Mikil gróska í iðnaði

Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir mikla grósku einkenn starfsemi iðnfyrirtækja.

Auglýsing

Af nýbirtum tölum Hag­stof­unnar um fjölda laun­þega má glögg­lega sjá þá miklu grósku sem hefur verið í iðn­aði á síð­ustu árum. Und­ir­strika töl­urnar þátt grein­ar­innar í að ná niður atvinnu­leysi á tíma­bil­inu en atvinnu­leysið var eitt helsta böl íslensks sam­fé­lags eftir efna­hags­á­fallið 2008. Einnig benda töl­urnar til þess að þáttur iðn­aðar í hag­vexti á þessum tíma hafi verið mik­ill. 

Bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð í mik­illi upp­sveiflu

Heild­ar­fjöldi laun­þega í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð var 10.700 á síð­asta ári sam­an­borið við 7.200 árið 2012 þegar upp­sveiflan í þeirri grein hófst og fjár­fest­ing í hag­kerf­inu fór að vaxa að nýju í þess­ari upp­sveiflu. Fjölg­unin er 3.500 eða tæp­lega 15% af heild­ar­fjölgun laun­þega í hag­kerf­inu á þeim tíma. Hefur fjölg­unin haldið áfram á þessu ári en að með­al­tali hafa 11.500 starfað í grein­inni á fyrstu fjórum mán­uðum þessa árs sem er 17,6% aukn­ing frá því á sama tíma í fyrra. Vöxt­ur­inn í þess­ari grein vegur 22% af heild­ar­fjölgun laun­þega í öllum atvinnu­greinum hag­kerf­is­ins á þessum tíma en umfang grein­ar­innar á þann mæli­kvarða auk­ist í upp­sveifl­unni. Und­ir­strikar það stóran þátt grein­ar­innar í hag­vext­inum um þessar mund­ir.  

Mikið hefur hvílt á bygg­ing­ar­iðn­að­inum í upp­bygg­ingu inn­viða hag­kerf­is­ins sem hefur verið grund­völlur þess mikla vaxtar í þjón­ustu­út­flutn­ingi sem ein­kennt hefur þessa upp­sveiflu. Hafa fyr­ir­tæki í grein­inni, svo dæmi sé tek­ið, staðið í ströngu und­an­farið við upp­bygg­ingu gisti­rýmis fyrir ferða­menn og íbúð­ar­hús­næðis til að mæta almennri fólks­fjölgun í land­inu sem fylgt hefur upp­sveiflu hag­kerf­is­ins. Hefur greinin auk þess verið í stórum verk­efnum á sviði fjár­fest­inga atvinnu­veg­anna á þessum tíma.

Auglýsing

Tækni- og hug­verka­iðn­aður umfangs­mik­ill

Tækni- og hug­verka­iðn­aður er umfangs­mik­ill hér á landi en laun­þegar voru 13.000 í þeirri grein á síð­asta ári sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar. Um er að ræða 7,2% af heild­ar­fjölda laun­þega í land­inu og und­ir­strikar það mik­il­vægi grein­ar­innar fyrir hag­kerfið allt. Hefur störfum í þeirri grein iðn­aðar fjölgað um 1.600 síðan hag­kerfið byrj­aði að taka við sér í núver­andi efna­hags­upp­sveiflu. Um er að ræða 6,1% af heild­ar­fjölgun laun­þega í hag­kerf­inu á tíma­bil­inu.  

Tækni- og hug­verka­iðn­aður hefur bæði beint og óbeint verið þáttur í þeim vexti gjald­eyr­is­tekna sem drifið hefur núver­andi hag­vaxt­ar­skeið. Þjón­usta við mikla fjölgun ferða­manna hvíl­ir, svo dæmi sé tek­ið, að stórum hluta á þess­ari grein. Einnig hefur greinin verið sjálf­stæð upp­spretta auk­inna gjald­eyr­is­tekna.

Fram­leiðslu­iðn­aður stór þáttur í gjald­eyr­is­sköp­un­inni

Síð­ast en ekki síst hefur gróskan verið umtals­verð í fram­leiðslu­iðn­að­inum síð­ustu ár. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru 17.000 laun­þegar í þeirri grein á síð­ast­liðnu ári ef frá er tek­inn fisk­iðn­að­ur. Hefur laun­þegum í þess­ari grein fjölgað um 2.000 síðan hag­kerfið fór að taka við sér árið 2010. Er vægi þessa vaxtar af heild­ar­fjölgun starfa í hag­kerf­inu á þessum tíma nálægt því að eitt að hverjum tíu störfum sem skap­ast hafa í hag­kerf­inu á þeim tíma verið í fram­leiðslu­iðn­aði.

Fram­leiðslu­iðn­aður er stór þáttur í gjald­eyr­is­sköpun þjóð­ar­bús­ins bæði beint og óbeint. Umfang grein­ar­innar í útflutn­ingi stór­iðju á þessu sviði er mikið eða tæp­lega 18% heild­ar­gjald­eyr­is­tekna þjóð­ar­bús­ins af útflutn­ingi vöru og þjón­ustu á síð­asta ári en auk þess er annar útflutn­ingur iðn­að­ar­vara umtals­verður eða ríf­lega 9%. Við má síðan bæta óbeinu fram­lagi grein­ar­innar á þessum vett­vangi en hluti gjald­eyr­is­tekna af ferða­mönnum sem hingað koma fara í kaup á íslenskri iðn­að­ar­fram­leiðslu t.d. á sviði mat­væla. Hluti gjald­eyr­is­tekna vegna þess mikla vaxtar sem verið hefur í ferða­þjón­ustu í þess­ari efna­hags­upp­sveiflu hefur því verið með þeim hætti í fram­leiðslu­iðn­aði. Hátt raun­gengi krón­unnar um þessar mundir vegur hins vegar að sam­keppn­is­stöðu og mark­aðs­hlut­deild þess­ara greina gagn­vart erlendum aðilum og dregur þannig úr vexti þeirra og umfangi.

Höf­undur er hag­fræð­ingur Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar