Nýsköpun er ekki tilviljun – Hlutverk stjórnenda

Birna Dröfn Birgisdóttir segir að virkir starfsmenn séu þeir sem eru með ástríðu fyrir starfi sínu, tengjast fyrirtækinu og keyra áfram nýsköpun. Yfirmenn beri mjög mikla ábyrgð á árangri fyrirtækja og mikilvægt að þeir fái stuðning og góða þjálfun.

Auglýsing

Millj­ónir manna tengj­ast í gegnum sím­ann sinn og hafa aðgang að nán­ast ótak­mark­aðri þekk­ingu. Við lifum á tíma þar sem tækni­fram­farir eru hraðar og það er talað um að við séum að upp­lifa fjórðu iðn­bylt­ing­una og að ný gullöld sé að hefj­ast. Þessi mikla tækni­þróun breytir því hratt hvernig störfum er háttað og hvaða vænt­ingar við­skipta­vinir hafa.

Fyr­ir­tæki og störf breyt­ast hratt 

Sem dæmi þá hefur við­skipta­módel banka breyst mikið með til­komu heima­bank­anna. Við­skipta­vinir þurfa ekki lengur að mæta í bank­ann og fá þjón­ustu frá starfs­manni, heldur geta þeir sinnt flest öllu í tölvu eða síma. Störf end­ur­skoð­enda hafa breyst mikið með auk­inni tækni og er núna mögu­leiki að skila inn fram­tölum með ein­ungis nokkrum smell­um. Sjálf­keyr­andi bílar og svo margt annað er að eyða störfum og að skapa ný störf. Allar þessar hröðu breyt­ingar eru að hafa áhrif á svo margt, og ekki síst á vænt­ingar neyt­enda. Fólk er að venj­ast því að geta nálg­ast það sem það vill, þegar það vill og að það ger­ist hratt og örugg­lega. Fyr­ir­tæki þurfa að taka þátt í þessum breyt­ingum og ein­beita sér að nýsköp­un.

Tækni­breyt­ingar breyta iðn­uðum

Mörg fyr­ir­tæki eru að bregð­ast vel við þessum breyt­ingum og nýta sér þær til þess að ná sam­keppn­is­for­skoti á meðan önnur helt­ast úr lest­inni.

Auglýsing

MIT Sloan Mana­gement Revi­ew og Deloitte, fram­kvæmdu könnun þar sem meira en 3.700 stjórn­end­ur, fram­kvæmda­stjórar og sér­fræð­ingar víða úr heim­inum tóku þátt. Nið­ur­stöð­urnar sýna að 90% svar­enda telja að tækni­breyt­ingar munu umbreyta iðn­aði þeirra en aðeins 44% svar­enda telja að fyr­ir­tækið þeirra sé að und­ir­búa sig nægj­an­lega vel fyrir þessar breyt­ing­ar.

Nýsköpun er ekki til­viljun

Fyr­ir­tæki sem eru að standa sig vel í nýsköpun og að nýta tækni­þróun sér í hag gera það yfir­leitt ekki af til­vilj­un, heldur er þetta hluti af stefnu þeirra. Þau fyr­ir­tæki sem eru að standa sig vel í þessu eiga það sam­eig­in­legt að þau þola óvissu, gera örar til­raun­ir, fjár­festa í hæfi­leik­a­ríku fólki og ráða og þróa leið­toga sem eru góðir í svo­kall­aðri mjúkri færni.

Nýsköpun er ekki dula­full heldur er mögu­legt að stýra henni með réttum aðferð­um. Fyr­ir­tæki þurfa t.d. að vera með skýra nýsköp­un­ar­stefnu sem passar við stefnu fyr­ir­tæk­is­ins og svo þarf að nýta réttu mæli­tækin og hvatana til þess að efla nýsköpun innan fyr­ir­tæk­is­ins.

