„... og hjartað hætti að slá“

Aðbúnaður flóttafólks frá Suður-Súdan er mjög lélegur í flóttamannabúðum í Úganda. Aðsend grein eftir Atla Viðar Thorstensen, sviðstjóra hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum á Íslandi.

Auglýsing

Svona end­aði sagan sem ég heyrði í Úganda í dag, rétt við landa­mæri Suð­ur­-Súd­an. Hún fjall­aði um ung hjón með sex mán­aða gam­alt barn. Þessi litla fjöl­skylda flýði stríðs­á­tök og ofsóknir í heima­landi sínu Suð­ur­-Súdan en þar hefur geisað borg­ara­styrj­öld und­an­farin ár.

En það voru fleiri sem flýðu. Bara á árinu 2016 flýðu tæp­lega hálf milljón manna til nágranna­rík­is­ins Úganda. Sem betur fer hafa bæði stjórn­völd og íbúar Úganda tekið vel á móti nágrönnum sínum og reynt að búa þeim vel í hag­inn, en til þess að það sé hægt þarf utan­að­kom­andi stuðn­ing.

Þegar Rauði kross­inn á Íslandi ákvað að styðja við Rauða kross­inn í Úganda í haust var því spáð að um ára­mótin yrðu lík­lega 40 þús­und flótta­menn í búðum sem heita Bidi­bibi og eru í norður Úganda. Sú spá fór fljótt í 100 þús­und. Í dag haf­ast þar hins vegar við 273 þús­und manns og búð­irnar eru fullar enda orðnar næst stærstu flótta­manna­búðir í heimi. Þá þurfti að opna aðrar búð­ir. Þar eru 100 þús­und manns og þær eru full­ar. Og fleiri búðir eru á svæð­inu. Þær eru líka full­ar. Und­ir­bún­ingur er haf­inn við að opna enn fleiri búðir en von­andi fyll­ast þær ekki. Margir ótt­ast að það ger­ist – og að það ger­ist hratt.

Auglýsing

Það er eig­in­lega ekki hægt að lýsa aðstæð­unum þar sem þær eru verst­ar. En ég ætla að reyna. Lítið vatn er í flótta­manna­búð­unum og þess vegna þarf að flytja gríð­ar­lega mikið magn af vatni með trukkum fyrir íbú­anna. Rauði kross­inn fram­leiðir vatn­ið, meðal ann­ars með því að dæla upp úr ánni Níl og hreinsa, alls um tvær millj­ónir lítra á dag. Og það er of lít­ið. Við ætlum í fjórar millj­ónir fljót­lega. Sal­ern­is- og hrein­læt­is­að­staða er mjög tak­mörkuð sem eykur líkur á alls kyns nið­ur­gangspestum og jafn­vel kól­eru og þetta er mikið malar­íu­svæði. Það er stundum ekki hægt að dreifa malar­íu­netum því fólk hefur ekki skjól, margir búa undir segl­dúkum sem haldið er uppi af nokkrum greinum sem eru hins vegar listi­lega vel settar sam­an. Hit­inn er í kringum 35 stig og rokkar jafn­vel yfir 40 gráður þegar heit­ast er. Ein mál­tíð á dag.

Svo þegar myrkrið kemur er ekk­ert annað er að húka undir dúkn­um, sofa og bíða eftir birt­unni. Hjálp­inni. Sem lætur lítið á sér kræla. Þá er vonin ein eft­ir, og það fjarar undan henni. Þetta er raun­veru­leiki fyrir tug­þús­unda flótta­manna. Rauði kross­inn og aðrar hjálp­ar­stofn­anir gera sitt besta en hafa ekki undan og fá ekki nægj­an­legt fjár­magn til að sinna full­nægj­andi hjálp­ar­starfi.

Litla fjöl­skyldan sem ég minnt­ist á áðan var ein af þeim sem var á leið­inni að kynn­ast þessum aðstæðum í flótta­manna­búð­un­um. Eftir að hafa flúið skelfi­legt ofbeldi og sjálf­sagt í áfalli eins og svo margir aðr­ir. Flúið heima­land sitt með sex mán­aða gamla dreng­inn sinn á leið yfir í annað land þar sem þau eygðu von. En þegar þau voru að kom­ast í „skjól“ gerð­ist svo­lít­ið. Litla sex mán­aða gamla barnið varð móð­ur­laust. Hjarta móð­ur­innar hætti að slá og hún dó. Ég veit ekki af hverju. Hún bara dó. En eftir stóð fað­ir­inn með sex mán­aða gam­alt barn – og á leið í flótta­manna­búð­irn­ar.

Utan­rík­is­ráðu­neytið veitti Rauða kross­inum 20 milljón króna fram­lag til að styðja við neyð­ar­að­gerð­irn­ar. Rauði kross­inn ætlar að veita frek­ari stuðn­ing til flótta­fólks­ins.

Höf­undur er sviðs­stjóri hjálp­ar- og mann­úð­ar­sviðs hjá Rauða kross­inum á Íslandi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None