Hvað þýðir Brexit?

Auglýsing

Allt frá því að Bretar vökn­uðu við þau tíð­indi að morgni 24. júní síð­ast­lið­ins að meiri­hluti kjós­enda hefði valið að segja sig úr Evr­ópu­sam­band­inu hafa menn klórað sér í hausnum yfir því hverjar afleið­ing­arnar munu verða. Fljót­lega kom í ljós að bresk stjórn­völd höfðu ekki á reiðum höndum neina stefnu um hvað skyldi gera ef nið­ur­staðan yrði sú sem hún varð. Margir töl­uðu fljót­lega fyrir því að Bretar hlytu að semja um ein­hvers konar áfram­hald­andi þátt­töku í innri mark­að­in­um, annað hvort með sér­lausn eða með því að ganga í EFTA og und­ir­gang­ast EES samn­ing­inn. Aðrir vís­uðu til þess að Bretar gætu samið um frí­verslun við Evr­ópu­sam­bandið á grund­velli skil­mála Alþjóða­við­skipta­stofn­un­ar­innar (WTO) eða jafn­vel sjálf­stætt við ein­staka aðild­ar­ríki sam­bands­ins. Sá galli er þó á gjöf að allar þessar hug­myndir hafa veru­lega van­kanta og má jafn­vel segja að hver og ein feli í sér póli­tískan ómögu­leika.

Hver eru álita­efn­in? 

Af mál­flutn­ingi aðskiln­að­ar­sinna í aðdrag­anda Brexit kosn­inga má ráða að meg­in­at­riðin hafi verið tak­mark­anir á frjálsri för fólks og and­staða við yfir­þjóð­legt vald stofn­ana Evr­ópu­sam­band­ins. Mönnum varð því fljót­lega ljóst að þátt­taka í innri mark­aðnum á grund­velli EES samn­ings­ins væri ekki inni í mynd­inni, enda byggir samn­ing­ur­inn á grunn­reglum Evr­ópu­rétt­ar­ins um fjór­frelsið, þar með talið frjálsa för, auk þess að fela í sér hið svo­nefnda tveggja stoða kerfi sem felur í sér að EFTA ríkin hafa fært Eft­ir­lits­stofnun EFTA og EFTA dóm­stólnum yfir­þjóð­legt vald - að ein­hverju leyti hið minnsta. Síðan verður ekki litið fram­hjá því að EES samn­ing­ur­inn byggir á því að EFTA ríkin skuld­binda sig til að taka upp í samn­ing­inn og inn­leiða í lands­rétt allar gerðir Evr­ópu­sam­bands­ins er varða innri mark­að­inn, án þess þó að koma að ferl­inu þegar gerð­irnar eru sam­þykktar á vett­vangi sam­bands­ins. Að sama skapi virð­ist sér­lausn fyrir Breta ekki vera í kort­unum þar sem ein­sýnt er að Evr­ópu­sam­bandið getur ekki gefið afslátt af grunn­reglum sam­bands­ins um frjálsa för fólks. Að því er varðar frí­verslun á grund­velli skil­mála WTO fylgir sá vandi að Bretar eiga ekki sjálf­stæða aðild að stofn­un­inni enda hafa þeir fram­selt vald­heim­ildir til að gera frí­versl­un­ar­samn­inga til Evr­ópu­sam­bands­ins. Sjálf­stæð aðild Breta að WTO er því ekki raun­hæf fyrr en að samn­ingur um úrsögn hefur verið stað­fest­ur. Að sama skapi verður ekki samið sér­stak­lega við ein­staka aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­band­ins um frí­versl­un, slíkur samn­ingur verður ein­göngu gerður við sam­bandið í heild. Sú óvissa sem nú ríkir um fram­tíð­ar­að­gang Bret­lands að innri mark­aðnum hefur því haft í för með sér að fjöldi fyr­ir­tækja hyggur á að færa höf­uð­stöðvar sínar frá Bret­landi, ekki síst fjár­mála­stofn­an­ir. Vandi Breta er því ærinn. 

Hvað þýðir Brexit fyrir Ísland? 

Ljóst er að þegar samið hefur verið um úrsögn Breta mun innri mark­að­ur­inn taka breyt­ingum enda verður Bret­land ekki lengur hluti hans. Við­skipti íslenskra aðila við Bret­land hafa frá gild­is­töku EES samn­ing­ins grund­vall­ast á reglum innri mark­að­ar­ins. Úrsögnin hefur því óhjá­kvæmi­lega áhrif á þau við­skipti. Íslensk stjórn­völd gætu þó mætt þeim vanda að ein­hverju leyti með gerð sér­staks frí­versl­un­ar­samn­ings við Bret­land. Slíkur samn­ingur verður þó ekki gerður fyrr en að úrsögn Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu er frá­gengin enda fer sam­bandið lög­form­lega með umboð til gerðar frí­versl­un­ar­samn­inga fram að þeim tíma. Að auki verður að horfast í augu við þá stað­reynd að Bretar munu senni­lega verða í þeirri stöðu að þurfa að ljúka frí­versl­un­ar­samn­ingum við fjölda ríkja eftir að úrsögn hefur verið stað­fest og ekki er ein­hlítt að Ísland verði þar fremst í flokki. 

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None