Vegatollasamgönguráðherra-Jón

Hugmyndir um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu hafa komið upp.

Stundum eiga stjórn­mála­menn bein­línis að taka sér frí, skreppa til útlanda, ganga fjöll á Vest­fjörð­um, eða eitt­hvað álíka. Bara láta sig ,,hverfa“. Jón Gunn­ars­son, ráð­herra sam­göngu­mála, er einn þeirra. Við höfum nefni­lega ekk­ert losnað við hann það sem af er sumri. Sem er slæmt.

Það er nefni­lega þannig að almenn­ingur þarf stundum hvíld frá stjórn­mála­mönn­um. Sér­stak­lega þegar þeir eyða sumr­inu í ekk­ert annað en að skoða vega­tolla, vega­skatta og önnur ,,vega­gjöld“, til að leggja á okkur almenn­ing. Jón er á fullu gasi í því.

Ég er búinn að skreppa af landi brott tvisvar það sem af er sumri. Og í bæði skipt­in, við heim­komu, hefur eitt af því fyrsta sem ég hef heyrt í fjöl­miðl­um, verið fréttir og eða við­töl við Jón Gunn­ar­son, þar sem sagt er frá því að hann sé nú að velta fyrir sér ein­hvers­konar veggjöld­um, vega­skött­um, vega­tollum eða álíka, til að demba yfir okkur skatt­greið­end­ur. Og svo kemur við­tal við Jón þar sem hann seg­ist vera búinn að finna ,,nýj­an“ veg til þess að leggja toll á. Hvað gengur mann­inum til?

Auglýsing

Má vel vera að honum hafi verið sagt af ,,yf­ir­verk­stjór­an­um“ (foræt­is­ráð­herra) að dunda sér við þetta yfir sum­ar­tím­ann, en þetta er bara ekk­ert snið­ugt. Svo illa lætur að þessu að ég held að Jón Gunn­ars­son sitji heima hjá sér (þegar allir eru í sundi, í bústaðn­um, eða útlönd­um) með öll til­tæk vega­kort og sé hrein­lega að kort­legga þá vegi (til og frá höf­uð­borg­inni – og jafn­vel fleiri) sem hann getur sett veggjald, toll eða skatt á!

Er Jón Gunn­ars­son sjálfs­stæð­is­maður eða skatt­leggj­andi vinstri­maður í dul­ar­gervi? Ekki nema von að maður spyrji sig, því helstu fréttir sum­ars­ins það sem af er hafa ann­að­hvort verið ein­hverjar ,,skíta­f­rétt­ir“ eða ,,vega­tolla­gjald­skyldu­frétt­ir“ a la Jón Gunn­ars­son. Nú er mál að linni. Þá má einnig benda fjöl­miðla­mönnum á að hætta hrein­lega að hringja í Jón. Taka hann ein­fald­lega úr flýti­val­inu.

En að öllu gríni slepptu, þá eru þessar fréttir sorg­leg sönnun þess að við Íslend­ingar búum við rík­is­vald sem hefur alger­lega brugð­ist í sam­göngu­málum og byggða­málum (sam­göngu­mál eru byggða­mál). Það eru teknir af okkur full­ir/há­mars­skattar og sam­göngu­ráð­herra lands­ins gerir ekki annað en að tala um gjöld og aðrar álög­ur! Þetta bara gengur ekki.

Í hvað fara skatt­arnir okkar þegar við þurfum sífellt að vera að borga meira og meira og meira í eitt­hvað sem á að greið­ast með skatt­fé? Eða á að leggja á okkur tolla fyrir það að keyra veg­ina (sem eru að molna í sund­ur) bara af því það er gert ein­hvers­staðar í útlönd­um? Við þurfum ekk­ert alltaf að apa allt eftir því sem gert er í útlönd­um. Það er engin skylda.

Að lok­um: Jón, ertu til í að taka þér smá frí og hætta að tala enda­laust um vega­gjöld og vega­skatta. Kannski bara skreppa af landi brott og sleikja sól­ina pínu­pons. Plííís.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og keyrir bíl.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Joanne Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna.
Tvær nýjar galdrabækur væntanlegar frá J.K. Rowling
Útgáfufyrirtæki J.K. Rowling birti yfirlýsingu um að tvær bækur tengdar Harry Potter- seríunni yrðu gefnar út þann 20. október næstkomandi.
22. júlí 2017
Sean Spicer stjórnar blaðamannafundi.
Sean Spicer hættur sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins
Spicer var fjölmiðlafulltrúi Trumps í sex mánuði og var margsinnis uppvís að augljósum rangfærslum. Hann hættir vegna ágreinings við nýskipaðan yfirmann sinn.
21. júlí 2017
Elon Musk er forstjóri fyrirtækisins Tesla.
Áhætta fólgin í fjárfestingu í Tesla
Neikvætt fjárstreymi Tesla gerir það að verkum að Citi-bankinn telur mikla áhættu fólgna í fjárfestingu í rafbílaframleiðandanum.
21. júlí 2017
Eignir Skúla í Subway kyrrsettar
Lögmaður Skúla og félags hans mótmælir kyrrsetningunni kröftuglega og segir að málinu verði vísað fyrir dóm.
21. júlí 2017
Norður-Kórea hleypir fáum ferðamönnum til landsins á hverju ári og þeir sem fá að heimsækja landið þurfa að uppfylla allskyns skilyrði.
Bandaríkjamönnum bannað að ferðast til Norður-Kóreu
Bandarískir ferðamenn verða að drífa sig ef þeir ætla að ferðast til Norður-Kóreu því brátt verður þeim bannað að fara þangað.
21. júlí 2017
Björn Teitsson
Um Borgarlínu, snakk og ídýfu og bíla sem eru samt bílar
21. júlí 2017
Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Skuld Reykjanesbæjar var 249% af eignum
Skuldahlutfall A og B- hluta Reykjanesbæjar var 249% árið 2015, hæst allra sveitarfélaga. Gerð var sérstök grein fyrir stöðu þeirra í skýrslu innanríkisráðuneytisins.
21. júlí 2017
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Augljósar deilur ríkisstjórnarflokka um krónuna
Innan ríkisstjórnarinnar eru augljóslega deildar meiningar um gjaldmiðlamál.
21. júlí 2017
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar