Ársreikningar Panama-félaga

Auglýsing

Haustið er milt og snjór sést varla á fjöllum en fljótt virð­ist fenna yfir sporin sem Panama­skjölin afhjúp­uðu á vor­mán­uð­um. Kannski er um að kenna van­mætti fjöl­miðla til að fylgja málum eftir eða e.t.v. skorti á vit­neskju um hvernig fram­vinda mála er þegar upp kemur efi um hvort rétt hafi verið staðið að mál­u­m. 

Í grein í Kjarn­anum og á heima­síðu minni 31. mars sl. Skatta­skjól og aflands­svæði gerði ég grein fyrir aflands­fé­lögum og reglum um skatt­skil þeirra eftir þær breyt­ingar sem gerðar voru á skatta­lögum á árinu 2009. Í fram­haldi af því hef ég fengið spurn­ingar um fram­hald slíkra mála. Eðli­lega þekkir fólk lítt þær reglur sem þar um gilda og verður hér á eftir reynt að varpa ljósi á þann feril sem tekur við ef ástæða er til að ætla að ekki hafi verið farið að gild­andi reglum í þessum efn­um.

Í Panama­skjöl­unum komu fram upp­lýs­ingar um fjöl­mörg félög á Tortóla og öðrum aflands­svæð­um. Virð­ist sem að upp­lýs­ingar um þessi félög hafi ekki verið sendar skatt­yf­ir­völdum að réttum hætti og þá einkum að ekki hafði verið lagðir fram árs­reikn­ingar félag­anna og svoköll­uð CFC-­skýrsla. Skýr­ingar máls­að­ila á þessu voru ófull­nægj­andi. Hvert er fram­hald slíkra mála og ann­arra mála sem benda til rangra skatt­skila?

Auglýsing

Skatt­að­ili getur að eigin frum­kvæði eða að kröfu skatt­yf­ir­valda sent þeim þau gögn sem áfátt var og skýr­ingar á mál­inu. Vera kann að um vangá hafi verið að ræða, kunn­áttu­leysi, þótt ótrú­legt sé þegar sér­fróðir aðilar sjá um skatt­skil­in, eða til­raun verið gerð til að fela upp­lýs­ingar fyrir skatt­yf­ir­völd­um. Að fengnum öllum nauð­syn­legum upp­lýs­ingum taka skatt­yf­ir­völd ákvörðun um skatt­lagn­ingu og um fram­hald máls­ins. Sé að þeirra mati ekki um refsi­vert athæfi að ræða lýkur mál­inu með álagn­ingu á van­fram­taldar tekjur með álagi. Þær lyktir á málum verða aldrei opin­ber­ar. Um þær gildir sá trún­aður sem skatt­yf­ir­völd eru bundin gagn­vart skatt­að­il­um. Flestum mál­um, sem koma upp við skatt­eft­ir­lit, lýkur með þessum hætti.

Leiki rök­studdur grunur á um að refsi­vert brot hafi verið framið, skjöl fölsuð, vís­vit­andi röng upp­lýs­inga­gjöf og/eða um mjög háar fjár­hæðir er að tefla hefst skatt­rann­sókn. Sé nið­ur­staðan hennar sú að ekki sé til­efni til refs­ingar fer málið þá leið sem að framan greinir og lýkur með end­ur­á­kvörðun skatta. Refsi­máli getur líka lokið með sekt­ar­á­kvörðun skatt­yf­ir­valda og í báðum þessum til­vikum eru máls­lok ekki gerð opin­ber.

Önnur meint skatta­laga­brot fara fyrir dóm­stóla annað hvort með kæru skatt­yf­ir­valda eða vegna þess að skatt­að­ili kærir álagn­ingu eða sekt­ar­á­kvörðun skatt­yf­ir­valda til dóm­stóla. Í þessum til­vikum verður skattsvika­mál opin­ber eins og önnur dóms­mál.

Þessi fer­ill meintra skatta­laga­brota felur í sér að ein­ungis mjög lít­ill hluti þeirra verður opin­ber. Þau mál sem lýkur með end­ur­á­kvörðun skatta og eftir atvikum sekt­ar­á­kvörðun geta verið mjög umfangs­mikil og fjár­hæðir háar. En orð­sporið skiptir miklu máli og sætta margir sig fremur við að greiða háar sektir en að málið verði gert opin­bert með mála­ferlum fyrir dóm­stóli enda er hér yfir­leitt um fjár­sterka aðila að ræða. 

Reikna má með því að flestum þeirra mála sem komu upp með birt­ingu Panama­skjal­anna ljúki með end­ur­á­kvörðun skatta og eftir atvikum með sektum sem ekki er látið reyna á fyrir dóm­stólum þrátt fyrir yfir­lýst sak­leysi. Lyktir þeirra verða því aldrei gerð opin­ber. Þetta er í sam­ræmi við gild­andi lög. Trún­aður skatt­yf­ir­valda um þær upp­lýs­inga sem þau afla í starfi sínu er mik­il­vægur horn­steinn skatt­fram­kvæmd­ar, sem ekki ætti að hrófla við þótt álita­mál geti verið hvenær meint brot á skatta­lögum skuli sæta með­ferð fyrir dóm­stólum og verða þannig opin­ber. 

Þetta er dregið hér fram til að benda á að þögn af hálfu skatt­yf­ir­valda er ekki merki um aðgerða­leysi eða að málum sé ekki lok­ið. Engin ástæða er til ann­ars en að ætla að kallað hafi verið eftir þeim upp­lýs­ingum sem áfátt var og mál­unum ljúki svo í sam­ræmi við gild­andi lög. Ekki síður er þetta dregið fram til að benda á að skatt­yf­ir­völd og þau ein ásamt dóm­stólum eru til þess bær að meta hvort skatt­skil eru full­nægj­andi og skatt­lagn­ing rétt eða ekki. Yfir­lýs­ingar ein­stakra skatt­að­ila hafa ekk­ert að segja í því efni. Skyldur skatt­að­ila eru þær að standa skatt­yf­ir­völdum skil á þeim upp­lýs­ing­um, sem kveðið er á um í lögum og reglu­gerð­um, og þau þurfa til að sinna verk­efni sínu.

Mál­flutn­ingur þeirra sem komu í sviðs­ljósið í Panama­skjöl­unum var jafnan sá að þeir hefðu borgað alla skatta, félög þeirra féllu ekki undir lög­in, skatt­yf­ir­völdum hefði verið gerð grein fyrir öllum skatt­skyldum tekjum og eign­um o.s.fr. Það má allt rétt vera en eng­inn er dóm­ari í eigin sök. Aðeins einn aðili er bær til að meta þessar full­yrð­ingar og það eru skatt­yf­ir­völd. Til þess þurfa þau að fá þær upp­lýs­ingar sem lög kveða á um. Án þeirra geta þau ekki sinnt þessu verk­efni sínu. Það er ­marklaust að spyrja þessa skatt­að­ila hvort þeir telji sig seka um skatt­und­an­skot eða ekki. Þá á að spyrja hvort þeir hafi skilað skatt­yf­ir­völdum til­skyldum gögnum og upp­lýs­ing­um.

Þau gögn, sem lög og reglu­gerð kveða á um að lögð skuli fram um svokölluð CFC-­fé­lög, er skýrsla um starf­semi félags­ins byggð á árs­reikn­ingi þess, sem jafn­framt skal fylgja með, og sér­stakt eyðu­blað sem RSK hefur útbú­ið. Laga­kröfur um upp­lýs­ingar eru því skýrar og þær gilda um öll félög á lága­skatta­svæðum sem til voru eftir 1. jan­úar 2010. Ekki verður ráðið af við­brögðum eig­enda þeirra félaga sem fram komu í skjöl­unum að nokkur þeirra hafi sinnt þeirri skyldu að skila þessum gögn­um.

Þær skýr­ingar sem gefnar hafa verið breyta engu um skyldu þess­ara aðila til að skila árs­reikn­ingi félaga sinna og öðrum gögnum um þau (sjá þar um: Ver­harm­los­ung). Það á t.d. um full­yrð­ingar þess efnis að félagið sé ekki í skatta­skjóli þótt það sé skráð á lág­skatta­svæði. Þetta á líka við um það þegar full­yrt er að á skatt­fram­tal hafi verið færð­ar­  ein­hverjar tölur úr reikn­ingum félags­ins. Þetta á einnig við um þau félög sem full­yrt er að hafi verið í ein­hverri starf­semi sem falli ekki undir lög­in, “ut­an­um­haldi” um fast­eign­ir, líf­eyr­is­sjóð  o.fl. Í lög­unum eru engar und­an­tekn­ingar vegna félaga utan EES svæð­is­ins. Þau eiga við um öll félög sem voru til eftir 1. jan­úar 2010 eins þótt þau séu ekki starf­andi, eigi engar eign­ir, hafi ekki haft tekjur eða séu í slita­ferli. For­taks­laus ákvæði lag­anna taka af allan vafa en í þeim seg­ir: “Skatt­að­ili sem á beint eða óbeint hlut í hvers kyns félagi, sjóði eða stofnun sem telst heim­il­is­föst í lág­skatta­ríki skal….”. 

Árs­reikn­ingur er mik­il­vægt gagn í skatt­skil­um. Ekki aðeins vegna þess að hann gefi upp­lýs­ingar um tekjur og eignir félags­ins heldur einnig vegna þess að hann á að bera með upp­lýs­ingar um sam­skipti við tengda aðila, móð­ur-, syst­ur- eða dótt­ur­fé­lög, sam­skipti félags­ins við ­eig­end­urna t.d. greiðslur á arði, launum og upp­lýs­ingar um hlunn­indi sem þeir kunna að hafa notið hjá félag­inu svo sem greiðslu á per­sónu­legum kostn­aði með kredit­kortum á nafni félags­ins sem er algeng leið til að taka fé út úr félögum sem þess­um.

Öllum íslenskum félögum ber að skila sund­ur­lið­uðum árs­reikn­ingi með skatt­fram­tali sínu. Auk þess ber þeim að skila árs­reikn­ingum til Árs­reikn­inga­skrár þar sem þeir eru aðgengi­legir almenn­ingi. Ekki er að óreyndu ástæða til að efast um full­yrð­ingar eig­enda aflands­fé­laga um að ekk­ert sé óeðli­legt við starf­semi þeirra og því er vand­fundin ástæða til þess að lög­mæltum gögnum sem veita upp­lýs­ingar um starf­semi þeirra sé ekki skilað með hlið­stæðum hætti og gildir um íslensk félög.

Vera má að í ein­hverjum til­vikum hafi þessum gögnum verið skilað inn eftir að til­vist félag­anna varð kunn, að frum­kvæði skatt­að­ila eða að kröfu skatt­yf­ir­valda, og er það vel. Verður skatta­legri með­ferð þá lokið í sam­ræmi við fram­an­greint. Fyrir alla venju­lega skatt­að­ila er mál­inu þar með lokið en fyrir stjórn­mála­menn og aðrar opin­berar per­són­ur, sem hafa e.t.v. ekki farið fyr­ir­mælum laga er málið ekki svo ein­falt. Á þeim hvíla rík­ari skyldur en á öðrum í þessum efn­um. Þeir hafa boð­ist til og fengið braut­ar­gengi hjá almenn­ingi til að gæta hags­muna hans. Því er gerð sú eðli­lega krafa til þeirra að þeir geti ef vafi kemur upp sýnt fram á það með ótví­ræðum hætti að þeir hafi farið að gild­andi lögum og regl­um.

Það er ótrú­legt og ótraust­vekj­andi að stjórn­mála­menn, þ.m.t. sveit­ar­stjórn­ar­menn, sem vitað er að hafa átt CFC-­fé­lög eftir 1. jan­úar 2010 hafi ekki gert grein fyrir því hvort og hvenær þeir skil­uðu árs­reikn­ingi félaga sinna til skatt­yf­ir­valda. Á því geta verið eðli­legar skýr­ingar sem þurfa þá að koma fram. Það er ekki síður ótrú­legt og ótraust­vekj­andi að þing­menn, sem hafa það að aðal­starfi að setja land­inu lög, og von­ar­pen­ingar að því starfi, skuli lýsa yfir trausti á stjórn­mála­menn sem ekki geta sýnt fram á án þess að það orki tví­mælis að þeir virði lögin í land­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar
Kaþólski söfnuðurinn hefur vaxið gífurlega hratt hér á landi á síðustu árum. Kaþólska kirkjan er í dag annað stærsta trúfélag landsins með yfir 14.400 einstaklinga skráða í söfnuðinn.
Kjarninn 18. október 2019
Ársreikningar stjórnmálaflokka fást ekki afhentir í heild
Ríkisendurskoðun telur sig ekki mega afhenda ársreikninga stjórnmálaflokka vegna síðasta árs í heild. Það var fyrsta árið í rekstri flokkanna eftir að ríkisframlag til þeirra var hækkað um 127 prósent.
Kjarninn 18. október 2019
Innri markaðurinn var hugmynd Breta
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor fjallar um Brexit í Vísbendingu sem kemur til áskrifenda á morgun.
Kjarninn 17. október 2019
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None