Myndrit: Fjöldi innflytjenda á Íslandi og í OECD

Hlutfall fólks með erlendan uppruna er um 13 prósent af íbúafjölda Íslands.

Útlend­inga­mál hafa verið ofar­lega á baugi í sam­fé­lags­um­ræð­unni Á Íslandi und­an­farin miss­eri. Tvær ástæður búa þar að baki, öðrum frem­ur: Aldrei hefur fjöldi flótta­manna í heim­inum verið jafn mik­ill og margar þjóðir heims hafa þess vegna ákveðið að taka á móti fleiri flótta­mönnum og heim­ila fleiri inn­flytj­endum að setj­ast að.

Hin ástæðan er svo að hér á landi, eins og víða ann­ar­stað­ar, býr fólk sem er ekki hlynnt því að stjórn­völd taki á móti fleira fólki í neyð eða leyfi frek­ari inn­flutn­ing fólks af öðrum ástæð­um. Sumir telja jafn­vel Ísland taka á móti of mörgum flótta­mönn­um.

Fjöldi innflytjenda á ári til valinna landa

Myndritið sýnir fjölda skráðra innflytjenda á ári. Smelltu á landamerkingarnar til þess að fela og birta línurnar
Heimild: OECD.

Sé fjöldi inn­flytj­enda á ári hér á landi bor­inn saman við fjölda inn­flytj­enda í völdum löndum OECD, nánar til­tekið Norð­ur­lönd­in, Þýska­land og Bret­land, sést að Ísland tók á móti fæstum flótta­mönnum árið 2015 ef Slóvakía er und­an­skil­in. Á árunum 2002 til 2012 vermdi Ísland neðsta sæti list­ans meðal OECD-­ríkj­anna.

Það er auð­vitað ósann­gjarn sam­an­burð­ur, að bera lítið eyríki saman við stærstu iðn­veldi heims. Það verður þess vegna að leið­rétta sam­an­burð­inn í þessum efnum með ein­hverjum ráð­um.

Verg landsframleiðsleiðsla á ári eftir völdum löndum, kaupmáttarjöfnuð

Smelltu á landamerkingarnar til þess að fela og birta línurnar. Allar tölur eru í Bandaríkjadollurum.
Heimild: OECD.

Hér verður Ísland borið saman við valin OECD-­ríki með því að skoða fjölda inn­flytj­enda sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu. Hugs­unin er sú að með auknum efna­hags­vexti sé efna­hags­legt rými til þess að taka á móti fleiri inn­flytj­end­um, flótta­fólki eða hæl­is­leit­end­um.

Hér að neðan hefur hlut­fall­inu verið breytt í vísi­tölu þar sem árið 2002 er grunn­ur. Greini­lega má sjá að í efna­hags­upp­sveifl­unni sem náði hámarki árið 2007 að fjöldi inn­flytj­enda jókst ekki í takt við efna­hags­sveifl­una. Þá hefur Íslandi ekki tek­ist að ná aftur sama „jöfn­uði“ efna­hags og fjölda inn­flytj­enda og árið 2002.

Vísitala fjölda innflytjenda miðað við landsframleiðslu

Myndritið sýnir breytingu á fjölda innflytjenda á ári miðað við kaupmáttarjafnaða landsframleiðslu á ári þar sem 2002 er grunnur. Smelltu á landamerkingarnar til þess að fela og birta línurnar.
Heimild: OECD.

Hlut­fall fólks með erlendan upp­runa af íbúa­fjölda á Íslandi var í upp hafi árs­ins 2017 12,8 pró­sent. Hlut­falls­legur fjöldi fólks sem er af erlendu bergi brotið hefur auk­ist jafnt og þétt á Íslandi á und­an­förnum árum. Hag­stofan hefur tekið þessar tölur sam­an.

Uppruni íbúa á Íslandi eftir árum

Myndritið sýnir hlutfallslegan fjölda íbúa á Íslandi eftir uppruna..
Heimild: Hagstofa Íslands.

Sam­kvæmt umfjöllun Hag­stof­unnar síðan í októ­ber í fyrra þá er inn­flytj­andi og önnur kyn­slóð inn­flytj­enda skil­greind svo í gagna­safn­inu: „Inn­flytj­andi er ein­stak­lingur sem er fæddur erlendis og á for­eldra sem einnig eru fæddir erlend­is, svo og báðir afar hans og báðar ömm­ur. Önnur kyn­slóð inn­flytj­enda eru ein­stak­lingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga for­eldra sem báðir eru inn­flytj­end­ur. Fólk er talið hafa erlendan bak­grunn ef annað for­eldrið er erlent. Ein­stak­lingur sem fædd­ist erlendis en á for­eldra sem báðir eru fæddir hér á landi telst einnig hafa erlendan bak­grunn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar