Vilt þú lægri vexti?

Áhorfandi á Austurvelli
Auglýsing

Lækkun vaxta hér á landi er ein mesta kjara­bót sem hægt er að færa íslenskum heim­il­um. Fyrir hvert pró­sent sem okkur tekst að lækka vexti um hér á landi, lækkar vaxta­byrði 20 milljón króna hús­næð­is­láns um 17 þús­und krónur á mán­uði. Eitt pró­sent vaxta­lækkun sam­svarar tæp­lega 30 þús­und króna launa­hækk­un. Ef við næðum að helm­inga núver­andi vaxta­mun við nágranna­lönd okkar sam­svarar það um 80 þús­und króna launa­hækkun á mán­uði. Það munar um minna.

Þrátt fyrir þessa stað­reynd heyr­ist nær engin umræða um allt of hátt vaxta­stig í aðdrag­anda þess­ara kosn­inga. Við­reisn hefur það á stefnu­skrá sinni að lækka vaxta­stig veru­lega hér á landi og gera verð­trygg­ingu óþarfa með því að festa gengi íslensku krón­unnar með svo­nefndu mynt­ráð­i. 

Það er kom­inn tími til að breyta

Það er löngu tíma­bært að finna lausn á þessum mikla vanda. Þjóðin hefur um ára­tuga skeið mátt þola okur­vexti sem eru full­kom­lega úr sam­hengi við það sem tíðkast í nágranna­löndum okk­ar. Þá virð­ist íslenska krónan alveg ófær um að halda verð­gildi sínu. Við fáum yfir okkur geng­is­fell­ingar á um það bil 10 ára fresti, stundum oft­ar, með til­heyr­andi kjara­skerð­ingu og mik­illi hækkun hús­næð­is­skulda. Fyrir 35 árum, þegar tvö núll voru felld af krón­unni var hún jafn­gild bæði dönsku og sænsku krón­unni. Í dag kostar danska krónan 17,7 íslenskar og sú sænska 13,3 krón­ur. Þetta er ekki góður árang­ur.

Auglýsing

Þennan vanda höfum við glímt við í heila öld, eða allt frá því við fengum sjálfs­stjórn og sjálf­stæða mynt. Eftir efna­hags­hrunið 2008 skil­aði Seðla­bank­inn 600 síðna skýrslu um val­kosti okkar í þessum mál­um. Skýrslan var mjög vönduð og dró upp skýra mynd af þeim leiðum sem okkur standa til boða. Fjögur ár eru liðin frá því hún kom út en við erum enn föst á sama stað í umræð­unni.  Þrátt fyrir alvara­legan vanda hafa stjórn­málin aldrei geta komið sér saman um lausn­ir. 

Oft virð­ist sem rifr­ildið um mis­mun­andi leiðir verði mark­mið í sjálfu sér. Við höfum karpað um upp­töku evru með aðild að ESB; ein­hliða upp­töku evru, norskrar krónu eða kanadísks doll­ars; eða nauð­syn þess að starf­rækja áfram sjálf­stæða pen­inga­stefnu með krónu sem gef­ist hefur okkur jafn illa og raun ber vitni. Flokk­arnir leggj­ast gjarnan í skot­grafir í þessum efn­um. Þeirra leið er hver um sig sú besta sem í engu má hvika frá. 

Við höfum fundið ýmsar leiðir til að sporna við helstu sjúk­dóms­ein­kenn­un­um. Verð­trygg­ing var ein slík leið til að verja sparifé lands­manna og hags­muni lán­veit­enda. Nú vilja ýmsir banna verð­trygg­ing­una með lög­um. Að mörgu leyti skilj­an­legt sjón­ar­mið en það leysir engan vanda, vextir verða eftir sem áður allt of háir.

Sam­ein­umst um skýr mark­mið

Í stað þess að fest­ast í rifr­ild­inu um mis­mun­andi leið­ir, hvernig væri að byrja á því að sam­ein­ast um mark­mið? Í mínum huga má ramma umræð­una svona inn:

1. Vextir eru hér allt of háir og við þurfum að finna leið til að lækka þá. Við erum öll sam­mála því. 

2. Gengið er of óstöðugt og geng­is­sveiflur eru skað­legar fyrir heim­ilin og atvinnu­líf­ið. Við getum öll verið sam­mála því eða hvað? 

3. Fyrir vikið er verð­bólga líka hér þrá­lát­lega of há. Eng­inn er hrif­inn af henni, hvað þá fylgi­fiski hennar verð­trygg­ing­unn­i. 

Við viljum sem sagt lækka vexti, búa við stöðugt gengi og hafa lága verð­bólgu. Þessum lyk­il­mark­miðum mót­mælir eng­inn að ég held. Í það minnsta hef ég ekki séð neinn stjórn­mála­flokk með hið gagn­stæða á sinni stefnu­skrá.

Mynt­ráð lækkar vexti og festir gengið

Sú leið sem Við­reisn leggur til er Mynt­ráð. Á ein­földu máli felur það í sér að gengi krón­unnar yrði fest við gengi ann­arrar mynt­ar, t.d. evru. Þessi geng­is­fest­ing er síðan studd með mynd­ar­legum gjald­eyr­is­vara­forða og agaðri hag­stjórn, auk ýmissa þjóð­hags­var­úð­ar­tækja sem ætlað er að auka trú­verðu­leika mynt­ráðs­ins. Helstu kost­irnir eru þess­ir:

1. Vextir lækka hratt í átt að vaxta­stigi þeirrar myntar sem fest er við. Vaxta­munur við evru er t.d. um 5% í dag. Helm­ingun þessa vaxta­munar skilar miklum ávinn­ingi fyrir heim­il­in.

2. Gengið er stöðugt enda fast. Geng­is­sveiflur heyra því sög­unni til

3. Verð­trygg­ing verður óþörf í þessu umhverfi enda fyrst og fremst hugsuð sem vörn gegn rýrn­andi verð­mæti gjald­mið­ils. 

Sumir telja að helsti galli mynt­ráðs er að gengi verður ekki lengur fellt til að bregð­ast við mis­tökum í hag­stjórn. Það getur gert aðlögun hag­kerf­is­ins erf­ið­ari ef við missum tökin á hag­kerf­inu en á móti leggur það ein­fald­lega enn meiri ábyrgð á hendur helstu ger­endum hag­stjórnar að standa sig. Geng­is­fell­ingar hafa í gegnum tíð­ina verið hækja slakrar hag­stjórnar og það er löngu tíma­bært að henda þeirri hækju.

Nán­ari útlistun á kostum og göllum mynt­ráðs má finna í skýrslu SÍ sem finna má hér. Við hjá Við­reisn teljum þetta vera leið til að ná þeim megin mark­miðum okkar að lækka hér vexti veru­lega og fá stöðugan gjald­mið­il. Það er löngu tíma­bært að hugsa í lausnum í þessum efn­um. Það er löngu tíma­bært að breyta kerfi sem ekki skilar okkur árangri.

Höf­undur er efstur á lista Við­reisnar í Reykja­vík norð­ur.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None