Íslenskar fjölskyldur baka kökuna!

Auður Alfa Ólafsdóttir skrifar um efnahagsmál.

Auður Alfa Ólafsdóttir
Auglýsing

„Óvenju­legt er að svo margir íslenskir rík­is­borg­arar flytj­ist úr landi þegar upp­sveifla er í atvinnu­líf­in­u“, sagði full­trúi pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­bank­ans í lok sein­asta árs þegar ljóst var að ell­efu hund­ruð fleiri höfðu flust úr land­inu en til þess fyrstu níu mán­uði árs­ins. Síðan að efna­hagur lands­ins hrundi árið 2008 hefur átt sér stað mesti land­flótti í kjöl­far kreppu í sögu íslensks sam­fé­lags. Fólk flytur umvörpum úr landi í leit að betra lífi á sama tíma og marg­um­tal­aður upp­gangur og hag­vöxtur ein­kennir efna­hags­líf og hinir ýmsu sér­fræð­ingar og spek­úlantar furða sig á því af hverju á þessu standi. Það má vissu­lega segja að þetta sé óvenju­legt en þetta ætti hins vegar ekki að koma neinum með heila brú í hausnum á óvart.

Ástæð­an? Á sama tíma og hag­vöxtur eykst og stjórn­mála­menn kepp­ast við að reyna að koma okkur í skiln­ing um það hvað við höfum það gott er staðan sú að risa­stór hópur fólks getur hvorki leigt né keypt hús­næði. Leigan er of há (og hækkar með hverjum mán­uð­inum sem líð­ur) og fólk nær ekki að safna fyrir fast­eign meðan það er á leigu­mark­aði, mat­vara og fatn­aður og aðrar nauð­synjar hafa hækkað um helm­ing síðan kreppan skall á og rík­is­stjórnin bætir bara í með því að setja á auka mat­ar­skatt. Barna­bætur hafa lækkað á kjör­tíma­bil­inu og færri fá þær nú en áður, fjöl­skyldur hafa ekki efni á að taka fæð­ing­ar­or­lof og upp­lifa stöðugar fjár­hags­á­hyggjur á meðan þær ættu að vera að hugsa um og hlúa að nýjum fjöl­skyldu­með­limi og nýjum sam­fé­lags­þegn sem þarf á því að halda að upp­lifa öryggi og fá alla þá umhyggju og athygli sem mögu­legt er til þess að búa hann undir líf­ið. 

Í ofaná­lag er vinnu­vikan á Íslandi mun lengri en í þeim löndum sem við berum okkur saman við sem orsakar það að fjöl­skyldur eru undir miklu álagi og það að óþörfu, en löng vinnu­vika gerir það að verkum að yfir­vinnu­stundir eru fleiri, fram­leiðni minni, dag­vinnu­launin lægri. Það er engin til­viljun að stór hluti þeirra sem hafa flutt úr landi velja að fara til nágranna­land­anna, Nor­egs, Sví­þjóðar og Dan­mörku þar sem kjörin eru betri. Kjörin eru ekki bara betri heldur eru þau rétt­lát­ari og allt sam­fé­lagið fær að njóta þess þegar vel geng­ur, ólíkt því sem gengur og ger­ist hér á landi. Íslenskar fjöl­skyldur eru að slig­ast undan álagi og það er kom­inn tími til að breyta því. 

Auglýsing

Það er til hábor­innar skammar  að ekki sé betur hlúð að barna­fjöl­skyldum hér á landi á meðan svig­rúm er til að lækka skatta á ríka og lækka veiði­gjöld þegar met­hagn­aður er hjá sjáv­ar­út­vegi. Það eru íslenskar fjöl­skyldur sem baka þjóð­ar­kök­una með miklum dugn­aði og elju­semi og það eru íslenskar fjöl­skyldur sem eiga að borða hana, ekki örfáir útvaldir rík­is­bubb­ar!

Höf­undur er fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar í fjórða sæti Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None