Viltu kreppuhallir eða íbúðir fyrir iðgjaldið þitt?

Guðmundur Guðmundsson veltir fyrir sér hvort tap lífeyrissjóða á byggingu glerhalla myndi ekki duga til þess að byggja nýtt Breiðholt.

Auglýsing

Bygg­ingin á mynd­inni er um 14.500 fer­metrar að flat­ar­máli. Hún er dæmi­gerð fyrir þá gler­kassa og turna sem dög­uðu uppi í borg­ar­land­inu eftir hrun. Þessi bygg­ing hefur staðið tóm í upp undir ára­tug.

Hvað skyldu líf­eyr­is­sjóðir hafa tapað miklu á fram­kvæmd­inni og öðrum álíka? Svim­andi fjár­hæðir fóru í súg­inn þegar verk­takar og eign­ar­halds­fé­lög fóru á haus­inn á færi­bandi eftir hrun.

Urðarhvarf 8.

Flat­ar­mál bygg­ing­ar­innar sam­svarar á fimmta hund­rað smá­í­búð­um, sem sár­vantar í dag á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ímyndum okkur nú eitt augna­blik að bygg­ingin hefði risið sem íbúða­blokk með litlum leigu­í­búð­um.

Sem líf­eyr­is­sjóðir rækju og leigðu út á hóf­legum kjörum til almenn­ings. Þá væri hagn­aður af fram­kvæmd­inni, og sam­fé­lags­legur ávinn­ingur í formi minni hús­næðiseklu.

Enn fremur slyppu borg­ar­búar við þá sóun og sjón­mengun sem felst í hálf­kláruðum steypuk­um­böld­um. Sem standa tómir heilu og hálfu ára­tug­ina í borg­ar­land­inu.

Ef tap líf­eyr­is­sjóða af svip­uðum bygg­inga­fram­kvæmdum er talið sam­an, og umbreytt í litlar íbúð­ir, eru þá ekki komin þau auka Breið­holts­hverfi sem vantar í hús­næð­is­jöfnu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins?

Auglýsing

Hús­næði er lífs­nauð­syn og ætti að vera áhættu­lítil fjár­fest­ing til lang­frama fyrir líf­eyr­is­sjóði. Erlendis er vel þekkt að líf­eyr­is­sjóðir eigi og reki leigu­í­búðir fyrir þegna sína.

Af hverju ekki á Íslandi?

Ef líf­eyr­is­sjóðir geta byggt 20 hæða fjöl­býl­is­hús (hót­el) fyrir útlend­inga á 18 mán­uð­um, geta þeir þá ekki líka byggt 5 til 10 hæða blokkar­í­búðir fyrir eig­endur sína?

Er það ósann­gjörn krafa?

Árshækkun fasteignaverðs nú 1,3 prósent
Verulega hefur dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði að undanförnu.
Kjarninn 21. maí 2019
Viðar: Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum
Framkvæmdastjóri Eflingar vill að Harpan aflýsi viðburði sem á að fara fram 23. maí þar sem þekktur hægri öfgamaður á að koma fram.
Kjarninn 21. maí 2019
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Að borða fíl
Kjarninn 21. maí 2019
Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga
Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.
Kjarninn 21. maí 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé
Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.
Kjarninn 21. maí 2019
Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.
Kjarninn 21. maí 2019
Kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 21. maí 2019
Hæstiréttur vísar frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs
Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum anga af Baugs-málinu svokallaða.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None