Aðferðir til að efla nýsköpun

Til eru ýmsar góðar aðferðir sem geta ýtt undir nýsköp­un. Semco Partner sem er þekkt fyrir að leggja mikla áherslu á sköp­un­ar­gleði og nýsköpun nýtir sér mjög skemmti­lega aðferð til þess að efla sköp­un­ar­gleði. Aðferðin er mjög ein­föld en hún snýst ein­fald­lega um það að alltaf að spurja þrisvar sinnum “af hverju” áður en ákvörðun er tek­in.

Í bók­inni The Seven day week­end sem fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins hann Ricardo skrif­aði, talar hann um að hann var vanur að borða hádeg­is­mat með við­skipta­vinum þrisvar til fimm sinnum í viku. Einn dag­inn spurði hann sig af hverju hann væri að gera þetta. Svarið hans var að hann gerði þetta til þess að vera nán­ari við­skipta­vinum sín­um. Af hverju vildi hann vera nán­ari þeim, spurði hann næst. Til þess að þeir myndu líta á hann sem mann­eskju en ekki bara fjar­lægan for­stjóra og myndu því frekar líta fram hjá hnjökrum í tengslum við verð, gæði og þjón­ustu.

Hann spurði af hverju í þriðja sinn, af hverju ætti hann ekki að nýta þessa tvo klukku­tíma sem hver hádeg­is­fundur tekur til þess að bæta verð, gæði og þjón­ustu þannig að þetta per­sónu­lega sam­band er óþarft. Það var á þess­ari stundu sem Ricardo frels­aði sig frá þess­ari enda­lausu dag­skrá af hádeg­is­verða­fundum og hann gat ein­beitt sér meira að því að bæta fyr­ir­tækið sitt.

Stjórn­endur hafa mestu áhrifin á nýsköpun

Stjórn­endur þurfa að vera góðar fyr­ir­myndir fyrir starfs­fólk sitt til þess að efla nýsköp­un. Sam­kvæmt rann­sókn sem var fram­kvæmd af Gallup í Banda­ríkj­un­um, þá skýrir næsti yfir­maður að minnsta kosti 70% af breyti­leik­anum í virkni starfs­manna í starfi sínu. Virkir starfs­menn eru þeir sem eru með ástríðu fyrir starfi sínu, tengj­ast fyr­ir­tæk­inu og keyra áfram nýsköp­un. Yfir­menn bera því mjög mikla ábyrgð á árangri fyr­ir­tækja og því er mik­il­vægt að þeir fái stuðn­ing og góða þjálf­un.

Nám­skeið hjá end­ur­menntun HÍ

Þriðju­dag­inn 4. apríl verður í boði hjá End­ur­menntun HÍ nám­skeið­ið Hlut­verk stjórn­enda við að efla sköp­un­ar­gleði starfs­manna. Á þessu nám­skeiði verður farið dýpra í hvað það er sem fyr­ir­tæki og yfir­menn þurfa að hafa í huga til þess að efla sköp­un­ar­gleði og nýsköpun fyr­ir­ækja. 

Áhuga­samir geta skráð sig HÉR

Heim­ildir

  • Align­ing the org­an­ization for its digi­tal fut­ure – htt­p://sloan­revi­ew.mit.ed­u/project­s/align­ing-­for-digital-fut­ure/
  • How to run a company with (almost) no rules – htt­p://www.ted.com/talks/ricar­do_­sem­ler_how_to_run_a_company_wit­h_almost_no_ru­les
  • Mak­ing Innovation Work: How to Manage It, Mea­sure It, and Profit from It – https://www.amazon.com/Mak­ing-Innovation-Work-­Mea­sure-Up­dated/d­p/0133092585/ref=s­r_1_1
  • The Fourth Industrial Revolution: what it means, how to respond – https://www.wefor­um.org­/a­genda/2016/01/t­he-­fo­urt­h-industri­al-revolution-what-it-­means-and-how-to-respond/
  • The Seven-Day Week­end: Chang­ing the Way Work Works -https://www.amazon.com/­Seven-Da­y-Week­end-Chang­ing-Work-Works/d­p/1591840260/ref=s­r_1_1
  • What Great Mana­gers Do Daily – htt­p://tri­b.al/Zyk­dUc2

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None