Mikil gróska í iðnaði

Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir mikla grósku einkenn starfsemi iðnfyrirtækja.

Auglýsing

Af nýbirtum tölum Hag­stof­unnar um fjölda laun­þega má glögg­lega sjá þá miklu grósku sem hefur verið í iðn­aði á síð­ustu árum. Und­ir­strika töl­urnar þátt grein­ar­innar í að ná niður atvinnu­leysi á tíma­bil­inu en atvinnu­leysið var eitt helsta böl íslensks sam­fé­lags eftir efna­hags­á­fallið 2008. Einnig benda töl­urnar til þess að þáttur iðn­aðar í hag­vexti á þessum tíma hafi verið mik­ill. 

Bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð í mik­illi upp­sveiflu

Heild­ar­fjöldi laun­þega í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð var 10.700 á síð­asta ári sam­an­borið við 7.200 árið 2012 þegar upp­sveiflan í þeirri grein hófst og fjár­fest­ing í hag­kerf­inu fór að vaxa að nýju í þess­ari upp­sveiflu. Fjölg­unin er 3.500 eða tæp­lega 15% af heild­ar­fjölgun laun­þega í hag­kerf­inu á þeim tíma. Hefur fjölg­unin haldið áfram á þessu ári en að með­al­tali hafa 11.500 starfað í grein­inni á fyrstu fjórum mán­uðum þessa árs sem er 17,6% aukn­ing frá því á sama tíma í fyrra. Vöxt­ur­inn í þess­ari grein vegur 22% af heild­ar­fjölgun laun­þega í öllum atvinnu­greinum hag­kerf­is­ins á þessum tíma en umfang grein­ar­innar á þann mæli­kvarða auk­ist í upp­sveifl­unni. Und­ir­strikar það stóran þátt grein­ar­innar í hag­vext­inum um þessar mund­ir.  

Mikið hefur hvílt á bygg­ing­ar­iðn­að­inum í upp­bygg­ingu inn­viða hag­kerf­is­ins sem hefur verið grund­völlur þess mikla vaxtar í þjón­ustu­út­flutn­ingi sem ein­kennt hefur þessa upp­sveiflu. Hafa fyr­ir­tæki í grein­inni, svo dæmi sé tek­ið, staðið í ströngu und­an­farið við upp­bygg­ingu gisti­rýmis fyrir ferða­menn og íbúð­ar­hús­næðis til að mæta almennri fólks­fjölgun í land­inu sem fylgt hefur upp­sveiflu hag­kerf­is­ins. Hefur greinin auk þess verið í stórum verk­efnum á sviði fjár­fest­inga atvinnu­veg­anna á þessum tíma.

Auglýsing

Tækni- og hug­verka­iðn­aður umfangs­mik­ill

Tækni- og hug­verka­iðn­aður er umfangs­mik­ill hér á landi en laun­þegar voru 13.000 í þeirri grein á síð­asta ári sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar. Um er að ræða 7,2% af heild­ar­fjölda laun­þega í land­inu og und­ir­strikar það mik­il­vægi grein­ar­innar fyrir hag­kerfið allt. Hefur störfum í þeirri grein iðn­aðar fjölgað um 1.600 síðan hag­kerfið byrj­aði að taka við sér í núver­andi efna­hags­upp­sveiflu. Um er að ræða 6,1% af heild­ar­fjölgun laun­þega í hag­kerf­inu á tíma­bil­inu.  

Tækni- og hug­verka­iðn­aður hefur bæði beint og óbeint verið þáttur í þeim vexti gjald­eyr­is­tekna sem drifið hefur núver­andi hag­vaxt­ar­skeið. Þjón­usta við mikla fjölgun ferða­manna hvíl­ir, svo dæmi sé tek­ið, að stórum hluta á þess­ari grein. Einnig hefur greinin verið sjálf­stæð upp­spretta auk­inna gjald­eyr­is­tekna.

Fram­leiðslu­iðn­aður stór þáttur í gjald­eyr­is­sköp­un­inni

Síð­ast en ekki síst hefur gróskan verið umtals­verð í fram­leiðslu­iðn­að­inum síð­ustu ár. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru 17.000 laun­þegar í þeirri grein á síð­ast­liðnu ári ef frá er tek­inn fisk­iðn­að­ur. Hefur laun­þegum í þess­ari grein fjölgað um 2.000 síðan hag­kerfið fór að taka við sér árið 2010. Er vægi þessa vaxtar af heild­ar­fjölgun starfa í hag­kerf­inu á þessum tíma nálægt því að eitt að hverjum tíu störfum sem skap­ast hafa í hag­kerf­inu á þeim tíma verið í fram­leiðslu­iðn­aði.

Fram­leiðslu­iðn­aður er stór þáttur í gjald­eyr­is­sköpun þjóð­ar­bús­ins bæði beint og óbeint. Umfang grein­ar­innar í útflutn­ingi stór­iðju á þessu sviði er mikið eða tæp­lega 18% heild­ar­gjald­eyr­is­tekna þjóð­ar­bús­ins af útflutn­ingi vöru og þjón­ustu á síð­asta ári en auk þess er annar útflutn­ingur iðn­að­ar­vara umtals­verður eða ríf­lega 9%. Við má síðan bæta óbeinu fram­lagi grein­ar­innar á þessum vett­vangi en hluti gjald­eyr­is­tekna af ferða­mönnum sem hingað koma fara í kaup á íslenskri iðn­að­ar­fram­leiðslu t.d. á sviði mat­væla. Hluti gjald­eyr­is­tekna vegna þess mikla vaxtar sem verið hefur í ferða­þjón­ustu í þess­ari efna­hags­upp­sveiflu hefur því verið með þeim hætti í fram­leiðslu­iðn­aði. Hátt raun­gengi krón­unnar um þessar mundir vegur hins vegar að sam­keppn­is­stöðu og mark­aðs­hlut­deild þess­ara greina gagn­vart erlendum aðilum og dregur þannig úr vexti þeirra og umfangi.

Höf­undur er hag­fræð­ingur Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
20. janúar 2018
Eyþór á fyrirtæki úti á Granda og vill byggja í Örfirisey
Eyþór Arnalds frambjóðandi í oddvitakjöri Sjálfstæðisflokksins vill að borgin reisi íbúabyggð í Örfirisey. Hann á sjálfur fyrirtæki í rekstri svæðinu en telur hagsmunatengslin ekki þannig að honum sé ókleift að vera talsmaður uppbyggingar á svæðinu.
20. janúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru Málin 19 - Viðar Guðhjonsen, Davíð Oddsson og Donald Trump
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar