Auglýsing

Helstu varð­menn þess land­bún­að­ar­kerfis sem er við lýði á Íslandi beita mjög fyrir sig þeim rökum að engin efn­is­leg umræða fari fram um inni­hald nýsam­þykktra búvöru­samn­inga. Þeir ganga út frá því að eng­inn sem taki þátt í umræð­unni hafi lesið þá og því sé umræðan föst í rifr­ildi um form og byggð á klisjum sem fólk sé fóðrað af.

Þetta er þekkt umræðu­form og er oft notað af fólki sem vill aðra nið­ur­stöðu en efn­is­leg umræða leiðir flest skyn­samt fólk að. En allt í lagi. Tökum efn­is­lega umræðu um búvöru­samn­ing­anna.

Kostn­að­ur­inn og lengdin

Áætl­aður kostn­aður rík­is­sjóðs vegna búvöru­samn­ing­anna (þeir eru fjór­ir) er 132 millj­arðar króna á því tíu ára tíma­bili sem þeir gilda. Samn­ing­arnir eru líka tvö­falt verð­tryggðir þannig að ef verð­bólgan fer af stað á tíma­bil­inu þá mun kostn­aður skatt­greið­enda í krónum talið aukast.

Auglýsing

End­ur­skoð­un­ar­á­kvæðið sem sett var inn í samn­ing­anna eftir aðra umræðu í þing­inu, og hluti stjórn­ar­and­stöð­unnar hefur notað til að verja frammi­stöðu­leysi sitt við afgreiðslu búvöru­laga í þing­inu, breytir ekki tíu ára lengd samn­ing­anna. Í því er til­tekið að alls kyns aðilar verði kall­aðir að borð­inu til að vinna að breyt­ingum á búvöru­samn­ingum og að þær breyt­ingar eigi að liggja fyrir 2019. Þá munu hins vegar bænd­ur, og ein­ungis bænd­ur, kjósa um hvort þeir sætti sig við þær breyt­ing­ar. Hafni þeir þeim munu tíu ára samn­ing­arnir halda gildi sínu.

Þetta hefur verið stað­fest af ráðu­neyti mála­flokks­ins og hæsta­rétt­ar­lög­mönnum sem farið hafa yfir málið fyrir Kjarn­ann. Ríkið hefur því gefið frá sér rétt­inn til að end­ur­skoða samn­ing­anna í tíu ár og fært bændum hann. Ef samn­ing­arnir yrðu brotnir ættu bændur rétt á skaða­bótum úr rík­is­sjóði vegna miska sem þeir teldu sig verða fyr­ir.

Í nýlegri frétta­skýr­ingu í Frétta­tím­anum kemur fram að einu löndin sem styrki land­búnað sinn meira en Íslend­ingar séu Norð­menn og Sviss­lend­ing­ar, tvö af rík­ustu löndum í heims. Ef íslensk stjórn­völd myndu styrkja land­búnað sinn álíka mikið og gert er innan Evr­ópu­sam­bands­ins hefðu 7,3 millj­örðum króna minna runnið úr rík­is­sjóði til land­bún­að­ar­ins á árinu 2015 og álögur á neyt­endur hefðu verið 10,9 millj­örðum krónum lægri. „Ís­lensk land­bún­að­ar­stefna kostar því neyt­endur og skatt­greið­endur um 18,2 millj­örðum meira árlega en ef hér ríkti land­bún­að­ar­stefna Evr­ópu­sam­bands­ins,“ segir í skýr­ing­unni.  

Inni­haldið

Allt sem skrifað er í samn­ing­anna, og afleið­ing­arnar sem það mun hafa, er auð­vitað ekki hræði­legt. Sumt er til bóta. En nægi­lega margt er þess eðlis að það er ekki hægt að sætta sig við það með neinum hætt­i. 

Í búvöru­samn­ing­unum felst meðal ann­ars að hömlur eru settar á stærð­ar­hag­kvæmni í land­bún­aði. Þak á fram­lögum til bænda dregur úr hvata til að vera með stærri býli til að ná niður fram­leiðslu­kostn­aði og því njóta neyt­endur ekki þeirrar hag­kvæmni í vöru­verði. Sam­hliða miklum nið­ur­greiðslum til inn­lendra mat­væla­fram­leið­enda er fest í sessi mjög há toll­vernd á kinda­kjöt, mjólk, svína­kjöt og kjúklinga sem gerir það að verkum að það er nær ómögu­legt fyrir inn­fluttar vörur að keppa við þær sem eru fram­leiddar á Íslandi. Þá er sam­keppni áfram tak­mörkuð með lögum með því að Mjókur­sam­söl­unni er tryggð und­an­þága frá sam­keppn­is­lög­um.

Ólafur Arn­alds, pró­fessor við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands, skrif­aði nýverið grein í Frétta­blaðið þar sem hann segir að samn­ing­arnir séu ekki bara léleg­ir, heldur bein­línis vond­ir. Í þeim sé gam­al­dags sýn á byggða­þró­un, þeir séu umhverf­is­fjand­sam­leg­ir, stuðli að offram­leiðslu og taki ekki mið af breyttum aðstæðum í sam­fé­lag­inu og mis­mun­andi þörf fyrir slíkan stuðn­ing í land­inu.

Hann bendir á að um þriðj­ungur af sauð­fjár­fram­leiðsl­unni sé nú fluttur út og með því eru íslenskir skatt­greið­endur í raun að nið­ur­greiða kjöt ofan í erlenda neyt­end­ur.

Auk þess hefur neysla Íslend­inga á kinda­kjöti dreg­ist gríð­ar­lega sam­an. Árið 1983 borð­uðu Íslend­ingar 45,3 kíló hver af kinda­kjöti á ári. Í fyrra var sú tala komin í 19,5 kíló. Á sama tíma hefur neysla á kjúklingi og svína­kjöti auk­ist veru­lega. Kjöt sem engin menn­ing­ar­leg eða byggð­ar­leg sjón­ar­mið eru á bak­við að verja fram­leiðslu á. Við gæt­um, og ætt­um, að flytja þetta kjöt inn. Samt er það gert, til að verja stöðu verk­smiðja sem fram­leiða svína­kjöt og kjúkling.

Ólafur hefur einnig gagn­rýnt samn­ing­annafyrir að vera „skips­brot í umhverf­is­málum þjóð­ar­inn­ar“ og kallað sauð­fjár­beit á svæðum sem þoli enga beit rányrkju. Hann hefur einnig bent á að tekjur sauð­fjár­bænda af því fyr­ir­komu­lagi sem er við­haldið séu oft afar litl­ar, og ekki skán­aði það ástand þegar afurð­ar­verð var lækkað á þessu ári.

Aðferða­fræðin

Búvöru­samn­ing­arnir eru afrakst­urs samn­inga­við­ræðna milli rík­is­ins og bænda­for­yst­unn­ar. Engir aðrir hags­muna­að­il­ar, t.d. neyt­enda, voru kall­aðir að því samn­inga­borði. Þau vinnu­brögð eru for­kast­an­leg og eru m.a. ástæða þess að við­brögðin í sam­fé­lag­inu urðu þau sem raun ber vitni.

Við bæt­ist síðan það póli­tíska fúsk sem við urðum vitni að á meðan að málið var í með­förum atvinnu­vega­nefndar og Alþing­is. Afvega­leið­andi ummæli um stór­kost­lega end­ur­skoðun og víð­tækar breyt­ingar á samn­ing­unum sem eiga sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um, og það ömur­lega ístöðu­leysi sem hjá­seta eða fjar­vera allra þing­manna sem segj­ast í orði vera á móti því kerfi sem er við lýði var, var síðan olía á eld­inn.

Póli­tískur ómögu­leiki

Afleið­ingin birt­ist skýrt í nýlegri könnun MMR. Þar kom fram að 62,4 pró­sent Íslend­inga segj­ast vera and­vígir búvöru­samn­ing­unum en ein­ungis 16,3 pró­sent fylgj­andi þeim. Ein­ungis átta pró­sent fólks undir þrí­tugu er fylgj­andi samn­ing­un­um. Og þótt and­staðan sé mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (10 pró­sent segj­ast fylgj­andi samn­ing­un­um) þá er hún líka mikil á lands­byggð­inni (28 pró­sent fylgj­and­i). Ein­ungis kjós­endur eins flokks, Fram­sókn­ar­flokks, voru frekar fylgj­andi en and­vígir nýju búvöru­samn­ing­un­unum.

Ein­hvern tím­ann hefði það verið kall­aður póli­tískur ómögu­leiki að sam­þykkja samn­inga sem mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar er á móti, stuðn­ings­menn allra stjórn­mála­flokka nema eins eru á móti, allir ald­urs- og mennt­un­ar­hópar eru frekar and­vígir en fylgj­andi og bæði meiri­hluti höf­uð­borg­ar­búa og lands­byggðar eru sam­mála um að séu afleit­ir.

Það hatar eng­inn land­búnað

Hvernig sem hrút­skýrendur úr röðum hags­muna­gæslu­afla lands­bún­að­ar­kerf­is­ins reyna að spinna and­stöðu við búvöru­samn­ing­anna sem van­þekk­ingu eða lands­byggð­ar­hatur þá stenst það ekki neina skoð­un. Ég hata til að mynda ekki lands­byggð­ina heldur vill veg hennar sem mest­an. Ég myndi meira að segja styðja vit­ræna byggð­ar­stefnu sem myndi snú­ast um að búa til fjöl­breytt og arð­bær störf á lands­byggð­inni eða auka þjón­ustu á henni, sem er á mörgum stöðum til skamm­ar. Ég er hins vegar á móti því að nota gríð­ar­lega fjár­muni í að nið­ur­greiða rán­dýra atvinnu­grein með hætti sem gagn­ast hvorki neyt­endum né bænd­um.

Það er móðgun við hugs­andi fólk að reyna að selja því þau rök að útlenskar land­bún­að­ar­vörur séu svo sýktar af toxoplasma eða sýkla­lyfjum að toll­vernd frá þeim sé í raun mat­væla­ör­ygg­is­ráð­stöfun til að vernda okkur frá eigin vali í stór­mark­aðn­um. Sú stað­reynd að íbúar Evr­ópu eru ekki að hrynja niður dauðir hrekur þá full­yrð­ingu.

Það er móðgun að bera fyrir sig fæðu­ör­ygg­is­rök um að það verði að tryggja að Íslend­ingar lifi ekki við hungur í alþjóða­væddum heimi. Við getum ekki lifað eins og búist sé við nýrri heim­styrj­öld, sem lami alla flutn­inga til og frá land­inu, í nán­ustu fram­tíð.

Og það er sár móðgun að reyna að selja þann sann­leik að íslensku land­bún­að­ar­vör­urnar séu svo heil­næmar og góðar að millj­arð­arnir sem renna í fram­leiðslu þeirra, og tollam­úr­arnir sem slegnir eru um þær, séu til að nið­ur­greiða vörur til almenn­ings. Um sé að ræða neyt­enda­styrki.

Það þarf að aðlaga íslenskan land­búnað að gjör­breyttum veru­leika og leggja áherslu á það sem hann gerir vel, það sem hann getur gert vel, en hætta öðru. Það þarf að auka vöru­úr­val neyt­enda og lækka verð til þeirra, í stað þess að skatt­leggja þá sér­stak­lega fyrir of dýru, og oft á tíðum ekk­ert sér­stöku, vör­urnar sem hand­valdar eru ofan í þá af milli­lið­unum í kerf­inu.

Það er hægt að ná góðri sátt um íslenskan land­bún­að. Það þarf bara vilja til þess. Og hann er ekki til staðar hjá þeim sem gerðu gild­andi búvöru­samn­inga.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None