Hvað þýðir Brexit?

Auglýsing

Allt frá því að Bretar vökn­uðu við þau tíð­indi að morgni 24. júní síð­ast­lið­ins að meiri­hluti kjós­enda hefði valið að segja sig úr Evr­ópu­sam­band­inu hafa menn klórað sér í hausnum yfir því hverjar afleið­ing­arnar munu verða. Fljót­lega kom í ljós að bresk stjórn­völd höfðu ekki á reiðum höndum neina stefnu um hvað skyldi gera ef nið­ur­staðan yrði sú sem hún varð. Margir töl­uðu fljót­lega fyrir því að Bretar hlytu að semja um ein­hvers konar áfram­hald­andi þátt­töku í innri mark­að­in­um, annað hvort með sér­lausn eða með því að ganga í EFTA og und­ir­gang­ast EES samn­ing­inn. Aðrir vís­uðu til þess að Bretar gætu samið um frí­verslun við Evr­ópu­sam­bandið á grund­velli skil­mála Alþjóða­við­skipta­stofn­un­ar­innar (WTO) eða jafn­vel sjálf­stætt við ein­staka aðild­ar­ríki sam­bands­ins. Sá galli er þó á gjöf að allar þessar hug­myndir hafa veru­lega van­kanta og má jafn­vel segja að hver og ein feli í sér póli­tískan ómögu­leika.

Hver eru álita­efn­in? 

Af mál­flutn­ingi aðskiln­að­ar­sinna í aðdrag­anda Brexit kosn­inga má ráða að meg­in­at­riðin hafi verið tak­mark­anir á frjálsri för fólks og and­staða við yfir­þjóð­legt vald stofn­ana Evr­ópu­sam­band­ins. Mönnum varð því fljót­lega ljóst að þátt­taka í innri mark­aðnum á grund­velli EES samn­ings­ins væri ekki inni í mynd­inni, enda byggir samn­ing­ur­inn á grunn­reglum Evr­ópu­rétt­ar­ins um fjór­frelsið, þar með talið frjálsa för, auk þess að fela í sér hið svo­nefnda tveggja stoða kerfi sem felur í sér að EFTA ríkin hafa fært Eft­ir­lits­stofnun EFTA og EFTA dóm­stólnum yfir­þjóð­legt vald - að ein­hverju leyti hið minnsta. Síðan verður ekki litið fram­hjá því að EES samn­ing­ur­inn byggir á því að EFTA ríkin skuld­binda sig til að taka upp í samn­ing­inn og inn­leiða í lands­rétt allar gerðir Evr­ópu­sam­bands­ins er varða innri mark­að­inn, án þess þó að koma að ferl­inu þegar gerð­irnar eru sam­þykktar á vett­vangi sam­bands­ins. Að sama skapi virð­ist sér­lausn fyrir Breta ekki vera í kort­unum þar sem ein­sýnt er að Evr­ópu­sam­bandið getur ekki gefið afslátt af grunn­reglum sam­bands­ins um frjálsa för fólks. Að því er varðar frí­verslun á grund­velli skil­mála WTO fylgir sá vandi að Bretar eiga ekki sjálf­stæða aðild að stofn­un­inni enda hafa þeir fram­selt vald­heim­ildir til að gera frí­versl­un­ar­samn­inga til Evr­ópu­sam­bands­ins. Sjálf­stæð aðild Breta að WTO er því ekki raun­hæf fyrr en að samn­ingur um úrsögn hefur verið stað­fest­ur. Að sama skapi verður ekki samið sér­stak­lega við ein­staka aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­band­ins um frí­versl­un, slíkur samn­ingur verður ein­göngu gerður við sam­bandið í heild. Sú óvissa sem nú ríkir um fram­tíð­ar­að­gang Bret­lands að innri mark­aðnum hefur því haft í för með sér að fjöldi fyr­ir­tækja hyggur á að færa höf­uð­stöðvar sínar frá Bret­landi, ekki síst fjár­mála­stofn­an­ir. Vandi Breta er því ærinn. 

Hvað þýðir Brexit fyrir Ísland? 

Ljóst er að þegar samið hefur verið um úrsögn Breta mun innri mark­að­ur­inn taka breyt­ingum enda verður Bret­land ekki lengur hluti hans. Við­skipti íslenskra aðila við Bret­land hafa frá gild­is­töku EES samn­ing­ins grund­vall­ast á reglum innri mark­að­ar­ins. Úrsögnin hefur því óhjá­kvæmi­lega áhrif á þau við­skipti. Íslensk stjórn­völd gætu þó mætt þeim vanda að ein­hverju leyti með gerð sér­staks frí­versl­un­ar­samn­ings við Bret­land. Slíkur samn­ingur verður þó ekki gerður fyrr en að úrsögn Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu er frá­gengin enda fer sam­bandið lög­form­lega með umboð til gerðar frí­versl­un­ar­samn­inga fram að þeim tíma. Að auki verður að horfast í augu við þá stað­reynd að Bretar munu senni­lega verða í þeirri stöðu að þurfa að ljúka frí­versl­un­ar­samn­ingum við fjölda ríkja eftir að úrsögn hefur verið stað­fest og ekki er ein­hlítt að Ísland verði þar fremst í flokki. 

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None