Náttúran, sagan og menningin eru aðalaðdráttaraflið

Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, skrifar um ferðamál.

Auglýsing

Ferða­þjón­ustan hefur auk­ist með ógn­ar­hraða á Ísland á síð­ustu árum og lík­lega er þetta mesta aukn­ing ferða­manna í pró­sentum talið í allri Evr­ópu, þótt fjöld­inn sé kannski ekki mik­ill á alþjóð­legan kvarða. 

Hvað er það svo sem veldur þessu, já það er spurn­ing­in? Eflaust eru þetta nokkrir sam­verk­andi þættir sem hafa átt þátt í þessu. Ef við hverfum aftur til árs­ins 2008, þá var gengi íslensku krón­unnar fellt um hvorki meira en 52% í októ­ber það ár, vegna þess hve efna­hags­á­stand heims­ins kom illa niður á Íslandi og hinir þrír einka­reknu bankar fóru allir á haus­inn. Þetta varð til þess að útlend­ingar fengu meira fyrir pen­ing­ana sína hér á landi en áður. Í öðru lagi þá kom gosið í Eyja­fjalla­jökli í apríl 2010 Íslandi „á kort­ið“ ef svo mætti segja, því hund­ruð þús­unda ferða­manna urðu stranda­glópar víða um ver­öld, og orðið Ísland hljóm­aði í öllum stærri fjöl­miðlum í heim­in­um. Í kjöl­farið gripu stjórn­völd og ferða­þjón­ustan á Íslandi til þess ráðs að efna til aug­lýs­inga­her­ferðar sem nefnd var „Inspired by Iceland“, því þau ótt­uð­ust að ferða­þjón­ustan yrði illa úti í kjöl­far goss­ins. Þessi her­ferð virð­ist hafa gefið góða raun, þótt sumir hefðu efa­semdir um hana. Augu fjöl­margra útlend­inga opn­uð­ust við þetta, og flug­fé­lög og ferða­skrif­stofur víða um heim tóku við sér. En það er ekki bara hrunið og Eyja­fjalla­jök­ull sem eiga sinn þá í vext­in­um. Auð­vitað er það ­ís­lensk nátt­úra, saga okkar og menn­ing sem er aðal aðdrátt­ar­aflið. Án þess kæmu engir hing­að, því ekki koma menn til að sleikja sól­ina, heldur til að njóta íslenskrar nátt­úru og þar með eru talin norð­ur­ljós­in. 

Innvið­irn­ir út undan

Vöxt­ur­inn á und­an­förnum árum hefur verið gíf­ur­leg­ur, sem sést á því að á síð­asta ári komu hingað til lands 1,8 millj­ónir ferða­manna, og þá verður að hafa í huga að íbúa­tala lands­ins er aðeins 338 þús­und manns, og þar af búa tveir þriðju eða þar um bil á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það virð­ist sem þessi aukn­ing ætli engan enda að taka, því í nýliðnum jan­úar komu hingað til lands meira en 75% fleiri erlendir ferða­menn en á sama tíma 2016 eða meira en 135 þús­und manns. Þetta er 100 þús­und fleiri ferða­menn í jan­úar en í sama mán­uði 2013 .Í ár má búast við ­meira en tveimur millj­ónum ferða­manna hingað til lands. Stöðugt fjölgar þeim erlendu flug­fé­lögum sem fljúga hing­að, og er gert ráð fyrir að þau verði alls 24 þegar mest verður um að vera í sum­ar. Miklar fram­kvæmdir hafa staðið yfir á Kefla­vík­ur­flug­velli á und­an­förnum miss­erum til að taka á móti þess­ari miklu aukn­ing­u. 

Auglýsing

Ég hef gagn­rýnt það á opin­berum vett­vangi að það sé í raun byrjað á öfugum enda í þessum efn­um, því inn­við­irnir hafa hvergi nærri haldið í við þessa miklu aukn­ingu ferða­manna. Hót­el­eig­endur hafa reynt að halda halda uppi merk­inu, en stjórn­völd hafa hvergi nærri staðið sig sem skyldi, og á ég þá við sam­göngu­mál á landi, lög­gæslu, heil­brigð­is­mál og hvað eina sem snýr að innviðum í land­inu. Ef við tölum bara um heilsu­gæsl­una, þá hefur þessi mikli fjöldi erlendra ferða­manna lagst mjög þungt á hana, og hún hefur hvergi nærri verið undir þetta búin. Það er ekki aðeins út frá lækn­is­fræði­legu eða heilsu­fræð­i­sjón­ar­miði, heldur fylgir þessum út­lend­ingum aukin þjón­usta svo sem varð­andi tungu­mál og túlkun í sumum til­fell­u­m. 

Leið­sögu­menn og reglu­verk 

Einka­geir­inn hefur staðið hefur staðið sig mun betur en stjórn­völd vegna þess­arar miklu aukn­ingar erlendra ferða­manna. Stjórn­völd hafa hvergi nærri fylgt þessu eftir eins og sést á skorti á innvið­um, en það skortir líka alla laga og reglu­gerð­aum­gjörð um þessa atvinnu­starf­semi. Sem dæmi um það, þá getur hver sem er stokkið upp í rútu eða komið með fjölda ferða­hópa hingað á hverju ári og titlað sig sem leið­sögu­mann. Þótt við séum hluti af EES samn­ingnum og í Evr­ópu séu ákveðnir staðlar varð­andi leið­sögu­menn og menntun þeirra, er ekk­ert slíkt til hér á landi. Í raun og veru þyrftu að vera mun strang­ari reglur um þetta hér á landi vegna t.d. veð­ur­fars, lands­lags, hvera­svæða, sterkra úthafs­alda Atl­ants­hafs­ins, jökla­ferða og ann­arra utan­að­kom­andi aðstæðna, en þrátt fyrir það virð­ast stjórn­völd algjör­lega með­vit­und­ar­laus varð­andi þessa hluti. Þau hafa gert fálm­kenndar til­raunir til að að koma ein­hverju skikki á þessi mál, sem lítið hefur orðið úr fram til þessa. Það er fyrst nú að bryddar á ein­hverjum veru­legum áhuga og áherslum varð­andi þessa ört vax­andi grein hjá rík­is­vald­inu, og lítil skref lofa góðu.

Efna­hags­á­hrifin eru mikil  

Þegar talað er um þennan mikla fjölda erlendra ferða­manna til Íslands megum við ekki gleyma efna­hags­legum áhrif­un­um. Þau eru gíf­ur­leg. Ferða­þjón­ust­an er nú orðin sú atvinnu­grein sem skapar mestar tekjur í erlendri mynt, og hefur haft mikil og ­góð áhrif á end­ur­reisn efna­hags lands­ins eftir hrunið 2008. Ferða­þjón­ustan hefur skapað þús­undir nýrra starfa, og nú er svo komið að við Íslend­ingar verðum að flytja inn hund­ruð ef ekki þús­und­ir­ er­lendra starfs­krafta, ekki aðeins til að vinna í grein­inni sjálfri, heldur líka til að að vinna við bygg­ingu nýrra hót­ela á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og úti um land, og í alls­konar afleiddum greinum vegna upp­gangs ferða­þjón­ust­unn­ar. 

Þá megum við heldur ekki gleyma því að vegna til­komu ferða­mann­anna búum við við auð­ugra mann­líf hér, fleiri veit­inga­hús, meiri mögu­leika á að ferð­ast ódýrt til útlanda vegna tíðra flug­ferða og fleira í þeim dúr. Þá eru meiri af­þrey­ing­ar­mögu­leik­ar eins og t.d. „Airwaves“ og auð­veld­ara er að fá heims­fræga lista­menn til lands­ins, og þá líka vegna til­komu Hörpu, tón­listar og ráð­stefnu­húss­ins í mið­borg­inn­i. 

En talandi um hana, þá er ýmis­legt um okkar kæra miðbæ að segja. Þegar maður gengur nú orðið niður Lauga­veg­inn, er þar jafnan margt um mann­inn, en það er stundum til­viljun ein sem ræður því hvort maður heyrir mælt á íslensku. Þarna er mikil flóra mann­lífs­ins, margir að kíkja á mat­seðl­ana á veit­inga­hús­un­um, að fara inn og út úr hinum fjöl­mörg­u ­ferða­manna­versl­un­um og svo auð­vitað að taka myndir af sér og sínum auk hinna fjöl­mörg­u ­mó­tífa ­sem ferða­mað­ur­inn sér fyrir sér á göngu sinni um mið­borg­ina. Við heyrum líka af íbúum þessa bæj­ar­hluta sem eru að gef­ast upp á því að búa þar. Tösku­drag­andi ferða­menn halda fyrir þeim vöku, litlar og stórar rútur eru þar nótt sem nýtan dag, og allt þetta veldur ónæð­i. 

Nýlega gekk dómur þar sem bannað er að leigja út íbúðir í fjöl­býli án þess að allir aðrir íbúar sam­þykki. Þá hefur íbúða­verð í mið­bænum rokið upp og erfitt fyrir ein­stak­linga að keppa við húsa­leigu­fyr­ir­tæki um kaup og leigu á íbúðum þar. Hins veg­ar hafa margir notað tæki­færið og leigja út íbúðir sínar á vin­sælum stöð­um, þannig að fjöldi fólks hefur af því góðar tekj­ur. 

Sal­ern­is­málin – hið eilífa vanda­mál

Ef við færum okk­ur út fyrir höf­uð­borg­ar­svæð­ið, þá hafa ferða­menn­irnir sett sinn svip á lands­byggð­ina, ekki síður en Reykja­vík og nágrenni. Að koma á Hakið á Þing­völlum þegar morg­un­ferðir hinna fjöl­mörgu ferða­skrif­stofa eru þar á sama tíma, er eins og að koma á fjöl­menna úti­há­tíð. Allt fullt af fólki og iðandi mann­líf. Ef hins veg­ar ­menn leggja leið sína þangað um hádeg­is­bil, áður en síð­deg­is­um­ferðin byrj­ar, þá getur verið rólegt um að lit­ast. Að ekki sé nú talað um ­síð­ari hluta dags þegar dags­birtu nýtur við á vorin og fyrri part sum­ars, þá getur verið dásam­leg kyrrð á Þing­völlum og reyndar víðar á „Gullna hringn­um“. 

Það er sem sé ekki sama á hvaða tíma dags og hvert menn fara hverju sinni. Það er mikið talað um að dreifa ferða­mönnum um land­ið, og hingað til hef­ur ­reynst erf­ið­leikum bundið að fá flug­fé­lög til að fljúga til­ ­staða eins og Egils­staða og Akur­eyr­ar. Þá eru heilu lands­hlut­arnir þar sem er ekki örtröð ferða­manna, og nægir þar að nefna Vest­firði og Aust­firði . Þessi land­svæði þola miklu meira en þar vantar líka hótel og aðrar þjón­ustu fyrir ferða­menn, að ógleymdu vega­kerf­inu, sem er víða til hábor­innar skamm­ar. Margt fólk á lands­byggð­inni hefur tekið þessum aukna ­ferða­manna­straumi ­feg­ins hendi, og sett á stofn ferða­þjón­ustu með ýmis­konar afþr­ey­ingu svo sem hesta­leigu og fleiru. Við höfum dæmi um fólk sem hefur hætt ­bú­skap að mestu og snúið sér að þess­ari ört vax­andi atvinnu­grein. 

Gall­inn er bara sá víða úti á landi að þar vantar margt til að þjón­usta ferða­mann­inn, og er þar ekki síst að nefna sal­erni og sæmi­leg bíla­stæði. Sal­ern­is­málin hafa löngum verið mjög til umræðu innan ferða­þjón­ust­unn­ar, ekki síst hjá okkur leið­sögu­mönnum og svo auð­vitað á almennum vett­vangi, en fram til þessa hefur þetta víða verið eins og hjá þriðja heims þjóð­um. Það verður bara að segja það eins og það er. Nú hillir að vísu undir ein­hverjar úrbæt­ur, og á Þing­völlum t.d. hafa orðið miklar fram­farir í þessum efn­um, en betur má ef duga skal víða um land. 

Asíu­fólk­ið 

Við verðum í auknum mæli vör við Asíu­fólk á ferðum okkar um land­ið, og það er gjarnan á bíla­leigu­bíl­um. Okkur leið­sögu­mönnum sem sitjum gjarnan hægra megin fremst í rút­un­um, blöskrar oft akst­urs­lagið á þessu fólki. Það virð­ist sumt hvert ekki hafa mikla æfingu í akstri, og þegar við bæt­ast mjóir vegir í vetr­ar­færð er ekki von á góð­u. 

Sam­kvæmt yfir­liti um umferð­ar­slys hér á síð­asta ári, þá lentu hlut­falls­lega mun fleiri Asíu­búar og þá aðal­lega Kín­verjar í umferð­ar­slysum hér á landi en aðrir erlendir ferða­menn. Þá virð­ist manni sem þeim þyk­ist leyfast allt, og umgengn­is­venjur þeirra eru í sann­leika sagt tölu­vert frá­brugðnar okk­ar. Við heyrum stöðugt margs­konar sögur af hegðun þeirra, og við erum víst ekki eina landið þar sem þessi mál koma til umræðu.

Höfum við náð toppn­um?

Þegar spurt er hvort ferða­manna­bylgjan hafi ná hámarki á Íslandi, þá benda auknar flug­sam­göngur til lands­ins í ár og næstu ár ekki til þess. Hins veg­ar er rétt að hafa í huga alþjóð­legar kenn­ingar um nýja og eft­ir­sótta ferða­manna­staði. Þá er aukn­ingin mjög hröð í fyrstu, síðan kemur tíma­bil þar sem aðsóknin er mikil en jöfn, áður en smám saman fer að draga úr aðsókn­inni, en þá mun hægar en aukn­ingin var í upp­hafi. 

Ísland verður því á næstu árum vin­sæll áfanga­stað­ur, því þrátt fyrir mikla pró­sentu­aukn­ing­u, eru hlutur okkar í evr­ópskri og alþjóð­legri ferða­mennsku lít­ill, og nægir þar að líta til sumra Evr­ópu­landa, og ekki síst landa við Mið­jarð­ar­hafið þar sem sól og sjór heillar millj­ónir ferða­manna.

Spor í nátt­úr­unni

Það er engin vafi á því, að á sumum stöð­u­m hér á landi og á ákveðnum tímum eru of margir ferða­menn. Þetta á bæði við um ákveðna tíma­punkta á vin­sælum ferða­manna­stöðum í byggð og líka á vin­sælum göngu­leiðum eins og Lauga­veg­in­um. 

Nið­ur­stað­an af fram­an­sögðu er því sú að ferða­manna­sprengjan hefur haft gíf­ur­leg áhrif á Íslandi. Hún hefur breytt lifi margra Íslend­inga, valdið efna­hags­legum fram­förum, gengið á hlut ýmissa ein­stak­linga hvað varðar búsetu og í leik og starfi og veitt öðrum tæki­færi á sama vett­vangi, skilið eftir sig áþreif­an­leg spor víða í við­kvæmri nátt­úru lands­ins, skotið rótum undir fjöl­mörg fyr­ir­tæki, og komið Íslandi end­an­lega á ferða­manna­kort heims­ins.

Ferða­menn­irnir hafa heldur ekki farið erind­is­leysu og með dep­urð í huga þegar þeir yfir­gáfu land­ið, því sam­kvæmt nýj­ustu könnun Ferða­mála­stofu stóð­st Íslands­ferðin vænt­ingar rúm­lega 95 af hundraði þeirra, sem lokið höfðu ferð sinni hing­að, og 82 af hundraði töldu lík­legt að þeir myndu koma aft­ur, sem hljóta að vera góð með­mæli með Íslands­dvöl­inn­i. 

Höf­undur er leið­sögu­maður og fyrr­ver­andi frétta­mað­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None