Nýsköpun er ekki tilviljun – Hlutverk stjórnenda

Birna Dröfn Birgisdóttir segir að virkir starfsmenn séu þeir sem eru með ástríðu fyrir starfi sínu, tengjast fyrirtækinu og keyra áfram nýsköpun. Yfirmenn beri mjög mikla ábyrgð á árangri fyrirtækja og mikilvægt að þeir fái stuðning og góða þjálfun.

Auglýsing

Millj­ónir manna tengj­ast í gegnum sím­ann sinn og hafa aðgang að nán­ast ótak­mark­aðri þekk­ingu. Við lifum á tíma þar sem tækni­fram­farir eru hraðar og það er talað um að við séum að upp­lifa fjórðu iðn­bylt­ing­una og að ný gullöld sé að hefj­ast. Þessi mikla tækni­þróun breytir því hratt hvernig störfum er háttað og hvaða vænt­ingar við­skipta­vinir hafa.

Fyr­ir­tæki og störf breyt­ast hratt 

Sem dæmi þá hefur við­skipta­módel banka breyst mikið með til­komu heima­bank­anna. Við­skipta­vinir þurfa ekki lengur að mæta í bank­ann og fá þjón­ustu frá starfs­manni, heldur geta þeir sinnt flest öllu í tölvu eða síma. Störf end­ur­skoð­enda hafa breyst mikið með auk­inni tækni og er núna mögu­leiki að skila inn fram­tölum með ein­ungis nokkrum smell­um. Sjálf­keyr­andi bílar og svo margt annað er að eyða störfum og að skapa ný störf. Allar þessar hröðu breyt­ingar eru að hafa áhrif á svo margt, og ekki síst á vænt­ingar neyt­enda. Fólk er að venj­ast því að geta nálg­ast það sem það vill, þegar það vill og að það ger­ist hratt og örugg­lega. Fyr­ir­tæki þurfa að taka þátt í þessum breyt­ingum og ein­beita sér að nýsköp­un.

Tækni­breyt­ingar breyta iðn­uðum

Mörg fyr­ir­tæki eru að bregð­ast vel við þessum breyt­ingum og nýta sér þær til þess að ná sam­keppn­is­for­skoti á meðan önnur helt­ast úr lest­inni.

Auglýsing

MIT Sloan Mana­gement Revi­ew og Deloitte, fram­kvæmdu könnun þar sem meira en 3.700 stjórn­end­ur, fram­kvæmda­stjórar og sér­fræð­ingar víða úr heim­inum tóku þátt. Nið­ur­stöð­urnar sýna að 90% svar­enda telja að tækni­breyt­ingar munu umbreyta iðn­aði þeirra en aðeins 44% svar­enda telja að fyr­ir­tækið þeirra sé að und­ir­búa sig nægj­an­lega vel fyrir þessar breyt­ing­ar.

Nýsköpun er ekki til­viljun

Fyr­ir­tæki sem eru að standa sig vel í nýsköpun og að nýta tækni­þróun sér í hag gera það yfir­leitt ekki af til­vilj­un, heldur er þetta hluti af stefnu þeirra. Þau fyr­ir­tæki sem eru að standa sig vel í þessu eiga það sam­eig­in­legt að þau þola óvissu, gera örar til­raun­ir, fjár­festa í hæfi­leik­a­ríku fólki og ráða og þróa leið­toga sem eru góðir í svo­kall­aðri mjúkri færni.

Nýsköpun er ekki dula­full heldur er mögu­legt að stýra henni með réttum aðferð­um. Fyr­ir­tæki þurfa t.d. að vera með skýra nýsköp­un­ar­stefnu sem passar við stefnu fyr­ir­tæk­is­ins og svo þarf að nýta réttu mæli­tækin og hvatana til þess að efla nýsköpun innan fyr­ir­tæk­is­ins.

Aðferðir til að efla nýsköpun

Til eru ýmsar góðar aðferðir sem geta ýtt undir nýsköp­un. Semco Partner sem er þekkt fyrir að leggja mikla áherslu á sköp­un­ar­gleði og nýsköpun nýtir sér mjög skemmti­lega aðferð til þess að efla sköp­un­ar­gleði. Aðferðin er mjög ein­föld en hún snýst ein­fald­lega um það að alltaf að spurja þrisvar sinnum “af hverju” áður en ákvörðun er tek­in.

Í bók­inni The Seven day week­end sem fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins hann Ricardo skrif­aði, talar hann um að hann var vanur að borða hádeg­is­mat með við­skipta­vinum þrisvar til fimm sinnum í viku. Einn dag­inn spurði hann sig af hverju hann væri að gera þetta. Svarið hans var að hann gerði þetta til þess að vera nán­ari við­skipta­vinum sín­um. Af hverju vildi hann vera nán­ari þeim, spurði hann næst. Til þess að þeir myndu líta á hann sem mann­eskju en ekki bara fjar­lægan for­stjóra og myndu því frekar líta fram hjá hnjökrum í tengslum við verð, gæði og þjón­ustu.

Hann spurði af hverju í þriðja sinn, af hverju ætti hann ekki að nýta þessa tvo klukku­tíma sem hver hádeg­is­fundur tekur til þess að bæta verð, gæði og þjón­ustu þannig að þetta per­sónu­lega sam­band er óþarft. Það var á þess­ari stundu sem Ricardo frels­aði sig frá þess­ari enda­lausu dag­skrá af hádeg­is­verða­fundum og hann gat ein­beitt sér meira að því að bæta fyr­ir­tækið sitt.

Stjórn­endur hafa mestu áhrifin á nýsköpun

Stjórn­endur þurfa að vera góðar fyr­ir­myndir fyrir starfs­fólk sitt til þess að efla nýsköp­un. Sam­kvæmt rann­sókn sem var fram­kvæmd af Gallup í Banda­ríkj­un­um, þá skýrir næsti yfir­maður að minnsta kosti 70% af breyti­leik­anum í virkni starfs­manna í starfi sínu. Virkir starfs­menn eru þeir sem eru með ástríðu fyrir starfi sínu, tengj­ast fyr­ir­tæk­inu og keyra áfram nýsköp­un. Yfir­menn bera því mjög mikla ábyrgð á árangri fyr­ir­tækja og því er mik­il­vægt að þeir fái stuðn­ing og góða þjálf­un.

Nám­skeið hjá end­ur­menntun HÍ

Þriðju­dag­inn 4. apríl verður í boði hjá End­ur­menntun HÍ nám­skeið­ið Hlut­verk stjórn­enda við að efla sköp­un­ar­gleði starfs­manna. Á þessu nám­skeiði verður farið dýpra í hvað það er sem fyr­ir­tæki og yfir­menn þurfa að hafa í huga til þess að efla sköp­un­ar­gleði og nýsköpun fyr­ir­ækja. 

Áhuga­samir geta skráð sig HÉR

Heim­ildir

  • Align­ing the org­an­ization for its digi­tal fut­ure – htt­p://sloan­revi­ew.mit.ed­u/project­s/align­ing-­for-digital-fut­ure/
  • How to run a company with (almost) no rules – htt­p://www.ted.com/talks/ricar­do_­sem­ler_how_to_run_a_company_wit­h_almost_no_ru­les
  • Mak­ing Innovation Work: How to Manage It, Mea­sure It, and Profit from It – https://www.amazon.com/Mak­ing-Innovation-Work-­Mea­sure-Up­dated/d­p/0133092585/ref=s­r_1_1
  • The Fourth Industrial Revolution: what it means, how to respond – https://www.wefor­um.org­/a­genda/2016/01/t­he-­fo­urt­h-industri­al-revolution-what-it-­means-and-how-to-respond/
  • The Seven-Day Week­end: Chang­ing the Way Work Works -https://www.amazon.com/­Seven-Da­y-Week­end-Chang­ing-Work-Works/d­p/1591840260/ref=s­r_1_1
  • What Great Mana­gers Do Daily – htt­p://tri­b.al/Zyk­dUc2

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None