Þingmenn á villigötum um rétt barna sem búa við tálmun

Helga Dögg Sverrisdóttir vill að þingmenn hugsi um hag barna sem vilja ekkert frekar en að umgangast báða foreldra sína, í stað þess að vera vopn sem annað foreldrið notað til að ná fram hefndum gegn hinu.

Auglýsing

Frum­varp Brynjars Niels­sonar o.fl. um tálmun á umgengni er til umræðu á þingi. Hér er um mik­il­vægt frum­varp að ræða á rétt­indum barna. Málið ætti að renna í gegn án nokk­urra mót­mæla beri þing­menn hag barna, sem fá ekki að hitta annað for­eldrið sitt, fyrir brjósti. Vilji þing­menn að farið sé eft­ir ­barna­lög­un­um þá tefja þeir ekki mál­ið. Póli­tískar skot­grafir eiga ekki við í þessum mála­flokki.

Nokkrir þing­menn hafa sagt skoðun sína á hluta frum­varps­ins og þar sýn­ist mörgum mæðra­hyggjan ráði för. Þing­menn hafa áhyggjur að for­eldri verði refsað hafi það hundsað öll úrræð­i ­barna­vernd­ar­nefnd­ar, sýslu­manns og fag­að­ila sem mæli með því sem barn­inu er fyrir bestu, að umgang­ast báða for­eldra sína. For­eldrið hundsar jafn­vel dóm án þess að nokkuð ger­ist. Hluti þing­manna hafa áhyggjur af mæðrum sem brjóta á rétti barna. Þing­menn VG ættu að kynna sér gang tálm­un­ar­mála áður en þeir verja mæður fram í rauðan dauð­ann, sem og þing­menn Pírata. Með öðrum orð­um, þing­menn virð­ast til­búnir að sam­þykkja and­legt ofbeldi gagn­vart barni til að verja ofbeld­is­for­eldrið þrátt fyrir skýr ákvæði í barna­lög­un­um.

Í 1. grein barna­laga segir t.d.: „Óheim­ilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri van­virð­andi hátt­sem­i.“ Í þeirri 20.: „For­eldrum ber að ann­ast barn sitt og sýna því umhyggju og virð­ingu og gegna for­sjár- og upp­eld­is­skyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörf­um.“ Sú 46. er afdrátt­ar­laus: Barn á rétt á að umgang­ast með reglu­bundnum hætti það for­eldra sinna sem það býr ekki hjá, enda sé það ekki and­stætt hags­munum þess. Með umgengni er átt við sam­veru og önnur sam­skipti. Þegar for­eldrar búa ekki saman hvílir sú skylda á þeim báðum að grípa til þeirra ráð­staf­ana sem við verður komið til að tryggja að þessi réttur barns­ins sé virt­ur. For­eldri sem barn býr ekki hjá á í senn rétt og ber skylda til að rækja umgengni við barn sitt. For­eldri sem barn býr hjá er skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt for­eldri sitt nema hún sé and­stæð hag og þörfum barns að mati dóm­ara eða lög­mælts stjórn­valds.“ 

Auglýsing

Á ég að trúa því árið 2017 sé mæðra­hyggjan þing­mönnum svo töm að börn eru látin gjalda þess? Loks þegar þing­menn hafa dug og þor til að taka á mála­flokknum þá eru nokkrir þing­menn áhyggju­fullir vegna mæðra sem brjóta gróf­lega á börnum sínum og hundsa allt frá­ op­in­berum að­il­um. Og þessar áhyggjur koma í veg fyrir að börn njóti þeirra sjálf­sögðu rétt­inda sem kveður á um í 1. gr. barna­lag­anna.

Ég trúi ekki fyrr en á reynir að þing­menn bregð­ist börnum sam­fé­lags­ins á þennan hátt. Munum að margt og mikið hefur gengið á áður en for­eldri er kært fyrir tálmun m.a. ráð­gjöf mis­mun­andi fræð­inga (fé­lags, fjöl­skyldu, sál­fræð­inga), úrskurður sýslu­manns og dóm­ara og jafn­vel for­sjár­mál fyrir dóm­stól­um. Öll úrræði sem yfir­vald hefur yfir að ráða eru nýtt í tálm­un­ar­mál­um. Í dag eru engin úrræði sem virka hundsi for­eldrið allar lausnir frá ráð­gjöfum og opin­berum aðil­um, barn býr áfram við ofbeldi.

Í umræðum á Alþingi segja menn, þeir for­eldrar sem fá ekki að hitta börn sín geta farið í for­sjár­mál beiti hitt for­eldrið tálm­un, jafn­vel mörgum sinn­um. Hví­lík skamm­sýni og því­líkt þekk­ing­ar­leysi á mála­flokkn­um. Það tekur MJÖG langan tíma að fara í gegnum for­sjár­mál og það kostar sækj­anda máls tölu­verðar fjár­hæð­ir. Að þing­menn láti slík út úr sér er með ólík­ind­um, hvetja til dóms­mála þar sem við­kvæmar barns­sálir eru ann­ars veg­ar. Hvers vegna hugsa þing­menn ekki um hag barna sem vilja ekk­ert frekar en að umgang­ast báða for­eldra sína. Þau vilja ekki vera það vopn sem annað for­eldrið notar þau til, til að ná fram hefndum og sýna hver ræður för. Í flestum til­fellum er um slíkt að ræða. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar