Auglýsing

Stjórn­mála­flokk­unum hefur gengið illa að mynda rík­is­stjórn. Tvær form­legar til­raunir Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, hafa ekki gengið upp og sam­töl milli flokk­anna und­an­farna daga hafa ekki leitt til neinnar nið­ur­stöðu held­ur. For­set­inn, Guðni Th. Jóhann­es­son, hefur boðað for­menn flokk­anna á sinn fund og mun síðan í skýr­ast í fram­hald­inu hvað ger­ist.

Þetta er ein­kenni­leg staða að mörgu leyti.

Það er lélegt hjá stjórn­mála­mönnum að geta ekki náð saman í þess­ari stöðu. Þegar rík­is­stjórn fellur er eðli­legt að það fari fram nokkuð ítar­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. En í ljósi þess hve kraftar dreifast víða á milli margra ólíkra flokka, þá er aug­ljóst að ein­staka stjórn­mála­flokkar geta ekki stillt neinum upp við vegg og ætl­ast til þess að ein­staka stefnu­mál þeirra kom­ist að í stjórn­ar­sátt­mála.

Auglýsing

Eng­inn flokkur í kjör­stöðu

Að vissu leyti ætti fólk frekar að horfa á stöð­una út frá því hvernig atkvæðin raun­veru­lega skipt­ust og hvað fólk kaus ekki. Um 70 pró­sent Íslend­inga vildu ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn, 85 pró­sent ekki Vinstri græna,  87 pró­sent ekki Pírata, um 90 pró­sent ekki Við­reisn eða Fram­sókn, 93 pró­sent ekki Bjarta fram­tíð og síðan um 95 pró­sent ekki Sam­fylk­ing­una.

Það er ein­kenni­legt að for­ystu­fólk þess­ara flokka telji sig geta karpað um ein­staka sér­tæk stefnu­mál flokk­anna, á meðan staðan er eins og hún er. Eng­inn flokkur getur ráðið ferð­inni með sínum eigin stefnu­mál­um, hvort sem það varðar sjáv­ar­út­vegs­mál, skatta­mál eða aðild­ar­við­ræður við Evr­ópu­sam­band­ið.

Þrátt fyrir að hag­vísar séu jákvæðir í augna­blik­inu, og full ástæða sé til að gleðj­ast yfir því hvernig neyð­ar­lög og fjár­magns­höft reynd­ust okkar björg­un­ar­hringur í fjár­málakrepp­unni, þá er alltaf hætta á koll­steyp­um. Örhag­kerfi eins og það íslenska er að mörgu leyti ber­skjaldað fyrir áföllum og stjórn­mála­menn verða að horfa með ábyrgum hætti á þessa stöð­u. 

Nú þegar við erum farin að horfa út úr höft­unum þá er mik­il­vægt að það eigi sér stað stöðu­mat á hinu póli­tíska sviði þar sem stjórn­mála­menn reyna að læra af því sem aflaga fór.

Það sem bjarg­aði Íslandi út úr miklum vanda var meðal ann­ars beit­ing rík­is­valds af fullum þunga með neyð­ar­lög­unum og fjár­magns­höft­um. Staðan sem uppi var kall­aði á þessar aðgerð­ir. Aðrar þjóðir gátu ekki gripið til þess­ara aðgerða. 

Það ætti að vera kapps­mál að hindra að svona staða geti komið upp aft­ur, og þar bein­ast spjótin að breyttri aðferða­fræði: stefnu­mörkun til langs tíma.

Lang­tíma­hugsun

Ef stjórn­mála­flokk­arnir gætu leyst úr stjórn­ar­krepp­unni með ein­hverjum hætti, þá væri ósk­andi að þeir flokkar sem verða í rík­is­stjórn nái saman um að auka lang­tíma­sýn í stjórn­mál­um. Eftir því er mikil eft­ir­spurn. 

Þetta á við um efna­hags­mál og ekki síður mennta- og heil­brigð­is­mál. Tími smá­skammta­lækn­inga er lið­inn. Ekk­ert í stefnu­málum flokk­anna kemur í veg fyrir að þeir nái saman um það.

Jákvæðar hag­tölur og bætt staða rík­is­sjóðs, eftir nær for­dæma­lausa koll­steypu, ætti að kenna stjórn­mála­mönnum þá lexíu að vanda til verka og hugsa áherslur hjá hinu opin­bera til langs tíma. Það er mikið í húfi um það tak­ist.  

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None