Auglýsing

Í magnaðri bók Robert S. McElvaine, um Kreppuna miklu (The Great Depression 1929 til 1941), er sagt frá biðröðunum. Niðurlægingunni. Fólk, sem áður hafði átt sér fastan grunn í fjölskyldulífi, stóð berskjaldað, allslaust og beið eftir því að fá mat, föt og stundum peninga frá borgarsjóði New York borgar, sem var síðan fjármagnaður af bandaríska ríkinu.

Napurt

Á köldum dögum í þessum magnaðasta suðupotti mannlífs sem um getur í heiminum, er þetta með því napurlegasta sem hægt er að hugsa sér. Svipaða sögu var að segja um allan heim. Í Evrópu magnaðaðist örvæntingin, þjóðernishyggjan og spennan milli stéttanna. Sem að lokum átti sinn þátt í því að færa valdaþræðina í hendur brjálæðinga sem höfðu falskt sjálfstraust sitt upp úr nöprum veruleika fólksins.

Mitt í þessu allsleysi birtist hugmyndafræðilegt uppgjör, í efnahagslegu tilliti. Nánar tiltekið í biðröðunum sjálfum, þar sem fólk beið eftir styrk úr sameiginlegum sjóðum fólksins. Þegar á reyndi þá hafði fólk ekki önnur ráð, ekki í önnur hús að leita. 

Auglýsing

Upp úr efnahagslegum aðgerðum Bandaríkjastjórnar og borgarsjóða vítt og breitt um Bandaríkin, þó einna helst í New York, varð til nýr grunnur að lífi fólksins. Það byrjaði að koma blóð í efnahagslegar æðar á nýjan leik.

Skelfingin var svo mikil og þúsundir manna frusu í hel og dóu úr hungri, innan um allsnæktir yfirstéttarinnar. Andstæðurnar á Manhattan hafa líklega aldrei verið átakanlegri en eftir Kreppuna miklu, á árunum 1929 til 1941. En með umfangsmiklum og fordæmalausum efnahagsaðgerðum fæddist smátt og smátt - vissulega á löngum tíma - von í huga fólksins. Í New York unnu til dæmis konur þrekvirki þegar þær skipulögðu gríðarlega umfangsmiklar saumastofur, sem borgin fjármagnaði uppbygginguna á. Þetta reyndust með bestu fjárfestingum kreppunnar þar sem flíkurnar björguðu mannslífum og hjálpuðu fyrirtækjum að komast af stað á nýjan leik við erfiðar aðstæður. 

Umfangsmiklar byggingaframkvæmdir - fjármagnaðar með opinberum sjóðum - fengu hjólin til að snúast hraðar. Ekki var hægt að stóla á neinn frjálsan markað, einn og óstuddan. Hin stórkostlega bygging The Empire State, við 34. stræti á Manhattan, tók að rísa árið 22. janúar 1930. Á fjórða þúsund verkamenn, aðallega áður atvinnulausir innflytjendur frá Evrópu, báru hitann og þungann af verkinu. William F. Lamb hannaði bygginguna og tók aðeins tvær vikur til verksins, enda þoldi það enga bið. Tilkomumikið yfirbragð byggingarinnar byggði á fyrri hönnun sem stofa hans hafði unnið að, Reynolds byggingunni í Norður-Karólínu. 

Stein fyrir stein. Samhent handtak. Byggingin reis og vonin með. 

Innflytjendur frá Evrópu byggðu upp The Empire State í New York.


Hugmyndafræðilegt uppgjör


Það vill stundum gleymast að sagan er uppfull af „leiðréttingum“, og „endurræsingum“, svo allt geti komist rétta leið á nýjan leik. Líkt og eftir Kreppuna miklu þá er það samreksturinn sem nýttur er til að koma hlutunum af stað.

Þeir sem aðhyllast markaðshyggjuna vita að hún getur ekki ein og óstudd verið. Þrátt fyrir það er oft um hana rætt eins og svo sé. Á undanförnum árum, eftir hremmingarnar 2007 til 2009 - sem komast hvergi nærri skelfingunni í Kreppunni miklu - hefur þetta birst með alveg tærum hætti. Þunginn í gangverki efnahagslífsins er ekki síst hjá seðlabönkum, sem tóku á sig gríðarlega miklar skuldbindingar í fjármálakreppunni fyrir tæpum áratug. Þessar skuldbindingar eru að lokum á herðum almennings og skattgreiðenda. Umfangið er með ólíkindum, eins og margföldun efnahagsreikninga seðlabanka heimsins ber með sér. Sannarlega umhugsunarefni hvenær muni koma að skuldadögum.

Biðröð eftir súpu, kaffi og kruðeríi í New York.


Það eina sem kom í veg fyrir algjört hrun markaða og eignaverðs í heiminum var inngrip ríkisins í gegnum seðlabanka og ríkissjóði. Í tilfelli Íslands má síðan horfa til neyðarlaga og fjármagnshafta. Það reyndust björgunarhringir Íslendinga í efnahagslegum ólgusjó. 

Hvernig mátast þetta við sögulega atburði áður fyrr? Sagan virðist endurtaka sig en það er hollt fyrir fólk að hugsa til þess að vandamálin núna eru órafjarri þeirri skelfingu sem skapast í Kreppunni miklu.

Hugsum um biðraðirnar

Halldór Elí, fjögurra ára, stígur upp úr neðanjarðarlestinni skammt frá Empire State, við 34. stræti á Manhattan.Í bók McElvaine er skrifuð upp saga uppbyggingar í Bandaríkjunum - einkum New York - en líka hvernig neyðin birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hrun markaðarins - sem mikil tiltrú hafði myndast á - var ófyrirséð fyrir flestum, eins og reyndin var fyrir tæpum áratug. Það skall á venjulegu fólki sem byrjaði í kjölfarið nýtt líf.

Biðraðirnar, eitt helst myndræna einkenni Kreppunnar miklu, eru bæði styttri nú á tímum en þær voru og vonin er meiri og hjálpin sömuleiðis. Í efnahagslegri velsæld, eins og Ísland gengur nú í gegnum, ættum við að huga að þeim sem eru í biðröðunum að óska eftir hjálp. Þau eru að bíða eftir aðstoð sem samfélagið ætti að geta veitt. Sagan sýnir að það borgar sig að hjálpa og nýta til þess að sameiginlega sjóði. Það er góð fjárfesting.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None