Auglýsing

Valda­taka lýð­skrumara víða um heim hefur á mjög skömmum tíma sett hlut­ina í nýtt sam­hengi. Ljóst er að fundin hefur verið leið til þess að virkja kraft þeirra sem upp­lifa sig fórn­ar­lömb nútíma­lifn­að­ar­hátta, telja sig ekki vera að njóta afrakst­urs þeirra, hræð­ast breyt­ingar og kalla eftir ein­földun lausnum á flóknum vanda­mál­um. Í veg­ferð­inni felst algjört skeyt­ing­ar­leysi fyrir sann­leik­anum og stað­reynd­um. Og þegar kafað er í skrumið kemur oftar en ekki í ljós að hags­mun­irnir sem drífa það áfram eru í hróp­legri and­stöðu við þá hags­muni sem látið er að liggja að séu í fyr­ir­rúmi.

Þótt það sé erfitt að sjá það í fljótu bragði þá hefur þessi aft­ur­för líka jákvæðar hlið­ar. Ein þeirra er sú að fjöl­miðl­ar, sem árum saman hafa háð mikla varn­ar­bar­áttu, eru að ganga í gegnum end­ur­nýjun líf­daga. Mik­il­vægi þeirra er að opin­ber­ast fyrir almenn­ingi og hann er að átta sig á að leitin að sann­leik­anum innan um offram­boð af steypu er mun auð­veld­ari ef hæfir blaða- og frétta­menn eru að vinna að honum alla daga með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi.

Stærstu rót­grónu fjöl­miðlar hins ensku­mæl­andi heims – miðlar á borð við The New York Times, The Was­hington Post og The Guar­dian – hafa brugð­ist við þess­ari stöðu með því að leita til almenn­ings um að styðja við staf­rænan frétta­flutn­ing sinn. Og það hefur leitt af sér þá stöðu að áskrif­endum hefur fjölgað gríð­ar­lega. Þeir sem borga fyrir þjón­ustu The New York Times hafa til að mynda aldrei verið fleiri. Og í hvert sinn sem Don­ald Trump kallar fjöl­miðla­fyr­ir­tækið „The fail­ing New York Times“ þá fjölgar áskrif­end­um.

Auglýsing

Skila­boðin eru skýr. Alvöru fréttir og stað­reyndir skipta máli. Og þær kosta.

Hið óeðli­lega ástand

Ástandið á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði er mjög óeðli­legt. Nær öll einka­rekin fjöl­miðla­fyr­ir­tæki eru rekin með tapi ef leið­rétt er fyrir þeim sem annað hvort fjár­magna sig með síauk­inni skuld­setn­ingu þar sem afskriftir eru tekju­færðar og þeim sem fá óbeina styrki frá völdum atvinnu­vegum í gegnum aug­lýs­ingar í syst­ur-­syllu­miðl­um.

Stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins er 365 miðl­ar. Það félag, sem hét einu Rauð­sól, keypti alla fjöl­miðla „gamla“ 365 í nóv­em­ber 2008 á 1,5 millj­arð króna og með yfir­töku skulda. Gamla 365 ehf., sem var end­­­ur­­­nefnt Íslensk afþrey­ing ehf., fór í þrot og kröf­u­hafar þess töp­uðu 3,7 millj­­­örðum króna. Á meðal kröfu­hafa þess voru íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og rík­is­bank­inn Lands­banki Íslands.

Þeir stjórn­ar­menn gamla 365 sem sam­þykktu snún­ing­inn greiddu sjóði í eigu rík­is­bank­ans Lands­banka Íslands óupp­gefna upp­hæð fyrir að falla frá skaða­bóta­máli á hendur sér vegna þessa snún­ings. Í mál­inu höfðu dóm­kvaddir mats­­menn kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöðu að gamla 365 ehf. hefði verið ógjald­­fært á þeim tíma sem fjöl­mið­l­­arnir voru seldir til Rauð­sólar og því hefði átt að gefa félagið upp til gjald­­þrota­­skipta sam­­kvæmt lög­­­um. 365 hefur því fengið að kom­ast upp með að brjóta lög og borga sig frá afleið­ingum þess, með til­heyr­andi afleið­ingum fyrir sam­keppni á fjöl­miðla­mark­aði. Hið opin­bera hefur haft beina aðkomu að þessu ferli, t.d. með því að banki sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins heim­il­aði það.

365 miðlar töp­uðu 1,4 millj­arði króna á árinu 2014 og ef það hefði fært skatta­skuld sem það hefur þegar verið dæmt til að greiða í rekstr­ar­reikn­ing 2015 hefði tapið verið 350 millj­ónir króna það árið. 365 skuld­aði tíu millj­arða króna í lok árs 2015 og þær skuldir hafa farið hratt vax­andi, sér­stak­lega eftir að félagið var end­ur­fjár­magnað hjá Arion banka haustið 2015, án sýni­legra við­skipta­legra for­sendna.

Stærstu hlut­hafar fyr­ir­tæk­is­ins, félög í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, og aðilar þeim tengdum hafa mætt botn­lausu tapi með hluta­fjár­aukn­ingum úr aflands­fé­lög­um. Í lok árs 2015 var til að mynda greiddar 550 millj­ónir króna úr slíkum inn í félagið fyrir nýtt hluta­fé. Raunar er uppi­staðan af eign­ar­haldi fyr­ir­tæk­is­ins í gegnum aflands­fé­lög. Og skugga­stjórn­andi þess situr á saka­manna­bekk í hrun­máli.

Nú ætla stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, að hluta til þeir sömu og töp­uðu millj­örðum króna á gjald­þroti gamla 365, að verð­launa sama fólk með því að gera það að stærstu ein­stak­lings­fjár­fest­unum í Voda­fone. Fjar­skipta­fyr­ir­tæki sem LSR, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi eiga saman um þriðj­ung í. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru að kaupa aftur eign­irnar sem teknar voru af þeim í snún­ingi haustið 2008. Enn og aftur truflar það stjórn­endur líf­eyr­is­sjóð­anna lítið að strjúka kval­ara sín­um.

Næst stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins er Árvak­ur, sem gefur m.a. út Morg­un­blaðið og heldur úti mbl.is. Árvakur hefur tapað umtals­verðum fjár­­hæðum á und­an­­förnum árum. Rekstr­­­ar­tap félags­­­ins er að minnsta kosti 1,5 millj­arði króna frá því að nýir eig­endur tók við félag­inu árið 2009. Sömu eig­endur (96 pró­sent þeirra eru tengdir útgerð­ar­fyr­ir­tækj­um) hafa sett að minnsta kosti 1,2 millj­arða króna inn í félagið og fengið sam­tals 4,5 millj­arða króna afskrif­aða hjá Íslands­banka, sem er nú í eigu rík­is­ins, í tveimur lot­um.

Þriðja stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins er Pressan/Vef­pressan, sem rekur ýmsa vefi, DV, sjón­varps­stöð­ina ÍNN, tíma­rita­út­gáf­una Birt­ing og alls­konar svæð­is­miðla. Í árs­reikn­ingum má sjá að skuldir þess sex­föld­uð­ust á milli áranna 2013 og 2015 og stóðu í lok þess árs í 444 millj­ónum króna.

Engar upp­lýs­ingar eru aðgengi­legar um hverjir það eru sem lána fyr­ir­tæk­inu þetta fé, skráðir eig­endur þess hafa ekki viljað upp­lýsa um það og Fjöl­miðla­nefnd telur sig ekki hafa heim­ildir til að krefj­ast þeirra upp­lýs­inga.

Sér­hags­munir kaupa sér leið að almenn­ingi

Ástæða þess að þetta er rifjað upp hér er til þess að skerpa á því hversu óeðli­leg staða þess­ara þriggja fyr­ir­tækja er á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði. Fyrir því má færa sterk rök að öll óeðli­leg­heitin í kringum rekst­ur, afskriftir og fjár­mögnun 365, afskriftir og með­gjöf útgerðar til Árvak­urs og skulda­fen Vef­pressunnar sem eng­inn fær að vita hver stendur að baki, séu rót þess vanda sem íslenskur fjöl­miðla­mark­aður á við að etja.

Þessi þrjú fyr­ir­tæki taka til sín þorra þeirra tekna sem eru í boði á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði og þar af leið­andi súr­efni frá fyr­ir­tækjum sem eru að reyna að reka sig með eðli­legum hætti á rekstr­ar­legum for­send­um. Til við­bótar tekur RÚV til sín risa­stóran skerf af aug­lýs­inga­mark­aði, helstu fjár­mögn­ung­ar­leið íslenskra fjöl­miðla. Tekjur þessa rík­is­rekna fyr­ir­tækis af sam­keppn­is­rekstri voru 2,9 millj­arðar króna á árinu 2015. Fyrir þá upp­hæð mætti reka Kjarn­ann í sirka eina mannsævi.

