Vilt þú lægri vexti?

Áhorfandi á Austurvelli
Auglýsing

Lækkun vaxta hér á landi er ein mesta kjarabót sem hægt er að færa íslenskum heimilum. Fyrir hvert prósent sem okkur tekst að lækka vexti um hér á landi, lækkar vaxtabyrði 20 milljón króna húsnæðisláns um 17 þúsund krónur á mánuði. Eitt prósent vaxtalækkun samsvarar tæplega 30 þúsund króna launahækkun. Ef við næðum að helminga núverandi vaxtamun við nágrannalönd okkar samsvarar það um 80 þúsund króna launahækkun á mánuði. Það munar um minna.

Þrátt fyrir þessa staðreynd heyrist nær engin umræða um allt of hátt vaxtastig í aðdraganda þessara kosninga. Viðreisn hefur það á stefnuskrá sinni að lækka vaxtastig verulega hér á landi og gera verðtryggingu óþarfa með því að festa gengi íslensku krónunnar með svonefndu myntráði. 

Það er kominn tími til að breyta

Það er löngu tímabært að finna lausn á þessum mikla vanda. Þjóðin hefur um áratuga skeið mátt þola okurvexti sem eru fullkomlega úr samhengi við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þá virðist íslenska krónan alveg ófær um að halda verðgildi sínu. Við fáum yfir okkur gengisfellingar á um það bil 10 ára fresti, stundum oftar, með tilheyrandi kjaraskerðingu og mikilli hækkun húsnæðisskulda. Fyrir 35 árum, þegar tvö núll voru felld af krónunni var hún jafngild bæði dönsku og sænsku krónunni. Í dag kostar danska krónan 17,7 íslenskar og sú sænska 13,3 krónur. Þetta er ekki góður árangur.

Auglýsing

Þennan vanda höfum við glímt við í heila öld, eða allt frá því við fengum sjálfsstjórn og sjálfstæða mynt. Eftir efnahagshrunið 2008 skilaði Seðlabankinn 600 síðna skýrslu um valkosti okkar í þessum málum. Skýrslan var mjög vönduð og dró upp skýra mynd af þeim leiðum sem okkur standa til boða. Fjögur ár eru liðin frá því hún kom út en við erum enn föst á sama stað í umræðunni.  Þrátt fyrir alvaralegan vanda hafa stjórnmálin aldrei geta komið sér saman um lausnir. 

Oft virðist sem rifrildið um mismunandi leiðir verði markmið í sjálfu sér. Við höfum karpað um upptöku evru með aðild að ESB; einhliða upptöku evru, norskrar krónu eða kanadísks dollars; eða nauðsyn þess að starfrækja áfram sjálfstæða peningastefnu með krónu sem gefist hefur okkur jafn illa og raun ber vitni. Flokkarnir leggjast gjarnan í skotgrafir í þessum efnum. Þeirra leið er hver um sig sú besta sem í engu má hvika frá. 

Við höfum fundið ýmsar leiðir til að sporna við helstu sjúkdómseinkennunum. Verðtrygging var ein slík leið til að verja sparifé landsmanna og hagsmuni lánveitenda. Nú vilja ýmsir banna verðtrygginguna með lögum. Að mörgu leyti skiljanlegt sjónarmið en það leysir engan vanda, vextir verða eftir sem áður allt of háir.

Sameinumst um skýr markmið

Í stað þess að festast í rifrildinu um mismunandi leiðir, hvernig væri að byrja á því að sameinast um markmið? Í mínum huga má ramma umræðuna svona inn:

1. Vextir eru hér allt of háir og við þurfum að finna leið til að lækka þá. Við erum öll sammála því. 

2. Gengið er of óstöðugt og gengissveiflur eru skaðlegar fyrir heimilin og atvinnulífið. Við getum öll verið sammála því eða hvað? 

3. Fyrir vikið er verðbólga líka hér þrálátlega of há. Enginn er hrifinn af henni, hvað þá fylgifiski hennar verðtryggingunni. 

Við viljum sem sagt lækka vexti, búa við stöðugt gengi og hafa lága verðbólgu. Þessum lykilmarkmiðum mótmælir enginn að ég held. Í það minnsta hef ég ekki séð neinn stjórnmálaflokk með hið gagnstæða á sinni stefnuskrá.

Myntráð lækkar vexti og festir gengið

Sú leið sem Viðreisn leggur til er Myntráð. Á einföldu máli felur það í sér að gengi krónunnar yrði fest við gengi annarrar myntar, t.d. evru. Þessi gengisfesting er síðan studd með myndarlegum gjaldeyrisvaraforða og agaðri hagstjórn, auk ýmissa þjóðhagsvarúðartækja sem ætlað er að auka trúverðuleika myntráðsins. Helstu kostirnir eru þessir:

1. Vextir lækka hratt í átt að vaxtastigi þeirrar myntar sem fest er við. Vaxtamunur við evru er t.d. um 5% í dag. Helmingun þessa vaxtamunar skilar miklum ávinningi fyrir heimilin.

2. Gengið er stöðugt enda fast. Gengissveiflur heyra því sögunni til

3. Verðtrygging verður óþörf í þessu umhverfi enda fyrst og fremst hugsuð sem vörn gegn rýrnandi verðmæti gjaldmiðils. 

Sumir telja að helsti galli myntráðs er að gengi verður ekki lengur fellt til að bregðast við mistökum í hagstjórn. Það getur gert aðlögun hagkerfisins erfiðari ef við missum tökin á hagkerfinu en á móti leggur það einfaldlega enn meiri ábyrgð á hendur helstu gerendum hagstjórnar að standa sig. Gengisfellingar hafa í gegnum tíðina verið hækja slakrar hagstjórnar og það er löngu tímabært að henda þeirri hækju.

Nánari útlistun á kostum og göllum myntráðs má finna í skýrslu SÍ sem finna má hér. Við hjá Viðreisn teljum þetta vera leið til að ná þeim megin markmiðum okkar að lækka hér vexti verulega og fá stöðugan gjaldmiðil. Það er löngu tímabært að hugsa í lausnum í þessum efnum. Það er löngu tímabært að breyta kerfi sem ekki skilar okkur árangri.

Höfundur er efstur á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None