- Lánasjóðurinn mun ekki lána þeim sem stunda nám sitt með vinnu fyrir skólagjöldum. Þessi breyting mun hafa áhrif á þá sem hyggja á að stunda MBA eða MPM nám.
- Lánasjóðurinn mun skerða veitta námsaðstoð vegna 50 ára og eldri um 10% á ári. Sá sem hefur nám 59 ára á því einungis rétt á 10% venjulegrar námsaðstoðar.
- Lánasjóðurinn veitir ekki þeim sem eru í vanskilum eða hafa fengið afskrifað hjá sjóðnum námsaðstoð.
- Lánasjóðurinn veitir að hámarki námsaðstoð vegna 420 ECTS eininga. Það mun hafa áhrif á þá sem stefna á doktorsnám eða skipta um námsferil á miðri leið.
- Lánasjóðurinn hefur frjálst mat um hvort þú sért tryggur lántakandi. Ef það er mat stjórnar sjóðsins að þú sért það ekki getur hann krafið þig um tryggingu.
- Lánasjóðurinn veitir þér námsaðstoð að hámarki kr. 18.000.000.- óháð félagslegri eða fjárhagslegri stöðu. Hámarkið á þannig við um alla, hvort sem þeir búa enn í foreldrahúsum eða hafi þrjú börn á framfæri.
- Lánasjóðurinn getur krafið þig um lántökugjöld. Þau munu aukast verulega þar sem fjöldi skuldabréf hvers lántaka mun margfaldast frá því sem áður var.
- Lánasjóðurinn getur takmarkað skólagjaldalán þín eftir því hvaða nám þú stundar og hvar erlendis þú stundar það.
- Námslán verða að 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Á sama tíma og kynntar eru tillögur um að afnema álíka húsnæðislán eru þau kynnt fyrir námsmönnum. Því mun greiðslubyrði þeirra sem ljúka námi 30 ára verða þyngri en þeirra sem ljúka námi 25 ára.
- Lánasjóðurinn veitir námsaðstoð með vöxtum. Grunnvextir verða 2,5% verðtryggðir auk viðbótarálags. Því eru vextir nú ótakmarkaðir og ekkert því til fyrirstöðu að þeir myndu ná 5% á næstu árum ef litið er til væntanlegra afskrifta sjóðsins. Þá byrja vextirnir nú að tikka fyrr eða frá þeim degi er lán er greitt út til lántakanda.
- Endurgreiðslur hefjast nú fyrr eða einu ári eftir lok náms.
- Lántakandi sem lýkur nú BA-námi og heldur áfram í MA námi samkvæmt frumvarpinu mun þurfa greiða af tveimur námslánum samtímis er hann lýkur námi.
Höfundur er stjórnarformaður SÍNE.