Þöguð í hel

Hof
Auglýsing

Þann 16. októ­ber síð­ast­lið­inn fór fram mik­il­vægur menn­ing­ar­við­burður í Hofi á Akur­eyri. Stór­sveit Reykja­víkur gekk þá til liðs við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norð­ur­lands og saman frum­fluttu hljóm­sveit­irnar nýjan ein­leiks­konsert fyrir stór­sveit og sin­fón­íu­hljóm­sveit eftir píanó­snill­ing­inn Kjartan Valde­mars­son. Einnig var hið sívin­sæla verk Rhapsody in Blue eftir Georg Gers­hwin flutt á nýjan hátt, þar sem spuninn spil­aði stórt hlut­verk enda hljóð­færa­leik­arar Stór­sveit­ar­innar vanir slíkri spila­mennsku. Sig­urður Flosa­son, einn af okkar fremstu djass­tón­list­ar­mönnum og aðal­stjórn­andi Stór­sveitar Reykja­vík­ur, kom fram í fyrsta sinn sem stjórn­andi sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar. Upp­selt var á tón­leik­ana og voru við­brögðin þannig að um var tal­að. Tón­leika­gestir stóðu upp allir sem einn í lokin og klöpp­uðu lista­mönn­unum lof í lófa svo undir tók í Hamra­borg­inni.

Er þá ekki allt í sóm­an­um?

Ekki alveg!

Auglýsing

Þrátt fyrir að þarna væru komnir saman um 70 flytj­endur í einu öfl­ug­asta menn­ing­ar­húsi lands­ins sá eng­inn fjöl­mið­ill sér fært að senda gagn­rýn­anda á þennan mik­il­væga við­burð. Þar að auki sá eng­inn íslenskur fjöl­mið­ill sér fært að taka við­töl við höf­uðlista­menn­ina, sem voru engir aðrir en þeir Sig­urður Flosa­son og Kjartan Valde­mars­son, eða að fjalla um tón­leik­ana á einn eða annan hátt. Við­burð­ur­inn var því í raun þag­aður í hel.

Á síð­asta ári hélt Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norð­ur­lands 12 metn­að­ar­fulla tón­leika í Hofi og Hörpu með heims­frægum og lands­frægum lista­mönnum á borð við Guð­mund Pét­urs­son, Dan­íel Bjarna­son, Gretu Saló­me, Dimmu, Steve Hackett, Hall­fríði Ólafs­dótt­ur, Värt­innä, Stefán Karl Stef­áns­son, Guðna Franz­son, Evu Guð­nýju Þór­ar­ins­dótt­ur, Krist­jönu Arn­gríms­dótt­ur, Elmar Gil­berts­son, Val­gerði Guðna­dótt­ur o.fl. Frum­flutt voru 3 ný verk og 6000 manns komu til að njóta. Gagn­rýnendum var boðið á alla þessa tón­leika en eng­inn sá sér fært að mæta. Ekki eitt skipti. 12 tón­leikar þag­aðir í hel!

Maður hlýtur að spyrja sig hvað búi þar að baki. 

Und­ir­rit­að­ur, sem sjálfur er frá Reykja­vík, hefur verið við­burð­ar­hald­ari í ára­tugi og hefur á þeim tíma komið að miklum fjölda tón­leika. Und­an­tekn­ing­ar­laust hafa fjöl­miðlar fjallað um, gagn­rýnt eða tekið við­töl við lista­menn­ina sem að þeim tón­leikum hafa komið en þeir hafa oft­ast verið haldnir í Reykja­vík. Getur verið að það sé nóg að við­burður sé hald­inn á Akur­eyri, frekar en í Reykja­vík, til að aðstand­endur menn­ing­ar­hluta fjöl­miðl­anna, t.d. Morg­un­blaðs­ins, Frétta­blaðs­ins, Kast­ljóss­ins, Dag­blaðs­ins, Frétta­tím­ans o.fl. líti svo á  að hann sé ekki menn­ing­ar­lega mik­il­vægur og því ekki þess virði að fjalla um hann? Það væri mikil þröng­sýni og mik­ill hroki í garð lands­byggð­ar­innar og ég trúi ekki að svo sé raun­in.

For­verar mínir í starfi hafa sagst hafa fengið þær skýr­ingar að ekki væru til fjár­munir til að senda gagn­rýn­anda á tón­leika á Akur­eyri. Þá þarf nú aldeilis að vera illa komið fyrir hjá fjöl­miðl­inum ef ekki er hægt að verk­efna­ráða eina hæfa mann­eskju úti á landi til að fjalla um tón­list­ar­við­burði þar. Því er ekki hægt að taka slíkar skýr­ingar alvar­lega. Þá ætti að vera auð­velt að eyrna­merkja ein­fald­lega hluta fjár­mun­anna sem fara í menn­ing­ar­hluta þess­ara miðla við­burðum utan Reykja­vík­ur. Það ættu að vera óskráð lög að íslenskir fjöl­miðlar sinni menn­ing­ar­starf­semi á lands­byggð­inni jafnt og í höf­uð­staðn­um. Ég bind vonir mínar við að aðstand­endur fjöl­miðl­anna líti í eigin barm og athugi hvort þeir vilji virki­lega starf­rækja fjöl­miðil sem mis­munar lista­mönnum og unn­endum lista í land­inu eftir búsetu. Það væri hnign­un.

Ég kalla eftir sam­starfi og sam­ræðu við fjöl­miðla lands­ins svo að við getum fundið far­sæla lausn á þessu mik­il­væga máli. List­grein­arnar eru stór atvinnu­vegur sem skilar miklu fyrir þjóð­ar­bú­ið. Hlúum að þeim.

Höf­undur er tón­skáld, rokk­ari og tón­list­ar­stjóri Menn­ing­ar­fé­lags Akur­eyr­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None