Síðkapítalisminn: Að endurheimta líf sitt – skynsemi og lógík

Bergsveinn Birgisson skrifar um áhrif síðkapítalismans á málfar, hugsun og tilfinningar og það alræði sem það efnahagskerfi veitir kapítalismanum í mannlegu félagi.

Auglýsing

Mig langar hér að draga upp mynd af því hvernig síðkap­ít­al­ism­inn hefur áhrif á mál­far, hugsun og til­finn­ing­ar. Með­vit­und um þetta efni er nauð­syn­leg ekki aðeins vegna þess að lýð­ræðið er í hættu heldur einnig vel­ferð­ar­kerfið og grund­vallar mann­rétt­indi. Mik­il­vægt er að taka fram að hér er ekki verið að gagn­rýna kap­ít­al­isma – ein­ungis nýfrjálsa frí­versl­un­ar­gerð hans eða síðkap­ít­al­isma sem veitir þessu efna­hags­kerfi eins­konar alræði í mann­legu félagi og mun ganga þvert á allar frels­is­hug­sjón­ir. Það er gjarna gengið út frá því að við séum frjáls og lifum í frjálsu sam­fé­lagi. For­senda þess að geta kall­ast frjáls er að maður sé með­vit­aður um sitt val eða það val sem aðrir taka fyrir okkar hönd. Lýð­ræðið sem við eigum að búa við gengur m.a. út á val­frelsi um hverjir og hvaða hug­mynda­fræði eigi að stjórna. Stjórn­mála­menn hafa nú þann val­kost að selja þetta val­frelsi þegna sinna og þar með lýðræðið – eða ekki. Umræða um sós­í­al­isma á Íslandi upp á síðkastið er skýrt teikn um að fólk sé farið að skynja þessa hættu, og er það vel.

Til að taka dæmi hef ég af handa­hófi valið skýrslu fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins GAMMA, Infrastruct­ure Invest­ment in Iceland (2016). Ég vísa í þetta plagg því þar kemur sá andi einna skýr­ast fram sem hér er til umfjöll­un­ar. Skýrslan er á ensku þó hún fjalli um íslenskar rík­is­stofn­an­ir. Ætla má að skýrsl­unni sé ætlað að sverma fyrir erlendum stór­fyr­ir­tækjum jafnt sem íslenskum ráða­mönn­um.

***

Áróður sá er litar skýrsl­una er sá sami og nýlí­ber­a­lista (nýfrjáls­hyggju­post­u­la) almennt. Hann byggir á inn­gró­inni tvennd um að skyn­semi og til­finn­ingar séu aðskildar kategór­í­ur. Í orð­ræðu þess­ari er algengt að finna hug­tök eins og skyn­semi, rökvit og lógík er kemur að þeirra stjórn. Ávöxtur  slíkrar stjórn­unar er svo­kall­aður hag­vöxtur og stöð­ug­leiki í efna­hags­mál­um, fram­far­ir, þróun og vöxtur eru hér nefnd með, á meðan and­stæð­ingar skapa glund­roða og eyði­leggja. And­stæð­ing­arnir eru til­finn­inga­hrærðir og óvís­inda­leg­ir, að láta slíkum í té stjórn­völ­inn boðar óreiðu í efna­hags­mál­um, atvinnu­leysi. Hægriöflin styðj­ast síðan gjarna við aug­lýs­inga­heim­speki er kemur að útbreiðslu erind­is­ins: segðu það nógu oft. Ágætt dæmi er sá hag­vaxt­ar­á­róður sem kyrj­aður er kringum allt umtal um frí­versl­un­ar­samn­inga. Stað­reyndin er að slíkir samn­ingar munu skila minni hag­vexti en við búum við og auka atvinnuleysi og ýmsan sam­fé­lags­vanda. Sem dæmi má nefna að Bret­land, Þýska­land og Banda­ríkin sköp­uðu mestan hag­vöxt bak við tollam­úra (Ha-Joon Ghang 2017).  

Auglýsing

Nefna má að vís­indin sjálf hafa grafið undan tvennd skyn­semi og til­finn­inga fyrir all­nokkru síð­an. Ant­onio Damasio (Descartes‘ Err­or, 2005) og fleiri heila -og tauga­sál­fræð­ingar hafa sýnt hvernig manns­heil­anum er einmitt öfugt far­ið. Rök­hugsun byggir á til­finn­ingu; heilaskaði á til­finn­inga­stöðvar rænir fólk get­unni til að hugsa rök­rétt. Rök­hugsun er ekki það sem gamla tvenndin gekk út á. Þeir sem fyrstir námu land á Íslandi trúðu því að mað­ur­inn hugs­aði með hjart­anu. Vís­indi síð­ustu ára hafa sýnt að þeir höfðu rétt fyrir sér.

Nýlí­ber­a­listar vita að mann­eskjan er til­finn­inga­vera. Ef mann­eskjan væri rökvera myndu hvorki aug­lýs­ingar né áróður virka. Skila­boðin hér eru ein­föld, að það er í ljósi þessa sem auð­valdið hefur völd yfir fólki, og leiðin út hlýtur að fel­ast í með­vit­und um þetta vald kerf­is­ins yfir til­finn­ing­un­um. Í anda tvö­feldn­inn­ar, eða dobbelmórals­ins, er aftur á móti stöðugt vísað til hag­menn­is­ins svo­kall­aða úr fórum Adams Smith, homo oeconomicus. Mann­inum er stillt upp sem full­kom­lega rök­legri veru sem gerir aðeins það sem er honum sjálfum fyrir bestu, kaupir aðeins það sem er honum sjálfum fyrir bestu og hugsar af skyn­semi um sjálfan sig og eigin hag. Þetta eru vit­an­lega góð rök fyrir einka­fram­takið til að fría sig sam­fé­lags­á­byrgð. Atli Harð­ar­son gagn­rýnir að í Örlaga­borg­inni eftir Einar Má Jóns­son (2012) sé þessi mann­eskju­sýn tekin of bók­staf­lega, hag­mennið sé bara „líkan af einni hlið til­ver­unn­ar“ og eng­inn sé að segja að mað­ur­inn hafi ekki aðrar hliðar líka (Þjóð­mál 2012, 8:81 ). Hugs­ana­skekkja Atla birt­ist í því að ákvarð­anir um stöðugt fleiri þætti mann­legs félags eru teknar á grund­velli þess­arar mann­eskju­sýn­ar. Því verður að taka henni af alvöru.

Nú að skýrslu GAMMA. Vísað er til sögu­legra raka fyrir einka­fram­tak­inu. Á dögum Róm­ar­veld­is­ins hafi einka­fram­takið blómstrað er kom til dæmis að vega­gerð. Í öðru lagi er Marg­aret Thatcher hampað sem miklum bjarg­vætti bresks efna­hags (bls. 22). Hér er sögu­legt sam­hengi virt að vettugi, aðstæður og stjórn­ar­far meðal Róm­verja voru sjálf­sagt allt önnur en í hnatt­rænu mark­aðs­kerfi nútím­ans. Thatcher muna menn enn eft­ir, hún sagði „There is no such thing as soci­ety“, hún hefur verið kölluð „mest hataði stjórn­mála­maður í sögu Eng­lands“. Mér sýn­ist kjarn­inn skína hér strax í gegn; GAMMA vill verða eins og Róm­ar­veldi – aðferð­ar­fræðin er Thatcher­ísk.

Skýrsla GAMMA er byggð upp eins og akademísk rit­gerð við fyrstu sýn og í löngu máli rætt um skín­andi efna­hag Íslands til að lokka erlenda fjár­festa. Mik­il­væg­ustu rökin fyrir auk­inni aðkomu einka­fyr­ir­tækja að opin­berum stofn­unum er í fyrsta lagi sú að hér sé um að ræða „trend, on a world wide scale“ (bls. 20), og að „govern­ments are con­stantly seek­ing out new ways of fin­ancing infrastruct­ure...a common pract­ise is to turn to market solutions“ (bls. 22). Þetta er mik­il­vægur retórískur punktur sem höfðar til til­finn­inga ráða­manna, um að Íslend­ingar megi ekki helt­ast úr lest­inni, svona gera allir hin­ir, við verðum að fylgja tísk­unni.

Fyrsta skekkjan er að kalla tvö hund­ruð ára gamlan draug „trend“, og hér er stað­reyndum hnikað á þann veg að ekki eru nefnd öll þau kata­st­rófu­dæmi sem slík aðkoma eða yfir­taka einka­fyr­ir­tækja á rík­is­stofn­unum hefur haft á hin ýmsu ríki síð­ustu árhund­ruð og ekki síst síð­ustu ára­tugi. Nægir hér að nefna rit Noam Chom­sky og Edward Herman hvað Amer­íku varð­ar, Arund­hati Roy varð­andi Ind­land, Ha-Joon Chang hvað Asíu varð­ar, Bernt Sofus Tranøy, Asle Toje og Dag Øster­berg um Norð­ur­lönd­in, og ekki síst áður­nefnda bók Ein­ars Más Jóns­son­ar, Örlaga­borg­ina, frá 2012, hvað varðar Vest­ur­lönd. Þá geri ég ráð fyrir að flestir muni enn haustið 2008.

GAMMA tekur sem dæmi vel­heppnuð verk­efni þar sem einka­fyr­ir­tæki hafa haft aðkomu að rík­is­verk­efn­um. Þeir lista upp svokölluð PPP-Project (Pu­blic Pri­vate Partners­hip). Þessi verk­efni eru skýrð svo: „pu­blic-pri­vate partners­hips, a form of joint invest­ment that gives a pri­vately run firm the right to provide a public service in exchange for an ini­tial invest­ment“ [skál. mín].

Tekið er dæmi um PPP-verk­efni innan vega­gerðar í Nor­egi: „Grim­sta­d-Krist­i­an­stad [sic] road in Norway“ (bls. 23). Hér er átt við vega­gerð milli Grim­stad og Krist­i­ans­and. Þetta eina dæmi verður að nægja fyrir stutta grein, annað í skýrsl­unni er í sama dúr. Eftir að hafa rakið slík verk­efni skrifar GAMMA:

„Most infrastruct­ure companies in Iceland are publicly held, but with a wider debate tak­ing place and with success­ful invol­vem­ent of pri­vate entities in other ventures, the sale of shares held by public bodies would be a log­ical next step“(bls. 43)

Hér má í fyrsta lagi sjá retó­rík­ina byggða á tvennd­inni gömlu, það er talað um „log­ical next step“, hið lógíska skapar hér hug­renn­inga­tengsl við rökvit og vís­indi. Hið sama kemur fram í ummælum höfðum eftir GAMMA í Frétta­tím­an­um: „lógískt að Ísland selji rík­is­fyr­ir­tæki“. Þetta á að fá okkur til að trúa og treysta því að þarna séu vís­inda­lega þenkj­andi menn á ferð, og ekki menn frum­stæðra til­finn­inga.

Retórísk brögð eru einn hlut­ur, alvar­legri er skekkjan í rök­semda­færsl­unni. Þar segir að vel­heppnuð PPP verk­efni eins og í Nor­egi ættu að verða til þess að menn selji rík­is­fyr­ir­tæki til einka­að­ila: „the sale of shares held by public bodies“.

Þegar nánar er að gáð ganga PPP-verk­efni út á allt annað en að selja rík­is­stofn­an­ir. Í þessu til­felli ættu þá Norð­menn að hafa selt umræddan veg eða Vega­gerð rík­is­ins til einka­að­ila. Það sem þetta og önnur slík verk­efni snú­ast um er að norska rík­ið, undir merkjum Statens veives­en, hefur aug­lýst til­boð í ákveðið verk fyrir einka­að­ila. Verkið felst í að byggja og við­halda ákveðnum veg­ar­spottum á E18, samn­ingar taka til 20-30 ára. Þarna er gerður ítar­legur samn­ingur við einka­fyr­ir­tæk­ið, sem fær greitt frá Rík­inu fyrir hvert ár samn­ings. Um leið og við­hald á veg­inum minnkar eða er ófull­nægj­andi – minnkar að sama skapi greiðsla rík­is­ins til einka­að­il­ans. Honum má segja upp ef hann stendur sig ekki í stykk­inu.

Aðspurð segir verk­efn­is­stjóri slíkra verk­efna hjá Vega­gerð Nor­egs, Bett­ina Sand­vin, að það hafi aldrei komið til greina að við­kom­andi einka­að­ili fái að kaupa sig inn í Statens veivesen eða eiga veg­inn sem þeir byggja. Veg­spott­inn og vega­gerðin er og verður 100 % í eigu hins norska rík­is, annað hefur ein­fald­lega ekki verið til umræðu. Einka­að­il­inn er strang­lega bund­inn af reglum Vega­gerð­ar­inn­ar, það kalla menn nauð­syn­legt aðhald. Með því að selja rík­is­eignir verður slíku að sjálf­sögðu ekki við kom­ið. Bett­ina segir að ekki sé komin nægi­leg reynsla á það hvort slíkir samn­ingar séu hag­stæð­ir.

Slík vinnu­brögð, sem finna má víðar í skýrsl­unni, kall­ast sóða­skapur innan aka­dem­í­unn­ar. Sem BA-­rit­gerð við háskóla hefði skýrslan fengið fall­ein­kunn. Þar sem kemur fram að sumir höf­und­anna eru með háskóla­gráður og jafn­vel einn þeirra pró­fess­or, þá er ljóst að hér er ekki um leti og slóða­skap að ræða, heldur með­vit­aðar lyg­ar. Þær lygar sem hér um ræðir eru gjarna kall­aðar tví­tal eða „dou­blespeak“ á fag­máli, og er skil­greint svo af Edward S. Herman:

„The ability to lie, whether knowingly or unconsci­ously, and to get away with it; and the ability to use lies and choose and shape facts sel­ect­i­vely, block­ing out those that don’t fit an agenda or program“ (Beyond Hypocrisy 1992, 3).

Hér gildir einu hvort kallað sé lygar eða hnikun stað­reynda í nafni áróð­urs. Verk ríkis og sveit­ar­fé­laga boðin út á almennum mark­aði í nágranna­lönd­unum eru notuð sem rök­semd­ar­færsla fyrir „lógískum“ rétti einka­að­ila til að kaupa upp rík­is­fyr­ir­tæki. En vit­an­lega strandar aðeins á einu áður en GAMMA getur tekið yfir rík­is­fyr­ir­tæk­in:

„In some cases leg­islation changes would need to be made in order for pri­vate investors to become sharehold­ers“ (bls. 43) eða „an amend­ment in law“ (bls. 45).

Aftur að val­frelsi og lýð­ræði til að skilja hvað í þessu felst. Þeir stjórn­mála­leið­togar sem ekki sporna við slíkum ágangi með lög­gjöf, munu ekki aðeins selja Ísland undan sér og lýð­ræði þegn­anna heldur líka sín eigin völd. Efst á blaði yfir mik­il­væga kúnna GAMMA er skrif­stofa for­sæt­is­ráð­herra, það segir nokkuð um alvar­leika stöð­unn­ar. Ef við höldum okkur við vega­gerð­ar­dæm­ið, þá myndi GAMMA ekki vilja koma að því öðru­vísi en svo að þeir vilja eign­ast veg­ina sem væru byggðir eða Vega­gerð­ina, eins og aðrar rík­is­stofn­an­ir. Ef þeir eign­ast veg­ina mun eng­inn geta skipað þeim fyrir verk­um, gagn­rýnt, beitt fyrir sig reglu­gerðum eða vísað til sóma­sam­legs vega­kerf­is. Það mun ekki duga á hrópa á þing­mann sinn. Það skiptir ekki máli hvað þú kýst. Það gildir einu hvað þú kvart­ar. Þá mun hinn heilagi eigna­réttur ganga að lýð­ræð­inu dauðu. Auð­velt er að sjá fyrir sér veg­tolla á þjóð­vegum landsins fylgja sömu kúrfu og lands­menn hafa séð rísa innan hús­næð­is­mark­aðar – nokkuð sem GAMMA og önnur fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki eiga sök á. „Eig­end­ur“ veg­anna munu sjálf­ráðir um við­hald og bygg­ingu. Næsta öruggt er að það yrði ekki í sam­ræmi við kröfur veg­far­enda. Sam­kvæmt skýrsl­unni vill GAMMA og vinir þeirra í Global Konsern & co. þannig kaupa upp Kefla­vík­ur­flug­völl, Nýja Land­spít­al­ann, Lands­virkj­un, Orku­veitu Reykja­vík­ur, byggja raf­leið­ara til Bret­lands osfrv. osfrv.

Það hefur komið í ljós að undir „lógísku“ og rök­legu yfir­borði GAMMA kraumar til­finn­ing sem heitir græðgi. Dæmið var valið af handa­hófi, en hið sama gildir vit­an­lega um önnur fyr­ir­tæki með sömu áform, og ekki síst gildir þetta ef ráða­menn skrifa undir frí­versl­un­ar­samn­inga eins og TiSA eða TTiP – mun­ur­inn er að þá er við hnatt­læg stór­fyr­ir­tæki að eiga. Hingað til hafa íslenskir ráða­menn sagt já og amen við slíkum samn­ingum og flúið alla umræðu.

Það er enn mögu­leiki fyrir almenna borg­ara á Íslandi að hafa áhrif á veru­leika sinn, en „sút­and­tæ“ menn­irnir vinna nótt sem dag að sínu. En þá er komið að kjarna máls, sem kallar á aðra grein: Það mun varla ger­ast svo lengi sem kerfið hefur stjórn á til­finn­inga­veru­leika kjós­enda.

Þetta er fyrri grein Berg­steins af tveimur um síðkap­ít­al­ismann. Sú síð­ari birt­ist á Kjarn­anum á morg­un.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar