Raunir bankakerfisins – Raunir krónunnar

Dóra Sif Tynes, frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík, skrifar um gjaldmiðilsmál.

Dóra Sif Tynes
Auglýsing

Í kjöl­far los­unar hafta er fram­tíð banka­kerfs­ins ein af stóru áskor­un­unum sem stjórn­málin standa frammi fyrir nú um stund­ir, enda stór liður í end­ur­reisn efna­hags­lífs­isns. Það þarf ekki að fjöl­yrða um van­traust almenn­ings í garð fjár­mála­stofn­anna, það er ekki ein­göngu vanda­mál hér á landi heldur um heim all­an. Til að end­ur­heimta þetta traust er nauð­syn­legt að um banka­starf­semi gildi skýrar reglur sem fylgt er eftir með traustu eft­ir­liti. Nýverið sam­þykkti Alþingi að taka upp reglur um evr­ópskt fjár­mála­eft­ir­lit í EES samn­ing­inn. Með því er komin grunnur að reglum sem upp­fylla þessi skil­yrði. En er það nóg? 

Nú eru uppi hug­myndir um sam­fé­lags­banka sem mörgum hugn­ast vel. Sam­fé­lags­banki á að vera fjár­mála­stofnun sem rekin væri án arð­sem­is­sjón­ar­miða og sinnti ein­göngu hefð­bund­inni banka­starf­semi. Tæki á móti inn­lánum og lán­aði svo á hóf­legum kjörum til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Gall­inn við þessa hug­mynd er hins vegar að slík starf­semi væri harla mögu­leg nema með baká­byrgð rík­is­ins sem kynni fyrir sitt leyti stang­ast á við rík­is­að­stoð­ar­regl­ur. Síðan fylgir inn­gripi hins opin­bera í mark­aði ávallt nokkur áhætta á póli­tískum afskiptum sem þeir sem eldri eru þekkja vel. Ég held að engan langi að ganga þann veg aft­ur. 

Aðrir hafa lagt til að almenn­ingi verði afhent hluta­bréf í bönkum í rík­i­s­eigu, að minnsta kosti öðrum þeirra. Mér finnst eins og það hafi verið reynt áður, með skelfi­legum afleið­ing­um. 

Auglýsing

Við­reisn telur að lyk­il­at­riði við fram­tíð­ar­skipan banka­kerf­ins hljóti að vera að tryggja sam­keppni á mark­aði þannig að neyt­endur njóti ávallt bestu mögu­legu þjón­ustu og lána­kjara. Í annan stað þarf að tryggja að áhætta hins opin­bera af fjár­mála­starf­semi sé lág­mörk­uð. Í því skyni kemur vel til greina að aðskilja við­skipta­banka­starf­semi frá fjár­fest­inga­banka­starf­semi til við­bótar við virkt eft­ir­lit. En sam­keppni verður ekki tryggð með því einu. Líkt og á svo mörgum öðrum sviðum hér á landi ríkir fákeppni á banka­mark­aði. Lausnin við fákeppni er að búa til umhverfi þar sem erlendum bönkum myndi þykja eft­ir­sókn­ar­vert að hefja hér starf­semi. Að kjör hér á landi verði sam­bæri­leg þeim sem þekkj­ast í nágranna­lönd­un­um. 

Til þess að svo megi vera þarf hins vegar að ráð­ast að vanda hins óstöðuga gjald­mið­ils. Við­reisn hefur lagt til svo­nefnda mynt­ráðs­leið. Með mynt­ráði yrði geng­is­sveiflum eytt og því lagður grunnur að nauð­syn­legum stöð­ug­leika. Þetta er ekki töfra­lausn, heldur krefst hún aga í rík­is­fjár­málum og víð­tækrar sáttar stjórn­mál­anna og atvinnu­lífs­ins. Með slíkum stöð­ug­leika væru hins vegar komin skil­yrði til auk­innar sam­keppni á banka­mark­aði sem leiða myndi til lægri vaxta og betri láns­kjara. 

Í gjald­mið­ils­málum stöndum við nú frammi fyrir eftir far­andi spurn­ing­um: Viljum við áfram óstöð­ug­leika íslenskrar krónu með til­heyr­andi afleið­ingum fyrir fólk og fyr­ir­tæki? Viljum við eyða næstu 10 árum í að þrátta um Evr­ópu­sam­bandið og evr­una, kosti og galla? Eða viljum við reyna leið sem hægt er að ráð­ast í strax og skjóta þannig stoðum undir virka sam­keppni á mark­aði? Við hjá Við­reisn þorum að svara síð­ustu spurn­ing­unni ját­andi. Hvað með þig? 

Höf­undur skipar 3. sæti á lista Við­reisnar í Reykja­vík suð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None