Parísarsamkomulagið – hvað svo?

Svandís Svavarsdóttir
Auglýsing

Það eru mikil gleði­tíð­indi að Alþingi sam­þykkti þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um full­gild­ingu Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Par­ís­ar­sam­komu­lagið er enda mikið fagn­að­ar­efni fyrir heims­byggð­ina alla. Til­tek­inn hóp ríkja þarf til að full­gilda samn­ing­inn svo það var því afar mik­il­vægt að rík­is­stjórnin kom loks með full­gild­ing­una til umfjöll­unar í þing­inu. Stjórn­ar­flokk­arnir höfðu legið undir ámæli frá okkur þing­mönnum í Vinstri grænum fyrir að hraða ekki þeirri vinnu sem mest sem mátti, enda er fram und­an­ vinna um fram­kvæmd samn­ings­ins í sam­vinnu við Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg. 

Full­gild­ing Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins er svo sann­ar­lega spor í rétta átt í loft­lags­mál­um. Stefna íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­málum verður að vera skýr og í takt við alþjóð­legar skuld­bind­ingar okk­ar.  Við í þing­flokki Vinstri grænna höfum kallað eftir skýr­ari stefnu núver­andi rík­is­stjórnar í lofts­lags­málum en sann­ast sagna hafa ekki borist mjög afger­andi svör. Það er baga­legt því gríð­ar­lega mik­il­vægt er fyrir alla stjórn­mála­flokka að svara spurn­ing­unni um stefnu Íslands í lofts­lags­málum svo kjós­endur geti gert upp hug sinn þegar kemur að áherslum um umhverf­is- og loft­lags­mál. 

Mik­il­vægt er að  horfa á lofts­lags­málin í sam­hengi við alla aðra mála­flokka. Þau eiga  að vera yfir og allt um kring í allri opin­berri ákvarð­ana­töku. Sum ríki hafa meira að segja stofnað sér­stakt lofts­lags­ráðu­neyti, því að lofts­lags­málin varða ekki bara umhverf­is­málin í hefð­bundnum skiln­ingi heldur koma þau ekki síður að orku­mál­um, sam­göngu­málum og því sem skipt­ir  ­máli í dag­legu lífi fólks og neyslu­háttum sam­fé­lags­ins. Þannig eiga  ­lofts­lags­mál alltaf að vera; alltum­lykj­andi og tengj­ast öllum hliðum sam­fé­lags­ins. Ég hef t.d. spurt inn­an­rík­is­ráð­herra um lofts­lags­mark­mið sam­göngu­á­ætl­un­ar. Ég hef líka kallað eftir svörum land­bún­að­ar­ráð­herra um hvort búvöru­samn­ingar séu gerðir með lofts­lags­mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins til við­mið­unar og hef líka kallað eftir svöru­m  hjá umhverf­is­ráð­herra hver lofts­lags­mark­miðin séu hjá núver­andi rík­is­stjórn í tengslum við  land­bún­að­inn, sjáv­ar­út­veg­inn, ferða­þjón­ust­una, nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki og aðra aðila.

Auglýsing

Stofnun loft­lags­ráðs

Raun­veru­leg lofts­lags­á­ætl­un, hvort sem það er sókn­ar­á­ætlun eða aðgerða­á­ætlun sem við eigum reyndar til frá árinu 2010, þarf  að ver­a ­yfir áætl­un ­sem fangar nán­ast öll svið sam­fé­lags­ins.  En það er ekki nóg.  Ef við ætlum að ná að draga  úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, getur það ekki verið ein­skorðað við eina til­tekna áætlun eða aðgerða­punkta. Við þurfum að flétta lofts­lags­mark­mið­u­m  inn í öll mál þvert á ráðu­neyti og mála­flokka. Ein leið til þess er að stofna lofts­lags­ráð. Ráð  ­sem hefur það meg­in­hlut­verk að gera alvöru  ráð­staf­anir til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Íslandi, hafi skil­greind verk­efni þar um og sé sam­ráðs­vett­vangur þeirra sem hafa bæði beina og óbeina aðkomu að mála­flokkn­um. Til­laga okkar þing­flokks um stofnun slíks ráðs var sam­þykkt í þing­inu fyrr á þessu ári.

Gerum enn betur en Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið 

Því miður eru  á­höld um að Par­ís­ar­sam­komu­lagið eitt og sér muni ná mark­miðum um að halda hlýnun and­rúms­lofts­ins undir tveimur gráð­um. Full­yrt hefur ver­ið, m.a. af hálfu Climate Act­ion Network, að Par­ís­ar­sam­komu­lagið í núver­andi mynd þýði í  raun og veru hlýnun sem er  nær 2,7°.  Ef rétt reyn­ist er það ein­fald­lega of mik­ið. Full­yrt hefur verið af vís­inda­fólki  að 1,5° hlýnun sé í raun og veru það sem heim­ur­inn þol­ir, hvort sem það er mann­skepnan sjálf eða aðrir þættir vist­kerf­anna. 

Í ljósi þessa voru sett sér­stök ákvæði í Par­ís­ar­sam­komu­lagið um að end­ur­skoða mark­miðin reglu­lega. Að sam­komu­lagið sem slíkt væri ekki nægi­lega öfl­ugt til að ná þessum mark­mið­um. Við erum að horfa á algerar ham­farir í lofts­lags­málum og grafal­var­lega stöðu í hlýnun jarðar þar sem erfitt verður að snúa við. Ábyrgðin er mikil og einna mest hjá okkur í hinum iðn­vædda hluta heims­ins. Aðild­ar­ríki lofts­lags­samn­ings­ins þurfa þá að gera enn betur en við höfum verið að tala um. Að vera metn­að­ar­full og ábyrg fyrir kyn­slóðir nútím­ans og fram­tíð­ar, þýðir að stíga skref sem eru ennþá stærri en áður hafa verið nefnd.  Hér á Íslandi þurfum við að stefna að því að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust og draga mun meira úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það er hægt ef raun­veru­legur vilji er fyrir hend­i. 

Eitt af því jákvæð­asta á síð­asta kjör­tíma­bili var þegar þing­heimur sam­þykkti með öllum greiddum atkvæðum þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um grænt hag­kerfi. Að þróun hag­kerf­is­ins yrði með grænum og fjöl­breyttum hætti. Að efna­hags­legur vöxtur verði ekki á kostnað nátt­úru­auð­linda eða nátt­úru­gæða sem við verðum að standa vörð um til­  fram­tíð­ar. Það olli því  ­miklum von­brigðum að við rík­is­stjórn­ar­skiptin 2013 voru þessar til­lögur eitt af því fyrsta sem slegið var út af borð­in­u.  Ekki er hægt að víkj­ast undan því að taka upp áætl­un­ina  um grænt hag­kerfi aft­ur. 

Ef við ætlum að  ­deila kjörum á þess­ari jörð til fram­tíðar verðum við að gæta að því í hví­vetna að efna­hags­leg­ur vöxtur sé ekki ágeng­ur. Ég mun leggja áherslu á það og von­andi verða fleiri sam­ferða í að taka upp græna þráð­inn og þróa íslenskt hag­kerfi að grænu hag­kerf­i  til fram­tíð­ar. Hefð­bundin hag­vaxt­ar­hyggja leiðir til auk­innar los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Fleiri mæli­kvörðum þarf að beita á hag­sæld og gott sam­fé­lag. Eins­leitir mæli­kvarðar eiga að heyra sög­unni til.

Með inn­leið­ingu græns hag­kerf­is, stofnun loft­lags­ráðs og að fella lofts­lags­mark­miðin inn í allar opin­berar ákvarð­anir og stefna ótrauð að kolefn­is­hlut­lausu sam­fé­lagi, til við­bótar við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið, leggjum við enn þyngri lóð á vog­ar­skál­arnar til að draga var­an­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. 

Það eru skýr skref til fram­tíð­ar. 

Höf­undur er þing­flokks­for­mað­ur VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None