#stjórnmál

Svona er ekki unnið að því að skapa sátt

Svandís Svavarsdóttir svarar grein Þorsteins Pálssonar sem birtist í gær. Hún gagnrýnir hann fyrir að veitast að flokkum sem eiga sæti í sáttanefnd um sjávarútvegsmál og hvort tilgangur nefndarinnar sé að skerpa línur í átökum milli stjórnarflokka.

Þann 14. júní birt­ist í Kjarn­anum grein eftir Þor­stein Páls­son, fyrrv. for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, um sam­starf núver­andi stjórn­ar­flokka en Þor­steinn er nú einn af leið­togum flokks­ins Við­reisn­ar. Þar segir hann meðal ann­ars:

„Að svo komnu hafa Við­reisn og Björt fram­­tíð því átt erindi í þetta stjórn­­­ar­­sam­­starf. Mesta hættan fyrir þessa tvo flokka í fram­hald­inu er sú að í því breiða sam­tali sem lagt hefur verið upp með á nokkrum sviðum nái Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn sam­an með þeim tveimur flokkum í minn­i­hlut­­anum sem mest eru á móti breyt­ing­­um. Á næstu mán­uðum eða mis­s­erum kom­­ast þeir flokkar tæp­­ast hjá því að svara hvert hugur þeirra stefnir í þeim efn­­um."

Þverpóli­tísk sátt

Þegar greinin er lesin nánar kemur betur í ljós hvað Þor­steinn á við er hann seg­ir: „En að öðru leyti hafa VG og Fram­sókn staðið fast eða jafn­vel fastar gegn kerf­is­breyt­ingum en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.“ Í grein­inni kemur hins vegar ekki fram hvar VG hefur sýnt meiri and­stöðu við kerf­is­breyt­ingar en ein­hver annar flokk­ur. Væri æski­legt að grein­ar­höf­undur útskýrði það við tæki­færi.

Auglýsing

Nú vill svo til að grein­ar­höf­und­ur­inn er nú orðið einn af for­ystu­mönnum stjórn­mála­flokks­ins Við­reisnar og sem slíkur er hann for­maður þeirrar nefndar sem á að leita að sátt um fisk­veiði­auð­lind­ina og ég sit sem full­trúi Vinstri grænna í nefnd­inni. Nefndin heitir „nefnd um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag gjald­töku fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inn­i.“ Í frétt um skipun nefnd­ar­innar á heima­síðu sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­is­ins segir meðal ann­ars „Mark­miðið er að til­lögur nefnd­ar­innar geti orðið grund­völlur að þverpóli­tískri og víð­tækri sátt í sam­fé­lag­inu um sjáv­ar­út­veg­inn og þar með grunnur að auknum stöð­ug­leika í starfs­um­hverfi hans og tengdra greina til fram­tíð­ar.“

Nefndin hefur notið sér­þekk­ingar sér­fræð­ings sem liggur fyrir að situr í flokks­stjórn Við­reisn­ar. Þannig hefur flokkur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra þrjá full­trúa á fundum sem koma að verk­efnum nefnd­ar­inn­ar. Á þeim fundum hafa ekki komið fram neinar til­lögur um annað en vinnu­lag frá for­manni nefnd­ar­innar og fund­unum að mestu verið varið í að fara yfir hug­tök, útreikn­inga og for­send­ur.

Leik­rit sem Við­reisn sem­ur?

Sem full­trúi Vinstri hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs hef ég lagt mig fram um að sinna störfum í nefnd­inni sam­visku­sam­lega og hið sama má segja um nefnd­ar­menn ann­arra flokka. En þegar for­maður nefnd­ar­innar veit­ist að þeim stjórn­mála­flokkum sem aðild eiga að nefnd­inni í grein þá er ljóst að eitt­hvað allt annað en sam­staða vakir fyrir hon­um. Svona er nefni­lega ekki unnið að því að skapa grund­völl að „þverpóli­tískri og víð­tækri sátt í sam­fé­lag­inu um sjáv­ar­út­veg­inn“. Þvert á móti vekja skrif for­manns nefnd­ar­innar á Kjarn­anum grun­semdir um að til­gang­ur­inn með nefnd­inni sé einmitt ekki sá að skapa sátt heldur að ætl­unin sé að skapa for­sendur fyr­ir sundr­ungu um grein­ina sem verði flokknum Við­reisn engu að síður álits­auki. Er til­gangur nefnd­ar­innar kannski sá að skerpa línur í átökum Við­reisnar við Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Er ætlun for­manns nefnd­ar­innar og ráð­herra Við­reisnar að við hin í nefnd­inni séum þar í auka­hlut­verkum í leik­riti sem Við­reisn sem­ur?

Raun­veru­legar kerf­is­breyt­ingar

Nú er það svo að for­maður nefnd­ar­innar hefur aldrei lagt fram eina ein­ustu til­lögu í nefnd­inni. Þar gætu til­lögur um eft­ir­far­andi kerf­is­breyt­ingar skipt mestu máli til umræðu:

  1. Stór­auk­inn og öruggur hlutur á fram­lagi sjáv­ar­út­vegs­ins til sam­neysl­unnar á kom­andi árum og sátt um starf­semi grein­ar­innar sér­stak­lega í sjáv­ar­út­vegs­byggðum í land­inu.
  2. Til­lögur um ákvæði í stjórn­ar­skrá um ótví­ræðan yfir­ráða- og eign­ar­rétt þjóð­ar­innar á þeirri auð­lind sem fiski­miðin eru.

Engar til­lögur hafa sést. Nú væri það þakk­ar­vert ef for­mað­ur­inn opin­ber­lega birti til­lögur sínar því þær hljóta að liggja fyrir fyrst hann veit að ein­hverjir eru á móti þeim.

Svo mikið er víst að árás­ar­greinar á aðra stjórn­ar­flokka leysa ekki þann póli­tíska vanda sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn á við að glíma.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar