Auglýsing

Umfjöllun Kast­ljóss um fyr­ir­tækið Brú­negg hefur eðli­lega vakið mikla athygli. Fyrir liggur að Brú­negg blekkti neyt­endur stór­kost­lega með því að nota merk­ingar á vörur sínar sem héldu því fram að eggja­fram­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins væri vist­væn, að hænur þess væru „frjáls­ar“ og að þær fái ást og umhyggju. „At­lætið skilar sér í hollri og góðri afurð,“ sagði á heima­síðu Brú­neggja áður en henni var lok­að. Vegna þessa rukk­aði fyr­ir­tækið 40 pró­sent meira fyrir egg­in. Það myndefni og þær upp­lýs­ingar sem komu fram í Kast­ljós­inu sýndu annan veru­leika.

Í umfjöll­un­inni kom einnig fram að Mat­væla­stofnun hafi í tæpan ára­tug haft upp­lýs­ingar um að Brú­negg upp­fyllti ekki skil­yrði sem sett voru fyrir því að merkja vörur sem vist­væn­ar. Atvinnu­vega­ráðu­neytið hafði líka þessar upp­lýs­ing­ar, en gerði ekk­ert með þær. Þrátt fyrir að stjórn­vald og eft­ir­lits­stofnun þess hefði upp­lýs­ingar um umfangs­miklar blekk­ingar gagn­vart neyt­endum þá þótti ekk­ert til­efni til að upp­lýsa um þær.

Vit­neskja um athæfi Brú­neggja, og þöggun eft­ir­lits­stofn­unar og ráðu­neytis um það, kom ein­ungis fram vegna þess að fjöl­mið­ill ýtti á að fá umræddar upp­lýs­ing­ar. Framan af var reynt af öllu afli að koma í veg fyrir það.

Auglýsing

Í þessu dæmi end­ur­spegl­ast ótrú­legt við­horf íslenskrar stjórn­sýslu gagn­vart því að upp­lýsa almenn­ing. Brú­neggin eru nefni­lega víða. Þótt að á Íslandi sé í gildi umfangs­mikið reglu­verk sem krefj­ist eft­ir­lits, og þótt  við eyðum háum fjár­hæðum í eft­ir­lits­stofn­an­ir, þá er það þannig að í mörgum til­fellum er eft­ir­fylgni eft­ir­lits­ins lítil sem eng­in. Og í mörgum til­vikum fá stofn­anir og/eða fyr­ir­tæki ein­fald­lega að hafa eft­ir­lit með sjálfum sér. Það sást til að mynda ber­sýni­lega fyrir banka­hrun, þegar risa­bankar gengu nán­ast sjálfala um íslenskt efna­hags­kerfi án þess að Fjár­mála­eft­ir­litið beitti sér af ein­hverju viti til að hemja stór­hættu­lega, og oft á tíðum glæp­sam­lega, hegðun þeirra.

Erlendar eignir ráða­manna koma okkur ekki við

Ein af grunn­for­send­unum í rit­stjórn­ar­stefnu Kjarn­ans er að styðja við frétta­flutn­ing okkar með vísun í stað­reynd­ir. Blaða­menn okkar eru því stans­laust að reyna að nálg­ast upp­lýs­ingar og kalla eftir gögn­um. Það er ótrú­legt hversu oft við komum að lok­uðum dyr­um. Hér á eftir koma nokkur dæmi.

Hinn 15. mars  2015, rúmu ári áður en Panama­skjölin voru opin­beruð, sendi Kjarn­inn fyr­ir­spurn til upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar þar sem óskað var eftir upp­­­lýs­ingum um hvort ráð­herrar í rík­­­is­­­stjórn Íslands, eða fjöl­­­skyldur þeirra, eigi eignir erlend­­­is. Í ljósi þess að fjár­magns­höft voru í gildi í land­inu, og rík­is­stjórnin var að taka risa­stórar ákvarð­anir varð­andi losun hafta fannst okkur blasa við að þessar upp­lýs­ingar ættu erindi við almenn­ing. Auk þess eiga kjós­endur einnig rétt á því að vita hvort að ráða­menn­irnir sem skikka þá til að búa við rússi­ban­areið íslensku krón­unnar kjósi að búa í sama efna­hags­lega veru­leika og við hin.

Fyr­ir­spurnin var ítrekuð í nokkur skipti, eftir að eft­ir­grennslan rit­­­stjórnar benti til þess að ráð­herrar í rík­­­is­­­stjórn Íslands ættu hugs­an­­­lega eignir erlend­is, sem hvergi hefði verið greint frá. Fyr­ir­­­spurnir Kjarn­ans báru ekki árang­­­ur. Stjórn­ar­ráðið neit­aði að svara þeim.

Í Panama­skjöl­unum var síðan opin­berað að þrír ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands hefðu átt aflands­fé­lög.

Leynd Seðla­bank­ans

Seðla­banki Íslands er stofnun sem hefur gríð­ar­leg áhrif á líf okkar allra. Á árunum eftir hrun hefur hann leikið lyk­il­hlut­verk í efna­hags­kerf­inu með stefnu­mót­un, og -fram­kvæmd, í átt að losun hafta, eft­ir­liti og með ótrú­lega umfangs­mik­illi eigna­sölu.

