Auglýsing

Nú er kald­hæðnin ein af stóru ein­kennum fas­ism­ans, en þannig vill til að sá hópur á Íslandi sem hvað dygg­ast hefur stutt Don­ald Trump og fagnað sigri hans, er sama fólkið og kvartar linnu­laust undan svoköll­uðum póli­tískum rétt­trún­aði. Að vísu virð­ist þetta ágæta fólk rugla hug­tak­inu saman við almenna vel­vild í garð ann­ars fólks, eða mann­rétt­indi eða eitt­hvað slíkt, en það er vissu­lega póli­tískur rétt­trún­aður til staðar á Íslandi eins og ann­ars stað­ar. Í all­marga ára­tugi hefur það nefni­lega verið óskráð regla, að í stjórn­mála­um­ræðu á maður aldrei að líkja neinu við fas­isma.

Ástæðan er að hluta til sú að farið hefur verið full fjálg­lega með hug­takið í óag­aðri ­sam­tölum í gegnum tíð­ina. En þessi póli­tíski rétt­trún­aður þýðir að þegar fas­ism­inn snýr aft­ur, eins og fjöl­margir hafa spáð í meira en 70 ár að hann muni gera, þá fyr­ir­skipar póli­tíski rétt­trún­að­ur­inn afneit­un. Enga hegðun skal bera saman við fas­isma. Þetta er hinn sanni póli­tíski rétt­trún­að­ur, ekki sá að krefj­ast jafn­ræðis fyrir lögum óháð trú­ar­brögð­um, eða mannúð í mál­efnum útlend­inga.

Auglýsing

Þessa dag­ana er erfitt að fjalla um annað en for­seta Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump. Jarð­veg­ur­inn er frjór; algjört hrun trausts almenn­ings gagn­vart bæði yfir­völdum og fjár­mála­kerf­inu þýðir að ansi margt fólk vill meira eða minna hvað sem er, annað en það sem á undan er geng­ið. Það er auð­vitað mjög skilj­an­legt, en eins og sagan sýnir svo ekki verður um vill­st, þá geta brjáluð sam­fé­lög leitt af sér brjál­aða leið­toga.

Fas­ismi er hug­tak sem fræði­menn hafa karpað um frá upp­hafi hvað þýði nákvæm­lega. Rót ástæð­unnar er lík­lega sú að faðir fas­ism­ans, Benito Mus­sol­ini, virt­ist hrein­lega ekki hafa hugsað málið alveg til enda. Því mætti færa rök fyrir því að fas­isma væri best lýst af honum þegar hann sagði: "Stefna okkar er ein­föld. Við viljum ráða yfir Ítal­íu."

Það er að vísu þó nokkuð síðan ég fékk mig fullsaddan af því þeirri væg­ast sagt ofmetnu iðn að karpa um skil­grein­ingar á orð­um. Það er ekki nauð­syn­legt að skil­greina fas­isma í öllum smá­at­riðum til þess að bera saman stjórn­ar­tíð Don­alds Trumps við upp­gang fas­ism­ans á Ítalíu eða í Þýska­landi. For­seta­stóll Don­alds Trumps snýst um það að ráða yfir Banda­ríkj­unum og það er hvorki klæða­burður hans né yfir­vara­skegg sem knýr fólk til að kalla hann fas­ista, heldur orð hans og gjörð­ir.

Nýj­ustu fréttir frá Banda­ríkj­unum eru, eins og því miður ansi oft þessa dag­ana, um Twitt­er-­tíst frá for­set­an­um, en það hljóðar svo í íslenskri þýð­ingu: "Álit þessa svo­kall­aða dóm­ara, sem í grunn­inn tekur laga­fram­fylgd frá landi okk­ar, er fárán­legt og því verður snúið við!" - Þar á hann við að alrík­is­dóm­ari hafi sumsé dirfst að þjóna hlut­verki sínu við það að veita yfir­völdum laga­legt aðhald, þegar Don­ald Trump gaf út til­skipun þess efnis að hindra fólk í að koma til Banda­ríkj­anna frá 7 löndum þar sem múslimar eru í meiri­hluta.

Það ætti að vera hætt að koma nokkrum á óvart að sjá og lesa slíkt frá Don­ald Trump, en þarna gerir hann tvennt. Hann grefur undan lög­mæti dóm­stóla og þar með rétt­ar­rík­is­ins sem var sett á fót til að veita stöðu hans aðhald. En það sem ætti líka að vekja hroll, er að hann til­greinir sjálfan sig sem land­ið. Eins og ef "svo­kall­aðir dóm­ar­ar" séu ein­hvern veg­inn ekki hluti af Banda­ríkj­unum og banda­rísku lagaum­hverfi. Eins og ef aðhald með ákvörð­unum hans sé í and­stöðu við Banda­ríkin sjálf.

Jæja, ef maður ætl­aði að útlista allt sem Don­ald Trump hefur sagt passar við fas­is­mann, þá yrði þessi pist­ill of langur til að nokkur mann­eskja nennti að lesa hann. Ég skora á hvern ein­asta les­anda samt að tína það til af sjálfs­dáðum, því myndin verður hratt mjög skýr.

Við skulum því snúa okkur að alvar­legri spurn­ingu heldur en hversu hneyksluð við ætlum að þykj­ast vera yfir orða­notk­un, þar sem heiti fyr­ir­bær­is­ins er ekki í sjálfu sér aðal­at­rið­ið. Hvað ger­ist ef hryðju­verka­árás verður framin í Banda­ríkj­unum á meðan Don­ald Trump er for­seti? Hvað mun "sterki leið­tog­inn" gera sem "svo­kall­aðir dóm­ar­ar" og "hræði­legir fjöl­miðl­ar" hindra "land­ið" í að gera til að vernda borg­ar­ana? Ef við tökum ein­ungis fyrir það sem hann hefur sjálfur sagt og gert, verður þá svarið við þess­ari spurn­ingu minna óhugn­an­legt ef við bara sleppum því að kalla hann fas­ista? Ég held ekki.

Athugum að til­skip­unin sem sett var lög­bann á var, að sögn sterka leið­tog­ans, til þess að verja banda­ríska þegna gegn hryðju­verk­um. Mark­miðið virð­ist hins­vegar miklu frekar vera að upp­fylla lof­orð hans um að vera leið­in­legur við múslima. Hvorki leyni­þjón­ustan eða her­inn köll­uðu eftir þessu, og eru þó heldur betur ófeimin við að sanka að sér vald­heim­ild­um. Hvernig heldur fólk að hann bregð­ist við ef hryðju­verkárás verður framin í Banda­ríkj­unum í for­seta­tíð hans, miðað við hegðun hans núna?

Hvar munu mörk hans reyn­ast þá?

Ég ætla að svara þessu: þau munu reyn­ast hvergi. Don­ald Trump hefur sýnt fram á það, ekki einu sinni eða tvisvar, heldur í hegðun sinni og orð­ræðu almennt, að fyrir honum eru engin tak­mörk. Hann gerir það sem hann vill og ein­fald­lega tekur slag­inn við þá sem eru ósam­mála honum eða veita honum aðhald, sama hvort það eru dóm­stólar eða almenn­ingur eða fjöl­miðlar eða alþjóða­stofn­anir eða hvað. Við þurfum ekk­ert að velta fyrir okkur hvort hann sé lík­legur til að beita gasklefum á ein­hverja hópa eftir 9 ár, því það stendur eftir og er ein­fald­lega þannig, að hegðun hans og orð­ræða eiga sér fyr­ir­myndir í hrott­unum sem náðu völdum í Evr­ópu á fyrri hluta 20. ald­ar. Auð­vitað eru aðstæður í Banda­ríkj­unum frá­brugðnar þeim sem voru í Evr­ópu á sínum tíma enda er birt­ing­ar­mynd fas­ism­ans hvergi nákvæm­lega eins, en öll höf­uð­ein­kennin eru til staðar og ættu að vera öllum aug­ljós.

Við getum ekki leyft póli­tískum rétt­trún­aði að blinda okkur fyrir því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None