Hvað ætlar ný ríkisstjórn að gera í loftslagsmálum?

Birna Sigrún Hallsdóttir & Hrafnhildur Bragadóttir
Auglýsing

Í síð­ustu viku full­gilti Ísland Par­ís­ar­samn­ing­inn um lofts­lags­mál og skip­aði sér þannig í hóp ríkja sem tryggja að samn­ing­ur­inn taki gildi, en það ger­ist að lík­indum innan fáeinna mán­aða. Mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins er að halda hlýnun jarðar vel innan við 2°C miðað við upp­haf iðn­bylt­ing­ar, og helst innan við 1,5°C. Til að stuðla að þessu mark­miði hafa íslensk stjórn­völd lýst því yfir að þau muni, í sam­starfi við Evr­ópu­sam­band­ið, draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 40% fyrir 2030, miðað við 1990.

Losun frá stór­iðju heldur áfram að aukast

En hvað þarf Ísland að gera til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í kjöl­far full­gild­ingar Par­ís­ar­samn­ings­ins? Það liggur beint við að líta fyrst til stór­iðj­unnar sem er völd að rúm­lega 40% af útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Íslandi. Síð­ustu ár hafa stór­iðju­fyr­ir­tæki hér­lendis heyrt undir við­skipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ild­ir, en kerfið nær yfir um 45% los­unar innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Mark­mið við­skipta­kerf­is­ins er að minnka sam­an­lagða losun fyr­ir­tækja í kerf­inu um 43% fyrir 2030, miðað við 2005.

Losun frá stór­iðju hér á landi hefur meira en tvö­fald­ast frá 2005 og er útlit fyrir frek­ari aukn­ingu á næstu árum vegna áforma um upp­bygg­ingu í kís­il­iðn­aði. Stór­iðjan mun áfram heyra undir við­skipta­kerf­ið, en 43% sam­drátt­ar­mark­mið kerf­is­ins á Evr­ópu­vísu setur þróun stór­iðju á Íslandi þó ekki skorður þar sem los­un­ar­heim­ildum er úthlutað beint til fyr­ir­tækja án til­lits til þess hvar þau eru stað­sett. Losun frá stór­iðju getur því auk­ist innan íslenskrar lög­sögu svo lengi sem fyr­ir­tæki geta útvegað sér gildar los­un­ar­heim­ild­ir. Þetta gætu stjórn­völd þó að sjálf­sögðu haft áhrif á með nýjum áherslum í atvinnu­upp­bygg­ingu.

Auglýsing

Mark­mið Íslands í öðrum geirum

Ísland mun einnig taka þátt í sam­starfi ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins við að draga úr losun í geirum utan við­skipta­kerf­is­ins, m.a. frá sam­göng­um, land­bún­aði og með­höndlun úrgangs. Evr­ópu­sam­bandið stefnir að 30% minnkun los­unar í þessum geirum fyrir 2030, miðað við 2005. Sam­bandið deilir los­un­ar­mark­miðum milli aðild­ar­ríkja í sam­ræmi við efna­hags­að­stæður þeirra og hefur nú lagt fram til­lögu um hlut­deild hvers aðild­ar­ríkis fram til 2030. Ríkin sem fengu úthlutað þyngstu skuld­bind­ing­unum þurfa að draga úr losun um allt að 40% miðað við 2005. Til stendur að semja um hlut Íslands, en ekki er ástæða til að ætla annað en að Íslandi verði skipað í hóp með ríkjum sem taka á sig mestar byrð­ar.

Það er því útlit fyrir að sam­komu­lagið við Evr­ópu­sam­bandið muni skylda Ísland til að tak­marka veru­lega losun frá m.a. sam­göng­um, land­bún­aði, sjáv­ar­út­vegi og með­höndlun úrgangs. Í til­lögu að aðgerða­á­ætlun um orku­skipti sem rík­is­stjórnin kynnti nýlega kemur fram að stefnt sé að því að 30% af orku­notkun í vega­sam­göngum og 10% af orku­notkun í sjáv­ar­út­vegi bygg­ist á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum árið 2030. Verk­efni eru auk þess hafin á vegum stjórn­valda í öðrum mála­flokk­um. Þetta eru skref í rétta átt en engu að síður er ljóst að þörf er á mun meiri og metn­að­ar­fyllri aðgerðum til að standa við vænt­an­lega hlut­deild Íslands í mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ins.

Meint for­skot Íslands í lofts­lags­málum

Miðað við hve stórt verk­efni blasir við Íslandi er athygl­is­vert hversu oft vísað er til þess í stjórn­mála­um­ræðu að Ísland sé í far­ar­broddi í lofts­lags­málum og hafi for­skot á önnur ríki vegna end­ur­nýj­an­legs upp­runa raf­orku og orku til hús­hit­unar hér­lend­is. Umhverf­is­ráð­herra, Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, hefur t.d. lýst því yfir í tengslum við Par­ís­ar­samn­ing­inn að Ísland hafi „risa­vaxið for­skot þegar kemur að því að vinna gegn lofts­lags­breyt­ingum“.

En hefur Ísland raun­veru­lega for­skot í því sam­eig­in­lega verk­efni ríkja heims að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda? Þrátt fyrir gnægð lofts­lagsvænna orku­gjafa á Íslandi er heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á hvern ein­stak­ling óvíða meiri. Árið 2012 var losun á hvern Íslend­ing sú 6. hæsta í OECD-lönd­un­um, og ljóst er að Ísland væri ofar á þeim lista ef losun frá land­notkun væri tekin með í reikn­ing­inn. Losun frá Íslandi jókst um rúm­lega fjórð­ung frá 1990 til 2014, en losun í Evr­ópu­sam­band­inu dróst saman um tæp­lega fjórð­ung á sama tíma­bili.

Þá er losun frá fram­ræstum mýrum og annarri land­notkun gríð­ar­leg, og telst nettólos­unin yfir 11 milljón tonn á ári sam­kvæmt nýj­ustu töl­um. Það magn jafn­gildir um fimmt­ungi af árlegri heild­ar­losun Sví­þjóð­ar. Losun frá fram­ræstum mýrum var ekki lögð til grund­vallar skuld­bind­ingum Íslands sam­kvæmt Kýótó-­bók­un­inni og er óvíst hvort og í hvaða mæli end­ur­heimt vot­lendis verður við­ur­kennd sem mót­væg­is­að­gerð í sam­starf­inu við Evr­ópu­sam­band­ið. Eðli­leg­ast væri að Ísland setti sér sér­stakt mark­mið um minnkun los­unar frá land­notk­un, m.a. fram­ræstum mýrum, óháð sam­eig­in­legu mark­miði með Evr­ópu­sam­band­inu.

Grunn­tónn­inn í Par­ís­ar­samn­ingnum er að sér­hvert ríki skuli grípa til allra mögu­legra aðgerða, hvar sem er í hag­kerf­inu, til að afstýra sam­eig­in­legu neyð­ar­á­standi jarð­ar­búa. Það lifir ekk­ert land á fornri frægð í lofts­lags­málum og þótt Ísland hafi náð mark­verðum árangri við hita­veitu­væð­ingu á síð­ustu öld ætti nálgun Íslands ekki að byggja á því að Ísland hafi sér­stakt for­skot á önnur ríki. Tölur um losun frá öðrum geirum en orku­fram­leiðslu sýna svo ekki verður um villst að Ísland á mikið verk fyrir hönd­um.

Mik­il­vægt hags­muna­mál fyrir Ísland

En hvers vegna ættu ríkið og atvinnu­lífið að ráð­ast í kostn­að­ar­samar aðgerðir til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda? Stundum hefur helst mátt heyra á ráða­mönnum þjóð­ar­innar að í lofts­lags­breyt­ingum af manna­völdum felist tæki­færi fyrir Ísland; hér megi með hækk­andi hita­stigi fram­leiða mat­væli í stórum stíl og að með bráðnun íss á Norð­ur­heim­skaut­inu opn­ist sigl­inga­leiðir og þar með tæki­færi til að reisa umskip­un­ar­höfn til að þjón­usta starf­semi sem myndi tengj­ast auknum skipa­flutn­ingum nálægt Íslands strönd­um.

Á síð­ustu árum hafa afleið­ingar auk­innar los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og lofts­lags­breyt­inga fyrir Ísland hins vegar verið að koma betur í ljós og leikur nú eng­inn vafi á því að hags­munir Íslend­inga eru gríð­ar­mikl­ir. Sem dæmi má nefna að jöklar munu bráðna, sem mun hugs­an­lega til skamms tíma auka orku­getu vatns­afls­virkj­ana, en er til lengri tíma grafal­var­legt fyrir orku­vinnslu hér­lend­is. Þá eiga fáar þjóðir jafn­mikið undir hrein­leika og verndun hafs­ins og Íslend­ing­ar, en nú er vitað að súrnun sjávar vegna los­unar koldí­oxíðs getur haft alvar­leg áhrif á líf­ríki hafs­ins og fisk­veiðar í íslenskri lög­sögu. Talið er að höfin hafi tekið upp um þriðj­ung af öllu því koldí­oxíði sem losað hefur verið í and­rúms­loftið af manna­völdum frá iðn­bylt­ingu. Nýverið hefur sjónum einnig verið beint að öllum þeim varma sem hafið hefur tekið við, en hafið tók við meira en 90% af þeirri varma­orku sem aukin gróð­ur­húsa­á­hrif ollu frá 1970-2010. Sá eig­in­leiki hafs­ins að taka upp koldí­oxíð og varma hefur fórn­ar­kostnað í för með sér. Erfitt er að spá nákvæm­lega fyrir um sam­tvinnuð áhrif súrn­unar og varma­söfn­unar sjáv­ar, en meðal lík­legra afleið­inga er lækk­andi súr­efn­is­styrk­ur, hækkun sjáv­ar­borðs, breyt­ingar á hringrás sjávar og breyt­ingar á frum­fram­leiðslu og vist­kerfum sjáv­ar.

Það er sann­ar­lega kom­inn tími til að hrinda af stað raun­veru­legu átaki til að vernda þessa hags­muni og sýna á sama tíma ábyrgð gagn­vart hnatt­rænum afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga. Sá tími er lið­inn að stjórn­mála­menn geti fyrst og fremst lagt áherslu á hags­muni Íslands af því að halda áfram að auka losun. Mark­vissar og áhrifa­ríkar aðgerðir til að draga úr losun eru gríð­ar­mikið hags­muna­mál fyrir bæði almenn­ing og atvinnu­líf á Íslandi og þótt sumar þeirra séu dýrar er ljóst að kostn­að­ur­inn verður umtals­vert minni en af því að takast á við afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga.

Endir­inn á upp­haf­inu – aðgerða er þörf ekki síðar en núna

Par­ís­ar­samn­ingnum hefur verið lýst með vísun í þessi fleygu orð Churchill eftir sigur banda­manna í síð­ari bar­dag­anum við El Ala­mein árið 1942: „Þetta er ekki endir­inn. Þetta er ekki einu sinni upp­hafið á end­in­um. En kannski er þetta endir­inn á upp­haf­in­u.“

Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn markar þátta­skil í sam­vinnu ríkja í lofts­lags­mál­um. Hann end­ur­speglar for­dæma­lausa sam­stöðu ríkja heims til að takast á við for­dæma­laust vanda­mál. Ríki heims, jafn­vel þau sem hafa verið treg til að við­ur­kenna lofts­lags­vand­ann, hafa loks­ins sam­mælst um að því verði ekki frestað lengur að skipta jarð­efna­elds­neyti út fyrir aðra orku­gjafa og rjúfa að fullu tengslin milli hag­vaxtar og los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Ísland hefur mikla mögu­leika til að draga úr losun og er vegna hreinnar ímyndar sinnar í góðri aðstöðu til að hafa áhrif á önnur ríki. Þeir sem taka við stjórn­ar­taumunum á Íslandi að loknum kosn­ingum eftir fáeinar vikur verða að bretta upp ermarnar og setja raun­veru­legan kraft í aðgerðir til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Með því getur Ísland sýnt öðrum ríkjum að alvara sé bak við lof­orð lands­ins á alþjóða­vett­vangi og um leið gefið til kynna til hvers Ísland ætlast af öðrum ríkj­um. Þegar haft er í huga hversu mikla hags­muni er um að tefla fyrir Ísland, að ónefndum alvar­leika máls­ins í hnatt­rænu sam­hengi, er ljóst að flokkar sem bjóða sig fram til Alþingis þurfa að hafa bæði skýra stefnu í lofts­lags­málum og áætlun um hvernig henni verður hrint í fram­kvæmd. Kjós­endur eiga að gera kröfu um það.

Höf­undar starfa hjá Environ­ice – Umhverf­is­ráð­gjöf Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None