Bank­inn stýrði t.d. fjár­fest­inga­leið­inni svoköll­uðu, þar sem eig­endur gjald­eyris gátu keypt íslenskar krónur með 23,6 pró­sent virð­is­aukn­ingu. Þessar krónur var svo hægt að nota til að kaupa upp eignir á Íslandi. Sam­an­lögð virð­is­aukn­ing sem þessi sér­valdi hópur fékk fyrir að skipta útlenskum pen­ingum í íslenska í gegnum Seðla­bank­ann var 48,7 millj­arðar króna. Alls nýttu 794 inn­lendir aðilar sér þessa leið. Sumir þeirra hafa hlotið refsi­dóma fyrir efna­hags­brot. Afslátt­ur­inn sem Íslend­ing­arnir fengu á eignum sem þeir hafa keypt sér hér­lendis  um­fram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­bank­ans er um 17 millj­­arða króna.

Seðla­bank­inn neitar að upp­lýsa um hverjir það voru sem komu með pen­inga inn í landið í gegnum þessa leið.

Kjarn­inn greindi frá því í voru að félög sem Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, dæmdur hvít­flibbaaf­brota­­maður sem hefur ein­ungis greitt brota­brot af þeim skuldum sem félög hans söfn­uðu upp fyrir hrun­ið, hafi gert sam­komu­lag við slita­stjórn Glitn­­is. Í því skulda­­upp­­­gjöri var panömsku félagi, stýrðu af Jóni Ásgeiri og eig­in­­konu hans, veitt heim­ild frá Seðla­­banka Íslands til að greiða hluta af skuldum félaga sem Jón Ásgeir stýrði með skulda­bréfum útgefnum af Íbúða­lána­­sjóði. Panamska félag­ið, Guru Invest, fékk fullt verð fyrir umrædd bréf í skulda­­upp­­­gjör­inu. Með skulda­­upp­­­gjör­inu var komið í veg fyrir að hægt væri að setja hin skuldugu félög í þrot og þar með skap­að­ist rými til að færa til eignir þeirra. Ekki er vitað til þess að nokkur annar erlendur aðili - því pana­m­skt skatta­­skjóls­­fé­lag er sann­­ar­­lega erlendur aðili – hafi fengið þessa þjón­­ustu hjá Seðla­­banka Íslands.

Ákvörðun um að heim­ila þessa notkun var tekin innan Seðla­­bank­ans. En Seðla­­banki Íslands neitar að upp­­lýsa um hver það var sem tók hana, hvaða rök hafi verið fyrir því að taka hana né hvort ein­hverjir aðrir hafi fengið sömu þjón­­ustu.

Má ekki segja hverjir fá greitt

Í byrjun nóv­em­ber greindi Kjarn­inn frá því að Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ), eign­ar­halds­fé­lag sem heldur utan um mörg hund­ruð millj­arða króna fulln­ustu­eignir Seðla­bank­ans eftir hrun­ið, hefði greitt 885,4 millj­ónir króna fyrir veitta sér­fræði­þjón­ustu á árunum 2013-2015. Þegar send var fyr­ir­spurn um hverjir það voru sem fengu þessar greiðslur neit­aði Seðla­bank­inn að svara því og bar fyrir sig þagn­ar­skyldu. Félag í eigu Seðla­bank­ans, sem hefur það hlut­verk að selja eignir sem bank­inn sat uppi með eftir hrun­ið, neitar að upp­lýsa um hverjum það er að borga fyrir sér­fræði­þjón­ustu.

Við má bæta að ESÍ hefur ekki boðið út að minnsta kosti hluta þeirra verk­efna sem sér­fræð­ingar hafa sinnt fyrir félag­ið. Aðilar hafa verið hand­valdir til að sinna þeim. Sömu sögu er að segja um ýmsar eigna­söl­ur. Þær hafa átt sér stað bak við luktar dyr og ekki hafa feng­ist upp­lýs­ingar um þær í gegnum árin.

Þá er ótalið að hvorki stjórn­sýslan né Seðla­bank­inn hafa viljað opin­bera gögn og upp­lýs­ingar um vinnu þeirra hópa sem unnu að losun hafta. Sú vinna, og það sem fór fram í henni, kemur okkur ekki við að þeirra mati.

Réttur almenn­ings til að vita trompar rétt ger­anda til að leyna

Dæmin um það þegar stjórn­vald stendur í vegi fyrir aðgengi fjöl­miðla, og þar með almenn­ings, að upp­lýs­ingum eru miklu fleiri. Og ómögu­legt að fara yfir þau öll hér. En ofan­greint sýnir okkur svart á hvítu hversu víð­feðmt vanda­málið er. Það er ein­fald­lega inn­byggt í stjórn­kerfið okkar að flest sem þar er gert komi okkur ekki við.

Besta eft­ir­lit­ið, og aðhald­ið, er upp­lýs­ing. Ef þeir sem taka ákvarð­anir fyrir hönd stjórn­valds vita að almenn­ingur og fjöl­miðlar munu geta grand­skoðað þá ákvörðun þá vanda þeir sig bet­ur. Ef fyr­ir­tæki eins og Brú­negg vita að skýrslur Mat­væla­stofn­unar um neyt­enda­blekk­ingar þeirra verði sam­stundis opin­ber gögn þá myndi þeim ekki detta í hug að reyna slíkar blekk­ing­ar.

Ný rík­is­stjórn, hver svo sem mun skipa hana, ætti að gera það að sínu fyrsta verki að tryggja algjört aðgengi að öllum upp­lýs­ingum sem varða almanna­hag og ógna ekki öryggi rík­is­ins. Hún á að taka þá afstöðu í verki, sýna frum­kvæði í birt­ingu gagna og beita sér mark­visst fyrir því að réttur kjós­enda og fjöl­miðla til að fá að vita trompi alltaf rétt ger­anda til leynd­ar. 

Og þá, kannski þá, mun traust milli almenn­ings og stofn­ana sam­fé­lags­ins aukast á ný.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None