags­muna­mati og eft­irá­skýr­ingum um mark­mið með samn­ing­un­um. Þetta breytir engu um þá von okkar að aukin festa fær­ist á inn­flutn­ing, með auknu fæðu­ör­yggi, auk­inni fjöl­breytni og vissu fram­leið­enda fyrir því í hvaða umhverfi þeir starfa.

Neyt­endur vilja vita upp­runa

Eitt bar­áttu­mála íslensks land­bún­aðar hefur verið að tryggt sé að ekki sé flutt inn kjöt sem er fram­leitt við lak­ari kring­um­stæður en gerðar eru kröfur um í íslenskum land­bún­aði, því ann­ars erum við ekki í sam­keppni á sömu for­send­um. Evr­ópu­lönd eru komin mis­langt í inn­leið­ingu sinni á sam­hæfðum reglum um vel­ferð og aðbúnað dýra. Þessar kröfur hafa, svo því sé haldið til haga, verið upp­fylltar með ríku­legum rík­is­stuðn­ingi í flestum löndum í kringum okk­ur. Sams­konar stuðn­ing má finna í nýjum búvöru­samn­ingi, en þá ein­göngu til kúa­bænda.

Auglýsing

Sýnt hefur verið fram á bresti í reglum ESB um upp­runa­merk­ing­ar, þeir eru ekki upp­finn­ing svína­bænda. Við, og reyndar rúm 88% Íslend­inga sam­kvæmt nýlegri könn­un Gallup, teljum upp­runa­merk­ingar afar mik­il­vægar og að nauð­syn­legt sé að ganga mun lengra en nú er gert til að gera neyt­endum ljóst hvaða vöru það er að með­höndla.

Ólafur kemur gjarnan fram sem tals­maður neyt­enda, þegar það hentar honum og mál­stað inn­flytj­end­anna sem hann starfar fyr­ir. Sem slíkur ætti hann að hafa meiri áhyggjur af málum er varða upp­runa­merk­ing­ar. Stað­reyndin er sú að ekki einu sinni starfs­fólk Mat­væla­stofn­unar getur sagt til um upp­runa­land þess hráa kjúklinga­kjöts ­sem flutt er til lands­ins frá Dan­mörku. Í nýlegri frétt RÚV getur full­trúi stofn­un­ar­innar ekki svarað því hvort upp­runa­land kjúklinga­kjöts­ins sé Dan­mörk eða hvort það komi frá landi utan Evr­ópu. Þetta getur ein­fald­lega ekki verið sú staða sem við ætlum okkur að vera í.

Er lægsti sam­nefn­ar­inn nóg?

Íslend­ingar eru í þeirri kjör­stöðu að búa við heil­brigðan land­búnað þar sem ekki þarf að vera í óvissu um lyfja­notkun og heil­brigði. Nauð­syn­legt er að sömu reglur gildi um það kjöt sem við flytjum inn, þess vegna skiptir upp­runinn máli og þá raun­veru­legur upp­runi, ekki hvaðan kjötið fór í gám á leið til Íslands­. Slíkar kröfur hafa FA kallað tækni­lega við­skipta­hindrun og virð­ist sú skoðun ríkj­andi að við eigum að miða okkur við lægsta sam­nefn­ara. Við erum hins vegar þeirrar skoð­unar að það sé ekk­ert tækni­legt við það að vilja að það kjöt sem íslenskum neyt­endum stendur til boða sé heil­brigt, bæði inn­lent og inn­flutt, og upp­runi þess liggi ljós fyr­ir­. Það er kannski skilj­an­leg afstaða hjá sam­tökum inn­flytj­enda, en þá er ekki á sama tíma hægt að segj­ast bera hags­muni neyt­enda fyrst og fremst fyrir brjósti.

Það er gott að skipt­ast á skoð­unum um mál­efni líð­andi stund­ar. Slík skoð­ana­skipti eru for­senda fram­þró­unar og vel­sæld­ar. Upp­nefni og skæt­ingur gerir lítið til að örva slík skoð­ana­skipt­i. Í því sam­hengi gerði umrædd grein fram­kvæmda­stjóra FA fátt til að þroska umræð­una. Ég óska fram­kvæmda­stjóra og félags­mönn­um FA góðra stunda.

Höf­undur er for­maður Svína­rækt­ar­fé­lags Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None