Svona er ekki unnið að því að skapa sátt

Svandís Svavarsdóttir svarar grein Þorsteins Pálssonar sem birtist í gær. Hún gagnrýnir hann fyrir að veitast að flokkum sem eiga sæti í sáttanefnd um sjávarútvegsmál og hvort tilgangur nefndarinnar sé að skerpa línur í átökum milli stjórnarflokka.

Auglýsing

Þann 14. júní birt­ist í Kjarn­anum grein eftir Þor­stein Páls­son, fyrrv. for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, um sam­starf núver­andi stjórn­ar­flokka en Þor­steinn er nú einn af leið­togum flokks­ins Við­reisn­ar. Þar segir hann meðal ann­ars:

„Að svo komnu hafa Við­reisn og Björt fram­­tíð því átt erindi í þetta stjórn­­­ar­­sam­­starf. Mesta hættan fyrir þessa tvo flokka í fram­hald­inu er sú að í því breiða sam­tali sem lagt hefur verið upp með á nokkrum sviðum nái Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn sam­an með þeim tveimur flokkum í minn­i­hlut­­anum sem mest eru á móti breyt­ing­­um. Á næstu mán­uðum eða mis­s­erum kom­­ast þeir flokkar tæp­­ast hjá því að svara hvert hugur þeirra stefnir í þeim efn­­um."

Þverpóli­tísk sátt

Þegar greinin er lesin nánar kemur betur í ljós hvað Þor­steinn á við er hann seg­ir: „En að öðru leyti hafa VG og Fram­sókn staðið fast eða jafn­vel fastar gegn kerf­is­breyt­ingum en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.“ Í grein­inni kemur hins vegar ekki fram hvar VG hefur sýnt meiri and­stöðu við kerf­is­breyt­ingar en ein­hver annar flokk­ur. Væri æski­legt að grein­ar­höf­undur útskýrði það við tæki­færi.

Auglýsing

Nú vill svo til að grein­ar­höf­und­ur­inn er nú orðið einn af for­ystu­mönnum stjórn­mála­flokks­ins Við­reisnar og sem slíkur er hann for­maður þeirrar nefndar sem á að leita að sátt um fisk­veiði­auð­lind­ina og ég sit sem full­trúi Vinstri grænna í nefnd­inni. Nefndin heitir „nefnd um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag gjald­töku fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inn­i.“ Í frétt um skipun nefnd­ar­innar á heima­síðu sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­is­ins segir meðal ann­ars „Mark­miðið er að til­lögur nefnd­ar­innar geti orðið grund­völlur að þverpóli­tískri og víð­tækri sátt í sam­fé­lag­inu um sjáv­ar­út­veg­inn og þar með grunnur að auknum stöð­ug­leika í starfs­um­hverfi hans og tengdra greina til fram­tíð­ar.“

Nefndin hefur notið sér­þekk­ingar sér­fræð­ings sem liggur fyrir að situr í flokks­stjórn Við­reisn­ar. Þannig hefur flokkur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra þrjá full­trúa á fundum sem koma að verk­efnum nefnd­ar­inn­ar. Á þeim fundum hafa ekki komið fram neinar til­lögur um annað en vinnu­lag frá for­manni nefnd­ar­innar og fund­unum að mestu verið varið í að fara yfir hug­tök, útreikn­inga og for­send­ur.

Leik­rit sem Við­reisn sem­ur?

Sem full­trúi Vinstri hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs hef ég lagt mig fram um að sinna störfum í nefnd­inni sam­visku­sam­lega og hið sama má segja um nefnd­ar­menn ann­arra flokka. En þegar for­maður nefnd­ar­innar veit­ist að þeim stjórn­mála­flokkum sem aðild eiga að nefnd­inni í grein þá er ljóst að eitt­hvað allt annað en sam­staða vakir fyrir hon­um. Svona er nefni­lega ekki unnið að því að skapa grund­völl að „þverpóli­tískri og víð­tækri sátt í sam­fé­lag­inu um sjáv­ar­út­veg­inn“. Þvert á móti vekja skrif for­manns nefnd­ar­innar á Kjarn­anum grun­semdir um að til­gang­ur­inn með nefnd­inni sé einmitt ekki sá að skapa sátt heldur að ætl­unin sé að skapa for­sendur fyr­ir sundr­ungu um grein­ina sem verði flokknum Við­reisn engu að síður álits­auki. Er til­gangur nefnd­ar­innar kannski sá að skerpa línur í átökum Við­reisnar við Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Er ætlun for­manns nefnd­ar­innar og ráð­herra Við­reisnar að við hin í nefnd­inni séum þar í auka­hlut­verkum í leik­riti sem Við­reisn sem­ur?

Raun­veru­legar kerf­is­breyt­ingar

Nú er það svo að for­maður nefnd­ar­innar hefur aldrei lagt fram eina ein­ustu til­lögu í nefnd­inni. Þar gætu til­lögur um eft­ir­far­andi kerf­is­breyt­ingar skipt mestu máli til umræðu:

  1. Stór­auk­inn og öruggur hlutur á fram­lagi sjáv­ar­út­vegs­ins til sam­neysl­unnar á kom­andi árum og sátt um starf­semi grein­ar­innar sér­stak­lega í sjáv­ar­út­vegs­byggðum í land­inu.
  2. Til­lögur um ákvæði í stjórn­ar­skrá um ótví­ræðan yfir­ráða- og eign­ar­rétt þjóð­ar­innar á þeirri auð­lind sem fiski­miðin eru.

Engar til­lögur hafa sést. Nú væri það þakk­ar­vert ef for­mað­ur­inn opin­ber­lega birti til­lögur sínar því þær hljóta að liggja fyrir fyrst hann veit að ein­hverjir eru á móti þeim.

Svo mikið er víst að árás­ar­greinar á aðra stjórn­ar­flokka leysa ekki þann póli­tíska vanda sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn á við að glíma.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar