Losun gróðurhúsalofts og framræstar mýrar

Davíð Ingason spyr af hverju sé ekki horft meira á endurheimt votlendis ef mönnum sé alvara um náttúruvernd og minnkun losunar.

Auglýsing

Losun gróð­ur­húsa­lofts á Íslandi er að langstærstum hluta (72%) frá fram­ræstu vot­lendi, sam­kvæmt opin­berum ráðu­neytis­tölum sem fram komu á Alþingi á síð­asta ári. Samt virð­ast þessi stað­reynd vera eitt­hvert tabú sem ekki má tala um. Það virð­ist alltaf vera horft eitt­hvert annað þegar rætt er um að minnka losun gróð­ur­húsa­lofts, nú síð­ast í nýút­kominni skýrslu HÍ. Venju­legt fólk skilur ekki hvers vegna. Ef mönnum er alvara með nátt­úru­vernd og minnkun los­un­ar, hvers vegna má ekki að byrja þarna á langstærsta los­un­ar­vald­in­um? Er svona flókið að moka ofan í skurði? Talan 72% af los­un CO2 er svo yfir­gnæf­andi að það hlýtur að skipta lang­mestu máli – hvort sem hlut­fallið er hár­ná­kvæmt eða gróft met­ið.

Við end­ur­heimt vot­lendis end­ur­heimt­ist nátt­úra Íslands með vað­fugli og sund­fugli og öðrum dýr­um. Rætur mýra­gróð­urs­ins halda jarð­veg­inum saman og vatnið nærir og elur smá­dýra­líf sem dregur svo aftur til sín fugla. Mýr­arn­ar, sem stundum eru kall­aðar önd­un­ar­færi lands­ins, eru nú víða horfnar af stórum svæð­um. Þessi svæði gegna í flestum til­fellum engu hlut­verki í upp­þorn­uðu ástandi öðru en því að halda áfram að losa gróð­ur­húsa­loft – menga and­rúms­loft­ið. Hið skrýtna er að það eru nefni­lega ekki nema 15% af fram­ræstu vot­lendi hér á landi notuð til land­bún­að­ar. 

Árin 2009 til 2013 var stefna stjórn­valda að koma upp sem flestum kís­il­verum á land­inu. Það var kannski skilj­an­legt út af fyrir sig sem mót­leikur gegn efna­hag­skreppu en fylgi­kvill­inn er aug­ljós. Kís­il­ver­in  munu auka veru­lega losun frá iðn­aði sem stendur nú fyrir um 12% los­unar á lands­vísu. Þessu verður lík­lega ekki breytt að svo komnu, við sitjum uppi með þá stöðu. Ekki mun heldur duga að raf­væða alla fólks­bíla á land­inu sem losa um 4% alls sem við los­um, þó svo að það sé mjög skyn­sam­legt mark­mið og mjög af hinu góða. Land­bún­að­ur, fyrir utan fram­ræst vot­lendi, losar 4% og sjáv­ar­út­veg­inn losar 3%  af heild­ar­los­un, þannig að þar er um til­tölu­lega lágar tölur að ræða af heild­inni líkt og með far­ar­tæk­in. 

Auglýsing

Maður spyr sig hverra hags­munum það þjóni að vilja ekki horfa til þessa mikla og auð­sótta ávinn­ings sem felst í að sækja í end­ur­heimt vot­lend­is. Vera má að ekki sé talað um end­ur­heimt vot­lendis í Par­ís­ar­sátt­mála eða öðrum slíkum sátt­málum sem ráða­menn horfa til en vand­inn – og ávinn­ing­ur­inn –  hlýtur að vera sá sami hvaðan sem los­unin kem­ur. Eða erum við kannski að tala um hlið­stæðan raun­veru­leika eins og nú er í tísku sums stað­ar? Spyr sá sem ekki veit.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None