Menningarstefna – Vegvísir stjórnvalda

Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, skrifar aðsenda grein.

Auglýsing

Að loknum kosn­ingum til Alþingis og meðan samn­inga­við­ræður stjórn­mála­flokk­anna standa yfir, um það hvernig farið verður með stjórn lands­mála á kom­andi kjör­tíma­bili, er einmitt rétti tím­inn til að yfir­fara menn­ing­ar­stefn­una sem Alþingi sam­þykkti á vor­dögum 2013 og fól fram­kvæmda­vald­inu að starfa eft­ir.  

Lif­andi menn­ing­ar­stofn­anir


Í stefn­unni er mik­il­vægi öfl­ugra menn­ing­ar­stofn­ana und­ir­strikað með afger­andi hætti, þær sagðar gegna lyk­il­hlut­verki við styrk­ingu sjálfs­myndar þjóð­ar­innar og efl­ingu félags­legra tengsla. Stofn­an­irnar séu í eðli sínu þjón­ustu­stofn­anir sem beri að taka mið af fjöl­breytni sam­fé­lags­ins í störfum sínum og dag­skrá, þeim beri að gefa lands­mönnum tæki­færi til að njóta list­sköp­unar en einnig beri þeim að sinna menn­ingar­rann­sókn­um, söfn­un, skrán­ingu, miðlun og varð­veislu menn­ing­ar­arfs­ins. Í rann­sóknum sínum ber stofn­unum að eiga sam­starf við háskóla­stofn­an­ir, en þeim er líka ætlað að vera for­senda nýj­unga í menn­ingar­rann­sóknum og miðlun þess sem list- og menn­ing­ar­tengdar rann­sóknir leiða í ljós. 

Auglýsing

Að tikka í box­in


Ætla má að for­stöðu­menn þeirra menn­ing­ar­stofn­ana sem ríkið rekur í þágu þjóð­ar­innar séu með þvælt ein­tak af menn­ing­ar­stefnu stjórn­valda á skrif­borð­inu sínu, jafn­vel nátt­borð­inu og mögu­lega hafa þeir útbúið lista yfir áhersl­urnar sem þeim ber að fylgja í störfum sín­um. Slíkur listi gæti þá litið ein­hvern veg­inn svona út:

  • hafa í heiðri vönduð vinnu­brögð

  • áhersla á fag­mennsku, fjöl­breytni og gæði

  • stuðn­ingur við frum­sköp­un, rann­sóknir og miðlun

  • sam­starf við gras­rót­ina í menn­ing­ar­líf­inu

  • stuðla að nýsköpun

  • greina mark­hópana og vinna með­vitað í því að breikka þá og víkka

  • vera eft­ir­sókn­ar­verður val­kostur í frí­stundum fjöl­skyldna

  • áhersla á dag­skrá fyrir börn og ung­menni

  • sam­starf við mennta­stofn­anir á öllum skóla­stigum

  • þjón­usta við íbúa lands­byggð­ar­innar

Skyldur stjórn­valda
 

Menn­ing­ar­stefna Alþingis er ekki svo ein­hliða að ein­ungis menn­ing­ar­stofn­an­irnar hafi skyldum að gegna sam­kvæmt henni, því hún kveður einnig á um ábyrgð rík­is­ins gagn­vart stofn­un­um. Í fyrsta lagi ber Alþingi að skapa þau skil­yrði sem þarf til að stofn­an­irnar geti staðið undir laga­legu hlut­verki sínu og geti fram­kvæmt stefnu Alþingis í menn­ing­ar­mál­um. Þetta þýðir með öðrum orðum tvennt; að stjórn­völdum beri að styðja við hlut­verk og starf­semi stofn­an­anna með öfl­ugri stjórn­sýslu á vett­vangi ráðu­neyta og að tryggja það fjár­magn sem stofn­an­irnar þurfa til að upp­fylla skyldur sín­ar. Í stefn­unni er raunar líka getið um mögu­legar hag­ræð­ing­ar­að­gerð­ir, þ.e. að kann­aðir verði kostir sam­ein­ingar ótil­greindra stofn­ana, en þó þannig að þess sé gætt að slíkt verði til þess að efla fag­legt starf. Þá kveður stefnan á um skyldu stjórn­valda til að setja sér lang­tíma­stefnu í hús­næð­is­málum menn­ing­ar­stofn­ana. 

Tæki­færi stjórn­mála­manna


Í aðdrag­anda kosn­inga til Alþingis voru fram­bjóð­endur stjórn­mála­flokk­anna inntir eftir menn­ing­ar­stefnu flokka sinna á ýmsum fund­um, t.d. á fjöl­mennum Fundi fólks­ins í Nor­ræna hús­inu, á sér­stökum háskóla­fundi Lista­há­skóla Íslands, af sam­starfs­vett­vangi fyr­ir­tækja og félaga í skap­andi greinum X-hug­vit, á fundum með ein­stökum stofn­unum og félaga­sam­tök­um, í fjölda pistla á vef­miðlum og greinum í prent­miðl­um, auk sér­stakra þátta í ljós­vaka­miðl­un­um. Þarna fengu stjórn­mála­menn fjöl­mörg tæki­færi til að hlusta á áherslur þeirra sem starfa í list- og menn­ing­ar­tengdum grein­um, innan stofn­ana og utan, og gafst þannig tæki­færi til að ydda menn­ing­ar­stefnu flokka sinna. 

Meðal þess sem fram­bjóð­endur flokk­anna komust að var sú stað­reynd að hægt hefur gengið við að fram­fylgja menn­ing­ar­stefnu Alþingis á nýliðnu kjör­tíma­bili og mikil þörf á átaki í þeim efn­um, ekki síst þeim hluta stefn­unnar er varðar ábyrgð stjórn­valda. Það er ástæða þess að kallað hefur verið eftir því að mála­flokknum verði safnað saman undir nýtt ráðu­neyti menn­ing­ar­mála og gef­inn sjálf­stæður tals­maður við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, sem þurfi ekki sífellt að gera mála­miðl­anir við pláss­frekan mála­flokk á borð við skóla­mál. Þessar hug­leið­ingar eru meðal þess sem list- og menn­ing­ar­geir­inn treystir að sé ofar­lega á baugi í við­ræðum for­ystu­manna stjórn­mála­flokk­anna nú þegar til stendur að finna mál­efn­an­lega sam­stöðu þeirra sem vilja taka að sér stjórn þjóð­mál­anna næstu fjögur árin.

Höf­undur er ­for­seti Banda­lags íslenskra lista­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None