Auglýsing

Stjórnmálaflokkunum hefur gengið illa að mynda ríkisstjórn. Tvær formlegar tilraunir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, hafa ekki gengið upp og samtöl milli flokkanna undanfarna daga hafa ekki leitt til neinnar niðurstöðu heldur. Forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson, hefur boðað formenn flokkanna á sinn fund og mun síðan í skýrast í framhaldinu hvað gerist.

Þetta er einkennileg staða að mörgu leyti.

Það er lélegt hjá stjórnmálamönnum að geta ekki náð saman í þessari stöðu. Þegar ríkisstjórn fellur er eðlilegt að það fari fram nokkuð ítarlegar stjórnarmyndunarviðræður. En í ljósi þess hve kraftar dreifast víða á milli margra ólíkra flokka, þá er augljóst að einstaka stjórnmálaflokkar geta ekki stillt neinum upp við vegg og ætlast til þess að einstaka stefnumál þeirra komist að í stjórnarsáttmála.

Auglýsing

Enginn flokkur í kjörstöðu

Að vissu leyti ætti fólk frekar að horfa á stöðuna út frá því hvernig atkvæðin raunverulega skiptust og hvað fólk kaus ekki. Um 70 prósent Íslendinga vildu ekki Sjálfstæðisflokkinn, 85 prósent ekki Vinstri græna,  87 prósent ekki Pírata, um 90 prósent ekki Viðreisn eða Framsókn, 93 prósent ekki Bjarta framtíð og síðan um 95 prósent ekki Samfylkinguna.

Það er einkennilegt að forystufólk þessara flokka telji sig geta karpað um einstaka sértæk stefnumál flokkanna, á meðan staðan er eins og hún er. Enginn flokkur getur ráðið ferðinni með sínum eigin stefnumálum, hvort sem það varðar sjávarútvegsmál, skattamál eða aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Þrátt fyrir að hagvísar séu jákvæðir í augnablikinu, og full ástæða sé til að gleðjast yfir því hvernig neyðarlög og fjármagnshöft reyndust okkar björgunarhringur í fjármálakreppunni, þá er alltaf hætta á kollsteypum. Örhagkerfi eins og það íslenska er að mörgu leyti berskjaldað fyrir áföllum og stjórnmálamenn verða að horfa með ábyrgum hætti á þessa stöðu. 

Nú þegar við erum farin að horfa út úr höftunum þá er mikilvægt að það eigi sér stað stöðumat á hinu pólitíska sviði þar sem stjórnmálamenn reyna að læra af því sem aflaga fór.

Það sem bjargaði Íslandi út úr miklum vanda var meðal annars beiting ríkisvalds af fullum þunga með neyðarlögunum og fjármagnshöftum. Staðan sem uppi var kallaði á þessar aðgerðir. Aðrar þjóðir gátu ekki gripið til þessara aðgerða. 

Það ætti að vera kappsmál að hindra að svona staða geti komið upp aftur, og þar beinast spjótin að breyttri aðferðafræði: stefnumörkun til langs tíma.

Langtímahugsun

Ef stjórnmálaflokkarnir gætu leyst úr stjórnarkreppunni með einhverjum hætti, þá væri óskandi að þeir flokkar sem verða í ríkisstjórn nái saman um að auka langtímasýn í stjórnmálum. Eftir því er mikil eftirspurn. 

Þetta á við um efnahagsmál og ekki síður mennta- og heilbrigðismál. Tími smáskammtalækninga er liðinn. Ekkert í stefnumálum flokkanna kemur í veg fyrir að þeir nái saman um það.

Jákvæðar hagtölur og bætt staða ríkissjóðs, eftir nær fordæmalausa kollsteypu, ætti að kenna stjórnmálamönnum þá lexíu að vanda til verka og hugsa áherslur hjá hinu opinbera til langs tíma. Það er mikið í húfi um það takist.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Segir „skrúðgöngur þjóðernispopúlista á atkvæðaveiðum“ lélega nýtingu á tíma og peningum
Þingmaður Pírata gagnrýnir Miðflokkinn harðlega fyrir að hafa „sóað rúmlega 12 klukkutímum af tíma þingsins í forsendulaust og beinlínis heimskulegt málþóf“.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None