Höfum sögu að segja

Sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna tæknibreytinga.

Auglýsing

Skip kemur að landi með afla. Honum er land­að. Hann fer til vinnslu. Honum er pakkað - eftir fjöl­breytta úrvinnslu - og hann sendur á mark­aði erlendis með flugi eða skip­um.

Líkur standa til þess að í þess­ari virð­is­keðju íslensks sjáv­ar­út­vegs muni enn færri starfa en nú, þegar fram í sæk­ir. Tækni­fram­far­ir, einkum á sviði gervi­greind­ar, gagna­úr­vinnslu og sjálf­virkni­bún­aðar tækja, eru ástæðan fyrir mik­illi hröðun þess­arar þró­un­ar.

Þátt­taka í alþjóða­væddum heimi

Spurn­ingar um færslu afla­heim­ilda og vinnslu milli byggð­ar­laga, kjara­mál, kvóta­kerf­ið, arð­greiðsl­ur, póli­tíska stefnu og eign­ar­hald eru létt­vægar í þessum sam­an­burði, þó vissu­lega séu þær mik­il­vægar og tapi ekki gildi sínu (og ekki ætl­unin að gera sér­stak­lega að umtals­efni í þess­ari grein). Á meðan heldur óhjá­kvæmi­leg þróun áfram, sem miklu skiptir að huga að. Tím­inn líður hratt og hinn alþjóða­væddi heimur bíður ekki eftir nein­um.

Auglýsing

Þegar allt kemur til alls, þá er það þekk­ing­ar­iðn­að­ur­inn í alþjóða­væddum heimi sem mun færa Íslandi far­sæld fram­tíð­ar­inn­ar. 

Verk­efnið framundan snýst um hvernig megi halda áfram þessi fyr­mynd­ar­þróun sem átt hefur sér stað í íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Upp­bygg­ing hans og hlið­ar­þekk­ing­ar, meðal ann­ars á sviði iðn­tækni, er stærsta og merki­leg­asta fram­lag íslensks atvinnu­lífs til hins alþjóða­vædda heims við­skipta og efna­hags­lífs. Þetta er mat fræði­manna, meðal ann­ars Þrá­ins Egg­erts­son­ar, pró­fess­ors í hag­fræði.

Höfum sögu að segja

Það er hollt að horfa til þess núna að stærsta íslenska fyr­ir­tækið á skráðum mark­aði, Marel (250 millj­arðar að virði) á einmitt rætur í þeirri þekk­ingu sem mynd­að­ist við til­raunir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja við að hámarka nýt­ingu afla. 

Fyr­ir­tækið er alveg krist­al­tært dæmi um mik­il­vægi sam­starfs hins opin­bera (stefna, fjár­fram­lög til rann­sóknar og þró­un­ar), háskóla (fram­kvæmd til­rauna, akademísk vinna) og fyr­ir­tækja (fjár­fest­ing í rann­sókn og þró­un, nýsköp­un). 

Fróð­leg skýrsla sem Aton vann fyrir Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi - Næsta bylt­ing í sjáv­ar­út­vegi - dregur fram þær miklu áskor­anir sem íslenskur sjáv­ar­út­vegur stendur frammi fyr­ir. Hug­inn Freyr Þor­steins­son, doktor í vís­inda­heim­speki, fjall­aði um þessi mál á fundi á dög­unum og þær áskor­anir sem framundan væru, bæði tæki­færi og ógn­an­ir. 

Fækkun og fjölgun

Eins og sést á þessari mynd, úr skýrslu Aton, þá hefur beinum störfum í sjávarútvegi fækkað.Á und­an­förnum tveimur ára­tugum hefur beinum störfum í íslenskum sjáv­ar­út­vegi fækkað úr 16 þús­und í ríf­lega átta þús­und. En á sama tíma hefur sóknin og sköpun nýrra starfa verið miklu meiri en sem nemur horfnum störf­um. Virð­is­auk­inn í grein­inni, sem almenn­ingur finnur fyrir beint og óbeint, birt­ist mun frekar í hlið­ar­starf­semi og frum­kvöðla­starf­semi. Má nefna fyr­ir­tæki eins og Skag­ann einnig, og ýmsa vöru­þróun innan fyr­ir­tækja sömu­leið­is. Hjá Marel fer 6 pró­sent af öllum tekjum í rann­sóknir og nýsköp­un­ar­starf, og svipuð við­mið - jafn­vel hærri - eru algengt við­mið hjá útgerð­ar­fyr­ir­tækj­unum sjálf­um. 

Við Íslend­ingar eigum þessa sjáv­ar­út­vegs­sögu, sem þegar er orðin að veru­leika, sem sýnir hversu mikil áhrif ný tækni getur haft á ein­staka hluta hag­kerf­is­ins. Eins og dæmin sanna, þá er þetta ekki saga sem þarf að hræð­ast. En inn­takið í henni er þekkt úr atvinnu­sög­unni. Virð­is­keðjan verður ekki slitin í sundur og ef kæru­leysi er sýnt, við að bæta hana stöðugt, þá eyði­legst hún. Svo ein­falt er það.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari