Ójafnvægi milli höfuðborgar og landsbyggða

Ívar Ingimarsson skrifar um mikilvægi þess að allir fái að njóta sín, samfélaginu til góða.

Auglýsing

Það er ójafn­vægi í gangi og það hallar á lands­byggð­ina og það er ekki gott. Að fólk sjái sér ekki fært að búa út á landi, eða sé ekki gef­inn kostur á því er slæmt því það skapar eins­leitt borg­ar­sam­fé­lag í stað fjöl­breyti­leika.

Fólk sækir í þjón­ustu, afþr­ey­ingu, aðstöðu og tæki­færi, ekki síður en atvinnu og allt þetta hefur mark­visst færst suður og þá er ekk­ert skrítið að fólkið fylgi eftir jafn­vel þó hug­ur­inn sé út á landi.

Það þríf­ast ekki allir í borgum og hæfi­leikar allra nýt­ast ekki best þar, það er ein­fald­lega ekki pláss fyrir alla á einum stað til að blómstra og það vantar fólk út á land til að nýta þau tæki­færi sem þar bíða sam­fé­lag­inu til góða.

Auglýsing

Fólki fækkar út á landi með ein­staka und­ar­tekn­ingum eins og á Akur­eyri, en þar hefur náðst að byggja upp umhverfi með flestu sem fólk sækir í og fólk treystir því að svo verði áfram. Nálægar byggðir njóta þeirrar þjón­ustu og tæki­færa sem bjóð­ast á Akur­eyri.

Það þarf að byggja upp sterka byggð­­ar­kjarna í hverjum fjórð­ungi sem hafa gott aðgengi að höf­uð­­borg­inni, þannig mun fólki fjölga út á landi
Það þarf að byggja upp sterka byggð­ar­kjarna í hverjum fjórð­ungi sem hafa gott aðgengi að höf­uð­borg­inni, þannig mun fólki fjölga út á landi, en fjölgun fólks er lyk­il­at­riði þess að auka þjón­ustu, fjölga tæki­færum, byggja upp aðstöðu og skapa atvinnu á sjálf­bæran hátt sem mun á end­anum leiða til jafn­vægis milli lands­byggða og höf­uð­borg­ar.

Að gera inn­an­lands­flug að almenn­ings­sam­göngum eins og gert er í Skotlandi er ein­föld og fljót­leg leið til að stuðla að þessu jafn­vægi, slíkt aðgerð mun styrkja þá byggð­ar­kjarna sem nú þegar hafa sýnt sig að fólk vill búa á.

Það þarf ekki að finna upp hjól­ið, skoska leiðin er til, inn­leiðum hana á Íslandi.

Höf­undur er íbúi á Egils­stöðum

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar