Er vit í að Ísland losni alveg við seðla og klink?

Auglýsing

Þegar Íslend­ingar voru spurðir árið 2013 hvort þeir not­uðu reiðufé sagð­ist með­al­mað­ur­inn nota reiðufé átta sinnum í mán­uði. Þegar spurt var í hvaða til­fellum fólk not­aði reiðufé var langefst á blaði að borga í stöðu­mæla — svo kom leggja.is og þá breytt­ist það.

Alveg eins og við vissum ekki að við vildum iPad áður en við vildum öll iPad þá vissum við ekki að leggja.is appið gætið losað okkur við það sem við héldum að við þyrftum helst á reiðufé á að halda í. Í hvað, annað en stöðu­mæla þurfum við á reiðufé að halda — og hvernig geta tækni­lausnir leyst það vanda­mál betur en reiðufé gerir í dag?

Þegar fólk er spurt hvort seðla­laust Ísland sé þeim að skapi segj­ast flestir vilja halda í seðl­ana. Það er við­búið því með því að segja já við spurn­ing­unni væri fólk ein­fald­lega að sam­þykkja að missa eitt­hvað án þess að vita hvað kæmi í stað­inn. Ekk­ert fyrir eitt­hvað, sem við vitum ekki hvað er, hljómar í flestra eyrum sem frekar dapur díll, óháð því um hvað er rætt.

Auglýsing

Bönnum þá bara stóru seðl­ana

Um dag­inn skil­aði starfs­hópur efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra um umfang skatt­und­an­skota nið­ur­stöð­um. Hóp­ur­inn fjall­aði jafn­framt um hvaða skorður megi mögu­lega reisa varð­andi notkun reiðu­fjár, við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum með hlið­sjón af lögum og reglum í nágranna­ríkjum eins og það var orðað í frétta­til­kynn­ing­u. 

Vinnan sem slík vakti litla athygli en til­laga um að taka úr umferð stóru seðl­ana, fimm- og tíu­þús­und króna seðla, til að sporna gegn skatt­und­anskotum var harð­lega gagn­rýnd og fór vægt til orða tekið illa ofan í land­ann.

Vart má draga þá ályktun að stóru seðl­arnir séu Íslend­ingum svona mik­il­vægir heldur frekar að fólki lík­aði ekki að það væri verið að banna fólki eitt­hvað sem það á kost á í dag. Í góðri nýlegri spurn­inga­könnun frá hol­lenska bank­anum ING kom fram að ein­ungis 6% evr­ópskra neyt­enda sögðu það myndi hafa áhrif á fjár­mál þeirra ef stærsti seð­ill­inn væri tek­inn úr umferð. Ekki þyrfti að koma á óvart að hlut­fallið væri lægra á Íslandi ef spurt væri um 10.000 króna seð­il­inn sem fáir sjá, þekkja eða nota.

Vanda­mál umræð­unnar hér var að seðla­leysi var rætt á for­sendum banns frekar en hag­ræð­is. Í stað þess að sýna fólki fram á hags­muni þess, og þjóð­ar­innar í heild, af því að stuðla að seðla­leysi var ein­fald­lega lagt til að taka eitt­hvað af fólki sem það hefur í dag. Sagan end­aði svo með því að ráð­herra skrif­aði að sam­fé­lagið [væri] ekki til­búið í svo rót­tæka hug­mynd og það að taka stóru seðl­ana úr umferð hafi ein­fald­lega verið hug­mynd en ekki eitt af aðal­at­riðum til­lagn­anna.

Hvað kostar að vera með reiðufé í umferð?

Seðl­arnir kosta sitt

Ef við heim­færum tölur banda­rískrar rann­sóknar um kostnað seðla má áætla að hver Íslend­ingur beri beinan 25 þús­und króna árlegan kostnað af seðlum á ári og beri um 65 þús­und króna kostnað vegna svartrar atvinnu­starf­semi. Kostn­aður seðl­anna fyrir sam­fé­lagið í heild, um 1,5% af vergri lands­fram­leiðslu, er því ekki ein­ungis af því að reka kerfið og seðl­ana sjálfa heldur einnig kostn­aður af því að seðlar gera skatt­svik mögu­leg sem væru ill­mögu­leg án þeirra.

Í Dan­mörku er sam­an­burður kostn­aðar milli reiðu­fjár og korta ein­fald­ari en hér á landi því flestir nota debet­kort og þarf því ekki að taka til­lit til þess að kredit­korta­greiðslur eru í eðli sínu lán. Í Dan­mörku kosta greiðslur með reiðufé að með­al­tali um 115 kr. en greiðsla með debet­korti 48 kr.

Kostn­að­ar­sam­an­burður á Íslandi er flókn­ari en í Dan­mörku því vægi kredit­korta er veru­legt á Íslandi, ólíkt Dan­mörku. Þegar Seðla­banki Íslands mat kostnað við greiðslur í tíma­rit­inu Fjár­mála­innviðum árið 2016 greindi bank­inn ekki milli debet­korta og kredit­korta sér­stak­lega. Bank­inn lagði saman kostnað við debet- og kredit­kort og mat sem 101 kr. á hverja greiðslu til sam­an­burðar við 88 kr. við reiðu­fé.

Hvar eru allir þessir seðl­ar?

Þar til hinn frægi starfs­hópur ráð­herr­ans komst í hámæli þá gerðu margir sér örugg­lega ekki grein fyrir því að tæpur helm­ingur alls verð­mætis reiðu­fjár á Íslandi er í formi 10.000 króna seðla, seðla sem fæstir kann­ast við að eiga í vesk­inu eða hafa yfir höfuð séð. Til við­bótar eru 5.000 kr. seðlar tæp 40% og því seðlar minni en 5.000 krón­ur, seðl­arnir sem við sjáum oftast, alls um 13% seðla í umferð. Í þessu ljósi er eðli­legt að fólk spyrji sig hvar allir þessir stóru seðlar eru?

Af því má leiða líkur að vægi notk­unar stærstu seðl­anna í svartri starf­semi sé umtals­vert og þess vegna sé jákvætt að draga úr umfangi þeirra ef mark­miðið er að draga úr skatt­und­anskot­um. Sama ályktun hefur grund­vallað ákvarð­anir eins og starfs­hóp­ur­inn lagði til í öðrum Evr­ópu­lönd­um. Á næsta ári kveður €500 seð­il­inn og á Spáni og í Frakk­landi hafa sem dæmi verið sett lög til að draga úr reiðufjár­notk­un. Í Frakk­landi er til dæm­is ólög­legt að nota reiðufé í við­skiptum umfram €1,000.

Ýmsir hafa bent á jákvæð áhrif seðla­leys­is. Eftir þýska hag­fræð­ingnum Peter Bof­inger er haft í Der Spi­egel að með full­komnu seðla­leysi geti fót­unum verið kippt undan svartri atvinnu­starf­semi, eit­ur­lyfja­sölu og tengdri starf­semi sem í dag reiðir sig algjör­lega á órekj­an­legt seðlaum­hverf­ið. 

Hvernig liti seðla­laust Ísland út?

Ein­faldasta leiðin til að svara því hvernig seðla­laust Ísland liti út er að horfa til Sví­þjóð­ar. Reiðu­fjár­hlut­fall á Íslandi er um 2% en í Sví­þjóð nálg­ast það 0,5%. Seðlar eru nán­ast hvergi og landið verður að fullu seðla­laust fyrir 2030 sam­kvæmt spá sænska seðla­bank­ans. 

Aðspurðir segja Svíar ekki hafa snert seðil í lengri tíma. Banka­útibú í Sví­þjóð eru flest seðla­laus, fæstir veit­inga­staðir taka við reiðu­fé, og stræt­is­vagnar taka ekki við reiðu­fé. Ferða­menn eru hvattir til þess að bera ekki reiðufé á sér í Sví­þjóð og eru meira að segja áminntir við kom­una til lands­ins að engin þörf sé á því fara í hrað­banka í Sví­þjóð. Meira að segja kirkju­safn­anir fara fram án reiðu­fjár og heim­il­is­lausir taka seðla­lausu sam­fé­lag­inu fagn­andi með tækni­lausnir til að taka við stuðn­ingi við hönd­ina.

Sví­þjóð hefur orðið nán­ast seðla­laust á und­an­förnum árum — ­fyrst og fremst á for­sendum tækni­fram­fara og fjár­mála­lausna. Lausna sem fólk velur að nota í stað þess að nota reiðu­fé. Nýir pen­inga­seðlar voru teknir í notkun í Sví­þjóð í októ­ber í fyrra en þó hafa fæstir Svíar séð þessa seðla með eigin aug­um — því nán­ast eng­inn notar seðla í land­inu. Seðlum í umferð í Sví­þjóð hefur fækkað um 40% frá hápunkt­inum árið 2007 og eru seðlar og mynt í umferð um 57 millarðar SEK, svipað og var árið 1990.

Mögu­leikar á að nýta staf­rænar greiðslu­lausnir verða stöðugt betri og ein­faldri. Ný greiðslu­miðl­un­ar­reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins, PSD2, mun sem dæmi stuðla enn frekar að hag­ræði staf­rænna greiðslna.

Með PSD2 munu fyr­ir­tæki önnur en bankar geta notað greiðslu­pípur banka­kerf­is­ins og tekið út, með þínu sam­þykki, beint út af reikn­ingi í búð án þess að þörf sé á notkun greiðslu­korts. Með þessu má draga enn frekar úr kostn­aði greiðslu­miðl­unar neyt­endum til hags­bóta. 

PSD.

Sam­eig­in­legir hags­munir

Það kemur á óvart hversu stutt í sam­an­burði við Skand­in­avíu Ísland er komið í að búa til seðla­laust sam­fé­lag. Ekki síst kemur á óvart hversu stutt við erum komin að öðl­ast sam­eig­in­legan skiln­ing á jákvæðum áhrifum þess. 

Seðla­leysi með til­heyr­andi hag­ræð­ingu, öryggi, skil­virkni, minni skatt­und­anskotum og betri yfir­sýn almenn­ings yfir fjár­málin getur verið sam­eig­in­legt hags­muna­mál almenn­ings, laun­þega­sam­taka, atvinnu­rek­enda og fjár­mála­fyr­ir­tækja. Þrátt fyrir að fleiri hags­muna­að­ilar ættu að geta sam­ein­ast um seðla­laust sam­fé­lag en í mörgum öðrum álita­efnum höfum við ekki séð sam­eig­in­legan slag­kraft um þessa sam­eig­in­legu hags­mun­i. 

Við gæt­um, með því að taka okkur á, vel kom­ist á sama stað og Sví­þjóð á fáum árum. Það kallar á þennan sam­eig­in­lega slag­kraft sem okkur hefur skort á und­an­förnum árum. Það þarf þó að byggja á að sýna lands­mönnum fram á sam­eig­in­legan hag fólks af seðla­leys­inu fremur en með boðum og bönn­um.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og stýrir stefnu­mótun og mark­aðs­málum hjá Íslands­banka. Greinin birt­ist einnig á Medium síðu höf­undar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar