Hættum að svelta listamennina

jóhanna
Auglýsing

Sagan segir að þegar Win­ston Churchill var beð­inn um að skera niður fram­lög til lista og menn­ing­ar, í því skyni að fjár­magna stríðs­rekst­ur, hafi hann svarað með annarri spurn­ingu: Fyrir hverju berj­umst við þá?

Hvort sem Churchill sagði þetta eða ekki þá er spurn­ingin góð. Hvað er það sem gerir okkur mennsk og skilur á milli mann­anna og hinna dýranna? Lík­lega er það hæfi­leik­inn til að hugsa óhlut­bundið og tjá hugs­anir sínar á áþreif­an­legan hátt. Vilji til að móta sam­tím­ann og taka svar­inu “Þetta hefur alltaf verið svona” aldrei þegj­andi og hljóða­laust. Listin er nefni­lega öfl­ug­asta tækið til að skora hefð­irnar á hólm og gagn­rýna vald­ið. Það er stundum óþægi­legt fyrir vald­haf­ana, sem und­ir­strikar enn frekar mik­il­vægi list­ar­inn­ar, en svo á heldur ekki að vera þægi­legt að sitja á valda­stóli.

Listir eru for­senda nýsköp­un­ar, þær eru fræða­svið tuga sér­fræð­inga við Lista­há­skóla Íslands, þær eru skap­andi vís­indi og fyrir til­stilli þeirra hefur Ísland algjöra sér­stöðu í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Íslenskir lista­menn hafa, ásamt eld­gosi í Eyja­fjalla­jökli og fót­boltaliði, gert Ísland að einum vin­sælasta áfanga­stað ferða­manna í heim­in­um. Þetta ger­ist ekki af sjálfu sér. Í dag starfa tæp­lega 20 þús­und Íslend­ingar við skap­andi greinar á Íslandi. Þær skap­andi greinar sem eru kenndar í Lista­há­skóla Íslands á skar­ast við greinar á borð við tölvu­leikja­iðnað og ljóst að þær gegna lyk­il­hlut­verki í nýsköp­un­ar­hag­kerfi fram­tíð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Lista­há­skóli Íslands hefur verið fjársveltur af frá­far­andi stjórn­völdum og nú er svo komið að starf­semi hans fer fram í fjórum húsum á víð og dreif um  Reykja­vík, sem hvert er á sinn hátt býður upp á algjör­lega óvið­un­andi aðstöðu fyrir kennslu. Hús­næð­inu fylgir bæði fjár­hags­legt óhag­ræði og tíma­sóun fyrir kenn­ara og nem­end­ur, auk þess sem það er hrip­lekt, heilsu­spill­andi vegna myglu og upp­fyllir ekki kröfur um aðgengi fyrir fatl­aða. Stjórn­völd hafa ekki svarað neyð­ar­kalli stjórn­enda Lista­há­skól­ans, sem vilja móta stefnu í sam­ráði við stjórn­völd og leysa úr aðkallandi vanda skól­ans.

Lista­há­skól­anum er falið mik­il­vægt hlut­verk enda ber hann jafn­framt ábyrgð á grein­ingu, skrán­ingu, rann­sóknum og varð­veislu allrar list­ar- og menn­ing­ar­arf­leifðar Íslands. Sökum þess hversu und­ir­fjár­magn­aður Lista­há­skól­inn er, sér­stak­lega þegar tekið er til­lit til rann­sókna­fram­lags, eru líkur á að ómet­an­leg verð­mæti séu að glat­ast.

Stjórn­völd eiga að ræða við Lista­há­skól­ann um þróun hans til fram­tíðar og mark­mið, ekki aðhalds­að­gerð­ir. Að sama skapi eiga stjórn­völd að ganga á undan með for­dæmi og fjár­magna aðra lista- og menn­ing­ar­starf­semi almenni­lega, svo að sýn­ing­ar­sal­ir, opin­ber söfn og lista­há­tíðir geti borgað lista­mönnum sóma­sam­lega fyrir vinnu sína.

Sam­fylk­ingin hefur skýra stefnu um fram­tíð háskól­anna. Sam­fylk­ingin ætlar að sjá til þess að fjár­mögnun vís­inda- og háskóla­sam­fé­lags­ins tryggi að við náum OECD með­al­tali á næsta kjör­tíma­bili. Til fram­tíðar viljum við fjár­magna háskól­ana til jafns við fjár­mögnun háskóla á Norð­ur­lönd­um, sem þýðir að við þurfum að tvö­falda núver­andi fram­lag. Fjár­mögnun Lista­há­skóla Íslands er aðkallandi við­fangs­efni sem þarf að leysa strax. Við teljum eðli­legt að stjórn­völd bregð­ist hratt við og móti stefnu fyrir Lista­há­skól­ann til fram­tíð­ar, í sam­starfi við starfs­fólk hans, nem­endur og stjórn­end­ur. Við skulum ekki gleyma mann­lega þætt­inum og fyrir hverju við erum að berj­ast. Sumt er þar að auki ekki metið til fjár. Það að “þetta hafi alltaf verið svona” er ekki nógu gott svar.

Höf­undur er í 3. sæti hjá Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None