Mikil gróska í iðnaði

Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir mikla grósku einkenn starfsemi iðnfyrirtækja.

Auglýsing

Af nýbirtum tölum Hagstofunnar um fjölda launþega má glögglega sjá þá miklu grósku sem hefur verið í iðnaði á síðustu árum. Undirstrika tölurnar þátt greinarinnar í að ná niður atvinnuleysi á tímabilinu en atvinnuleysið var eitt helsta böl íslensks samfélags eftir efnahagsáfallið 2008. Einnig benda tölurnar til þess að þáttur iðnaðar í hagvexti á þessum tíma hafi verið mikill. 

Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð í mikilli uppsveiflu

Heildarfjöldi launþega í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð var 10.700 á síðasta ári samanborið við 7.200 árið 2012 þegar uppsveiflan í þeirri grein hófst og fjárfesting í hagkerfinu fór að vaxa að nýju í þessari uppsveiflu. Fjölgunin er 3.500 eða tæplega 15% af heildarfjölgun launþega í hagkerfinu á þeim tíma. Hefur fjölgunin haldið áfram á þessu ári en að meðaltali hafa 11.500 starfað í greininni á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs sem er 17,6% aukning frá því á sama tíma í fyrra. Vöxturinn í þessari grein vegur 22% af heildarfjölgun launþega í öllum atvinnugreinum hagkerfisins á þessum tíma en umfang greinarinnar á þann mælikvarða aukist í uppsveiflunni. Undirstrikar það stóran þátt greinarinnar í hagvextinum um þessar mundir.  

Mikið hefur hvílt á byggingariðnaðinum í uppbyggingu innviða hagkerfisins sem hefur verið grundvöllur þess mikla vaxtar í þjónustuútflutningi sem einkennt hefur þessa uppsveiflu. Hafa fyrirtæki í greininni, svo dæmi sé tekið, staðið í ströngu undanfarið við uppbyggingu gistirýmis fyrir ferðamenn og íbúðarhúsnæðis til að mæta almennri fólksfjölgun í landinu sem fylgt hefur uppsveiflu hagkerfisins. Hefur greinin auk þess verið í stórum verkefnum á sviði fjárfestinga atvinnuveganna á þessum tíma.

Auglýsing

Tækni- og hugverkaiðnaður umfangsmikill

Tækni- og hugverkaiðnaður er umfangsmikill hér á landi en launþegar voru 13.000 í þeirri grein á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Um er að ræða 7,2% af heildarfjölda launþega í landinu og undirstrikar það mikilvægi greinarinnar fyrir hagkerfið allt. Hefur störfum í þeirri grein iðnaðar fjölgað um 1.600 síðan hagkerfið byrjaði að taka við sér í núverandi efnahagsuppsveiflu. Um er að ræða 6,1% af heildarfjölgun launþega í hagkerfinu á tímabilinu.  

Tækni- og hugverkaiðnaður hefur bæði beint og óbeint verið þáttur í þeim vexti gjaldeyristekna sem drifið hefur núverandi hagvaxtarskeið. Þjónusta við mikla fjölgun ferðamanna hvílir, svo dæmi sé tekið, að stórum hluta á þessari grein. Einnig hefur greinin verið sjálfstæð uppspretta aukinna gjaldeyristekna.

Framleiðsluiðnaður stór þáttur í gjaldeyrissköpuninni

Síðast en ekki síst hefur gróskan verið umtalsverð í framleiðsluiðnaðinum síðustu ár. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 17.000 launþegar í þeirri grein á síðastliðnu ári ef frá er tekinn fiskiðnaður. Hefur launþegum í þessari grein fjölgað um 2.000 síðan hagkerfið fór að taka við sér árið 2010. Er vægi þessa vaxtar af heildarfjölgun starfa í hagkerfinu á þessum tíma nálægt því að eitt að hverjum tíu störfum sem skapast hafa í hagkerfinu á þeim tíma verið í framleiðsluiðnaði.

Framleiðsluiðnaður er stór þáttur í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins bæði beint og óbeint. Umfang greinarinnar í útflutningi stóriðju á þessu sviði er mikið eða tæplega 18% heildargjaldeyristekna þjóðarbúsins af útflutningi vöru og þjónustu á síðasta ári en auk þess er annar útflutningur iðnaðarvara umtalsverður eða ríflega 9%. Við má síðan bæta óbeinu framlagi greinarinnar á þessum vettvangi en hluti gjaldeyristekna af ferðamönnum sem hingað koma fara í kaup á íslenskri iðnaðarframleiðslu t.d. á sviði matvæla. Hluti gjaldeyristekna vegna þess mikla vaxtar sem verið hefur í ferðaþjónustu í þessari efnahagsuppsveiflu hefur því verið með þeim hætti í framleiðsluiðnaði. Hátt raungengi krónunnar um þessar mundir vegur hins vegar að samkeppnisstöðu og markaðshlutdeild þessara greina gagnvart erlendum aðilum og dregur þannig úr vexti þeirra og umfangi.

Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar