Global Drug Survey (GDS) stendur fyrir heimsins stærstu gagnasöfnun um vímuefni, með markmið um að gera vímuefnanotkun öruggari, óháð lagalegri stöðu efnanna. Nýlega fór gagnasöfnunin í loftið í sjötta skipti og er markmiðið að ná 150.000 þátttakendum í ár (yfir 100.000 þátttakendur tóku þátt í fyrra og árið á undan). Með gott lið fræðimanna, lækna, sálfræðinga og fjölmiðla í yfir 20 löndum, er reynt að ná til sem flestra ásamt því og breiða út þekkingu sem víðast. Með hjálp tengiliða í nokkrum af stærri fjölmiðlafyrirtækjum heims (t.d. Guardian, Vice, ZEIT ONLINE og Fairfax Media), reynum við að einbeita okkur að þeim málefnum sem oft hefur verið horft fram hjá í hefðbundnum eða jafnvel ríkisstyrktum rannsóknum á vímuefnanotkun. Það gerum við til dæmis með því að skoða alla vímuefnanotendur, en ekki bara þá sem eiga í vanda með notkunina.
Mikilvægt er að beina athygli að því hvernig má minnka neyslu of stórra skammta, blóðdreifða vírusa, fækka órökréttum vímuefnalöggjöfum og mannréttindabrotum. GDS ber mikla virðingu fyrir öllum þeim sem vinna í breytingum á þessum sviðum og vill leggja sitt að mörkum með því að einblína á notkunarmynstur fólks og fá gögn frá þeim lágværu hópum sem eiga oft ekki í vanda með sína notkun á vímuefnum, en tala ekki um notkun sína sökum fordóma í samfélaginu. Með þessari aðferð má gefa fólki betri mynd af hinum „almenna“ vímuefnaneytanda. Margir leita til internetsins, í leit að svörum þegar spurningar í tengslum við vímuefni koma upp, vandinn við það er að flestar síður sem fólk treystir á byggja á reynslu einstaklinga. Markmið GDS er að breyta reynslu hundruð þúsunda einstaklinga sem nota vímuefni yfir í áreiðanlegar og nothæfar upplýsingar um vímuefnanotkun og skaðaminnkun sem deila má með heiminum.
Að taka þátt í ár er mikilvægt, eins og undanfarin ár. Síðan verkefnið byrjaði árið 2010, hefur heimur vímuefna breyst mikið. Frá upprisu darknet markaða og hundruð nýrra vímuefna til nýrra vímuefnalöggjafa og rannsókna sem hafa sýnt meðferðagildi MDMA og LSD. Góðar upplýsingar hafa aldrei verið jafn mikilvægar. Þetta árið hefur gagnasöfnunin verið sett upp á þann veg að fólk geti klárað grunnhlutann á um 20 mínútum, áður en það kemur að sértækari hlutum sem þátttakendur taka þátt í ef vilji er fyrir hendi. Í ár verður athyglinni meðal annars beint að skoðunum þátttakenda á kannabis í lækningaskyni og hvaða löggjöf fólk vill hafa í landinu ásamt notkun vaporizers við notkun vímuefna. Ásamt því að fara út í micro-dosing af LSD og Ayahausca meðferðir.
Gagnasöfnunin er mjög nákvæm og gefur ítarlega mynd af hverjum þátttakanda sem þýðir að sviðið sem má rannsaka er mjög breitt. Þessi gögn geta því sagt okkur margt áður óþekkt um vímuefnanotkun íslendinga ef þátttaka er góð í ár. GDS2017 er komin í loftið og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á frekari rannsóknum á þessu sviði til þess að taka þátt.
Baldur Jón Gústafsson, fulltrúi Global Drug Survey, þýddi greinina.