Svo hafa sprottið upp fyr­ir­bæri eins og skráði fjöl­mið­ill­inn Vegg­ur­inn.­is. Hann er hluti af fyr­ir­tækja­sam­steyp­unni Mark­aðs­mönnum sem sinnir einnig mark­aðs­störf­um, ráð­gjöf og vef­um­sjón, m.a. fyrir stjórn­mála­menn og erlend stór­iðju­fyr­ir­tæki. Það sem birt­ist á þeim miðli er oft á tíðum hreinn áróður og þá oft­ast í takti við mál­stað þeirra sem kaupa aðra þjón­ustu af sam­steyp­unni.

Svona er stað­an. Að baki öllum ofan­greindum fyr­ir­tækj­um, að RÚV und­an­skildu, liggja sér­hags­muna­öfl sem vilja hafa áhrif í gegnum miðl­anna. Það er því miður stað­reynd. Með því er ekki verið að segja að sú fjöl­miðlun sem stunduð sé á miðl­unum sé öll vegna sér­hags­muna. Því fer fjarri og á þeim vinnur fullt af stál­heið­ar­legu og færu fjöl­miðla­fólki sem vinnur frá­bært starf. En öll hafa sýnt af sér afbrigði sér­hags­muna­gæslu fyrir þá sem að baki þeim standa.

Það hefur meira að segja verið opin­berað að eig­endur Morg­un­blaðs­ins hafi sett sér póli­tíska stefnu­skrá sem póli­tískir rit­stjórar voru svo ráðnir til að fylgja. Sú póli­tík og hags­muna­gæsla hefur meðal ann­ars birst skýrt í nýloknum kjara­deilum sjó­manna og útvegs­manna. Hjá 365 eru dæmin um afskipti eig­enda, og vensla­manna þeirra, af rit­stjórn og málum þar sem þeir sjálfir eru and­lag frétta orðin svo mörg og þekkt að óþarfi er að telja þau öll upp. Um það má t.d. lesa hér og hér.

Hin barna­lega en nauð­syn­lega hug­sjón

Það eru brátt fjögur ár síðan að vinna Kjarn­ans hófst. Síðan þá höfum við reynt mis­mun­andi útgáfu­form, gert ótal mörg mis­tök og reynt að læra af þeim. Mark­mið okkar hefur hins vegar aldrei breyst. Við viljum upp­lýsa almenn­ing um það sem er að ger­ast í sam­fé­lag­inu og styðj­ast við stað­reynd­ir, ekki til­finn­ingu, á meðan að við gerum það. Við viljum greina hlut­ina og setja þá í sam­hengi þannig að almenn­ingur átti sig á mik­il­vægi þeirra og umfangi.

Við höfum notið stuðn­ings frá­bærra hlut­hafa á þessum tíma. Um er að ræða hóp sem er með mikla reynslu úr nýsköp­un­ar­geir­anum hér­lendis sem ákvað að takast á með okkur við það ótrú­lega krefj­andi verk­efni að byggja upp staf­rænan fjöl­miðil sem leggur áherslu á umfjöllun um stjórn­mál, efna­hags­mál og við­skipti á ör- og fákeppn­is­mark­aðnum Íslandi. Stuðn­ingur þeirra hefur gert okkur kleift að byggja upp það sem við höfum nú í hönd­un­um. Sterkt vöru­merki sem nýtur trausts, sterkar dreifi­leið­ir, mik­il­vægan les­enda­hóp og erindi í íslensku sam­fé­lagi. Þetta höfum við getað gert án þess að stofna til neinna skulda og án þess að sleppa því að greiða einn ein­asta reikn­ing.

En skila­boð hlut­hafa hafa líka verið mjög skýr um að við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti. Mark­miðið er alltaf sjálf­bærni í rekstri, því ekk­ert tryggir betur sjálf­stæði fjöl­mið­ils en nákvæm­lega það. Starfs­fólkið hefur þess vegna unnið þrek­virki á fyrst eng­um, svo lágum launum árum sam­an. Það hefur gengið í öll störf sem þarf og fórnað ótrú­lega mörgu, meðal ann­ars fjöl­mörgum betur laun­aðri atvinnu­tæki­færum, fyrir upp­bygg­ingu Kjarn­ans.

