Ójafnvægi milli höfuðborgar og landsbyggða

Ívar Ingimarsson skrifar um mikilvægi þess að allir fái að njóta sín, samfélaginu til góða.

Auglýsing

Það er ójafn­vægi í gangi og það hallar á lands­byggð­ina og það er ekki gott. Að fólk sjái sér ekki fært að búa út á landi, eða sé ekki gef­inn kostur á því er slæmt því það skapar eins­leitt borg­ar­sam­fé­lag í stað fjöl­breyti­leika.

Fólk sækir í þjón­ustu, afþr­ey­ingu, aðstöðu og tæki­færi, ekki síður en atvinnu og allt þetta hefur mark­visst færst suður og þá er ekk­ert skrítið að fólkið fylgi eftir jafn­vel þó hug­ur­inn sé út á landi.

Það þríf­ast ekki allir í borgum og hæfi­leikar allra nýt­ast ekki best þar, það er ein­fald­lega ekki pláss fyrir alla á einum stað til að blómstra og það vantar fólk út á land til að nýta þau tæki­færi sem þar bíða sam­fé­lag­inu til góða.

Auglýsing

Fólki fækkar út á landi með ein­staka und­ar­tekn­ingum eins og á Akur­eyri, en þar hefur náðst að byggja upp umhverfi með flestu sem fólk sækir í og fólk treystir því að svo verði áfram. Nálægar byggðir njóta þeirrar þjón­ustu og tæki­færa sem bjóð­ast á Akur­eyri.

Það þarf að byggja upp sterka byggð­­ar­kjarna í hverjum fjórð­ungi sem hafa gott aðgengi að höf­uð­­borg­inni, þannig mun fólki fjölga út á landi
Það þarf að byggja upp sterka byggð­ar­kjarna í hverjum fjórð­ungi sem hafa gott aðgengi að höf­uð­borg­inni, þannig mun fólki fjölga út á landi, en fjölgun fólks er lyk­il­at­riði þess að auka þjón­ustu, fjölga tæki­færum, byggja upp aðstöðu og skapa atvinnu á sjálf­bæran hátt sem mun á end­anum leiða til jafn­vægis milli lands­byggða og höf­uð­borg­ar.

Að gera inn­an­lands­flug að almenn­ings­sam­göngum eins og gert er í Skotlandi er ein­föld og fljót­leg leið til að stuðla að þessu jafn­vægi, slíkt aðgerð mun styrkja þá byggð­ar­kjarna sem nú þegar hafa sýnt sig að fólk vill búa á.

Það þarf ekki að finna upp hjól­ið, skoska leiðin er til, inn­leiðum hana á Íslandi.

Höf­undur er íbúi á Egils­stöðum

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar