Ræðum oftar og víðar um olíuleit og olíuvinnslu

Aðsend grein eftir Ara Trausta Guðmundsson þar sem hann hrekur fullyrðingar Heiðars Guðjónssonar um olíuvinnslu við Íslandsstrendur.

Auglýsing

Menn greinir á um olíu­leit og hugs­an­lega olíu­vinnslu á Dreka­svæð­inu. Hildur Knúts­dóttir og Heiðar Guð­jóns­son (HG) hafa skipst á skoð­unum í Frétta­blað­inu um mál­efn­ið. Nýlegur pist­ill Heið­ars gaf mér til­efni til þess­ara and­svara enda hef ég ritað nokkrar greinar um mál­efnið og bók­arkafla að auki (Ver­öld í vanda, Hið ísl. bók­mennta­fé­lag 2016). Ég reikna með að orða­skipti milli þeirra haldi eitt­hvað áfram. Tölu­settu máls­grein­arnar eru Heið­ars.

1) Lífs­kjör almenn­ings hafa aldrei batnað jafn hratt og eftir að olíu­öldin hófst eftir miðja 19. öld. Ísland er skýrasta dæmið í þeim efn­um. Vegna sam­göngu­bylt­ingar alfarið í krafti olíu hafa lífs­skil­yrði þar færst frá að vera ein lök­ustu í Evr­ópu í fremstu röð.

Sam­fara lífs­kjara­bylt­ingu og fjölgun fólks í öllum löndum heims hafa orðið feikna­breyt­ingar á helstu lífs­skil­yrðum okk­ar, raunar á öllu umhverfi fólks og á aðgengi­legum auð­lind­um. Skóg­leysi og jarð­vegseyð­ing á áður skógi vöxnum svæð­um, yfir­borðs­meng­un, mik­ill vatns­skortur í mörgum tugum landa og stækkun eyði­marka eru meðal ein­kenna þessa tíma­bils sem HG kallar olíu­öld. Óheyri­leg loft­mengun (sót, loft­teg­und­ir, svifryk) ein­kennir margar stór­borgir og höfin súrna. Rann­sóknir benda til þess að helstu málmar og verð­mæt jarð­efni verði að mestu gengin til þurrðar á næstu ára­tugum og öld­um, miðað við svip­aða nýt­ingu og nú og án 80-100% end­ur­nýt­ing­ar. Kol, olía og gas eru end­an­legar auð­lindir sem nú þegar eru ofnýtt­ar. Margt fleira mætti upp telja.

Þó svo að Íslandi sé vel á vegi statt hvað sumt af þessum vand­kvæðum varð­ar, horfum við á heim­inn allan þegar metin er áfram­hald­andi olíu­leit og olíu­vinnsla á nýjum land­svæðum og á hafs­botni. Við megum ekki vera þröng­sýn. Lífs­kjör almenn­ings skipt­ast í mörg horn eftir heims­hlut­um. Olíu­öldin hefur ekki fært millj­örðum manna umtals­verð bætt lífs­kjör enda þótt aðrir millj­arðar geti hrósað happi. Raun­veru­leik­inn er sá að bil milli ríkra og fátæku millj­arð­anna breikka en minnka ekki. Far­sæld felst héðan af ekki í auk­inni notkun jarð­efna­elds­neyt­is, heldur umhverf­is­bylt­ingu þar sem sú notkun er dregin saman eins hratt og unnt er. Að því eiga Íslend­ingar að stuðla með öllum ráð­um.

2) Notkun Íslend­inga á olíu mun aukast með tíð­ari flug- og skipa­ferð­um. Þeir flutn­ingar eru hag­kvæm­ir, stytta núver­andi leiðir og minnka þannig mengun á heild­ina lit­ið.

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda (GHL) frá íslenskum flug­fyr­ir­tækjum eykst hratt á meðan nýir orku­gjafar flug­véla fást ekki í nægum mæli. Óvíst er hvort losun og olíu­notkun til sjós muni aukast. Nú þegar hefur þar náðst nokkur árangur með því að nota dísilolíu í stað svartol­íu. Ef flot­inn stækkar veru­lega eða sjó­ferðum fjölgar getur öðru­vísi far­ið, en þó ekki endi­lega. Skipa­vélar sem brenna alkó­hóli (met­anóli) eru komnar fram og gætu Íslend­ingar fram­leitt mest allt slíkt elds­neyti til sinna þarfa, þegar fram í sæk­ir. Fram­farir í flug­geir­anum taka lengri tíma en ýmsar til­raunir með íblöndun elds­neyt­is, sem minnka los­un, eru þegar hafn­ar.

Aukin umsvif Íslend­inga í flutn­ingum í lofti og á sjó geta hvorki verið rök fyrir fjár­­hags­­legri eða grænni hag­­kvæmni í orku­­málum nema þeir upp­­­fylli fyrr­­greind skil­yrði.
Almennt séð getur fjár­hags­leg hag­kvæmni flutn­inga helst batnað með minni notkun elds­neytis vegna betri véla og styttri flutn­ings­leiða, eða með ódýr­ara elds­neyti. Umhverf­is­á­hrif flutn­inga eru fyrst og fremst jákvæð ef losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda (GHL) og sót­losun minnk­ar. Aukin umsvif Íslend­inga í flutn­ingum í lofti og á sjó geta hvorki verið rök fyrir fjár­hags­legri eða grænni hag­kvæmni í orku­málum nema þeir upp­fylli fyrr­greind skil­yrði.

Vand­séð er hvernig ábyrgð okkar á olíu­vinnslu gæti komið fram sem áfangi í umhverf­is­mál­um, vilji menn horfa á nálægð­ina við Jan Mayen. Olíu­vinnsla við Ísland hefði ekki í för með sér olíu­hreinsun í land­inu. Innri notk­unin væri of lítil í sam­an­burði við rekstr­ar­kostnað og hag­kvæmara að koma dýrri Jan Mayen olíu til vinnslu í stöðvar sem fyrir eru utan Íslands. Þannig myndu flutn­ingar á jarð­efna­elds­neyti til hreinsi­stöðva og þaðan svo hingað verða veru­leiki dags­ins. Nýjar sigl­inga- eða flug­leiðir á norð­ur­slóðum hafa í raun ekk­ert með olíu­vinnslu við Ísland að gera.

3) Olía og gas hafa komið í stað brennslu á viði, kol­um, taði og öðru og þannig dregið stór­kost­lega úr meng­un, slysum og sjúk­dóm­um.

Hér er ólíkum upp­sprettum GHL ruglað sam­an. Vissu­lega mengar kola­brennsla meira en brennsla gass og olíu og brennsla gass mengar minnar en brennsla olíu. Með mengun er þá ekki aðeins á við GHL heldur mörg önnur kemísk efni. Hitt elds­neytið sem HG nefn­ir, þ.e. viður og tað, eru gróður af yfir­borði jarðar sem tímg­ast og vex, tekur upp til­tekið magn koltví­sýr­ings (al­geng­asta GHL) en gefur frá sér súr­efni við ljóstil­líf­un. Þegar gróður er brenndur sem eldi­viður eða tað skilar hann frá sér koltví­sýr­ingnum sem er tek­inn upp af öðrum plötnum á ný. Með öðrum orð­um: Brennsla viðar eykur ekki GHL í and­rúms­loft­inu ef skóg- og gróð­ur­lendi er hóf­lega nýtt og því við­haldið eða það auk­ið. Þannig er timb­ur­bruni ekki sjálf­gefið óum­hverf­is­vænn sem þáttur í nátt­úru­legri hringrás kolefnis í gróð­ur­rík­inu. Öðru máli gegndi ef mest öllu skóg­lendi væri brennt á til­tölu­lega skömmum tíma. Nú er raunar meiru eytt af því í sumum löndum en nemur við­bótum í öðrum og við­ar­bruni getur haft nei­kvæð áhrif en þó lík­lega í litlum mæli.

Brennsla olíu og gass, með allri með­fylgj­andi losun GHL, í stað eldi­við­ar­notk­un­ar, bjargar litlu sem engu. Það gæti sjálf­bær timb­ur­vinnsla hins vegar gert, ásamt stækk­andi skóg­lendi, í bland við notkun eldi­við­ar. Finna mætti jafn­vægi milli hvers kyns við­ar­nýt­ingar og nægi­legar upp­töku koltví­sýr­ings, m.a. með því að byggja úr timbri í stað stein­steypu. Eitt tonn hennar losar tonn af koltví­sýr­ingi í öllu fram­leiðslu­ferl­inu!

Til­vist gras­bíta veldur ekki hlýnun jarðar vegna taðs­ins (eða brennslu þess) heldur getur loft­hjúpur jarðar fyrst og fremst hlýnað við neyslu gróð­urs. Mikil fjölgun dýra stuðlar að hlýrri loft­hjúp vegna met­ans (öflug GHL) sem fylgir melt­ingu eftir gróð­ur­átið og er skilað út í umhverf­ið. Um bruna taðs gilda í grunn­inn sömu rök og um bruna skóg­ar­við­ar.

Auglýsing

Olía er, ólíkt þessu tvennu, geymd og grafin líf­ræn afurð. Hún tek­ur, okkur mönnum hul­in, ekki þátt í myndun GHL að neinu marki. Það ger­ist að sjálf­sögðu ef hún er numin og henni brennt. GHL fylgja brun­anum í miklu meira magni en sem nemur upp­töku­getu hafs og gróð­urs. Aukn­ingin veldur því að loft­hjúp­ur­inn hlýnar hraðar en gerst hefur í hund­ruð þús­undir ára. Hlýnun af manna­völdum hefur staðið allt of lengi. Hækkun koltví­sýr­ings í lofti úr 325 ppm í 405 ppm á um 60 árum á þar stóran þátt en bæði aukin vatns­gufa og aðrar loft­teg­undir koma við sögu. Það gera líka gríð­ar­legar gróð­ur­fars­breyt­ingar sem minnkað hafa bindi­getu gróð­ur­lend­is.

Í sjálfu sér má telja tíma­bundið skref til bóta að brenna frekar olíu og gasi en kolum vegna þess að þau gefa frá sér meira af GHL en hinir orku­gjaf­arn­ir. En sú rök­semd að þar með þurfi að leita uppi meiri olíu en vitað er nú um stenst ekki. Ef á að takast að halda hlýnun lofts­lags innan þol­an­legra marka, sam­fara notkun jarð­efna­elds­neytis um hríð, má aðeins nýta um þriðj­ung þekktra birgða alls jarð­efna­elds­neyt­is. Af olíu og gasi er nóg til í jörðu á þeim svæðum sem unnn eru um þessar mund­ir. Sama gildir um kol­in. Yfir­völd sums staðar skilja sinn vitj­un­ar­tíma og hafa byrjað á að færa orku­fram­leiðslu (sem veldur um 70% auk­ingar GHL) úr kolum yfir í olíu og gas. Að vísu ætla Banda­ríkin að sker­ast úr leik og valda óbæt­an­legu tjóni á við­leitni stór­þjóð­anna, ef fer eins og stjórn­völd Trumps og kó stefna að. Og almennt, svo því sé ekki gleymt: Leir­steins­gas, fengið með splundrun eða "frack­ing" er í engu verjan­leg afurð.

Erfitt er að gera sér grein fyrir hvað HG á við með slysum og sjúk­dómum vegna við­ar- og tað­brennslu, umfram það sem rekja má til vinnslu og nýt­ingar olíu, kola og gass. Losun loft­teg­unda og hættu­legra málma og snefil­efna við notkun jarð­efna­elds­neytis í 100-200 ár hefur vafa­lítið skilið eftir sig alvar­leg spor í flestum lönd­um, einkum þar sem umhverf­is­vernd hefur átt erfitt upp­drátt­ar. Umfang þeirra spora þekkir eng­inn í raun, að því ég best veit, og sam­an­burður við slys og sjúk­dóma vegna brennslu gróð­ur­efna ókleif­ur.

4) Par­ís­ar­sátt­mál­inn segir ekki að láta beri olíu- og gaslindir óhreyfð­ar. Hann hvetur hins vegar til þess að mest meng­andi kolefnin (les­ist: kol) skuli ekki unnin heldur þau skaðminni (olía og gas).

Hér sést und­ar­legur mál­flutn­ing­ur. Par­ís­ar­sátt­mál­inn fjallar hvorki um tak­mark­anir á vinnslu jarð­efna­elds­neytis né hvaða jarð­efni skuli unnin og hver ekki. Hann fjallar um skuld­bind­ingar hvað losun GHL varð­ar. Í því geta falist
 marg­vís­legar aðgerðir enda setur sátt­mál­inn í hendur ríkja hvernig þau treysta sér til að minnka losun um 40% fyrir árið 2030. Hluti þeirra aðgerða getur falist í að breyta um orku­gjafa sem þó losa GHL, hluti í að minnka vinnslu eða kaup olíu, kola eða gass og enn annar hluti í að auka notkun grænna orku­gjafa. Um Par­ís­ar­sátt­mál­ann má alveg eins segja að hann hvetji til sam­dráttar í allri losun frá jarð­efna­elds­neyti, ekki fyrst og fremst til los­unar frá olíu og gasi fremur en kol­um. Hvað Ísland varðar er minni losun GHL á okkar ábyrgð eftir sam­þykkt sátt­mál­ans, ekki sala á olíu og gasi til landa sem enn nota kol, elti maður rök HG.

Olíutunnur.

Íslend­ingar verða að ná sínum mark­miðum með því að tak­marka og minnka losun frá helstu atvinnu­grein­um, hefta losun GHL úr illa förnu gróð­ur­lendi og fram­ræstu vot­lendi og auka þátt grænna orku­gjafa. Sam­tímis eigum við að taka ábyrgð á að fjölga ekki olíu- og gaslindum af því að heim­ur­inn hefur nú þegar aðgang að nægu magni jarð­efna­elds­neyt­is. Sú stað­hæf­ing sér­fræð­inga og alþjóða­stofn­ana hvílir á því grund­vall­ar­mark­miði að kom­ast hjá 3-5 stiga hækkun með­al­hit­ans með ógn­væn­legum og feikna­dýrum afleið­ing­um.

5) Olíu- og gas­notkun hefur tryggt afskekktum svæðum sam­göng­ur, raf­magn og aðra inn­viði og stór­bætt lífs­kjör almenn­ings alls stað­ar.

Engum dettur í hug að mót­mæla hluta þess­arar stað­hæf­ing­ar. Lífs­kjör hafa þó ekki batnað alls staðar á afskekktum svæð­um. Bætt lífs­kjör alls staðar hafa borið vondan verð­miða sem mann­kyn er að gera sér æ betur grein fyr­ir, m.a. með Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Þessi liðna tíð er ekki með­mæli með því að auka aðgengi, vinnslu og nýt­ingu olíu og gass þegar minnka verður losun GHL og nægar birgðir í jörðu eru nú þegar þekkt­ar. Við opnum afskekktum svæðum miklu fremur betri fram­tíð með gjör­breyttri og sjálf­bærri orku­fram­leiðslu. Hlýnun lofts­lags­ins veldur nefni­lega sífellt alvar­legri vand­ræðum á afskekktum slóð­um: Ágangi sjáv­ar, jarð­raski á sífrera­svæð­um, þurrkum á hlýrri slóð­um, jarð­vegseyð­ingu, eyð­ingu vatns­geyma (jökla, og stöðu­vatna), til­flutn­ingi mik­il­vægra líf­vera, oft til óþurft­ar, og svo fram­veg­is. Við verðum að horfa heild­rænt á ver­öld­ina og meta áhrif olíu- og gas­notk­unar í sam­hengi við umhverf­is­á­hrifin sem hún veld­ur.

6) Auð­veld­ara er að bregð­ast við breyt­ingum á veðri en að reyna að stjórna því. Lífs­kjara­bat­inn sem olíu­vinnsla hefur fært heim­inum eykur lík­urnar á upp­götvun nýrra orku­gjafa.

Nið­ur­stöður benda til þess að ódýr­ara sé að breyta lífs­háttum sem miða að sem minnstri hækkun hita­stigs­ins, auka hvers kyns jöfnuð í heim­inum og ná jafn­vægi milli nátt­úr­u­nytja og nátt­úr­verndar
Mannkyn er ekki að reyna að stjórna veð­ur­fari, heldur streit­ist við að minnka sinn þátt í hættu­legum umhverf­is­breyt­ing­um. Margir hafa reynt að reikna út kostnað við aðlögun að 2, 3, 4 og 5 stiga hækkun með­al­hit­ans og öllu því sem fylg­ir. Nið­ur­stöður benda til þess að ódýr­ara sé að breyta lífs­háttum sem miða að sem minnstri hækkun hita­stigs­ins, auka hvers kyns jöfnuð í heim­inum og ná jafn­vægi milli nátt­úr­u­nytja og nátt­úr­verndar – frekar en að aðlag­ast sífellt erf­ið­ari umhverf­is­rösk­unum eftir því sem meira hlýn­ar. Öll stóru trygg­ing­ar­fyr­ir­tæki heims hafa kom­ist að þess­ari nið­ur­stöðu.

Lífs­kjara­bati er ekki for­senda nýj­unga í orku­fram­leiðslu að neinu marki. Til þeirra er af nægu fé að taka í öllum stærstu eða efn­uð­ustu ríkjum heims. Ein­faldasta ráðið í bili er að minnka útgjöld til her­mála og greiða með sparn­að­araurum fyrir nýsköp­un. Aukin olíu- og gasvinnsla bætir engu við fram­þróun í orku­mál­um.

7) Stjórn­mála­flokkur Hildar Knúts­dótt­ur, VG, veitti Eykon, Petoro og CNOOC vinnslu- og leit­ar­leyfi á Dreka­svæð­inu.

Rétt er það en flokk­ur­inn hefur fallið frá stuðn­ingi við leit og vinnslu á Dreka­svæð­inu, eftir umræður og sam­þykkt lands­fund­ar. Eins og Norð­menn segja í sínum úti­vi­star­ferð­um: - Det er ingen skam å snu - eng­inn skömm er að því að snúa við. Fleiri flokkar hafa sömu afstöðu og VG.

8) Olíu­vinnsla hér við land yki sjálf­bærni Íslend­inga til mik­illa muna. Öll rök, sið­ferði­leg, umhverf­is­leg og efna­hags­leg mæla með að olía og gas verði unnið við Ísland.

Frá­leitt er að nota hug­takið sjálf­bærni um vinnslu og notkun olíu og jarð­gass. Sú námu­vinnsla getur aldrei verið sjálf­bær miðað við eina af þremur und­ir­stöðum hug­taks­ins: Nátt­úr­u­nytjar sem skila auð­lind jafn góðri eða betri til kom­andi kyn­slóða. Olíu­vinnsla er ekki fremur sjálf­bær í þessum skiln­ingi hug­taks­ins en gröftur í mal­ar­námi í Ing­ólfs­fjalli. Þar er bara af tekið en engu við bætt. Olíu­brennslan sjálf er líka fylli­lega ósjálf­bær aðgerð í umhverfistilliti.

Við verðum að stunda ósjálf­bærar nátt­úr­u­nytjar í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um, svo sem við nám lausra jarð­efna til mann­virkja­gerð­ar. En köllum þá hegðun okkar réttum heit­um. HG virð­ist rugla saman sjálf­bærni aðgerða Íslend­inga og því að vera sjálfum okkur nóg um eitt­hvað. HG telur eflaust að Íslend­ingar geti verið sjálfum sér nógir með olíu og gas, í stað inn­fluttra efna. Rétt eins og við sleppum því að flytja inn blá­vatn í stórum stíl. Já, íslensk olía gæti aflað okkur fjár og við gætum nýtt íslensk olíu­efni sem búið væri að með­höndla erlend­is. En losun GHL frá olíu­efn­unum væri sú sama hvaðan svo sem olían er ætt­uð. Hvorki vinnsla á Dreka­svæð­inu né brennsla efn­anna eykur sjálf­bærni okkar umsvifa, þvert á móti. Segja mætti sem svo að við værum þá óháð­ari olíu­veldum heims­ins en nú ger­ist - en allur fer­ill orku­gjafans væri engu að síður ósjálf­bær á öllum stigum vegna nei­kvæðra umhverf­is­áhrifa. Við verðum að end­ingu að muna að sá sem vinnur og selur olíu ber hluta ábyrgðar á losun og annarri efna­mengun sem verður við notkun vör­unnar - eins þótt hann brenni henni ekki sjálf­ur.

Orðum HG um þrenns konar rök fyrir olíu­vinnslu við Jan Mayen, sem hann flaggar undir lok síns máls (sjá lið 8 hér að fram­an), læt ég les­endum eftir að íhuga.

Höf­undur er þing­maður VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar