Íslenskar fjölskyldur baka kökuna!

Auður Alfa Ólafsdóttir skrifar um efnahagsmál.

Auður Alfa Ólafsdóttir
Auglýsing

„Óvenju­legt er að svo margir íslenskir rík­is­borg­arar flytj­ist úr landi þegar upp­sveifla er í atvinnu­líf­in­u“, sagði full­trúi pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­bank­ans í lok sein­asta árs þegar ljóst var að ell­efu hund­ruð fleiri höfðu flust úr land­inu en til þess fyrstu níu mán­uði árs­ins. Síðan að efna­hagur lands­ins hrundi árið 2008 hefur átt sér stað mesti land­flótti í kjöl­far kreppu í sögu íslensks sam­fé­lags. Fólk flytur umvörpum úr landi í leit að betra lífi á sama tíma og marg­um­tal­aður upp­gangur og hag­vöxtur ein­kennir efna­hags­líf og hinir ýmsu sér­fræð­ingar og spek­úlantar furða sig á því af hverju á þessu standi. Það má vissu­lega segja að þetta sé óvenju­legt en þetta ætti hins vegar ekki að koma neinum með heila brú í hausnum á óvart.

Ástæð­an? Á sama tíma og hag­vöxtur eykst og stjórn­mála­menn kepp­ast við að reyna að koma okkur í skiln­ing um það hvað við höfum það gott er staðan sú að risa­stór hópur fólks getur hvorki leigt né keypt hús­næði. Leigan er of há (og hækkar með hverjum mán­uð­inum sem líð­ur) og fólk nær ekki að safna fyrir fast­eign meðan það er á leigu­mark­aði, mat­vara og fatn­aður og aðrar nauð­synjar hafa hækkað um helm­ing síðan kreppan skall á og rík­is­stjórnin bætir bara í með því að setja á auka mat­ar­skatt. Barna­bætur hafa lækkað á kjör­tíma­bil­inu og færri fá þær nú en áður, fjöl­skyldur hafa ekki efni á að taka fæð­ing­ar­or­lof og upp­lifa stöðugar fjár­hags­á­hyggjur á meðan þær ættu að vera að hugsa um og hlúa að nýjum fjöl­skyldu­með­limi og nýjum sam­fé­lags­þegn sem þarf á því að halda að upp­lifa öryggi og fá alla þá umhyggju og athygli sem mögu­legt er til þess að búa hann undir líf­ið. 

Í ofaná­lag er vinnu­vikan á Íslandi mun lengri en í þeim löndum sem við berum okkur saman við sem orsakar það að fjöl­skyldur eru undir miklu álagi og það að óþörfu, en löng vinnu­vika gerir það að verkum að yfir­vinnu­stundir eru fleiri, fram­leiðni minni, dag­vinnu­launin lægri. Það er engin til­viljun að stór hluti þeirra sem hafa flutt úr landi velja að fara til nágranna­land­anna, Nor­egs, Sví­þjóðar og Dan­mörku þar sem kjörin eru betri. Kjörin eru ekki bara betri heldur eru þau rétt­lát­ari og allt sam­fé­lagið fær að njóta þess þegar vel geng­ur, ólíkt því sem gengur og ger­ist hér á landi. Íslenskar fjöl­skyldur eru að slig­ast undan álagi og það er kom­inn tími til að breyta því. 

Auglýsing

Það er til hábor­innar skammar  að ekki sé betur hlúð að barna­fjöl­skyldum hér á landi á meðan svig­rúm er til að lækka skatta á ríka og lækka veiði­gjöld þegar met­hagn­aður er hjá sjáv­ar­út­vegi. Það eru íslenskar fjöl­skyldur sem baka þjóð­ar­kök­una með miklum dugn­aði og elju­semi og það eru íslenskar fjöl­skyldur sem eiga að borða hana, ekki örfáir útvaldir rík­is­bubb­ar!

Höf­undur er fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar í fjórða sæti Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None