Raunir bankakerfisins – Raunir krónunnar

Dóra Sif Tynes, frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík, skrifar um gjaldmiðilsmál.

Dóra Sif Tynes
Auglýsing

Í kjöl­far los­unar hafta er fram­tíð banka­kerfs­ins ein af stóru áskor­un­unum sem stjórn­málin standa frammi fyrir nú um stund­ir, enda stór liður í end­ur­reisn efna­hags­lífs­isns. Það þarf ekki að fjöl­yrða um van­traust almenn­ings í garð fjár­mála­stofn­anna, það er ekki ein­göngu vanda­mál hér á landi heldur um heim all­an. Til að end­ur­heimta þetta traust er nauð­syn­legt að um banka­starf­semi gildi skýrar reglur sem fylgt er eftir með traustu eft­ir­liti. Nýverið sam­þykkti Alþingi að taka upp reglur um evr­ópskt fjár­mála­eft­ir­lit í EES samn­ing­inn. Með því er komin grunnur að reglum sem upp­fylla þessi skil­yrði. En er það nóg? 

Nú eru uppi hug­myndir um sam­fé­lags­banka sem mörgum hugn­ast vel. Sam­fé­lags­banki á að vera fjár­mála­stofnun sem rekin væri án arð­sem­is­sjón­ar­miða og sinnti ein­göngu hefð­bund­inni banka­starf­semi. Tæki á móti inn­lánum og lán­aði svo á hóf­legum kjörum til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Gall­inn við þessa hug­mynd er hins vegar að slík starf­semi væri harla mögu­leg nema með baká­byrgð rík­is­ins sem kynni fyrir sitt leyti stang­ast á við rík­is­að­stoð­ar­regl­ur. Síðan fylgir inn­gripi hins opin­bera í mark­aði ávallt nokkur áhætta á póli­tískum afskiptum sem þeir sem eldri eru þekkja vel. Ég held að engan langi að ganga þann veg aft­ur. 

Aðrir hafa lagt til að almenn­ingi verði afhent hluta­bréf í bönkum í rík­i­s­eigu, að minnsta kosti öðrum þeirra. Mér finnst eins og það hafi verið reynt áður, með skelfi­legum afleið­ing­um. 

Auglýsing

Við­reisn telur að lyk­il­at­riði við fram­tíð­ar­skipan banka­kerf­ins hljóti að vera að tryggja sam­keppni á mark­aði þannig að neyt­endur njóti ávallt bestu mögu­legu þjón­ustu og lána­kjara. Í annan stað þarf að tryggja að áhætta hins opin­bera af fjár­mála­starf­semi sé lág­mörk­uð. Í því skyni kemur vel til greina að aðskilja við­skipta­banka­starf­semi frá fjár­fest­inga­banka­starf­semi til við­bótar við virkt eft­ir­lit. En sam­keppni verður ekki tryggð með því einu. Líkt og á svo mörgum öðrum sviðum hér á landi ríkir fákeppni á banka­mark­aði. Lausnin við fákeppni er að búa til umhverfi þar sem erlendum bönkum myndi þykja eft­ir­sókn­ar­vert að hefja hér starf­semi. Að kjör hér á landi verði sam­bæri­leg þeim sem þekkj­ast í nágranna­lönd­un­um. 

Til þess að svo megi vera þarf hins vegar að ráð­ast að vanda hins óstöðuga gjald­mið­ils. Við­reisn hefur lagt til svo­nefnda mynt­ráðs­leið. Með mynt­ráði yrði geng­is­sveiflum eytt og því lagður grunnur að nauð­syn­legum stöð­ug­leika. Þetta er ekki töfra­lausn, heldur krefst hún aga í rík­is­fjár­málum og víð­tækrar sáttar stjórn­mál­anna og atvinnu­lífs­ins. Með slíkum stöð­ug­leika væru hins vegar komin skil­yrði til auk­innar sam­keppni á banka­mark­aði sem leiða myndi til lægri vaxta og betri láns­kjara. 

Í gjald­mið­ils­málum stöndum við nú frammi fyrir eftir far­andi spurn­ing­um: Viljum við áfram óstöð­ug­leika íslenskrar krónu með til­heyr­andi afleið­ingum fyrir fólk og fyr­ir­tæki? Viljum við eyða næstu 10 árum í að þrátta um Evr­ópu­sam­bandið og evr­una, kosti og galla? Eða viljum við reyna leið sem hægt er að ráð­ast í strax og skjóta þannig stoðum undir virka sam­keppni á mark­aði? Við hjá Við­reisn þorum að svara síð­ustu spurn­ing­unni ját­andi. Hvað með þig? 

Höf­undur skipar 3. sæti á lista Við­reisnar í Reykja­vík suð­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None