Vegatollasamgönguráðherra-Jón

Hugmyndir um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu hafa komið upp.

Auglýsing

Stundum eiga stjórn­mála­menn bein­línis að taka sér frí, skreppa til útlanda, ganga fjöll á Vest­fjörð­um, eða eitt­hvað álíka. Bara láta sig ,,hverfa“. Jón Gunn­ars­son, ráð­herra sam­göngu­mála, er einn þeirra. Við höfum nefni­lega ekk­ert losnað við hann það sem af er sumri. Sem er slæmt.

Það er nefni­lega þannig að almenn­ingur þarf stundum hvíld frá stjórn­mála­mönn­um. Sér­stak­lega þegar þeir eyða sumr­inu í ekk­ert annað en að skoða vega­tolla, vega­skatta og önnur ,,vega­gjöld“, til að leggja á okkur almenn­ing. Jón er á fullu gasi í því.

Ég er búinn að skreppa af landi brott tvisvar það sem af er sumri. Og í bæði skipt­in, við heim­komu, hefur eitt af því fyrsta sem ég hef heyrt í fjöl­miðl­um, verið fréttir og eða við­töl við Jón Gunn­ar­son, þar sem sagt er frá því að hann sé nú að velta fyrir sér ein­hvers­konar veggjöld­um, vega­skött­um, vega­tollum eða álíka, til að demba yfir okkur skatt­greið­end­ur. Og svo kemur við­tal við Jón þar sem hann seg­ist vera búinn að finna ,,nýj­an“ veg til þess að leggja toll á. Hvað gengur mann­inum til?

Auglýsing

Má vel vera að honum hafi verið sagt af ,,yf­ir­verk­stjór­an­um“ (foræt­is­ráð­herra) að dunda sér við þetta yfir sum­ar­tím­ann, en þetta er bara ekk­ert snið­ugt. Svo illa lætur að þessu að ég held að Jón Gunn­ars­son sitji heima hjá sér (þegar allir eru í sundi, í bústaðn­um, eða útlönd­um) með öll til­tæk vega­kort og sé hrein­lega að kort­legga þá vegi (til og frá höf­uð­borg­inni – og jafn­vel fleiri) sem hann getur sett veggjald, toll eða skatt á!

Er Jón Gunn­ars­son sjálfs­stæð­is­maður eða skatt­leggj­andi vinstri­maður í dul­ar­gervi? Ekki nema von að maður spyrji sig, því helstu fréttir sum­ars­ins það sem af er hafa ann­að­hvort verið ein­hverjar ,,skíta­f­rétt­ir“ eða ,,vega­tolla­gjald­skyldu­frétt­ir“ a la Jón Gunn­ars­son. Nú er mál að linni. Þá má einnig benda fjöl­miðla­mönnum á að hætta hrein­lega að hringja í Jón. Taka hann ein­fald­lega úr flýti­val­inu.

En að öllu gríni slepptu, þá eru þessar fréttir sorg­leg sönnun þess að við Íslend­ingar búum við rík­is­vald sem hefur alger­lega brugð­ist í sam­göngu­málum og byggða­málum (sam­göngu­mál eru byggða­mál). Það eru teknir af okkur full­ir/há­mars­skattar og sam­göngu­ráð­herra lands­ins gerir ekki annað en að tala um gjöld og aðrar álög­ur! Þetta bara gengur ekki.

Í hvað fara skatt­arnir okkar þegar við þurfum sífellt að vera að borga meira og meira og meira í eitt­hvað sem á að greið­ast með skatt­fé? Eða á að leggja á okkur tolla fyrir það að keyra veg­ina (sem eru að molna í sund­ur) bara af því það er gert ein­hvers­staðar í útlönd­um? Við þurfum ekk­ert alltaf að apa allt eftir því sem gert er í útlönd­um. Það er engin skylda.

Að lok­um: Jón, ertu til í að taka þér smá frí og hætta að tala enda­laust um vega­gjöld og vega­skatta. Kannski bara skreppa af landi brott og sleikja sól­ina pínu­pons. Plííís.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og keyrir bíl.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
Kjarninn 24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
Kjarninn 24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar