Af hverju meirihlutastjórn?

aðsend
Auglýsing

Á Íslandi er alltaf mynduð meiri­hluta­stjórn eftir kosn­ingar til Alþing­is. Í þeim löndum sem við gjarnan viljum bera okkur saman við og í grunn­inn hafa keim­líkt stjórn­kerfi og hið íslenska er raunin hins­vegar ekki sú sama. 

Í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð hefur í fjölda ára verið hefð fyrir minni­hluta­stjórn­um. Lítum nánar til Dan­merk­ur, þaðan sem íslenskt þing­ræði sækir fyr­ir­mynd sína. Þar hafa minni­hluta­stjórnir setið eftir síð­ari heims­styrj­öld með örfáum und­an­tekn­ing­um. Hjá okkar dönsku frændum verða frum­vörp sjaldan að lögum fyrr en eftir ítrekað sam­ráð og mála­miðl­anir allra flokka á þing­inu, hvort sem þeir eru í rík­is­stjórn eða ekki. Í mörgum mála­flokkum svo sem eins og vel­ferð­ar­málum er almennt víð­tæk sam­staða um hvernig skuli haga verk­um. Danir hreykja sér af þessu fyr­ir­komu­lagi og færa fyrir því rök að með þessu hátta­lagi á stjórn­ar­myndun sé lýð­ræðið heil­brigðast, en danskur almenn­ingur ber mikla virð­ingu fyrir lands­þing­in­u. 

Hvers vegna getur þetta ekki verið svona á Alþingi?

Auglýsing

Á nýlegri sam­komu þar sem Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins ræddi við fram­halds­skóla­nema viðr­aði hann áhyggjur sínar af rík­is­stjórn­ar­myndum eftir kom­andi kosn­ing­ar, þar eð í kort­unum virð­ist allt stefna í að ekki muni tveimur flokkum takast að mynda meiri­hluta. Ein­fald­lega væri of erfitt að gera mála­miðl­anir í þriggja flokka rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Orð­færi Bjarna end­ur­speglar það sem virð­ist vera stjórn­málakúlt­ur­inn á Íslandi.

Á Íslandi lítur út fyrir að hin víð­tæka skoðun sé nefni­lega sú að allir stjórn­mála­flokkar skuli vera and­stæð­ing­ar, í keppni sín á milli um atkvæði kjós­enda. Þeir stjórn­mála­flokkar sem mesta fylgið fá, þeir skuli vera sig­ur­veg­arar og geti þannig í krafti þess sig­urs þröngvað frum­vörpum í gegnum Alþingi eins og þeim lyst­ir. Sam­ráð sé í raun til­gangs­laust, stjórn­mála­flokk­arnir séu þrátt fyrir allt and­stæð­ingar með mis­mun­andi mark­mið og til­gang sem aldrei geti farið sam­an. Þess vegna virð­ist eina tak­mark íslenskra stjórn­mála­flokka vera að kom­ast í rík­is­stjórn. Þetta er íslensk stjórn­mála­menn­ing, sem lang­flestir eru orðnir þreyttir á.  

Svona þarf þetta ekki að vera. Þetta er bara hefð, sem íslenskir stjórn­mála­menn nútím­ans hafa fengið í arf frá eldri kyn­slóðum íslenskra stjórn­mála­manna. Arf­leið sem hægt er að breyta. Hver segir að við getum ekki verið með tveggja flokka stjórn eftir kosn­ing­ar, stjórn sem styðst ekki við meiri­hluta, heldur sam­ráð við hina flokk­ana sem sitja á Alþing­i. 

Þeir einu sem segja það, með verkum sínum og orð­ræðu eru stjórn­mála­menn­irnir sjálfir og sú hefð meiri­hluta­stjórn­mála sem hefur ríkt á Alþingi alltof leng­i. 

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri mann­rétt­inda- og lýðræðis­stofn­un­ar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None