Stærsta kosningamálið

Hildur Knútsdóttir
Auglýsing

Lofts­lags­mál ættu með réttu að vera eitt af stærstu mál­unum fyrir kosn­ing­arnar á morg­un. Því nú er að duga eða drep­ast. Ef við ætlum að afstýra stór­felldum hörm­ungum hér á jörð­inni – og tryggja okkur og börn­unum okkar mann­sæm­andi fram­tíð – þá þurfum við að hefj­ast handa núna. Ekki eftir tíu ár, ekki eftir 15 ár, heldur núna.

En því miður hafa lofts­lags­málin ekki fengið það vægi í umræð­unni sem skyldi – þótt vægið nú sé vissu­lega meira en þau fengu fyrir síð­ustu kosn­ingar fyrir þremur árum. Vit­und almenn­ings hefur sem betur auk­ist og svo hafa frjáls félaga­sam­tök og þrýsti­hópar lyft grettistaki. Þar ber hæst að nefna hóp­inn París 1,5 sem hefur haldið lofts­lags­mál­unum í brennid­epli og gert úttekt á lofts­lags­stefnu stjórn­mála­flokka og kann ég þeim mikla þökk fyr­ir.

VG er treystandi 

Lofts­lags­málin eru ástæða þess að ég ákvað að gefa kost á mér í þessum kosn­ing­um. Því ég vil geta litið um öxl þegar ég er gömul kona og verið sátt við sjálfa mig þegar ég spyr mig: „Hvernig varði ég þessum árum sem skiptu sköp­um? Gerði ég allt sem ég gat?“ 

Auglýsing

Og ég valdi Vinstri hreyf­ing­una – grænt fram­boð því ég treysti henni best allra flokka á Íslandi til að takast á við lofts­lags­vand­ann.

En afhverju skyldi það vera? Jú, mér finnst flokk­ur­inn hafa trú­verð­ug­leika í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um. Þau hafa verið hluti af stefnu hans í mörg ár. Í tíð Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs í rík­is­stjórn var áhersla flokks­ins á umhverf­is­mál aug­ljós. Sem dæmi má nefna að lög um nátt­úru­vernd voru sam­þykkt, hvít­bók um nátt­úru­vernd kom út og önnur áætlun ramma­á­ætl­unar var sam­þykkt eftir ára­langa vinnu. Árós­ar­samn­ing­ur­inn var full­gilt­ur, sem tryggði almenn­ingi aðgang að rétt­látri máls­með­ferð í umhverf­is­málum og heild­ar­lög voru sett um lofts­lags­mál. Rík­is­stjórnin sam­þykkti aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum og þings­á­lyktun um efl­ingu græna hag­kerf­is­ins var sam­þykkt ein­róma. Gerð var heild­stæð auð­linda­stefna sem lagði áherslu á sjálf­bæra nýt­ingu, tollur felldur niður af reið­hjólum og ríkið var gert að ábyrgum neyt­anda með stefnu um vist­væn inn­kaup og grænan rík­is­rekst­ur. Ég gæti haldið upptaln­ing­unni áfram en læt þetta duga í bili.

Mis­skipt­ing er rót vand­ans – jöfn­uður er lausnin

VG leggur líka áherslu á jöfn­uð. Ein af rótum lofts­lags­vand­ans er mis­skipt­ing auðs og ágangur þeirra valda­meiri á auð­lindir jarðar á kostnað þeirra sem minna eiga. Afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga koma verr niður á fátækum þjóðum og því er það að jafna lífs­kjör og kalla alla að borð­inu for­senda þess að lofts­lags­vand­inn verður leyst­ur. Að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ingum er í raun rétt­læt­is­mál. 

Það er mikil þekk­ing á umhverf­is- og lofts­lags­málum innan VG og kom­ist flokk­ur­inn til áhrifa í rík­is­stjórn verða þau mál­efni sett í önd­vegi. Stefna flokks­ins er að Ísland eigi að verða kolefn­is­hlut­laust eigi síðar en 2050. Til að svo megi verða þurfum við að hverfa frá öllum áformum um olíu­vinnslu, skipta jarð­efna­elds­neyti út fyrir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa í sam­göngum og iðn­aði, binda kolefni með mót­væg­is­að­gerðum og hætta við öll áform um meng­andi stór­iðju. Það þarf einnig að auka fræðslu til almenn­ings og stuðla að breyttum neyslu­venj­um, með því að beita hag­rænum hvötum og byggja upp inn­viði til að græn sam­göngu­tæki verði hag­kvæm­asti kost­ur­inn. Þar að auki viljum við að Ísland beiti sér fyrir lofts­lags­málum á alþjóða­vísu og auki fram­lög til þró­un­ar­að­stoðar sem fer í lofts­lags­mál.

Á morgun gefst tæki­færi til að kjósa um hvernig fram­tíð við vilj­um. Viljum við sam­fé­lag sem tekst á við lofts­lags­breyt­ingar og axlar ábyrgð til fram­tíð­ar? Viljum við jafn­að­ar­sam­fé­lag sem verndar þá sem geta ekki verndað sig sjálfir? 

Ef svarið við þessum spurn­ingum er já, þá skalt þú setja X við V á morg­un. Það ætla ég að gera.

Höf­und­ur er rit­höf­undur og skipar 3. sæti á lista VG í Reykja­vík suð­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None