Svíar ósáttir með norskan ráðherra innflytjendamála

Norski innflytjendaráðherrann er í heimsókn í Svíþjóð til að kanna hvað hafi farið úrskeiðis í innflytjendamálum. Sænski ráðherrann segir kollega sinn bulla og vill ekki taka þátt í kosningabaráttunni í Noregi.

Helene Fritzon (vinstri) er sænski ráðherra innflytjendamála. Sylvi Listhaug (hægri) er norski ráðherra sama málaflokks.
Helene Fritzon (vinstri) er sænski ráðherra innflytjendamála. Sylvi Listhaug (hægri) er norski ráðherra sama málaflokks.
Auglýsing

Kosn­inga­bar­áttan fyrir þing­kosn­ing­arnar í Nor­egi hefur teygt anga sína yfir landa­mærin til Sví­þjóðar og inn á borð ráð­herra þar í landi.

Norski inn­flytj­enda­ráð­herr­ann og fram­bjóð­andi norska Fram­fara­flokks­ins, Sylvi List­haug, er í heim­sókn í Sví­þjóð þar sem hún hygg­ist kynna sér stöðu inn­flytj­enda og læra af svo Norð­menn lendi ekki í sömu aðstæðum og Sví­ar, sem hún segir að glími við gríð­ar­leg ofbeld­is­vanda­mál vegna inn­flytj­enda.

Þessu hefur sænski ráð­herra inn­flytj­enda­mála, Hel­ene Fritzon, hafn­að. Vegna máls­ins aflýsti hún fundi sem ráð­herr­arnir ætl­uðu að eiga í dag.

„Það hefur orðið aug­ljóst á síð­ustu dögum að heim­sókn List­haug er liður í norsku kosn­inga­bar­átt­unn­i,“ er haft eftir Fritzon á vef norska dag­blaðs­ins VG. „List­haug virð­ist vera áhuga­sam­ari um að lýsa rangri mynd af Sví­þjóð. Það kemur til dæmis skýrt fram í við­tali sem hún veitti VG, að hún telur vera 60 „no-­go“ svæði í Sví­þjóð, sem er hreint og klárt bull.“

Auglýsing

„Ég er til í að hitta kollega minn í norska ráðu­neyt­inu eftir norsku kosn­ing­arn­ar. Í dag vil ég hins vegar ekki taka þátt í kosn­inga­bar­áttu henn­ar.“

Hin norska List­haug sagði í við­tali við VG í morgun að hún ætl­aði að heim­sækja úthverfi Rin­keby nærri Stokk­hólmi og kanna hvað veldur því að „of margir inn­flytj­endur geti ekki aðlagast“.

„Það hafa orðið til sams­konar vanda­mál á 60 öðrum stöðum í Sví­þjóð,“ segir List­haug í við­tal­inu. „Þetta eru „no-­go“ svæði þar sem orðið hafa til gríð­ar­leg vanda­mál vegna mislukk­aðrar aðlög­un­ar. Þar ráða glæpa­menn í stað stjórn­valda. Þetta eru alveg ólýð­andi aðstæð­ur.“

Ungmenni brenndu bíla margar nætur í röð og köstuðu grjóti að lögreglu í Rinkeby fyrir um fjórum árum, til að mótmæla því að lögregla hafi skotið ungan innflytjanda til bana.

Kosn­inga­bar­áttan í algleym­ingi

Kosið verður til Stór­þings­ins í Nor­egi 11. sept­em­ber næst­kom­andi. Stjórn­ar­flokk­arnir tveir, Hægri­flokk­ur­inn og norski Fram­faraflokk­ur­inn, hafa starfað í minni­hluta­stjórn í Nor­egi síðan í kosn­ing­unum 2013 undir for­sæti Ernu Sol­berg.

Sylvi List­haug er ráð­herra inn­flytj­enda­mála fyrir norska Fram­faraflokk­inn. Stefna flokks­ins í inn­flytj­enda­málum hefur verið ein sú rót­tæk­asta í norsku stjórn­mála­lands­lagi á und­an­förnum árum. Flokk­ur­inn telur inn­flytj­enda­stefnu Nor­egs ekki nógu stranga. Í þessum efnum hefur stefnu flokks­ins verið líkt við stefnu Sví­þjóð­ar­demókrata og Fólks­flokks­ins í Dan­mörku.

„Ég nenni ekki að ræða rök­semda­færslu ann­ara. Inni­hald er mik­il­væg­ast. Þá meina ég að það er mik­il­vægt fyrir mig að vera hér og sjá og heyra hvernig þetta er,“ segir List­haug í Rin­keby um frestun fund­ar­ins við Fritzon. „Kannski finnst henni það vera bull en ég hef rætt við lög­regl­una hér sem hefur útskýrt þau verk­efni sem bíða þeirra. Hér eru svæði sem lög­reglan kemst ekki á nema þung­vopn­uð.“

„Við erum hér að læra svo við lendum ekki í sömu aðstæð­u­m,“ útskýrir List­haug.

Erna Solberg, forsætisráðherra NoregsErna Sol­berg seg­ist ekki hafa áhyggjur af þess­ari upp­á­komu milli inn­flytj­enda­ráð­herrana. „Við skipu­leggjum ekki alltaf fundi þegar við förum í heim­sókn yfir landa­mær­in. Ég held að þetta eyði­leggi ekki sam­bandið milli Nor­egs og Sví­þjóð­ar,“ segir Sol­berg.

Spurð hvað henni þykir um ummæli ráð­herr­ans um 60 „no-­go“ svæði í Sví­þjóð varar Sol­berg ráð­herr­ann við full­yrð­ing­um. „List­haug verður að passa að það sem hún segir sé í sam­ræmi við það sem stjórn­völd þar í landi segja.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent