Auglýsing

Stjórn­mála­flokk­unum hefur gengið illa að mynda rík­is­stjórn. Tvær form­legar til­raunir Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, hafa ekki gengið upp og sam­töl milli flokk­anna und­an­farna daga hafa ekki leitt til neinnar nið­ur­stöðu held­ur. For­set­inn, Guðni Th. Jóhann­es­son, hefur boðað for­menn flokk­anna á sinn fund og mun síðan í skýr­ast í fram­hald­inu hvað ger­ist.

Þetta er ein­kenni­leg staða að mörgu leyti.

Það er lélegt hjá stjórn­mála­mönnum að geta ekki náð saman í þess­ari stöðu. Þegar rík­is­stjórn fellur er eðli­legt að það fari fram nokkuð ítar­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. En í ljósi þess hve kraftar dreifast víða á milli margra ólíkra flokka, þá er aug­ljóst að ein­staka stjórn­mála­flokkar geta ekki stillt neinum upp við vegg og ætl­ast til þess að ein­staka stefnu­mál þeirra kom­ist að í stjórn­ar­sátt­mála.

Auglýsing

Eng­inn flokkur í kjör­stöðu

Að vissu leyti ætti fólk frekar að horfa á stöð­una út frá því hvernig atkvæðin raun­veru­lega skipt­ust og hvað fólk kaus ekki. Um 70 pró­sent Íslend­inga vildu ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn, 85 pró­sent ekki Vinstri græna,  87 pró­sent ekki Pírata, um 90 pró­sent ekki Við­reisn eða Fram­sókn, 93 pró­sent ekki Bjarta fram­tíð og síðan um 95 pró­sent ekki Sam­fylk­ing­una.

Það er ein­kenni­legt að for­ystu­fólk þess­ara flokka telji sig geta karpað um ein­staka sér­tæk stefnu­mál flokk­anna, á meðan staðan er eins og hún er. Eng­inn flokkur getur ráðið ferð­inni með sínum eigin stefnu­mál­um, hvort sem það varðar sjáv­ar­út­vegs­mál, skatta­mál eða aðild­ar­við­ræður við Evr­ópu­sam­band­ið.

Þrátt fyrir að hag­vísar séu jákvæðir í augna­blik­inu, og full ástæða sé til að gleðj­ast yfir því hvernig neyð­ar­lög og fjár­magns­höft reynd­ust okkar björg­un­ar­hringur í fjár­málakrepp­unni, þá er alltaf hætta á koll­steyp­um. Örhag­kerfi eins og það íslenska er að mörgu leyti ber­skjaldað fyrir áföllum og stjórn­mála­menn verða að horfa með ábyrgum hætti á þessa stöð­u. 

Nú þegar við erum farin að horfa út úr höft­unum þá er mik­il­vægt að það eigi sér stað stöðu­mat á hinu póli­tíska sviði þar sem stjórn­mála­menn reyna að læra af því sem aflaga fór.

Það sem bjarg­aði Íslandi út úr miklum vanda var meðal ann­ars beit­ing rík­is­valds af fullum þunga með neyð­ar­lög­unum og fjár­magns­höft­um. Staðan sem uppi var kall­aði á þessar aðgerð­ir. Aðrar þjóðir gátu ekki gripið til þess­ara aðgerða. 

Það ætti að vera kapps­mál að hindra að svona staða geti komið upp aft­ur, og þar bein­ast spjótin að breyttri aðferða­fræði: stefnu­mörkun til langs tíma.

Lang­tíma­hugsun

Ef stjórn­mála­flokk­arnir gætu leyst úr stjórn­ar­krepp­unni með ein­hverjum hætti, þá væri ósk­andi að þeir flokkar sem verða í rík­is­stjórn nái saman um að auka lang­tíma­sýn í stjórn­mál­um. Eftir því er mikil eft­ir­spurn. 

Þetta á við um efna­hags­mál og ekki síður mennta- og heil­brigð­is­mál. Tími smá­skammta­lækn­inga er lið­inn. Ekk­ert í stefnu­málum flokk­anna kemur í veg fyrir að þeir nái saman um það.

Jákvæðar hag­tölur og bætt staða rík­is­sjóðs, eftir nær for­dæma­lausa koll­steypu, ætti að kenna stjórn­mála­mönnum þá lexíu að vanda til verka og hugsa áherslur hjá hinu opin­bera til langs tíma. Það er mikið í húfi um það tak­ist.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None