Listmeðferð á Stuðlum

Hanna Lind Jónsdóttir skrifar um gagnsemi listmeðferðar fyrir börn og unglinga sem glíma við vanda. Hún segir að meðferðin geti veitt skjólstæðingum vettvang til að tjá sig um erfið málefni með öðrum leiðum heldur en með orðum.

Auglýsing

List­með­ferð er með­ferð­ar­form sem á sér rúm­lega 35 ára sögu hér á íslandi og hafa list­með­ferð­ar­fræð­ingar unnið á ýmsum deildum Land­spít­al­ans s.s. geð­deild­um, Hvíta­band­inu, barna­deild og á líkn­ar­deild. Einnig hafa list­með­ferð­ar­fræð­ingar starfað í skól­um, leik­skólum og á öldr­un­ar­sviði hér á landi svo fátt eitt sé nefnt. Fræðin á bak við list­með­ferð byggja á sál­fræði­legum kenn­ing­um, þar sem margs­konar mynd­sköpun er notuð til tján­ingar og úrvinnslu á upp­lif­unum og áföllum undir umsjón list­með­ferð­ar­fræð­ings. ­Með­ferðin er fjöl­þætt, marg­breyti­leg og ein­stak­lings­bund­in, þannig mót­ast hún út frá þörfum hvers skjól­stæð­ings fyrir sig. Grund­vallar mark­mið er þó að öðl­ast traust skjól­stæð­ings og veita við­kom­andi öruggt umhverfi til að tjá til­finn­ingar og lífs­reynslu með tví­víðri eða þrí­víðri mynd­sköp­un.

List­með­ferð hefur staðið börnum og ung­lingum á með­ferð­ar­deild Stuðla til boða síðan haustið 2012. Hún hefur reynst mik­il­vægur val­kostur fyrir skjól­stæð­inga, sem oft á tíðum eru tor­tryggnir og í mót­þróa við hefð­bundin með­ferð­ar­úr­ræði og inn­grip. Það getur gert það að verkum að þeir eigi erfitt með að treysta með­ferð­ar­að­il­um. Stuðlar eru grein­ing­ar- og með­ferð­ar­stöð fyrir börn og ung­linga á aldr­inum tólf til átján ára og hafa verið starf­ræktir síðan 1996. Skjól­stæð­ingar Stuðla glíma flest­ir, m.a. við hegð­un­ar­vanda og/eða vímu­efna­vanda en grein­ing­ar skjól­stæð­inga­hóps­ins hafa með tím­anum orðið sífellt fjöl­breytt­ari og marg­þætt­ari. Með­al­d­völ á með­ferð­ar­deild­inni er átta til tólf vik­ur, en sumir skjól­stæð­ingar dvelja skemur og aðrir leng­ur.

            Þó að list­með­ferð á Stuðlum sé ein­stak­lings­bundin þá eru ákveðin atriði sem koma upp hjá nán­ast öllum ung­ling­um, sem sækja þangað með­ferð, svo sem slök sjálfs­mynd, kvíði og áfalla­saga af ein­hverju tagi. Skjól­stæð­ing­ur­inn fær frjálsar hendur við val á efni­við og við­fangi en mik­il­vægt er að list­með­ferð­ar­fræð­ingur meti aðstæður hverju sinni varð­andi inn­grip og upp­á­stung­ur. Algengt er að þau ótt­ist að stand­ast ekki sam­an­burð og eigin vænt­ingar þegar kemur að list­sköpun og dæma sig sjálf úr leik af þeim sök­um. Í list­með­ferð er aðal­á­herslan aftur á móti lögð á sköp­un­ar­ferlið, en ekki á loka­út­kom­una eða hefð­bundin feg­urð­ar­gildi. Þannig er það hlut­verk list­með­ferð­ar­fræð­ings­ins að aðstoða, bregð­ast við og fylgj­ast með til­finn­inga­legum við­brögð­um, hegðun og lík­ams­tján­ingu skjól­stæð­ings. Einnig ­skiptir upp­lifun skjól­stæð­ings­ins, vinnu­lag, inni­hald verks­ins og hvað viðkomandi hefur að segja um sköp­un­ar­verk sitt máli.

Auglýsing

Vinnan sjálf getur einnig verið slak­andi og teng­ist núvit­und að því leyti að athygli er vakin á áferð, lykt, við­námi og fleiru sem teng­ist efni­viðnum og sköp­un­ar­ferl­inu. Þá eru ung­ling­arnir hvattir til að staldra við og taka eftir þessum atriðum ásamt áhrifum vinn­unnar á eigin líðan og með­vit­und um lík­ams­beit­ingu við vinn­una. Abstrakt eða óhlut­bundin vinna getur verið mjög mik­il­væg í þessu ferli, því þegar unnið er á óhlut­bund­inn hátt hverfur ótt­inn við útkom­una. Þ.e.a.s. það er ekk­ert rétt eða rangt í því hvernig þú vel­ur, dreifir eða slettir lit­um, svo dæmi séu tek­in. Slík vinna getur einnig gagn­ast við að koma ein­stak­ling í betri tengsl við umhverfi sitt og virkað sem ákveðin jarð­teng­ing t.d. eftir mikla neyslu og rót­leysi. Vinnu­ferlið getur í sjálfu sér einnig verið styrkj­andi fyrir sjálfs­mynd barn­anna. Með list­sköp­un­inni er mark­visst unn­ið ­með skil­yrð­is­lausri við­ur­kenn­ingu, stuðn­ingi og hvatn­ing­u ­gegn nei­kvæðum hug­mynd­um, sem börnin hafa mögu­lega mótað um sig sjálf.

Þannig getur list­með­ferð veitt skjól­stæð­ingum vett­vang til að tjá sig um erfið mál­efni með öðrum leiðum heldur en með orð­um. Sköp­unin sjálf veitir líka mögu­lega losun og vinnu­ferlið eitt og sér getur verið gef­andi og veitt vellíðan ásamt því að trú á eigin getu eykst. Með því að aðstoða ein­stak­ling­inn við að spegla sjálfan sig í þessu sam­hengi eykst sjálfs­þekk­ing og sjálfs­traust.

Höf­undur er list­með­ferð­ar­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None