Hættum að svelta listamennina

jóhanna
Auglýsing

Sagan segir að þegar Win­ston Churchill var beð­inn um að skera niður fram­lög til lista og menn­ing­ar, í því skyni að fjár­magna stríðs­rekst­ur, hafi hann svarað með annarri spurn­ingu: Fyrir hverju berj­umst við þá?

Hvort sem Churchill sagði þetta eða ekki þá er spurn­ingin góð. Hvað er það sem gerir okkur mennsk og skilur á milli mann­anna og hinna dýranna? Lík­lega er það hæfi­leik­inn til að hugsa óhlut­bundið og tjá hugs­anir sínar á áþreif­an­legan hátt. Vilji til að móta sam­tím­ann og taka svar­inu “Þetta hefur alltaf verið svona” aldrei þegj­andi og hljóða­laust. Listin er nefni­lega öfl­ug­asta tækið til að skora hefð­irnar á hólm og gagn­rýna vald­ið. Það er stundum óþægi­legt fyrir vald­haf­ana, sem und­ir­strikar enn frekar mik­il­vægi list­ar­inn­ar, en svo á heldur ekki að vera þægi­legt að sitja á valda­stóli.

Listir eru for­senda nýsköp­un­ar, þær eru fræða­svið tuga sér­fræð­inga við Lista­há­skóla Íslands, þær eru skap­andi vís­indi og fyrir til­stilli þeirra hefur Ísland algjöra sér­stöðu í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Íslenskir lista­menn hafa, ásamt eld­gosi í Eyja­fjalla­jökli og fót­boltaliði, gert Ísland að einum vin­sælasta áfanga­stað ferða­manna í heim­in­um. Þetta ger­ist ekki af sjálfu sér. Í dag starfa tæp­lega 20 þús­und Íslend­ingar við skap­andi greinar á Íslandi. Þær skap­andi greinar sem eru kenndar í Lista­há­skóla Íslands á skar­ast við greinar á borð við tölvu­leikja­iðnað og ljóst að þær gegna lyk­il­hlut­verki í nýsköp­un­ar­hag­kerfi fram­tíð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Lista­há­skóli Íslands hefur verið fjársveltur af frá­far­andi stjórn­völdum og nú er svo komið að starf­semi hans fer fram í fjórum húsum á víð og dreif um  Reykja­vík, sem hvert er á sinn hátt býður upp á algjör­lega óvið­un­andi aðstöðu fyrir kennslu. Hús­næð­inu fylgir bæði fjár­hags­legt óhag­ræði og tíma­sóun fyrir kenn­ara og nem­end­ur, auk þess sem það er hrip­lekt, heilsu­spill­andi vegna myglu og upp­fyllir ekki kröfur um aðgengi fyrir fatl­aða. Stjórn­völd hafa ekki svarað neyð­ar­kalli stjórn­enda Lista­há­skól­ans, sem vilja móta stefnu í sam­ráði við stjórn­völd og leysa úr aðkallandi vanda skól­ans.

Lista­há­skól­anum er falið mik­il­vægt hlut­verk enda ber hann jafn­framt ábyrgð á grein­ingu, skrán­ingu, rann­sóknum og varð­veislu allrar list­ar- og menn­ing­ar­arf­leifðar Íslands. Sökum þess hversu und­ir­fjár­magn­aður Lista­há­skól­inn er, sér­stak­lega þegar tekið er til­lit til rann­sókna­fram­lags, eru líkur á að ómet­an­leg verð­mæti séu að glat­ast.

Stjórn­völd eiga að ræða við Lista­há­skól­ann um þróun hans til fram­tíðar og mark­mið, ekki aðhalds­að­gerð­ir. Að sama skapi eiga stjórn­völd að ganga á undan með for­dæmi og fjár­magna aðra lista- og menn­ing­ar­starf­semi almenni­lega, svo að sýn­ing­ar­sal­ir, opin­ber söfn og lista­há­tíðir geti borgað lista­mönnum sóma­sam­lega fyrir vinnu sína.

Sam­fylk­ingin hefur skýra stefnu um fram­tíð háskól­anna. Sam­fylk­ingin ætlar að sjá til þess að fjár­mögnun vís­inda- og háskóla­sam­fé­lags­ins tryggi að við náum OECD með­al­tali á næsta kjör­tíma­bili. Til fram­tíðar viljum við fjár­magna háskól­ana til jafns við fjár­mögnun háskóla á Norð­ur­lönd­um, sem þýðir að við þurfum að tvö­falda núver­andi fram­lag. Fjár­mögnun Lista­há­skóla Íslands er aðkallandi við­fangs­efni sem þarf að leysa strax. Við teljum eðli­legt að stjórn­völd bregð­ist hratt við og móti stefnu fyrir Lista­há­skól­ann til fram­tíð­ar, í sam­starfi við starfs­fólk hans, nem­endur og stjórn­end­ur. Við skulum ekki gleyma mann­lega þætt­inum og fyrir hverju við erum að berj­ast. Sumt er þar að auki ekki metið til fjár. Það að “þetta hafi alltaf verið svona” er ekki nógu gott svar.

Höf­undur er í 3. sæti hjá Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None