Lifað með lögsókn

Auður Jónsdóttir segist ekki geta látið þagga niður í sér.

Auglýsing

Snemma í jan­úar sat ég í Hann­es­ar­holti að bíða eftir því að vera hvað úr hverju kölluð upp á svið í fullum sal þegar maður nokkur vék sér að mér og spurði í kurt­eisum spurn­ar­tón: Ert þú Auður Jóns­dótt­ir?

Já, sagði ég skelfd og gerði sam­stundis ráð fyrir að hann væri óein­kenn­is­klæddur lög­reglu­maður að færa mér váleg tíð­indi af syni mín­um.

Get­urðu komið með mér afsíð­is? spurði mað­ur­inn þá – sem ég og gerði og vissi ekki fyrr til en hann hafði afhent mér stefnu. Það var lítið annað að gera en að setj­ast upp á svið með stefn­una í fang­inu og vona að áhorf­endur myndu ekki eygja vand­ræða­gang­inn.

Auglýsing

Hrossa­bóndi nokkur var búinn að stefna mér fyrir meint meið­yrði í pistli sem ég hafði skrifað hér í Kjarn­ann sum­arið áður og krefja mig um milljón í skaða­bæt­ur, auk máls­kostn­aðar og tölu­verðrar upp­hæðar í við­bót til að kosta ein­hvers konar hneisutil­kynn­ingar í Frétta­blað­inu þar sem ég yrði að aug­lýsa það opin­ber­lega ef ég myndi tapa mál­inu.

Til­finn­inga­söm skrif

Sem betur fer hafði ég haft rænu á að eyrna­merkja pistil­inn sem aðsenda grein frekar en fastan pistil þar sem ég hafði í honum lýst yfir stuðn­ingi við Andra Snæ Magna­son í for­seta­kosn­ing­unum og því lenti fjöl­mið­ill sem þarf á sínum lífs­krafti óskertum að halda ekki í þessum bobba. Það var svosem eng­inn að stefna mér fyrir skoðun í for­seta­kosn­ing­unum en pistill­inn fjall­aði um nátt­úru­vernd og nátt­úru­spjöll og til­finn­inga­söm skrif út af því síð­ar­nefnda höfðu leitt til þessa.

Reyndar hafði dóttir eig­in­konu hrossa­bónd­ans hringt í systur mína og beðið hana að skila til mín að karl­inn myndi ekki stefna ef ég bæð­ist afsök­unar en þar sem ég hafði minna en engan áhuga á því þá fór sem fór, enda hafði sonur hrossa­bónd­ans ekk­ert verið að skafa utan af því þegar hann sendi mér tölvu­póst sem end­aði á þessum orð­um: ... en í þetta sinn góða kemur það til með að kosta.

Bæ bæ parmesa­nostur

Allt þetta kom upp í hug­ann þar sem ég stóð úti á svölum áðan að borða gul­rót og minna sjálfa mig á að kaupa parmesa­nost. Þá fór ég að spá í af hverju  parmesa­nost­stykki í íslenskri mat­vöru­búð kostar álíka og vel úti látin mál­tíð á góðum ítölskum veit­inga­stað í Berlín, þaðan sem ég er nýflutt heim, og í kjöl­farið hvarfl­aði að mér að senni­lega yrði ég að neita mér um parmesa­nost næstu miss­erin færi svo að ég þyrfti að borga hrossa­bónda alla þessa pen­inga út af ein­hverju sem ég skrif­aði á hlaupum fyrir meira en ári síð­an.

Lög­fræði­leg sál­fræði­hjálp

Um leið og lög­sóknin kom upp í hug­ann byrj­aði ég ósjálfrátt að stika um sval­irnar í til­raun til að hugsa um hana í víð­ara sam­hengi og kom­ast þannig hjá því að fyll­ast kvíða. Sjálf trúi ég því að áreið­an­leg gögn bendi til þess að hrossa­bónd­inn hafi farið átak­an­lega illa með land sem mér þykir vænt um, enda spöl­korn frá æsku­heim­ili mínu. En ég bý svo vel að eiga vin­konu sem er þaul­reyndur lög­fræð­ingur og með­eig­andi í þunga­vigtar lög­fræði­stofu og þegar hún var búin að gefa mér nokkur ókeypis ráð (les­ist sál­fræði­hjálp) var­aði hún mig við að vera of bjart­sýn, sama hversu góð gögn ég væri með í hönd­un­um, því fólk hefði til­hneig­ingu til að trúa svo á eigin rök­stuðn­ing að það hætti að gera ráð fyrir því að mál­flutn­ingur þess mætti sín minna og þá yrði sjokkið svo mik­ið.

