Það er ójafnvægi í gangi og það hallar á landsbyggðina og það er ekki gott. Að fólk sjái sér ekki fært að búa út á landi, eða sé ekki gefinn kostur á því er slæmt því það skapar einsleitt borgarsamfélag í stað fjölbreytileika.
Fólk sækir í þjónustu, afþreyingu, aðstöðu og tækifæri, ekki síður en atvinnu og allt þetta hefur markvisst færst suður og þá er ekkert skrítið að fólkið fylgi eftir jafnvel þó hugurinn sé út á landi.
Það þrífast ekki allir í borgum og hæfileikar allra nýtast ekki best þar, það er einfaldlega ekki pláss fyrir alla á einum stað til að blómstra og það vantar fólk út á land til að nýta þau tækifæri sem þar bíða samfélaginu til góða.
Fólki fækkar út á landi með einstaka undartekningum eins og á Akureyri, en þar hefur náðst að byggja upp umhverfi með flestu sem fólk sækir í og fólk treystir því að svo verði áfram. Nálægar byggðir njóta þeirrar þjónustu og tækifæra sem bjóðast á Akureyri.
Það þarf að byggja upp sterka byggðarkjarna í hverjum fjórðungi sem hafa gott aðgengi að höfuðborginni, þannig mun fólki fjölga út á landiÞað þarf að byggja upp sterka byggðarkjarna í hverjum fjórðungi sem hafa gott aðgengi að höfuðborginni, þannig mun fólki fjölga út á landi, en fjölgun fólks er lykilatriði þess að auka þjónustu, fjölga tækifærum, byggja upp aðstöðu og skapa atvinnu á sjálfbæran hátt sem mun á endanum leiða til jafnvægis milli landsbyggða og höfuðborgar.
Að gera innanlandsflug að almenningssamgöngum eins og gert er í Skotlandi er einföld og fljótleg leið til að stuðla að þessu jafnvægi, slíkt aðgerð mun styrkja þá byggðarkjarna sem nú þegar hafa sýnt sig að fólk vill búa á.
Það þarf ekki að finna upp hjólið, skoska leiðin er til, innleiðum hana á Íslandi.
Höfundur er íbúi á Egilsstöðum