Hvað þýðir Brexit?

Auglýsing

Allt frá því að Bretar vökn­uðu við þau tíð­indi að morgni 24. júní síð­ast­lið­ins að meiri­hluti kjós­enda hefði valið að segja sig úr Evr­ópu­sam­band­inu hafa menn klórað sér í hausnum yfir því hverjar afleið­ing­arnar munu verða. Fljót­lega kom í ljós að bresk stjórn­völd höfðu ekki á reiðum höndum neina stefnu um hvað skyldi gera ef nið­ur­staðan yrði sú sem hún varð. Margir töl­uðu fljót­lega fyrir því að Bretar hlytu að semja um ein­hvers konar áfram­hald­andi þátt­töku í innri mark­að­in­um, annað hvort með sér­lausn eða með því að ganga í EFTA og und­ir­gang­ast EES samn­ing­inn. Aðrir vís­uðu til þess að Bretar gætu samið um frí­verslun við Evr­ópu­sam­bandið á grund­velli skil­mála Alþjóða­við­skipta­stofn­un­ar­innar (WTO) eða jafn­vel sjálf­stætt við ein­staka aðild­ar­ríki sam­bands­ins. Sá galli er þó á gjöf að allar þessar hug­myndir hafa veru­lega van­kanta og má jafn­vel segja að hver og ein feli í sér póli­tískan ómögu­leika.

Hver eru álita­efn­in? 

Af mál­flutn­ingi aðskiln­að­ar­sinna í aðdrag­anda Brexit kosn­inga má ráða að meg­in­at­riðin hafi verið tak­mark­anir á frjálsri för fólks og and­staða við yfir­þjóð­legt vald stofn­ana Evr­ópu­sam­band­ins. Mönnum varð því fljót­lega ljóst að þátt­taka í innri mark­aðnum á grund­velli EES samn­ings­ins væri ekki inni í mynd­inni, enda byggir samn­ing­ur­inn á grunn­reglum Evr­ópu­rétt­ar­ins um fjór­frelsið, þar með talið frjálsa för, auk þess að fela í sér hið svo­nefnda tveggja stoða kerfi sem felur í sér að EFTA ríkin hafa fært Eft­ir­lits­stofnun EFTA og EFTA dóm­stólnum yfir­þjóð­legt vald - að ein­hverju leyti hið minnsta. Síðan verður ekki litið fram­hjá því að EES samn­ing­ur­inn byggir á því að EFTA ríkin skuld­binda sig til að taka upp í samn­ing­inn og inn­leiða í lands­rétt allar gerðir Evr­ópu­sam­bands­ins er varða innri mark­að­inn, án þess þó að koma að ferl­inu þegar gerð­irnar eru sam­þykktar á vett­vangi sam­bands­ins. Að sama skapi virð­ist sér­lausn fyrir Breta ekki vera í kort­unum þar sem ein­sýnt er að Evr­ópu­sam­bandið getur ekki gefið afslátt af grunn­reglum sam­bands­ins um frjálsa för fólks. Að því er varðar frí­verslun á grund­velli skil­mála WTO fylgir sá vandi að Bretar eiga ekki sjálf­stæða aðild að stofn­un­inni enda hafa þeir fram­selt vald­heim­ildir til að gera frí­versl­un­ar­samn­inga til Evr­ópu­sam­bands­ins. Sjálf­stæð aðild Breta að WTO er því ekki raun­hæf fyrr en að samn­ingur um úrsögn hefur verið stað­fest­ur. Að sama skapi verður ekki samið sér­stak­lega við ein­staka aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­band­ins um frí­versl­un, slíkur samn­ingur verður ein­göngu gerður við sam­bandið í heild. Sú óvissa sem nú ríkir um fram­tíð­ar­að­gang Bret­lands að innri mark­aðnum hefur því haft í för með sér að fjöldi fyr­ir­tækja hyggur á að færa höf­uð­stöðvar sínar frá Bret­landi, ekki síst fjár­mála­stofn­an­ir. Vandi Breta er því ærinn. 

Hvað þýðir Brexit fyrir Ísland? 

Ljóst er að þegar samið hefur verið um úrsögn Breta mun innri mark­að­ur­inn taka breyt­ingum enda verður Bret­land ekki lengur hluti hans. Við­skipti íslenskra aðila við Bret­land hafa frá gild­is­töku EES samn­ing­ins grund­vall­ast á reglum innri mark­að­ar­ins. Úrsögnin hefur því óhjá­kvæmi­lega áhrif á þau við­skipti. Íslensk stjórn­völd gætu þó mætt þeim vanda að ein­hverju leyti með gerð sér­staks frí­versl­un­ar­samn­ings við Bret­land. Slíkur samn­ingur verður þó ekki gerður fyrr en að úrsögn Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu er frá­gengin enda fer sam­bandið lög­form­lega með umboð til gerðar frí­versl­un­ar­samn­inga fram að þeim tíma. Að auki verður að horfast í augu við þá stað­reynd að Bretar munu senni­lega verða í þeirri stöðu að þurfa að ljúka frí­versl­un­ar­samn­ingum við fjölda ríkja eftir að úrsögn hefur verið stað­fest og ekki er ein­hlítt að Ísland verði þar fremst í flokki. 

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None