Höfum gert gagn

Og við höfum gert hell­ings gagn. Við upp­lýstum um Borg­un­ar­mál­ið, eitt mesta við­skipta­hneyksli Íslands­sög­unn­ar. Fyrir það fékk Magnús Hall­dórs­son rann­sókn­ar­blaða­manna­verð­launin á síð­asta ári. Við höfum gert úttektir um að karlar stjórni nær öllum pen­ingum á Íslandi, fjallað ítar­lega um menn­ing­ar­legan ras­isma sem hefur fest rætur hér­lendis og skrifað meira en nokkur annar fjöl­mið­ill um skipt­ingu gæð­anna í sam­fé­lag­inu okk­ar. Við höfum birt trún­að­ar­gögn sem áttu skýrt erindi við almenn­ing þrátt fyrir að eft­ir­lits­stofn­anir eða hags­muna­að­ilar hafi hótað okkur kærum fyrir lög­brot sem fela í sér fang­els­is­dóma. Við höfum veitt stjórn­völdum skýrt og sterkt aðhald á for­dæma­lausum tímum þar sem fjöl­miðlar sátu undir stans­lausum ásök­unum um loft­árásir og óheið­ar­leika.

Við höfum kraf­ist birt­ingar á skýrslum og upp­lýs­ingum sem reynt hefur verið að fela og síðan greint þær upp­lýs­ingar fyrir les­endur okk­ar. Við höfum fjallað mest allra fjöl­miðla um aflands­fé­lög, eignir Íslend­inga í erlendum skatta­skjólum og fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans sem leyfir þeim að koma með þær eignir heim á afslætti. Við höfum verið leið­andi í umfjöllun um hús­næð­is­mál og haft það að leið­ar­ljósi að skýra flókna stöðu þar fyrir les­end­um. Við höfum lagt áherslu á nýj­ungar í fjöl­miðlun á Íslandi á borð við morg­un­póst­inn okk­ar, Stað­reynda­vakt­ina, Kosn­inga­spá, Þing­sæta­spá, Í beinni og Tíu stað­reynd­ir. Svo fátt eitt sé nefnt.

Þú ræður

For­seti Banda­ríkj­anna sagði í gær á Twitter að gagn­rýnir fjöl­miðlar væru óvinir almenn­ings. Sú stað­hæf­ing kemur í kjöl­far þess að fjöl­miðlar hafa sýnt gríð­ar­lega nauð­syn­legt aðhald gagn­vart þeim lygum og afbök­unum sem ein­kennt hafa stjórn­ar­tíð hans. Við þekkjum sömu orð­ræðu hér­lend­is. Á síð­asta kjör­tíma­bili voru fjöl­miðlar bein­línis skil­greindir sem óvinir ráð­andi afla af þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og hirð­inni í kringum hann. 

Í þessu ljósi verður að skoða þá stöðu sem hefur teikn­ast upp á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði eftir banka­hrun, og rakin var hér á und­an. Stöðu sem felur í sér að sér­hags­muna­að­ilum hefur verið leyft að sölsa undir sig nán­ast allan einka­rek­inn fjöl­miðla­markað sam­hliða því sem kerf­is­bundið hefur verið ráð­ist á RÚV til að grafa undan til­veru þess. Nauð­syn frjálsra og óháðra fjöl­miðla hefur því lík­ast til aldrei verið meiri en nákvæm­lega núna.

Á þeim tíma sem Kjarn­inn hefur verið til hefur engum tek­ist að tengja okkur við sér­hags­muna­gæslu með mál­flutn­ingi sem á sér ein­hverja stoð í raun­veru­leik­an­um. Hægri menn kalla okkur vinstri miðil og vinstri menn kalla okkur hægri mið­il. Það er í raun varla til sá merki­miði sem ekki hefur verið reynt að hengja á okk­ur. En þeir merki­miðar eiga það sam­eig­in­legt að fest­ast ekki, enda ómögu­legt að rök­styðja ávirð­ing­arnar með vísun í skrif okk­ar. Og það er kannski mesta hól sem við getum feng­ið.

Við erum ekki full­kom­in. Við munum áfram gera mis­tök og reyna að læra af þeim. En við erum að þessu af hug­sjón. Og við ætlum að halda áfram. Í ljósi þess ástands sem ríkir á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði þá þurfum við á þeim sem við vinnum fyr­ir, þér, að halda til að geta vax­ið. Ann­ars verður sér­hags­muna­öfl­un­um, sem berj­ast fyrir eigin fram­gangi gegn almenn­ingi, eft­ir­látið þetta mik­il­væga svið. Þau eru mjög til í að borga fyrir það.

Hægt er að styrkja Kjarn­ann með því að ganga í Kjarna­sam­fé­lagið og greiða fast mán­að­ar­legt fram­lag til að efla starf­semi hans. Það gerir þú með því að smella hér.

Á end­anum er það í höndum almenn­ings að ákveða hvernig fjöl­miðlaum­hverfi hann vill.

Yfir til þín, takk fyrir stuðn­ing­inn og lest­ur­inn hingað til.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None