Dóra Sif Tynes
Auglýsing

Á dög­unum sam­þykkti Alþing­i  ­þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að taka reglur um evr­ópsk fjár­mála­eft­ir­lit upp í EES samn­ing­inn. Þetta stærsta mál í 22 ára sögu EES ­samn­ings­ins rataði dulítið í fréttir vegna þess að enn og aftur þarf að toga og teygja ­stjórn­ar­skránna til þess að Ísland geti tekið þátt í í EES samt­arf­inu. Vita­skuld er það galið að skuli ekki hafa tek­ist að end­ur­skoða stjórn­ar­skrá og skjóta styrk­ari rótum undir EES samn­ing­inn – að ekki sé talað um alþjóða­sam­starf almennt. Að í hvert skipti sem EES samn­ing­ur­inn þró­ast inn á ný svið þurfi her lög­spek­inga til að freista þess að finna nýjum reglum stað innan óskýrra hug­mynda um ólög­festar meg­in­regl­ur ­stjórn­skip­an­ar­inn­ar. 

Þetta mál er þó ekki síður merki­legt fyrir þær sakir að í því krist­all­ast að gömlu stjórn­mála­flokk­arnir skila auðu í Evr­ópu­mál­um. Núver­andi stjórn­ar­flokkar freist­uðu þess að loka á umræður um Evr­ópu­sam­vinnu með því að senda bréf til Brus­sel með óskýru orða­lagi um – í besta falli – frestun á við­ræðum um aðild að ESB. Í stað­inn skyldi Evr­ópu­stefna stjórn­ar­innar grund­vall­ast á EES samn­ingn­um. Samt er það svo að stjórnin hefur haldið á því máli með hang­andi hendi og státar af einum versta árangri í sögu EES með til­heyr­andi inn­leið­ing­ar­halla og met­fjölda samn­ings­brota­mála fyrir EFTA dóm­stóln­um. Utan­rík­is­mála­nefnd eyddi til dæmis ríf­lega tveimur árum í að velta fyrir sér hvort taka mætti gerðir um vist­væna hönnun heim­il­is­tækja upp í EES samn­ing­inn, líkt og að það væri grund­vall­ar­at­riði í utan­rík­is­stefnu lands­ins að hér fengjust óvist­vænar ryksug­ur. 

Auglýsing

Í umræðum um evr­ópsk fjár­mála­eft­ir­lit á Alþingi bar svo við að ákveðnir full­trúar Sam­fylk­ing­ar, sem hingað til hefur státað af því að vera Evr­ópu­sinn­aður flokk­ur, töl­uðu niður EES sam­starfið og ekki síst Eft­ir­lits­stofnun EFTA.  Allt í einu var sem Eft­ir­lits­stofnun EFTA væri útsend­ari erlends valds þar sem stjórn­ar­menn skip­aðir af öðrum EFTA ríkjum væru þar bein­línis til þess að skaða íslenska hags­muni. Þessum aðilum á þó að vera fylli­lega ljóst að það er grund­vall­ar­for­senda EES samn­ings­ins að komið sé á fót sjálf­stæðri eft­ir­lits­stofnun og dóm­stól hvers hlut­verk er fyrst og fremst að tryggja rétta inn­leið­ingu og fram­kvæmd EES reglna, einnig á Íslandi. Stjórn­ar­menn í Eft­ir­lits­stofnun EFTA eiga þannig að gæta sjálf­stæðis og hlut­leysis í störfum sínum og skiptir þá engu um hverjir skipa þá til starfans. Eng­inn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna virt­ist í þessum umræðum heldur átta sig á því að hefði Alþingi synjað því að taka umræddar reglur upp í EES samn­ing­inn væri EES sam­starf­inu sjálfu stefnt í hættu, enda er það ekki svo að menn geti valið og hafnað að vild hvaða hlutum samn­ings­ins sé fylgt hér á landi. Enn síður var til umfjöll­unar að styrk­ing fjár­mála­eft­ir­lits með þátt­töku í Evr­ópu­sam­starfi gæti hugs­an­lega orðið borg­urum þessa lands til góðs. 

Við­reisn leggur áherslu á að Ísland sé virkur og ábyrgur þátt­tak­andi í alþjóða­sam­starfi. Að því er varðar Evr­ópu er ljóst að Evr­ópu­sam­starf og aðgangur Íslands að innri mark­að­inum byggir á EES samn­ingnum eins og sakir standa. Það er mik­il­vægt að stjórn­völd tryggi að borg­arar þessa lands fái notið þeirra kosta sem EES samn­ing­ur­inn felur í sér með því að upp­fylla samn­ings­skyldur sínar á hverjum tíma. Að sama skapi á hvorki að tala samn­ing­inn sjálfan eða sam­starfs­þjóðir okkar innan EFTA nið­ur. Hins vegar er það svo að eftir því sem EES samn­ing­ur­inn breyt­ist og þró­ast verður spurn­ingin um fulla aðild að ESB meira aðkallandi. Það þurfa ein­fald­lega allir kostir að vera uppi á borð­um. Þess vegna viljum við að þjóðin fái að kjósa um áfram­hald aðild­ar­við­ræðna við ESB þannig að þjóðin sjálf geti metið hvort full aðild að sam­band­inu sé betri kostur til fram­tíð­ar. Við treystum okkur í þá veg­ferð með þjóð­inn­i. 

Höf­undur situr í 3. sæti á fram­boðs­lista Við­reisnar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None