Stærsta kosningamálið

Hildur Knútsdóttir
Auglýsing

Lofts­lags­mál ættu með réttu að vera eitt af stærstu mál­unum fyrir kosn­ing­arnar á morg­un. Því nú er að duga eða drep­ast. Ef við ætlum að afstýra stór­felldum hörm­ungum hér á jörð­inni – og tryggja okkur og börn­unum okkar mann­sæm­andi fram­tíð – þá þurfum við að hefj­ast handa núna. Ekki eftir tíu ár, ekki eftir 15 ár, heldur núna.

En því miður hafa lofts­lags­málin ekki fengið það vægi í umræð­unni sem skyldi – þótt vægið nú sé vissu­lega meira en þau fengu fyrir síð­ustu kosn­ingar fyrir þremur árum. Vit­und almenn­ings hefur sem betur auk­ist og svo hafa frjáls félaga­sam­tök og þrýsti­hópar lyft grettistaki. Þar ber hæst að nefna hóp­inn París 1,5 sem hefur haldið lofts­lags­mál­unum í brennid­epli og gert úttekt á lofts­lags­stefnu stjórn­mála­flokka og kann ég þeim mikla þökk fyr­ir.

VG er treystandi 

Lofts­lags­málin eru ástæða þess að ég ákvað að gefa kost á mér í þessum kosn­ing­um. Því ég vil geta litið um öxl þegar ég er gömul kona og verið sátt við sjálfa mig þegar ég spyr mig: „Hvernig varði ég þessum árum sem skiptu sköp­um? Gerði ég allt sem ég gat?“ 

Auglýsing

Og ég valdi Vinstri hreyf­ing­una – grænt fram­boð því ég treysti henni best allra flokka á Íslandi til að takast á við lofts­lags­vand­ann.

En afhverju skyldi það vera? Jú, mér finnst flokk­ur­inn hafa trú­verð­ug­leika í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um. Þau hafa verið hluti af stefnu hans í mörg ár. Í tíð Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs í rík­is­stjórn var áhersla flokks­ins á umhverf­is­mál aug­ljós. Sem dæmi má nefna að lög um nátt­úru­vernd voru sam­þykkt, hvít­bók um nátt­úru­vernd kom út og önnur áætlun ramma­á­ætl­unar var sam­þykkt eftir ára­langa vinnu. Árós­ar­samn­ing­ur­inn var full­gilt­ur, sem tryggði almenn­ingi aðgang að rétt­látri máls­með­ferð í umhverf­is­málum og heild­ar­lög voru sett um lofts­lags­mál. Rík­is­stjórnin sam­þykkti aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum og þings­á­lyktun um efl­ingu græna hag­kerf­is­ins var sam­þykkt ein­róma. Gerð var heild­stæð auð­linda­stefna sem lagði áherslu á sjálf­bæra nýt­ingu, tollur felldur niður af reið­hjólum og ríkið var gert að ábyrgum neyt­anda með stefnu um vist­væn inn­kaup og grænan rík­is­rekst­ur. Ég gæti haldið upptaln­ing­unni áfram en læt þetta duga í bili.

Mis­skipt­ing er rót vand­ans – jöfn­uður er lausnin

VG leggur líka áherslu á jöfn­uð. Ein af rótum lofts­lags­vand­ans er mis­skipt­ing auðs og ágangur þeirra valda­meiri á auð­lindir jarðar á kostnað þeirra sem minna eiga. Afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga koma verr niður á fátækum þjóðum og því er það að jafna lífs­kjör og kalla alla að borð­inu for­senda þess að lofts­lags­vand­inn verður leyst­ur. Að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ingum er í raun rétt­læt­is­mál. 

Það er mikil þekk­ing á umhverf­is- og lofts­lags­málum innan VG og kom­ist flokk­ur­inn til áhrifa í rík­is­stjórn verða þau mál­efni sett í önd­vegi. Stefna flokks­ins er að Ísland eigi að verða kolefn­is­hlut­laust eigi síðar en 2050. Til að svo megi verða þurfum við að hverfa frá öllum áformum um olíu­vinnslu, skipta jarð­efna­elds­neyti út fyrir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa í sam­göngum og iðn­aði, binda kolefni með mót­væg­is­að­gerðum og hætta við öll áform um meng­andi stór­iðju. Það þarf einnig að auka fræðslu til almenn­ings og stuðla að breyttum neyslu­venj­um, með því að beita hag­rænum hvötum og byggja upp inn­viði til að græn sam­göngu­tæki verði hag­kvæm­asti kost­ur­inn. Þar að auki viljum við að Ísland beiti sér fyrir lofts­lags­málum á alþjóða­vísu og auki fram­lög til þró­un­ar­að­stoðar sem fer í lofts­lags­mál.

Á morgun gefst tæki­færi til að kjósa um hvernig fram­tíð við vilj­um. Viljum við sam­fé­lag sem tekst á við lofts­lags­breyt­ingar og axlar ábyrgð til fram­tíð­ar? Viljum við jafn­að­ar­sam­fé­lag sem verndar þá sem geta ekki verndað sig sjálfir? 

Ef svarið við þessum spurn­ingum er já, þá skalt þú setja X við V á morg­un. Það ætla ég að gera.

Höf­und­ur er rit­höf­undur og skipar 3. sæti á lista VG í Reykja­vík suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None