Hvers er 5 ára ríkisfjármálaætlun megnug?

Auglýsing

Í tveggja mín­útna langri ræðu undir liðnum Störf þings­ins gagn­rýndi ég orð sem hafa fallið á þing­inu og víðar í þá veru að 5 ára rík­is­fjár­mála­á­ætlun nýfall­innar rík­is­stjórnar sé rammi að fjár­lögum sem nú eru í vinnslu - og út fyrir hann megi hvorki þing né vænt­an­leg rík­is­stjórn fara. Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, vara­for­maður Við­reisn­ar, svarar sam­dæg­urs með grein hér í Kjarn­anum en hún víkur ekki að þessum aug­ljósa kjarna í ræð­unni. Ræðan fer hér á eft­ir, með stytt­ingum (ávörp og síð­asta máls­grein felld burt): 

„Í umræðum á Alþingi hefur borið á að ræðu­menn halda því fram að fimm ára rík­is­fjár­mála­á­ætlun frá­far­andi rík­is­stjórnar setji hóf­legum hug­myndum um auknar tekju­öflun 2017 skýrar skorð­ur, rétt eins og áætlun einnar rík­is­stjórnar bindi hendur þeirrar sem við tekur þegar sú fyrri missir meiri hluta, eða bindi jafn­vel hendur þings­ins. Það er aug­ljós­lega rangt nú þegar fyrri þing­meiri­hluti hefur raskast og Alþingi hefur auk þess fjár­laga­valdið þegar allt kemur til alls. Þessi afstaða kom t.d. fram síð­ast­lið­inn þriðju­dag í Kast­ljós­þætti RÚV hjá vara­for­manni Við­reisn­ar, Jónu Sól­veigu Elín­ar­dótt­ur, og hún hefur heyrst í þing­ræðum full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks sem fjalla um fjár­laga­frum­varp­ið. Eru þessir flokkar sam­mála um áherslur í rík­is­fjár­mál­um, ber að skilja það svo? Fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórnar er póli­tísk hag­fræði og lýtur sömu örlögum og önnur meg­in­stefnu­plögg hvort sem er til vinstri, hægri eða við miðju stjórn­mál­anna. Hinu má ekki gleyma að til­gangur fimm ára rík­is­fjár­mála­á­ætl­unar er m.a. sá að gera fjár­laga­vinnu hvers árs skil­virk­ari en ella og auka ábyrga afstöðu til allra þátta fjár­laga­frum­varps­ins. Það merkir ekki að nýtt þing og nýr meiri­hluti að baki nýrrar rík­is­stjórn­ar, væri hún til hér og nú, geti ekki aflað auka­tekna til sam­fé­lags­þjón­ust­unnar með ábyrgum hætti og þar með farið út fyrir ramma sem fallin stjórn setti sér, styðji Alþingi það skref, skref sem sumir þing­menn reyna með­vitað að láta líta út sem svo að það sé brot á heil­agri áætl­un. Varla er fáfræði um að kenna en kannski mis­skiln­ingi í ein­hverju til­vik­i.“

Auglýsing

Gagn­rýni ósvarað

Hér er alveg ljóst hvað gagn­rýnt er og af hverju. Því miður er umræddur rammi rík­is­fjár­mála­á­ætl­unar not­aður sem rétt­læt­ing á því að varla megi afla við­bót­ar­tekna nema þá með inn­byrðis færslum innan tekju- og gjalda­hliðar fjár­laga­frum­varps. Það gera bæði full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar. Að þessu er ekki vikið í Kjarna­grein­inni. Enn fremur er ljóst að orð Jónu Sól­veigar um meint ábyrgð­ar­leysi ræðu­manns og skort á skiln­ingi á til­gangi lang­tíma fjár­mála­á­ætl­unar eiga ekki við ræð­una. Þvert á móti - þar er fjallað um hvoru tveggja. 

Í stað þess að svara gagn­rýn­inni eyðir þing­mað­ur­inn púðri í að fara yfir stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður sem ég minnt­ist ekki á. Vil þó nefna stað­reyndir þegar á mig er ljóð­að. Í land­bún­að­ar- og neyt­enda­málum lágu fyrir hug­myndir og til­lögur sem ekki náð­ist að ræða sem lið í mála­miðlun en mynd­uðu not­hæfan grunn. 

Í sjáv­ar­út­vegi lágu fyrir tvær til­lögur eða hug­mynd­ir. Annað plaggið vann mál­efna­hópur með þátt­töku allra fimm flokk­anna í fyrri við­ræðum þeirra. Þar var ekki annað eftir en að setja lága pró­sentu­tölu á inn­köllun afla­heim­ilda og ræða betur um hvernig þær skyldu nýtt­ar. Hitt plaggið var nýrri til­laga sem heldur ekki náð­ist að ræða til mála­miðl­un­ar. 

Óþekktar tölur

Rík­is­fjár­málin voru helsta bit­beinið í við­ræð­u­m ­flokk­anna fimm. Þar lögðu Vinstri græn fram tölu­lega áætlun um greini­lega öflun 25-30 millj­arða auka­króna að lág­marki og skipt­ingu upp­hæða milli mála­flokka heil­brigðis mennta, vel­ferðar og sam­gangna svo það helsta sé nefnt. Það er rangt að VG hafi lagt fram kröfur um „fleiri tugi millj­arða án þess að ljóst sé hvernig afla eigi þerra tekna“ (sjá pistil Jónu Sól­veig­ar). Enn fjær sanni er stað­hæf­ingin um að tekju­auka­upp­hæðin hafi, þessum mörgu millj­örðum til við­bót­ar, inni­haldið aðra 40 millj­arða króna. Með öðrum orðum á að hafa verið deilt um til­lög­ur VG að upp­hæð 60-100 millj­arða króna (!), allt eftir því hvað er átt við með „fleiri tugum millj­arða króna“. Þessar háu tölur þekkja vænt­an­lega engir þing­menn sem nálægt við­ræð­unum komu. Til­vís­anir Jónu Sól­veigar í kúvend­ingar í rík­is­fjár­mál­um, sem við tvö erum sam­mála um að séu jafnan ófær­ar, eiga ekki við raun­veru­legar til­lög­ur VG og heldur ekki við ræðu mína.

Höf­undur er þing­mað­ur VG í Suð­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None