Til hvers eru stjórnmálamenn?

Páll Valur Björnsson
Auglýsing

Að mínu mati hafa stjórn­mála­menn það eina hlut­verk og þá einu skyldu að gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta lífs­gæði fólks í nútíð og fram­tíð og að tryggja því sem jöfn­ust tæki­færi. Ég er sann­færður um að þjóð­fé­lag þar sem sátt er um það meg­in­mark­mið að tryggja fólki og fyr­ir­tækjum sem jöfn­ust tæki­færi tryggir líka almenna vel­meg­un, frelsi, fram­tak og sann­girni og og stuðlar þannig að stór­bættum lífs­gæðum og ham­ingju alls almenn­ings.

Við sem störfum í Bjartri fram­tíð viljum skipu­leggja þjóð­fé­lagið þannig að allir lands­menn hafi jöfn tæki­færi til að nýta marg­breyti­lega hæfi­leika sína sjálfum sér og okkur öllum til fram­drátt­ar. Við leggjum áherslu á að allt þetta sé gert í full­kominni sátt við nátt­úr­una og umhverf­ið, með sjálf­bærni og ábyrgð og lang­tíma­hags­muni þjóð­ar­innar að leið­ar­ljósi. Við viljum leggja okkar af mörkum við að byggja hér upp lif­andi efna­hags- og vel­ferð­ar­kerfi sem býr við heil­brigt sam­keppn­isum­hverfi sem hvetur fjár­festa og frum­kvöðla til fram­taks, athafna og fjár­fest­inga. Það mun skapa ótal tæki­færi? tæki­færi sem munu gera okkur öllum kleift að fá vinnu sem henta okkar marg­vís­legu hæfi­leikum og áhuga­mál­um.

Enga for­dóma

Við í Bjartri fram­tíð viljum leggja okkar lóð á vog­ar­skál­arnar til þess að hér verði gott að lifa og starfa fyrir alla og allir fái tæki­færi til að vera með, án þess að þurfa að þola mis­munun og for­dóma. Þetta hefur alltaf verið mik­il­vægt en þó aldrei sem nú á þessum tímum fjöl­menn­ingar og marg­breyti­leika mann­lífs­ins og allra þeirra stór­kost­legu tæki­færa sem því fylgja. Við þurfum að hafa vit á að nýta þessi tæki­færi en reisa ekki veggi og óþarfar, gagns­lausar hindr­anir fyrir okkur sjálf og aðra með þröng­sýni og kjark­leysi.  Stórt skref var stigið í þá átt með full­gild­ingu samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks og með sam­þykkt geð­heil­brigð­is­stefnu til fjög­urra ára í vor sem á að tryggja að þeir sem eiga við geð­heil­brigð­is­vanda að etja fái við­eig­andi þjón­ustu hratt og örugg­lega. Við eigum að sjálf­sögðu að leggja höf­uð­á­herslu á að efla for­varnir og mæta börnum sem eiga við ýmis konar rask­anir að stríða strax á fyrstu stig­um. Börnin okkar eru fram­tíðin og við berum öll saman ábyrgð á að þau fái öll notið öll henn­ar. Það er lang­mik­il­væg­asta verk­efnið sem okkur er treyst fyr­ir, sem ein­stak­lingum og sem sam­fé­lag­i. 

Auglýsing

Stöndum saman og vinnum sam­an!

En að byggja hér upp sam­fé­lag sem verður besta útgáfan af sjálfu sér er mikil áskor­un; áskorun sem krefst kjarks og þátt­töku allra þeirra sem þetta sam­fé­lag byggja. Þátt­töku stjórn­valda, sveit­ar­fé­laga, atvinnu­lífs­ins, fræða­sam­fé­lags­ins, hvers konar sam­taka og félaga og ekki síst alls fólks­ins sem í land­inu býr, ungra og gam­alla, kvenna og karla. Við eigum ekki að  ein­blína á það sem skilur okkur að, okkur greinir á um og sundrar okkur heldur eigum við að horfa fyrst og fremst á það sem við eigum sam­eig­in­legt og hvernig við getum eflt og styrkt það sem sam­einar okk­ur.

Sú rík­is­stjórn og það lög­gjaf­ar­þing sem við tekur eftir kosn­ingar verður að taka mann­rétt­indi og skyldur sínar til að gera það sem mögu­legt er til að fólki fái jöfn tæki­færi mjög alvar­lega. Til að tryggja að allir fái notið arðs af sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. Ekki bara fáir útvald­ir. Þannig getum við búið hér til betra og rétt­lát­ara sam­fé­lag, sam­fé­lag sem ræktar heið­ar­leika, kær­leika og ábyrgð ásamt hóf­semd og auð­mýkt, sam­fé­lag sem setur mál­efni barna sinna og þeirra sem höllustum fæti standa í sam­fé­lag­inu í for­gang, sam­fé­lag sem tekur opnum örmum nýjum þegnum sem hér vilja búa, og síð­ast en ekki síst sam­fé­laga sem tryggir eldri borg­urum sínum áhyggju­lausa göngu inn í sól­ar­lag lífs síns.

Þannig sam­fé­lag lendir ekki í hruni, þannig sam­fé­lag setur bönd á græðgina, það hafnar hrok­anum og metur heið­ar­leika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Þannig sam­fé­lag viljum við í Bjartri fram­tíð að okkar góða og gjöf­ula land verð­i. 

Höf­undur er þing­maður Bjartrar fram­tíðar í Suð­ur­kjör­dæmi. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None