Vegatollasamgönguráðherra-Jón

Hugmyndir um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu hafa komið upp.

Auglýsing

Stundum eiga stjórn­mála­menn bein­línis að taka sér frí, skreppa til útlanda, ganga fjöll á Vest­fjörð­um, eða eitt­hvað álíka. Bara láta sig ,,hverfa“. Jón Gunn­ars­son, ráð­herra sam­göngu­mála, er einn þeirra. Við höfum nefni­lega ekk­ert losnað við hann það sem af er sumri. Sem er slæmt.

Það er nefni­lega þannig að almenn­ingur þarf stundum hvíld frá stjórn­mála­mönn­um. Sér­stak­lega þegar þeir eyða sumr­inu í ekk­ert annað en að skoða vega­tolla, vega­skatta og önnur ,,vega­gjöld“, til að leggja á okkur almenn­ing. Jón er á fullu gasi í því.

Ég er búinn að skreppa af landi brott tvisvar það sem af er sumri. Og í bæði skipt­in, við heim­komu, hefur eitt af því fyrsta sem ég hef heyrt í fjöl­miðl­um, verið fréttir og eða við­töl við Jón Gunn­ar­son, þar sem sagt er frá því að hann sé nú að velta fyrir sér ein­hvers­konar veggjöld­um, vega­skött­um, vega­tollum eða álíka, til að demba yfir okkur skatt­greið­end­ur. Og svo kemur við­tal við Jón þar sem hann seg­ist vera búinn að finna ,,nýj­an“ veg til þess að leggja toll á. Hvað gengur mann­inum til?

Auglýsing

Má vel vera að honum hafi verið sagt af ,,yf­ir­verk­stjór­an­um“ (foræt­is­ráð­herra) að dunda sér við þetta yfir sum­ar­tím­ann, en þetta er bara ekk­ert snið­ugt. Svo illa lætur að þessu að ég held að Jón Gunn­ars­son sitji heima hjá sér (þegar allir eru í sundi, í bústaðn­um, eða útlönd­um) með öll til­tæk vega­kort og sé hrein­lega að kort­legga þá vegi (til og frá höf­uð­borg­inni – og jafn­vel fleiri) sem hann getur sett veggjald, toll eða skatt á!

Er Jón Gunn­ars­son sjálfs­stæð­is­maður eða skatt­leggj­andi vinstri­maður í dul­ar­gervi? Ekki nema von að maður spyrji sig, því helstu fréttir sum­ars­ins það sem af er hafa ann­að­hvort verið ein­hverjar ,,skíta­f­rétt­ir“ eða ,,vega­tolla­gjald­skyldu­frétt­ir“ a la Jón Gunn­ars­son. Nú er mál að linni. Þá má einnig benda fjöl­miðla­mönnum á að hætta hrein­lega að hringja í Jón. Taka hann ein­fald­lega úr flýti­val­inu.

En að öllu gríni slepptu, þá eru þessar fréttir sorg­leg sönnun þess að við Íslend­ingar búum við rík­is­vald sem hefur alger­lega brugð­ist í sam­göngu­málum og byggða­málum (sam­göngu­mál eru byggða­mál). Það eru teknir af okkur full­ir/há­mars­skattar og sam­göngu­ráð­herra lands­ins gerir ekki annað en að tala um gjöld og aðrar álög­ur! Þetta bara gengur ekki.

Í hvað fara skatt­arnir okkar þegar við þurfum sífellt að vera að borga meira og meira og meira í eitt­hvað sem á að greið­ast með skatt­fé? Eða á að leggja á okkur tolla fyrir það að keyra veg­ina (sem eru að molna í sund­ur) bara af því það er gert ein­hvers­staðar í útlönd­um? Við þurfum ekk­ert alltaf að apa allt eftir því sem gert er í útlönd­um. Það er engin skylda.

Að lok­um: Jón, ertu til í að taka þér smá frí og hætta að tala enda­laust um vega­gjöld og vega­skatta. Kannski bara skreppa af landi brott og sleikja sól­ina pínu­pons. Plííís.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og keyrir bíl.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar