Raunir bankakerfisins – Raunir krónunnar

Dóra Sif Tynes, frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík, skrifar um gjaldmiðilsmál.

Dóra Sif Tynes
Auglýsing

Í kjöl­far los­unar hafta er fram­tíð banka­kerfs­ins ein af stóru áskor­un­unum sem stjórn­málin standa frammi fyrir nú um stund­ir, enda stór liður í end­ur­reisn efna­hags­lífs­isns. Það þarf ekki að fjöl­yrða um van­traust almenn­ings í garð fjár­mála­stofn­anna, það er ekki ein­göngu vanda­mál hér á landi heldur um heim all­an. Til að end­ur­heimta þetta traust er nauð­syn­legt að um banka­starf­semi gildi skýrar reglur sem fylgt er eftir með traustu eft­ir­liti. Nýverið sam­þykkti Alþingi að taka upp reglur um evr­ópskt fjár­mála­eft­ir­lit í EES samn­ing­inn. Með því er komin grunnur að reglum sem upp­fylla þessi skil­yrði. En er það nóg? 

Nú eru uppi hug­myndir um sam­fé­lags­banka sem mörgum hugn­ast vel. Sam­fé­lags­banki á að vera fjár­mála­stofnun sem rekin væri án arð­sem­is­sjón­ar­miða og sinnti ein­göngu hefð­bund­inni banka­starf­semi. Tæki á móti inn­lánum og lán­aði svo á hóf­legum kjörum til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Gall­inn við þessa hug­mynd er hins vegar að slík starf­semi væri harla mögu­leg nema með baká­byrgð rík­is­ins sem kynni fyrir sitt leyti stang­ast á við rík­is­að­stoð­ar­regl­ur. Síðan fylgir inn­gripi hins opin­bera í mark­aði ávallt nokkur áhætta á póli­tískum afskiptum sem þeir sem eldri eru þekkja vel. Ég held að engan langi að ganga þann veg aft­ur. 

Aðrir hafa lagt til að almenn­ingi verði afhent hluta­bréf í bönkum í rík­i­s­eigu, að minnsta kosti öðrum þeirra. Mér finnst eins og það hafi verið reynt áður, með skelfi­legum afleið­ing­um. 

Auglýsing

Við­reisn telur að lyk­il­at­riði við fram­tíð­ar­skipan banka­kerf­ins hljóti að vera að tryggja sam­keppni á mark­aði þannig að neyt­endur njóti ávallt bestu mögu­legu þjón­ustu og lána­kjara. Í annan stað þarf að tryggja að áhætta hins opin­bera af fjár­mála­starf­semi sé lág­mörk­uð. Í því skyni kemur vel til greina að aðskilja við­skipta­banka­starf­semi frá fjár­fest­inga­banka­starf­semi til við­bótar við virkt eft­ir­lit. En sam­keppni verður ekki tryggð með því einu. Líkt og á svo mörgum öðrum sviðum hér á landi ríkir fákeppni á banka­mark­aði. Lausnin við fákeppni er að búa til umhverfi þar sem erlendum bönkum myndi þykja eft­ir­sókn­ar­vert að hefja hér starf­semi. Að kjör hér á landi verði sam­bæri­leg þeim sem þekkj­ast í nágranna­lönd­un­um. 

Til þess að svo megi vera þarf hins vegar að ráð­ast að vanda hins óstöðuga gjald­mið­ils. Við­reisn hefur lagt til svo­nefnda mynt­ráðs­leið. Með mynt­ráði yrði geng­is­sveiflum eytt og því lagður grunnur að nauð­syn­legum stöð­ug­leika. Þetta er ekki töfra­lausn, heldur krefst hún aga í rík­is­fjár­málum og víð­tækrar sáttar stjórn­mál­anna og atvinnu­lífs­ins. Með slíkum stöð­ug­leika væru hins vegar komin skil­yrði til auk­innar sam­keppni á banka­mark­aði sem leiða myndi til lægri vaxta og betri láns­kjara. 

Í gjald­mið­ils­málum stöndum við nú frammi fyrir eftir far­andi spurn­ing­um: Viljum við áfram óstöð­ug­leika íslenskrar krónu með til­heyr­andi afleið­ingum fyrir fólk og fyr­ir­tæki? Viljum við eyða næstu 10 árum í að þrátta um Evr­ópu­sam­bandið og evr­una, kosti og galla? Eða viljum við reyna leið sem hægt er að ráð­ast í strax og skjóta þannig stoðum undir virka sam­keppni á mark­aði? Við hjá Við­reisn þorum að svara síð­ustu spurn­ing­unni ját­andi. Hvað með þig? 

Höf­undur skipar 3. sæti á lista Við­reisnar í Reykja­vík suð­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða um 50 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None