Hættum að svelta listamennina

jóhanna
Auglýsing

Sagan segir að þegar Win­ston Churchill var beð­inn um að skera niður fram­lög til lista og menn­ing­ar, í því skyni að fjár­magna stríðs­rekst­ur, hafi hann svarað með annarri spurn­ingu: Fyrir hverju berj­umst við þá?

Hvort sem Churchill sagði þetta eða ekki þá er spurn­ingin góð. Hvað er það sem gerir okkur mennsk og skilur á milli mann­anna og hinna dýranna? Lík­lega er það hæfi­leik­inn til að hugsa óhlut­bundið og tjá hugs­anir sínar á áþreif­an­legan hátt. Vilji til að móta sam­tím­ann og taka svar­inu “Þetta hefur alltaf verið svona” aldrei þegj­andi og hljóða­laust. Listin er nefni­lega öfl­ug­asta tækið til að skora hefð­irnar á hólm og gagn­rýna vald­ið. Það er stundum óþægi­legt fyrir vald­haf­ana, sem und­ir­strikar enn frekar mik­il­vægi list­ar­inn­ar, en svo á heldur ekki að vera þægi­legt að sitja á valda­stóli.

Listir eru for­senda nýsköp­un­ar, þær eru fræða­svið tuga sér­fræð­inga við Lista­há­skóla Íslands, þær eru skap­andi vís­indi og fyrir til­stilli þeirra hefur Ísland algjöra sér­stöðu í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Íslenskir lista­menn hafa, ásamt eld­gosi í Eyja­fjalla­jökli og fót­boltaliði, gert Ísland að einum vin­sælasta áfanga­stað ferða­manna í heim­in­um. Þetta ger­ist ekki af sjálfu sér. Í dag starfa tæp­lega 20 þús­und Íslend­ingar við skap­andi greinar á Íslandi. Þær skap­andi greinar sem eru kenndar í Lista­há­skóla Íslands á skar­ast við greinar á borð við tölvu­leikja­iðnað og ljóst að þær gegna lyk­il­hlut­verki í nýsköp­un­ar­hag­kerfi fram­tíð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Lista­há­skóli Íslands hefur verið fjársveltur af frá­far­andi stjórn­völdum og nú er svo komið að starf­semi hans fer fram í fjórum húsum á víð og dreif um  Reykja­vík, sem hvert er á sinn hátt býður upp á algjör­lega óvið­un­andi aðstöðu fyrir kennslu. Hús­næð­inu fylgir bæði fjár­hags­legt óhag­ræði og tíma­sóun fyrir kenn­ara og nem­end­ur, auk þess sem það er hrip­lekt, heilsu­spill­andi vegna myglu og upp­fyllir ekki kröfur um aðgengi fyrir fatl­aða. Stjórn­völd hafa ekki svarað neyð­ar­kalli stjórn­enda Lista­há­skól­ans, sem vilja móta stefnu í sam­ráði við stjórn­völd og leysa úr aðkallandi vanda skól­ans.

Lista­há­skól­anum er falið mik­il­vægt hlut­verk enda ber hann jafn­framt ábyrgð á grein­ingu, skrán­ingu, rann­sóknum og varð­veislu allrar list­ar- og menn­ing­ar­arf­leifðar Íslands. Sökum þess hversu und­ir­fjár­magn­aður Lista­há­skól­inn er, sér­stak­lega þegar tekið er til­lit til rann­sókna­fram­lags, eru líkur á að ómet­an­leg verð­mæti séu að glat­ast.

Stjórn­völd eiga að ræða við Lista­há­skól­ann um þróun hans til fram­tíðar og mark­mið, ekki aðhalds­að­gerð­ir. Að sama skapi eiga stjórn­völd að ganga á undan með for­dæmi og fjár­magna aðra lista- og menn­ing­ar­starf­semi almenni­lega, svo að sýn­ing­ar­sal­ir, opin­ber söfn og lista­há­tíðir geti borgað lista­mönnum sóma­sam­lega fyrir vinnu sína.

Sam­fylk­ingin hefur skýra stefnu um fram­tíð háskól­anna. Sam­fylk­ingin ætlar að sjá til þess að fjár­mögnun vís­inda- og háskóla­sam­fé­lags­ins tryggi að við náum OECD með­al­tali á næsta kjör­tíma­bili. Til fram­tíðar viljum við fjár­magna háskól­ana til jafns við fjár­mögnun háskóla á Norð­ur­lönd­um, sem þýðir að við þurfum að tvö­falda núver­andi fram­lag. Fjár­mögnun Lista­há­skóla Íslands er aðkallandi við­fangs­efni sem þarf að leysa strax. Við teljum eðli­legt að stjórn­völd bregð­ist hratt við og móti stefnu fyrir Lista­há­skól­ann til fram­tíð­ar, í sam­starfi við starfs­fólk hans, nem­endur og stjórn­end­ur. Við skulum ekki gleyma mann­lega þætt­inum og fyrir hverju við erum að berj­ast. Sumt er þar að auki ekki metið til fjár. Það að “þetta hafi alltaf verið svona” er ekki nógu gott svar.

Höf­undur er í 3. sæti hjá Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None