Höfum sögu að segja

Sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna tæknibreytinga.

Auglýsing

Skip kemur að landi með afla. Honum er land­að. Hann fer til vinnslu. Honum er pakkað - eftir fjöl­breytta úrvinnslu - og hann sendur á mark­aði erlendis með flugi eða skip­um.

Líkur standa til þess að í þess­ari virð­is­keðju íslensks sjáv­ar­út­vegs muni enn færri starfa en nú, þegar fram í sæk­ir. Tækni­fram­far­ir, einkum á sviði gervi­greind­ar, gagna­úr­vinnslu og sjálf­virkni­bún­aðar tækja, eru ástæðan fyrir mik­illi hröðun þess­arar þró­un­ar.

Þátt­taka í alþjóða­væddum heimi

Spurn­ingar um færslu afla­heim­ilda og vinnslu milli byggð­ar­laga, kjara­mál, kvóta­kerf­ið, arð­greiðsl­ur, póli­tíska stefnu og eign­ar­hald eru létt­vægar í þessum sam­an­burði, þó vissu­lega séu þær mik­il­vægar og tapi ekki gildi sínu (og ekki ætl­unin að gera sér­stak­lega að umtals­efni í þess­ari grein). Á meðan heldur óhjá­kvæmi­leg þróun áfram, sem miklu skiptir að huga að. Tím­inn líður hratt og hinn alþjóða­væddi heimur bíður ekki eftir nein­um.

Auglýsing

Þegar allt kemur til alls, þá er það þekk­ing­ar­iðn­að­ur­inn í alþjóða­væddum heimi sem mun færa Íslandi far­sæld fram­tíð­ar­inn­ar. 

Verk­efnið framundan snýst um hvernig megi halda áfram þessi fyr­mynd­ar­þróun sem átt hefur sér stað í íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Upp­bygg­ing hans og hlið­ar­þekk­ing­ar, meðal ann­ars á sviði iðn­tækni, er stærsta og merki­leg­asta fram­lag íslensks atvinnu­lífs til hins alþjóða­vædda heims við­skipta og efna­hags­lífs. Þetta er mat fræði­manna, meðal ann­ars Þrá­ins Egg­erts­son­ar, pró­fess­ors í hag­fræði.

Höfum sögu að segja

Það er hollt að horfa til þess núna að stærsta íslenska fyr­ir­tækið á skráðum mark­aði, Marel (250 millj­arðar að virði) á einmitt rætur í þeirri þekk­ingu sem mynd­að­ist við til­raunir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja við að hámarka nýt­ingu afla. 

Fyr­ir­tækið er alveg krist­al­tært dæmi um mik­il­vægi sam­starfs hins opin­bera (stefna, fjár­fram­lög til rann­sóknar og þró­un­ar), háskóla (fram­kvæmd til­rauna, akademísk vinna) og fyr­ir­tækja (fjár­fest­ing í rann­sókn og þró­un, nýsköp­un). 

Fróð­leg skýrsla sem Aton vann fyrir Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi - Næsta bylt­ing í sjáv­ar­út­vegi - dregur fram þær miklu áskor­anir sem íslenskur sjáv­ar­út­vegur stendur frammi fyr­ir. Hug­inn Freyr Þor­steins­son, doktor í vís­inda­heim­speki, fjall­aði um þessi mál á fundi á dög­unum og þær áskor­anir sem framundan væru, bæði tæki­færi og ógn­an­ir. 

Fækkun og fjölgun

Eins og sést á þessari mynd, úr skýrslu Aton, þá hefur beinum störfum í sjávarútvegi fækkað.Á und­an­förnum tveimur ára­tugum hefur beinum störfum í íslenskum sjáv­ar­út­vegi fækkað úr 16 þús­und í ríf­lega átta þús­und. En á sama tíma hefur sóknin og sköpun nýrra starfa verið miklu meiri en sem nemur horfnum störf­um. Virð­is­auk­inn í grein­inni, sem almenn­ingur finnur fyrir beint og óbeint, birt­ist mun frekar í hlið­ar­starf­semi og frum­kvöðla­starf­semi. Má nefna fyr­ir­tæki eins og Skag­ann einnig, og ýmsa vöru­þróun innan fyr­ir­tækja sömu­leið­is. Hjá Marel fer 6 pró­sent af öllum tekjum í rann­sóknir og nýsköp­un­ar­starf, og svipuð við­mið - jafn­vel hærri - eru algengt við­mið hjá útgerð­ar­fyr­ir­tækj­unum sjálf­um. 

Við Íslend­ingar eigum þessa sjáv­ar­út­vegs­sögu, sem þegar er orðin að veru­leika, sem sýnir hversu mikil áhrif ný tækni getur haft á ein­staka hluta hag­kerf­is­ins. Eins og dæmin sanna, þá er þetta ekki saga sem þarf að hræð­ast. En inn­takið í henni er þekkt úr atvinnu­sög­unni. Virð­is­keðjan verður ekki slitin í sundur og ef kæru­leysi er sýnt, við að bæta hana stöðugt, þá eyði­legst hún. Svo ein­falt er það.

Meira úr sama flokkiLeiðari