Auglýsing

Á Íslandi eru um 130 þús­und heim­ili. Stjórn­völd gera ráð fyrir að um 2.300 íbúðir verði byggðar á næstu fjórum árum í almennu íbúða­kerfi, sem ­kall­ast Leigu­heim­ili, og er fyr­ir­myndin sótt til Dan­merk­ur.

Þar er rót­gróin hefð fyrir leigu­mark­aði, enda landið með kjöl­fest­u ­byggð á einu stærsta borg­ar­svæði Norð­ur­land­anna, Kaup­manna­hafn­ar­svæð­inu. Þar ­búa um 2,5 millj­ónir manna eða tæp­lega átta sinnum fleiri en á Íslandi.

Veru­leiki borg­ar­svæða

Leigu­mark­aðir eru sterk­astir í borg­ar­byggðum um allan heim, og einkum og sér í lagi þar sem fjöl­býl­is­húsa­byggðir eru sem þéttast­ar. Leigu­mark­að­ur­inn í land­inu á sér langa sögu, sem teygir sig aftur um nokkur hund­ruð ár, þeg­ar ­stoð­grind skipu­lags Kaup­manna­hafnar varð til. 

Auglýsing

Þetta svipar til grunn­ins að baki fast­eigna­mörk­uðum í borgum víða um heim, hvort sem horft til er Banda­ríkj­anna eða Evr­ópu. Það er hluti af veru­leika borg­ar­sam­fé­laga að vera með rót­gró­inn ­leigu­mark­að, sem oft er rek­inn af stórum fast­eigna­fé­lög­um, sem ýmist eru í eigu einka­fjár­festa, hins opin­bera (ríkis eða sveit­ar­fé­laga) eða stétt­ar­fé­laga. En reglu­verkið er mis­jafnt og aðstæður mis­mun­andi.

Leigu­heim­ila­kerfið var kynnt fyrir aðilum í bygg­ing­ar­iðn­aði á Grand hót­eli í vik­unni.

Gert er ráð fyrir því að þessar ódýru leig­u­í­­búð­ir verði 20 til 30 pró­­sentum ódýr­­ari en mark­aðs­verð á leig­u­­mark­aði er í dag, að því er fram kom í máli Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, ráð­herra hús­næð­is­mála.

Með­al­tekjur og undir

Skil­yrði er fyrir því að íbúð­­irnar séu leigðar til­ ­fólks með með­­al­­tekjur og und­ir, en það má ekki segja íbúum upp leig­unni þó að tekjur heim­il­is­ins fari yfir hámarkið á meðan þeir eru íbúar þar. Tekju­­mörk­in ­fyrir ein­stak­l­ing eru ríf­­lega 395 þús­und krónur á mán­uði, en 554 þús­und ­fyrir pör.

Fyrir hvert barn hækka mörkin um tæp­­lega hund­rað ­þús­und krón­­ur. 

Íbúða­lána­­sjóður á að halda utan um þetta nýja ­kerfi, sem er ekki hluti af félags­­­lega hús­næð­is­­kerf­inu. Sjálfs­­eigna­­stofn­an­ir, sveit­­ar­­fé­lög og lög­­að­ilar munu geta reist ódýrar leig­u­í­­búðir í þessum til­­gangi og fengið 30% stofn­fram­lag frá ríki og sveit­­ar­­fé­lögum til þess. ­Ríkið mun styðja um 18% og sveit­­ar­­fé­lög 12%, og skil­yrði fyrir stuðn­­ingn­um verður að leigt sé út til fólks með með­­al­­tekjur eða lægri tekj­­ur.

Hver vinnur í lottó­inu?

Öll kerfi hafa sína kosti og galla, enda aðstæð­ur­ ­fólks mis­jafnar þegar kemur að skuld­bind­ingu á fast­eigna­mark­aði, hvort sem það er vegna kaupa eða leigu.

En Leigu­heim­ili eru með einn aug­ljósan ókost sem fróð­legt verður að sjá hvernig á að leysa þannig að sann­girni og jafn­ræði sé ­gætt. Það snýr að því, hvernig fólk verður valið til að búa í þessum nýju ­nið­ur­greiddu íbúð­um? Hóp­ur­inn sem fellur innan þeirra skil­yrða sem sett eru, er ­miklu stærri en svo að hann kom­ist í 2.300 íbúð­ir. Og margt bendir til þess að hóp­ur­inn stækki stöðugt, enda hefur ungt fólk setið hefur þegar kemur að bæt­ingu lífs­kjara og stór hluti þess á erfitt með að kom­ast inn á fast­eigna­mark­að.

Leigu­heim­ilin breyta heldur litlu sem engu fyr­ir­ ­mark­að­inn í heild, enda innan við tvö pró­sent af heild­ar­stærð hans, eins og ­staða mála er núna. Íbúða­fjöld­inn sem á að byggja upp er svip­aður fjöldi og þarf að byggja upp á hverju ári til að mæta nátt­úru­legri eft­ir­spurn á mark­aðnum á höf­uð­borg­svæð­inu, lík­lega heldur lægri. Sár vöntun er nú á litlum og ­með­al­stórum íbúð­um.

Talað er um í kynn­ingu á þessu íbúða­formi að um „­bylt­ingu“ sé að ræða á leigu­mark­aði, og má það til sanns vegar færa. En ein­gungis fyrir þá útvöldu sem fá að búa í íbúð­un­um. Þetta er ekki lítið eða létt­vægt atriði, heldur stórt og mik­ið.

Hvert er mark­miðið með aðgerð­inni til lengdar lit­ið? Ef það á að sækja fyr­ir­myndir á fast­eigna­mark­aði út fyrir land­stein­anna, þá er ­mik­il­vægt að skoða aðstæð­urnar í heild sem fyrir eru. Og hvernig úrræðin hafa orðið til, í hvaða sam­hengi, í hvað skipu­lags­að­stæðum

Það má færa sterk rök fyrir því að miklar breyt­ing­ar á fast­eigna­mark­aði á Íslandi, þar sem leigu­mark­aður er stækk­aður og styrktur á kostnað sér­eign­ar­stefnu, séu erf­iðar hér á landi.

Breytir litlu sem engu

Þessi ráða­gerð um að greiða niður 2.300 íbúðir af heild­inni dugar ekki til að breyta neinu sem heitið getur á fast­eigna­mark­að­i, og stuðlar ekki að meira jafn­vægi á fast­eigna­mark­aði. Hún gerir ekk­ert annað en að búa til aðstæður fyrir útvalda til að borga lága leigu. Á meðan mun­u ­þús­undir ein­stak­linga, einkum ungt fólk, horfa á í for­undran, og auð­vitað leita allra leiða til að kom­ast fram fyrir röð­ina og inn í íbúð­irn­ar. Þær veita meira fjár­hags­legt skjól en aðr­ar.

Það væri ósk­andi að stjórn­völd myndu nú horfast í augu við það, að aðgerðir sem gripið hefur verið til á fast­eigna­mark­aði, þar á meðal 80 millj­arða veð­hlut­falla­bæt­ing fólks – einkum eldra fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu – hefur engin vanda­mál leyst eða leið­rétt. Það þarf meira til að breyta mark­aði sem er 6.300 millj­arðar króna sé mið tekið af fast­eigna­mat­i, og stækkar sífellt milli ára.

Mikil gróska í ferða­þjón­ustu hefur einnig haft ­tölu­verð áhrif, en um 3.000 íbúðir eru í útleigu fyrir ferða­menn mið­svæðis í Reykja­vík sem ann­ar­s væru á fast­eigna­mark­aðn­um. Reglur um 90 daga leigu íbúða á ári gætu breytt þess­ari þró­un, en tím­inn á þó eftir að leiða það í ljós. Reynslan erlendis frá­ er sú að erf­ið­lega hefur gengið að ná utan um nei­kvæð áhrif af Air­bnb og fleiri leigu­síð­um.

Eilífð leit að jafn­vægi

Jafn­vægi milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar, rétt og ­sam­ræmd stýr­ing skipu­lags á höf­uð­borg­ar­svæð­inu – sem hefur verið vega­mik­ið ­vanda­mál á svæð­inu í gegnum tíð­ina – er það eina sem stjórn­mála­menn ­geta gert til að skapa réttar aðstæður fyrir heil­brigðan fast­eigna­mark­að, þar ­sem val um búsetu­úr­ræði ræður ríkj­um.

Það er þó óþarfi að finna þessum aðgerðum allt til­ ­forráttu, enda er mark­miðið með þeim göf­ugt. Að koma þaki yfir þá sem þurfa sár­ast á því að halda. En það er ekki ósann­gjarnt að benda á að til að breyta hlutum til batn­að­ar, það er sjálfu gang­verk­inu á mark­aðn­um, þá þarf að stuðla að meira jafn­vægi til lengri tíma, lang­tíma­sýn í skipu­lagi og öðrum þáttum sem ýta undir stöð­ug­leika. Skamm­tíma­lækn­ingar eru góðar til síns brúks, en eins og orðið bendir til þá hafa þær tak­mörkuð áhrif. Þær duga skammt.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None