Auglýsing

Stjórn­mála­flokk­unum hefur gengið illa að mynda rík­is­stjórn. Tvær form­legar til­raunir Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, hafa ekki gengið upp og sam­töl milli flokk­anna und­an­farna daga hafa ekki leitt til neinnar nið­ur­stöðu held­ur. For­set­inn, Guðni Th. Jóhann­es­son, hefur boðað for­menn flokk­anna á sinn fund og mun síðan í skýr­ast í fram­hald­inu hvað ger­ist.

Þetta er ein­kenni­leg staða að mörgu leyti.

Það er lélegt hjá stjórn­mála­mönnum að geta ekki náð saman í þess­ari stöðu. Þegar rík­is­stjórn fellur er eðli­legt að það fari fram nokkuð ítar­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. En í ljósi þess hve kraftar dreifast víða á milli margra ólíkra flokka, þá er aug­ljóst að ein­staka stjórn­mála­flokkar geta ekki stillt neinum upp við vegg og ætl­ast til þess að ein­staka stefnu­mál þeirra kom­ist að í stjórn­ar­sátt­mála.

Auglýsing

Eng­inn flokkur í kjör­stöðu

Að vissu leyti ætti fólk frekar að horfa á stöð­una út frá því hvernig atkvæðin raun­veru­lega skipt­ust og hvað fólk kaus ekki. Um 70 pró­sent Íslend­inga vildu ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn, 85 pró­sent ekki Vinstri græna,  87 pró­sent ekki Pírata, um 90 pró­sent ekki Við­reisn eða Fram­sókn, 93 pró­sent ekki Bjarta fram­tíð og síðan um 95 pró­sent ekki Sam­fylk­ing­una.

Það er ein­kenni­legt að for­ystu­fólk þess­ara flokka telji sig geta karpað um ein­staka sér­tæk stefnu­mál flokk­anna, á meðan staðan er eins og hún er. Eng­inn flokkur getur ráðið ferð­inni með sínum eigin stefnu­mál­um, hvort sem það varðar sjáv­ar­út­vegs­mál, skatta­mál eða aðild­ar­við­ræður við Evr­ópu­sam­band­ið.

Þrátt fyrir að hag­vísar séu jákvæðir í augna­blik­inu, og full ástæða sé til að gleðj­ast yfir því hvernig neyð­ar­lög og fjár­magns­höft reynd­ust okkar björg­un­ar­hringur í fjár­málakrepp­unni, þá er alltaf hætta á koll­steyp­um. Örhag­kerfi eins og það íslenska er að mörgu leyti ber­skjaldað fyrir áföllum og stjórn­mála­menn verða að horfa með ábyrgum hætti á þessa stöð­u. 

Nú þegar við erum farin að horfa út úr höft­unum þá er mik­il­vægt að það eigi sér stað stöðu­mat á hinu póli­tíska sviði þar sem stjórn­mála­menn reyna að læra af því sem aflaga fór.

Það sem bjarg­aði Íslandi út úr miklum vanda var meðal ann­ars beit­ing rík­is­valds af fullum þunga með neyð­ar­lög­unum og fjár­magns­höft­um. Staðan sem uppi var kall­aði á þessar aðgerð­ir. Aðrar þjóðir gátu ekki gripið til þess­ara aðgerða. 

Það ætti að vera kapps­mál að hindra að svona staða geti komið upp aft­ur, og þar bein­ast spjótin að breyttri aðferða­fræði: stefnu­mörkun til langs tíma.

Lang­tíma­hugsun

Ef stjórn­mála­flokk­arnir gætu leyst úr stjórn­ar­krepp­unni með ein­hverjum hætti, þá væri ósk­andi að þeir flokkar sem verða í rík­is­stjórn nái saman um að auka lang­tíma­sýn í stjórn­mál­um. Eftir því er mikil eft­ir­spurn. 

Þetta á við um efna­hags­mál og ekki síður mennta- og heil­brigð­is­mál. Tími smá­skammta­lækn­inga er lið­inn. Ekk­ert í stefnu­málum flokk­anna kemur í veg fyrir að þeir nái saman um það.

Jákvæðar hag­tölur og bætt staða rík­is­sjóðs, eftir nær for­dæma­lausa koll­steypu, ætti að kenna stjórn­mála­mönnum þá lexíu að vanda til verka og hugsa áherslur hjá hinu opin­bera til langs tíma. Það er mikið í húfi um það tak­ist.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None