Stærsta kosningamálið

Hildur Knútsdóttir
Auglýsing

Lofts­lags­mál ættu með réttu að vera eitt af stærstu mál­unum fyrir kosn­ing­arnar á morg­un. Því nú er að duga eða drep­ast. Ef við ætlum að afstýra stór­felldum hörm­ungum hér á jörð­inni – og tryggja okkur og börn­unum okkar mann­sæm­andi fram­tíð – þá þurfum við að hefj­ast handa núna. Ekki eftir tíu ár, ekki eftir 15 ár, heldur núna.

En því miður hafa lofts­lags­málin ekki fengið það vægi í umræð­unni sem skyldi – þótt vægið nú sé vissu­lega meira en þau fengu fyrir síð­ustu kosn­ingar fyrir þremur árum. Vit­und almenn­ings hefur sem betur auk­ist og svo hafa frjáls félaga­sam­tök og þrýsti­hópar lyft grettistaki. Þar ber hæst að nefna hóp­inn París 1,5 sem hefur haldið lofts­lags­mál­unum í brennid­epli og gert úttekt á lofts­lags­stefnu stjórn­mála­flokka og kann ég þeim mikla þökk fyr­ir.

VG er treystandi 

Lofts­lags­málin eru ástæða þess að ég ákvað að gefa kost á mér í þessum kosn­ing­um. Því ég vil geta litið um öxl þegar ég er gömul kona og verið sátt við sjálfa mig þegar ég spyr mig: „Hvernig varði ég þessum árum sem skiptu sköp­um? Gerði ég allt sem ég gat?“ 

Auglýsing

Og ég valdi Vinstri hreyf­ing­una – grænt fram­boð því ég treysti henni best allra flokka á Íslandi til að takast á við lofts­lags­vand­ann.

En afhverju skyldi það vera? Jú, mér finnst flokk­ur­inn hafa trú­verð­ug­leika í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um. Þau hafa verið hluti af stefnu hans í mörg ár. Í tíð Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs í rík­is­stjórn var áhersla flokks­ins á umhverf­is­mál aug­ljós. Sem dæmi má nefna að lög um nátt­úru­vernd voru sam­þykkt, hvít­bók um nátt­úru­vernd kom út og önnur áætlun ramma­á­ætl­unar var sam­þykkt eftir ára­langa vinnu. Árós­ar­samn­ing­ur­inn var full­gilt­ur, sem tryggði almenn­ingi aðgang að rétt­látri máls­með­ferð í umhverf­is­málum og heild­ar­lög voru sett um lofts­lags­mál. Rík­is­stjórnin sam­þykkti aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum og þings­á­lyktun um efl­ingu græna hag­kerf­is­ins var sam­þykkt ein­róma. Gerð var heild­stæð auð­linda­stefna sem lagði áherslu á sjálf­bæra nýt­ingu, tollur felldur niður af reið­hjólum og ríkið var gert að ábyrgum neyt­anda með stefnu um vist­væn inn­kaup og grænan rík­is­rekst­ur. Ég gæti haldið upptaln­ing­unni áfram en læt þetta duga í bili.

Mis­skipt­ing er rót vand­ans – jöfn­uður er lausnin

VG leggur líka áherslu á jöfn­uð. Ein af rótum lofts­lags­vand­ans er mis­skipt­ing auðs og ágangur þeirra valda­meiri á auð­lindir jarðar á kostnað þeirra sem minna eiga. Afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga koma verr niður á fátækum þjóðum og því er það að jafna lífs­kjör og kalla alla að borð­inu for­senda þess að lofts­lags­vand­inn verður leyst­ur. Að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ingum er í raun rétt­læt­is­mál. 

Það er mikil þekk­ing á umhverf­is- og lofts­lags­málum innan VG og kom­ist flokk­ur­inn til áhrifa í rík­is­stjórn verða þau mál­efni sett í önd­vegi. Stefna flokks­ins er að Ísland eigi að verða kolefn­is­hlut­laust eigi síðar en 2050. Til að svo megi verða þurfum við að hverfa frá öllum áformum um olíu­vinnslu, skipta jarð­efna­elds­neyti út fyrir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa í sam­göngum og iðn­aði, binda kolefni með mót­væg­is­að­gerðum og hætta við öll áform um meng­andi stór­iðju. Það þarf einnig að auka fræðslu til almenn­ings og stuðla að breyttum neyslu­venj­um, með því að beita hag­rænum hvötum og byggja upp inn­viði til að græn sam­göngu­tæki verði hag­kvæm­asti kost­ur­inn. Þar að auki viljum við að Ísland beiti sér fyrir lofts­lags­málum á alþjóða­vísu og auki fram­lög til þró­un­ar­að­stoðar sem fer í lofts­lags­mál.

Á morgun gefst tæki­færi til að kjósa um hvernig fram­tíð við vilj­um. Viljum við sam­fé­lag sem tekst á við lofts­lags­breyt­ingar og axlar ábyrgð til fram­tíð­ar? Viljum við jafn­að­ar­sam­fé­lag sem verndar þá sem geta ekki verndað sig sjálfir? 

Ef svarið við þessum spurn­ingum er já, þá skalt þú setja X við V á morg­un. Það ætla ég að gera.

Höf­und­ur er rit­höf­undur og skipar 3. sæti á lista VG í Reykja­vík suð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None