Kvíðnir við­skipta­karlar

Þessi orð voru ekki bein­línis hjarta­styrkj­andi en hjálp­uðu mér samt að sætt­ast við til­hugs­un­ina um að lifa í hugs­an­lega parmesa­nosta­lausri fram­tíð. Þessi góða vin­kona mín hafði einnig ráð­lagt mér að hringja frekar í sig en lög­fræð­ing með taxta­klukku ef ég fyndi skyndi­lega til kvíða og óþæg­inda út af þessu.

Ég er ekk­ert kvíð­in, hafði ég sagt, nokkuð kok­hraust, og þótt­ist bara for­vitin að prófa að upp­lifa ferlið, að vera stefnt, og vita hvernig það fún­ker­aði.

Vin­kona mín setti upp furðu­legt sam­úð­ar­glott og sagði að harðsvíruð­ustu við­skipta­karlar ættu til að finna fyrir kvíða við að fá stefnu.

Þá er ég bara ennþá harðsvíraðri en þeir, sagði ég og glotti líka. En það var þá. Og allt í einu, þarna úti á svöl­un­um, fann ég fyrir óþæg­ind­um. Hvað ef ... ég þyrfti að borga allt þetta og kannski meira en ég gæti ímyndað mér? Þyrfti ég að hætta öllum sjálf­stæðum skrifum og fara að vinna á aug­lýs­inga­stofu? Hanna sölu­texta fyrir karla eins og hrossa­bónd­ann. Ein­hvern tím­ann þurfti ég að skrifa kynn­ing­ar­efni (duldar aug­lýs­ing­ar) fyrir tíma­rit og það var um það bil það leið­in­leg­asta sem ég hef gert, hvort sem ég stóð í því að þjarka við ein­hvern snyrti­vöru­heild­sala úti í bæ um að maður gæti ekki talað um nakið hár eða reyna að telja treglæsum veit­inga­staða­eig­anda trú um að ég gæti hnoðað saman skárri setn­ingu en hann.

Málsvörn mann­orðs­morð­ingja

Strax í upp­hafi hafði ég spurt lög­fræð­ing­inn minn hvort ég gæti ekki bara fengið að sitja dóm­inn af mér, ef allt færi á versta veg. En það er víst ekki lengur í boði. Mig rám­aði í að Gunnar Smári Egils­son hefði setið inni í Hegn­ing­ar­hús­inu fyrir ein­hver skrif um það leyti sem hann skrif­aði bók­ina Málsvörn mann­orðs­morð­ingja. Ég vann á rit­stjórn hjá honum þegar ég var ung­lingur og rám­aði líka í að hann hefði sagt alveg upp­tendr­aður að eng­inn væri alvöru blaða­maður fyrr en hann hefði fengið á sig stefnu. Þá fannst mér það mjög eft­ir­sókn­ar­vert.

Ekki leng­ur.

Hinn full­komni glæpur

Lög­fræð­ing­ur­inn minn hafði talað um þögg­un. Að stefnur og kröfur um skaða­bætur væru tals­vert not­aðar til að þagga niður í óþægi­legum röddum og það mætti ekki van­meta sál­fræði­leg áhrif þeirra. Ein­hver ann­ar, kannski vin­kona mín, hafði sagt mér að það væri sér­stak­lega áber­andi þegar þagga þyrfti niður í þolendum kyn­ferð­is­of­beldis og tals­mönnum nátt­úru­vernd­ar.

Ef ég hef sagt eitt­hvað glanna­legt axla ég að sjálf­sögðu ábyrgð og fæ mér vinnu á aug­lýs­inga­stofu. Og í raun­inni verður for­vitni­legt að vita hvort sé talið glæp­sam­legra að eyði­leggja jörð, eins og ég trúi að hafi verið gert, eða skrifa eitt­hvað til­finn­inga­þrungið um slíka eyði­legg­ingu. Ég er alin upp við að það sé rangt að rífa upp mosa, hvað þá að beita fjölda hesta á hann til lengri tíma, enda mos­inn svo lengi að vaxa að ég læt mig alveg hafa það að fórna parmesa­nost­inum fyrir hann.

En það þýðir samt ekki að ég ætli að þegja. Mér hafði verið ráð­lagt að segja sem minnst meðan málið er í far­vegi. Reyndar rámar mig í að ein­hver hafi haldið því fram að dóm­ari hafi þyngt dóm yfir Ingvari Þórð­ar­syni þegar hann hafði tekið þátt í bankaráni og skrifað um það bók­ina Hinn full­komni glæpur (sel það ekki dýrar en ég keypti það). Geð­pillan mín er að þegja ekki. Því til­hugs­unin um að hafa stefnu vom­andi yfir mér gerir mig tauga­veikl­aða og til þess er leik­ur­inn kannski gerð­ur. En þegar ég verð tauga­veikluð þarf ég að skrifa ...

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar