#atvinnumál#iðnaður

Mikil gróska í iðnaði

Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir mikla grósku einkenn starfsemi iðnfyrirtækja.

Af nýbirtum tölum Hag­stof­unnar um fjölda laun­þega má glögg­lega sjá þá miklu grósku sem hefur verið í iðn­aði á síð­ustu árum. Und­ir­strika töl­urnar þátt grein­ar­innar í að ná niður atvinnu­leysi á tíma­bil­inu en atvinnu­leysið var eitt helsta böl íslensks sam­fé­lags eftir efna­hags­á­fallið 2008. Einnig benda töl­urnar til þess að þáttur iðn­aðar í hag­vexti á þessum tíma hafi verið mik­ill. 

Bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð í mik­illi upp­sveiflu

Heild­ar­fjöldi laun­þega í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð var 10.700 á síð­asta ári sam­an­borið við 7.200 árið 2012 þegar upp­sveiflan í þeirri grein hófst og fjár­fest­ing í hag­kerf­inu fór að vaxa að nýju í þess­ari upp­sveiflu. Fjölg­unin er 3.500 eða tæp­lega 15% af heild­ar­fjölgun laun­þega í hag­kerf­inu á þeim tíma. Hefur fjölg­unin haldið áfram á þessu ári en að með­al­tali hafa 11.500 starfað í grein­inni á fyrstu fjórum mán­uðum þessa árs sem er 17,6% aukn­ing frá því á sama tíma í fyrra. Vöxt­ur­inn í þess­ari grein vegur 22% af heild­ar­fjölgun laun­þega í öllum atvinnu­greinum hag­kerf­is­ins á þessum tíma en umfang grein­ar­innar á þann mæli­kvarða auk­ist í upp­sveifl­unni. Und­ir­strikar það stóran þátt grein­ar­innar í hag­vext­inum um þessar mund­ir.  

Mikið hefur hvílt á bygg­ing­ar­iðn­að­inum í upp­bygg­ingu inn­viða hag­kerf­is­ins sem hefur verið grund­völlur þess mikla vaxtar í þjón­ustu­út­flutn­ingi sem ein­kennt hefur þessa upp­sveiflu. Hafa fyr­ir­tæki í grein­inni, svo dæmi sé tek­ið, staðið í ströngu und­an­farið við upp­bygg­ingu gisti­rýmis fyrir ferða­menn og íbúð­ar­hús­næðis til að mæta almennri fólks­fjölgun í land­inu sem fylgt hefur upp­sveiflu hag­kerf­is­ins. Hefur greinin auk þess verið í stórum verk­efnum á sviði fjár­fest­inga atvinnu­veg­anna á þessum tíma.

Auglýsing

Tækni- og hug­verka­iðn­aður umfangs­mik­ill

Tækni- og hug­verka­iðn­aður er umfangs­mik­ill hér á landi en laun­þegar voru 13.000 í þeirri grein á síð­asta ári sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar. Um er að ræða 7,2% af heild­ar­fjölda laun­þega í land­inu og und­ir­strikar það mik­il­vægi grein­ar­innar fyrir hag­kerfið allt. Hefur störfum í þeirri grein iðn­aðar fjölgað um 1.600 síðan hag­kerfið byrj­aði að taka við sér í núver­andi efna­hags­upp­sveiflu. Um er að ræða 6,1% af heild­ar­fjölgun laun­þega í hag­kerf­inu á tíma­bil­inu.  

Tækni- og hug­verka­iðn­aður hefur bæði beint og óbeint verið þáttur í þeim vexti gjald­eyr­is­tekna sem drifið hefur núver­andi hag­vaxt­ar­skeið. Þjón­usta við mikla fjölgun ferða­manna hvíl­ir, svo dæmi sé tek­ið, að stórum hluta á þess­ari grein. Einnig hefur greinin verið sjálf­stæð upp­spretta auk­inna gjald­eyr­is­tekna.

Fram­leiðslu­iðn­aður stór þáttur í gjald­eyr­is­sköp­un­inni

Síð­ast en ekki síst hefur gróskan verið umtals­verð í fram­leiðslu­iðn­að­inum síð­ustu ár. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru 17.000 laun­þegar í þeirri grein á síð­ast­liðnu ári ef frá er tek­inn fisk­iðn­að­ur. Hefur laun­þegum í þess­ari grein fjölgað um 2.000 síðan hag­kerfið fór að taka við sér árið 2010. Er vægi þessa vaxtar af heild­ar­fjölgun starfa í hag­kerf­inu á þessum tíma nálægt því að eitt að hverjum tíu störfum sem skap­ast hafa í hag­kerf­inu á þeim tíma verið í fram­leiðslu­iðn­aði.

Fram­leiðslu­iðn­aður er stór þáttur í gjald­eyr­is­sköpun þjóð­ar­bús­ins bæði beint og óbeint. Umfang grein­ar­innar í útflutn­ingi stór­iðju á þessu sviði er mikið eða tæp­lega 18% heild­ar­gjald­eyr­is­tekna þjóð­ar­bús­ins af útflutn­ingi vöru og þjón­ustu á síð­asta ári en auk þess er annar útflutn­ingur iðn­að­ar­vara umtals­verður eða ríf­lega 9%. Við má síðan bæta óbeinu fram­lagi grein­ar­innar á þessum vett­vangi en hluti gjald­eyr­is­tekna af ferða­mönnum sem hingað koma fara í kaup á íslenskri iðn­að­ar­fram­leiðslu t.d. á sviði mat­væla. Hluti gjald­eyr­is­tekna vegna þess mikla vaxtar sem verið hefur í ferða­þjón­ustu í þess­ari efna­hags­upp­sveiflu hefur því verið með þeim hætti í fram­leiðslu­iðn­aði. Hátt raun­gengi krón­unnar um þessar mundir vegur hins vegar að sam­keppn­is­stöðu og mark­aðs­hlut­deild þess­ara greina gagn­vart erlendum aðilum og dregur þannig úr vexti þeirra og umfangi.

Höf­undur er hag­fræð­ingur Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Joanne Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna.
Tvær nýjar galdrabækur væntanlegar frá J.K. Rowling
Útgáfufyrirtæki J.K. Rowling birti yfirlýsingu um að tvær bækur tengdar Harry Potter- seríunni yrðu gefnar út þann 20. október næstkomandi.
22. júlí 2017
Sean Spicer stjórnar blaðamannafundi.
Sean Spicer hættur sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins
Spicer var fjölmiðlafulltrúi Trumps í sex mánuði og var margsinnis uppvís að augljósum rangfærslum. Hann hættir vegna ágreinings við nýskipaðan yfirmann sinn.
21. júlí 2017
Elon Musk er forstjóri fyrirtækisins Tesla.
Áhætta fólgin í fjárfestingu í Tesla
Neikvætt fjárstreymi Tesla gerir það að verkum að Citi-bankinn telur mikla áhættu fólgna í fjárfestingu í rafbílaframleiðandanum.
21. júlí 2017
Eignir Skúla í Subway kyrrsettar
Lögmaður Skúla og félags hans mótmælir kyrrsetningunni kröftuglega og segir að málinu verði vísað fyrir dóm.
21. júlí 2017
Norður-Kórea hleypir fáum ferðamönnum til landsins á hverju ári og þeir sem fá að heimsækja landið þurfa að uppfylla allskyns skilyrði.
Bandaríkjamönnum bannað að ferðast til Norður-Kóreu
Bandarískir ferðamenn verða að drífa sig ef þeir ætla að ferðast til Norður-Kóreu því brátt verður þeim bannað að fara þangað.
21. júlí 2017
Björn Teitsson
Um Borgarlínu, snakk og ídýfu og bíla sem eru samt bílar
21. júlí 2017
Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Skuld Reykjanesbæjar var 249% af eignum
Skuldahlutfall A og B- hluta Reykjanesbæjar var 249% árið 2015, hæst allra sveitarfélaga. Gerð var sérstök grein fyrir stöðu þeirra í skýrslu innanríkisráðuneytisins.
21. júlí 2017
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Augljósar deilur ríkisstjórnarflokka um krónuna
Innan ríkisstjórnarinnar eru augljóslega deildar meiningar um gjaldmiðlamál.
21. júlí 2017
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar