Vegatollasamgönguráðherra-Jón

Hugmyndir um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu hafa komið upp.

Auglýsing

Stundum eiga stjórn­mála­menn bein­línis að taka sér frí, skreppa til útlanda, ganga fjöll á Vest­fjörð­um, eða eitt­hvað álíka. Bara láta sig ,,hverfa“. Jón Gunn­ars­son, ráð­herra sam­göngu­mála, er einn þeirra. Við höfum nefni­lega ekk­ert losnað við hann það sem af er sumri. Sem er slæmt.

Það er nefni­lega þannig að almenn­ingur þarf stundum hvíld frá stjórn­mála­mönn­um. Sér­stak­lega þegar þeir eyða sumr­inu í ekk­ert annað en að skoða vega­tolla, vega­skatta og önnur ,,vega­gjöld“, til að leggja á okkur almenn­ing. Jón er á fullu gasi í því.

Ég er búinn að skreppa af landi brott tvisvar það sem af er sumri. Og í bæði skipt­in, við heim­komu, hefur eitt af því fyrsta sem ég hef heyrt í fjöl­miðl­um, verið fréttir og eða við­töl við Jón Gunn­ar­son, þar sem sagt er frá því að hann sé nú að velta fyrir sér ein­hvers­konar veggjöld­um, vega­skött­um, vega­tollum eða álíka, til að demba yfir okkur skatt­greið­end­ur. Og svo kemur við­tal við Jón þar sem hann seg­ist vera búinn að finna ,,nýj­an“ veg til þess að leggja toll á. Hvað gengur mann­inum til?

Auglýsing

Má vel vera að honum hafi verið sagt af ,,yf­ir­verk­stjór­an­um“ (foræt­is­ráð­herra) að dunda sér við þetta yfir sum­ar­tím­ann, en þetta er bara ekk­ert snið­ugt. Svo illa lætur að þessu að ég held að Jón Gunn­ars­son sitji heima hjá sér (þegar allir eru í sundi, í bústaðn­um, eða útlönd­um) með öll til­tæk vega­kort og sé hrein­lega að kort­legga þá vegi (til og frá höf­uð­borg­inni – og jafn­vel fleiri) sem hann getur sett veggjald, toll eða skatt á!

Er Jón Gunn­ars­son sjálfs­stæð­is­maður eða skatt­leggj­andi vinstri­maður í dul­ar­gervi? Ekki nema von að maður spyrji sig, því helstu fréttir sum­ars­ins það sem af er hafa ann­að­hvort verið ein­hverjar ,,skíta­f­rétt­ir“ eða ,,vega­tolla­gjald­skyldu­frétt­ir“ a la Jón Gunn­ars­son. Nú er mál að linni. Þá má einnig benda fjöl­miðla­mönnum á að hætta hrein­lega að hringja í Jón. Taka hann ein­fald­lega úr flýti­val­inu.

En að öllu gríni slepptu, þá eru þessar fréttir sorg­leg sönnun þess að við Íslend­ingar búum við rík­is­vald sem hefur alger­lega brugð­ist í sam­göngu­málum og byggða­málum (sam­göngu­mál eru byggða­mál). Það eru teknir af okkur full­ir/há­mars­skattar og sam­göngu­ráð­herra lands­ins gerir ekki annað en að tala um gjöld og aðrar álög­ur! Þetta bara gengur ekki.

Í hvað fara skatt­arnir okkar þegar við þurfum sífellt að vera að borga meira og meira og meira í eitt­hvað sem á að greið­ast með skatt­fé? Eða á að leggja á okkur tolla fyrir það að keyra veg­ina (sem eru að molna í sund­ur) bara af því það er gert ein­hvers­staðar í útlönd­um? Við þurfum ekk­ert alltaf að apa allt eftir því sem gert er í útlönd­um. Það er engin skylda.

Að lok­um: Jón, ertu til í að taka þér smá frí og hætta að tala enda­laust um vega­gjöld og vega­skatta. Kannski bara skreppa af landi brott og sleikja sól­ina pínu­pons. Plííís.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og keyrir bíl.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar