Höfum sögu að segja

Sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna tæknibreytinga.

Auglýsing

Skip kemur að landi með afla. Honum er land­að. Hann fer til vinnslu. Honum er pakkað - eftir fjöl­breytta úrvinnslu - og hann sendur á mark­aði erlendis með flugi eða skip­um.

Líkur standa til þess að í þess­ari virð­is­keðju íslensks sjáv­ar­út­vegs muni enn færri starfa en nú, þegar fram í sæk­ir. Tækni­fram­far­ir, einkum á sviði gervi­greind­ar, gagna­úr­vinnslu og sjálf­virkni­bún­aðar tækja, eru ástæðan fyrir mik­illi hröðun þess­arar þró­un­ar.

Þátt­taka í alþjóða­væddum heimi

Spurn­ingar um færslu afla­heim­ilda og vinnslu milli byggð­ar­laga, kjara­mál, kvóta­kerf­ið, arð­greiðsl­ur, póli­tíska stefnu og eign­ar­hald eru létt­vægar í þessum sam­an­burði, þó vissu­lega séu þær mik­il­vægar og tapi ekki gildi sínu (og ekki ætl­unin að gera sér­stak­lega að umtals­efni í þess­ari grein). Á meðan heldur óhjá­kvæmi­leg þróun áfram, sem miklu skiptir að huga að. Tím­inn líður hratt og hinn alþjóða­væddi heimur bíður ekki eftir nein­um.

Auglýsing

Þegar allt kemur til alls, þá er það þekk­ing­ar­iðn­að­ur­inn í alþjóða­væddum heimi sem mun færa Íslandi far­sæld fram­tíð­ar­inn­ar. 

Verk­efnið framundan snýst um hvernig megi halda áfram þessi fyr­mynd­ar­þróun sem átt hefur sér stað í íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Upp­bygg­ing hans og hlið­ar­þekk­ing­ar, meðal ann­ars á sviði iðn­tækni, er stærsta og merki­leg­asta fram­lag íslensks atvinnu­lífs til hins alþjóða­vædda heims við­skipta og efna­hags­lífs. Þetta er mat fræði­manna, meðal ann­ars Þrá­ins Egg­erts­son­ar, pró­fess­ors í hag­fræði.

Höfum sögu að segja

Það er hollt að horfa til þess núna að stærsta íslenska fyr­ir­tækið á skráðum mark­aði, Marel (250 millj­arðar að virði) á einmitt rætur í þeirri þekk­ingu sem mynd­að­ist við til­raunir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja við að hámarka nýt­ingu afla. 

Fyr­ir­tækið er alveg krist­al­tært dæmi um mik­il­vægi sam­starfs hins opin­bera (stefna, fjár­fram­lög til rann­sóknar og þró­un­ar), háskóla (fram­kvæmd til­rauna, akademísk vinna) og fyr­ir­tækja (fjár­fest­ing í rann­sókn og þró­un, nýsköp­un). 

Fróð­leg skýrsla sem Aton vann fyrir Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi - Næsta bylt­ing í sjáv­ar­út­vegi - dregur fram þær miklu áskor­anir sem íslenskur sjáv­ar­út­vegur stendur frammi fyr­ir. Hug­inn Freyr Þor­steins­son, doktor í vís­inda­heim­speki, fjall­aði um þessi mál á fundi á dög­unum og þær áskor­anir sem framundan væru, bæði tæki­færi og ógn­an­ir. 

Fækkun og fjölgun

Eins og sést á þessari mynd, úr skýrslu Aton, þá hefur beinum störfum í sjávarútvegi fækkað.Á und­an­förnum tveimur ára­tugum hefur beinum störfum í íslenskum sjáv­ar­út­vegi fækkað úr 16 þús­und í ríf­lega átta þús­und. En á sama tíma hefur sóknin og sköpun nýrra starfa verið miklu meiri en sem nemur horfnum störf­um. Virð­is­auk­inn í grein­inni, sem almenn­ingur finnur fyrir beint og óbeint, birt­ist mun frekar í hlið­ar­starf­semi og frum­kvöðla­starf­semi. Má nefna fyr­ir­tæki eins og Skag­ann einnig, og ýmsa vöru­þróun innan fyr­ir­tækja sömu­leið­is. Hjá Marel fer 6 pró­sent af öllum tekjum í rann­sóknir og nýsköp­un­ar­starf, og svipuð við­mið - jafn­vel hærri - eru algengt við­mið hjá útgerð­ar­fyr­ir­tækj­unum sjálf­um. 

Við Íslend­ingar eigum þessa sjáv­ar­út­vegs­sögu, sem þegar er orðin að veru­leika, sem sýnir hversu mikil áhrif ný tækni getur haft á ein­staka hluta hag­kerf­is­ins. Eins og dæmin sanna, þá er þetta ekki saga sem þarf að hræð­ast. En inn­takið í henni er þekkt úr atvinnu­sög­unni. Virð­is­keðjan verður ekki slitin í sundur og ef kæru­leysi er sýnt, við að bæta hana stöðugt, þá eyði­legst hún. Svo ein­falt er það.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari