Í dag sviptu íslensk yfirvöld þrjú börn lögbundnum mannréttindum

Katrín Oddsdóttir mannréttindalögfræðingur skrifar um brottvísun Eugene Imotu, þriggja barna föður frá Nigeríu. Hann hafði búið á Íslandi í þrjú ár.

Auglýsing

Ég varð vitni að sorg­legri, skammar­legri og ólög­mætri atburða­rás í dag þegar níger­ískum hæl­is­leit­anda var vísað úr landi þrátt fyrir að eiga hér þrjú börn. Atburða­rás sem ­ís­lenskir emb­ætt­is­menn hefðu getað stöðvað hefði vilj­inn verið fyrir hendi. Þetta veit ég fyrir víst haf­andi starfað sem lög­maður í mál­efn­um hæl­is­leit­enda árum sam­an. Alltaf er hægt að fresta íþyngj­andi ákvörð­unum sé útlit fyrir að þær stand­ist ekki lög og regl­ur. Ég hef margoft séð opin­bera starfs­menn stíga fram fyrir skjöldu og hafa hug­rekki til að grípa í taumana og segja: „Nei, bíðum við, skoðum þetta betur áður en við höldum áfram“. Þegar rétt­indi barna eru í húfi er það raunar skylda yfir­valda skv. meg­in­reglu barna­réttar sem kveður á um að hafa skuli hags­muni barna að leið­ar­ljósi þegar teknar eru ákvarð­anir sem varða börn­in. Það var ekki gert í dag.

Ég mætti ásamt nokkrum tugum mót­mæl­enda fyrir utan lög­reglu­stöð­ina á Hverf­is­götu kl. 11 til þess að mót­mæla því að þessum manni yrði brott­vísað úr landi. Ég sá barns­móður hans stara tómum augum niður í gang­stétt­ina og yngsta barnið hvíla sall­ar­ó­legt í barna­vagn­i, nokk­urra ­mán­aða fagur­eygð stúlka sem vissi sem betur fer ekki hvað var að ger­ast. Ég gaf mig á tal við hana og hún sagði lágum rómi: „Ég bara get þetta ekki ein“.

Með lögum nr. 19/2013 lög­festum við Íslend­ingar Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í fyrstu grein segir að mark­mið lag­anna sé að styrkja stöðu mann­rétt­inda barna. Gott og vel. Það er alltaf svo gaman þegar við eyja­skeggjarnir setjum okkur lög í göf­ugum til­gangi. Víkur þá næst að 9. gr. Sátt­mál­ans sem seg­ir:

Auglýsing

„Að­ild­ar­ríki skulu tryggja að barn sé ekki skilið frá for­eldrum sínum gegn vilja þeirra, nema þegar lög­bær stjórn­völd ákveða sam­kvæmt við­eig­andi lögum og reglum um máls­með­ferð að aðskiln­aður sé nauð­syn­legur með til­liti til hags­muna barns­ins enda sé sú ákvörðun háð end­ur­skoðun dóm­stóla. Slík ákvörðun kann að vera nauð­syn­leg í ákveðnum til­vik­um, svo sem ef barn sætir mis­notkun eða er van­rækt af for­eldrum sín­um, eða þegar for­eldrar búa ekki saman og ákveða verður hver skuli vera dval­ar­staður þess.“

Ég full­yrði að það þarf ekki próf í lög­fræði til að skilja hvað þessi laga­regla seg­ir. Hún segir það er bannað að skilja for­eldra og börn að nema slíkt sé nauð­syn­legt vegna hags­muna barns­ins. Í dag var þessi ein­falda regla brotin af íslenskum yfir­völd­um. Ekki síst í ljósi þess að skv. 71. gr. stjórn­ar­skrár er óheim­ilt að tak­marka rétt ein­stak­linga til fjöl­skyldu nema með lögum og ef brýna nauð­syn beri til vegna rétt­inda annnarra.

Yfir­völdum bar að vernda þennan rétt barn­anna en þess í stað brutu þau hann með aug­ljósri ákvörðun sem varð ekki við snúið þrátt fyrir að þeim væri bent á brotið áður en brott­vís­unin átti sér stað. Slíkt nefn­ist brot af ásetn­ingi í mínum bók­um.

Ég vildi óska þess að ég dag sæti ég stolt af minni þjóð eins og ég er mjög oft en í stað­inn sit ég uppi með til­finn­ingu um skömm. Skömm sem er ekki mín og ég skila hér með til þeirra sem þessa ákvörðun tóku. Ég vil jafn­framt spyrja þá aðila sem ábyrgir eru fyrir þess­ari ákvörðun einnar spurn­ingar í lok­in: Hefði ykkur þótt jafn sjálf­sagt að skilja móður barn­anna frá þeim og senda hana út í óviss­una í fjar­lægu landi vit­andi það að fað­ir­inn yrði þá að axla ábyrgð­ina sem ein­stætt for­eldri? Mér þætti gríð­ar­lega vænt um að fá opin­bert svar frá þeim sem er ábyrgur fyrir þess­ari fram­kvæmd. Þar til það svar ber­st, með við­eig­andi rök­stuðn­ingi sem sýnir fram á hið gagn­stæða, full­yrði ég að í dag gerð­ust íslensk yfir­völd brot­leg gegn mann­rétt­indum þess­ara barna sem og með­al­hófs­reglu stjórn­sýslu­réttar sem kveður á um að aldrei skuli fara strangar í sakir en nauð­syn­legt er.

Höf­undur er mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar